Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Rómans í fulkominni stemmingu í Seljahverfinu...

 

..enda veðrið til þess. 

Ég er að elda dýrindissteik með fylgihlutum, eins og ferskum aspas, gulrótum, sveppum og rauðlaukssultu.  Ójá.  Meira fáið þið ekki að vita um það mál.

Svo er ég búin að kveikja á kertum, gera allt 100% fínt, draga gardínur frá svo það sjáist út í vetrarlandið og svo verður djúpsteiktur camenbert í eftirrétt.

Ljúfir tónar verða í spilaranum, að sjálfsögðu.

Ég þarf að fara að vekja húsband í herlegheitin, enda hefur hann ekki nema klukkutíma til að gúffa í sig og rómansast með mér, áður en hann rýkur út í vetrarnóttina til að vinna fyrir heimilinu.

þetta dásamlega lag er ég að spila á meðan ég undirbý. Emiliana

Nananabúbú,

Það verður seint skrifuð rómansfærsla á þessa síðu án bigtæm törnoffs í endann.

Þannig er ég bara.

P.s. Ekki fyrir viðkvæma, ég er að sjálfsögðu á nýja brjóllanum - undir vaðmálssekknumWhistling.

Úje

 


Meira um brjóst

Nú eftir að ég fékk brjóstameikóverið í London og er með þau uppi á hálsi, þá er ég heltekin af brjóstafréttum.

Sumar upplýsingar eiga bara ekki erindi til almennings.  Hvers eiga þær konur að gjalda sem eru með sílíkon í brjóstum, að fá þessar upplýsingar inn á borð til sín, verandi búnar að ákveða að láta kveikja í sér?   Að brjóstin springi við athöfnina?  Búmm-pang.  Svo nú þarf að fjarlæga þau (brjóstin eða fyllingarnar eða bæði) fyrir brennslu.  Sjáið þið fyrir ykkur brennslumanninn með kutann á lofti, eins og slátrara að sneiða af viðkomandi líkamsparta?

Hver þarf á þessum upplýsingum að halda?  Nú geta sílikonkonur gengi' um og hugsað t.d.; enginn veit sína ævina fyrr en öll er, ég gæti td orðið fyrir bíl hérna, en eitt er á hreinu að á einhverju stigi máls mun ég springa í loft upp.

Smekklegt.

Ég ætla að láta orméta mig í staðinn.  Ekki af því ég sé með fyllingar í brjóstum, ónei, en kannski er ég með eitthvað annað sem explóderar á bálinu.  Ég er nefnilega norn.

Muhahahaha

Súmí.

Úje


mbl.is Springa í líkbrennslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er á kafi í hvítu stöffi..

 

..sem enginn vill taka ábyrgð á og taka í burtu svo ég komist leiðar minnar.

Á að vera mætt í myndatöku núna eftir nokkrar mínútur bara.  Sko til læknis ekki fyrir Mannlíf eða eitthvað sollis, bara svo það sé á hreinu.

Bensinn er hulinn þessum hvíta mjúka salla og ég er dauðhrædd um að ef bandið fer út að moka, að hann moki/skafi rangan bíl.  Sniðugt ef hann hamaðist við að moka og moka, og gera bílinn keyrsluhæfan, þá kæmi nágranninn út, sem á eins farartæki og keyrði í burtu á kvikindinu.

Alveg er ég viss um að við erum að upplifa versta eða einn af verstu janúarmánuðum ever! (Sigurður!).

Hvað um það ég er svo hress hérna að það er í raun ekkert nema ósvífni.

Nú hefst tími viðurstyggilegrar matarinntöku landans.

Hvað er að, þetta var matur sem var búin til í torfkofunum og geymdur á þann eina hátt sem mögulegur var í denn.  Ef ekki súrsað, þá kæst eða hangið.

Ég get ennþá ælt þegar ég minnist hvítu titrandi súrhvalsbitanna (er það ekki bara spik?)

Eða blóðmör, ég meina hvers lags villimennska er þetta, taka blóð og fylla það af fituklumpum,sauma saman í einhverja kúkapoka og sjóða.  Hver borðar svona ótilneyddur,nú til dags?

Eigum við að fara út í hrútspungana? Ædóntþeinksó.

Nú er ég bara að pirra ykkur elskurnar, ykkur sem borðið þorramat.  Það truflar mig ekkert,er bara að gera smá grín hérna.  Enda kemur þessi viðbjóður ekki inn fyrir dyr hjá mér.

Ég borða svið (brosandi kjammar eru æði), rófustöppu og harðfisk.  Er sum sé ekkert skárri.

En ég held, að fyrir þá sem hella í sig áfengi með þessum mis rotna mat, geti átt á ættu að setja af stað FERLI í boddíinu á sér, sem ekki sér fyrir endann á.

Annars er náttúrlega bara best að gera eins og ég, að sleppa áfengi algjörlega.  Þið trúið því ekki hvað íslenskt blávatn er dásamlegt með mat.

Edrú í morgunsárið og alltaf einn dag í einu.

Það er ég elskurnar mínar.

Súmíkikkmíbætmí.

Úje.


mbl.is Þorrinn er genginn í garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjóstin á mér...

 

...voru allt í senn, gífurlegt vandamál, mikið til umfjöllunar (nei subbur ekki til umfjötlunar) og til skoðunar í nýlegri Londonferð.

Hér ætti ég að setja punkt, því þá myndi brjóstaáhugafólk frá raðtaugaáföll.

Ég er hippi, sér í lagi þegar kemur að brjóstahöldurum.  Þar fyrir utan eru brjóstin á mér ansi lítil, og ekkert til að flagga með (ekki lesa eitthvað klám úr þessu heldur perrarnir ykkar).

Ég hef yfirleitt notað brjóstahaldara af dætrum mínum, eða einhverjir hafa gefið mér slíka gripi í gjafir og ég hef aldrei vitað nr. hvað ég nota af þessari vöru.  Til að einfalda málið, þá hef ég sleppt því að kaupa þessi hallærisföt.

Frumburður sagði við mig snemma í ferð:  Móðir góð (það segir hún alltaf þegar hún er ákveðin í að umbylta lífi mínu á einhvern hátt), móðir góð, nú verslum við á þig nokkur stykki af brjóstahöldurum í þessari ferð.  Ég alveg:W00t Frumburður bendir á svæði ofan svæðis fyrir ofan mitti.  Brjóst eiga að vera staðsett hér, en ekki hér (og nú bendir hún á afar víðtæk, óútreiknanlegt svæði neðar á efri hluta ofansvæðis). Og, móðir góð, svo eiga þau að vera í sömu línu, þ.e. algjörlega samhliða.

Þessu gat ég ekki mælt í mót, þú þráttar ekki við lögfræðinga sem þar að auki eru árangurstengdum launum hjá  brjóstaguðinum og ég var drifin inn í einhverjar brjóstaverslanir, mæld og mátuð á enda og kanta, þar til frumburður var ánægður.

Maysan var alveg yfirkomin af aðdáun þegar ég kom heim um kvöldið.  Alveg: Vá mamma ertu í nýjum brjóstahaldara (fyrir framan annað fólk, ég er ekki að ljúgaBlush)?  Bara með skoru og allt. Að ég dytti ekki niður dauð.

Ég er nokkrum brjóstahöldurum ríkari (spurning hvort þeir ættu ekki að heita eitthvað annað í mínu tilfelli, það er ekki miklu að halda, en það má ýta því sem er upp) og óvön eins og ég er, að vera í svona brjóstahöldum, þá finnst mér eins og brjóstin standi út úr hálsinum á mér, en það er ég ein um, greinilega, því engin uppþot hafa orðið vegna brjósta minna, þar sem ég hef farið um eftir að ég kom til landsins.

Húsband sagði úlala og þá langaði mig til að berja hann.  Af hverju sagði maðurinn ekki eitthvað þegar ég þurfti á því að halda, og var svona gangandi brjóstakvasimótó, með annað út á handlegg og hitt niður með síðunni?

Engum að treysta í þessu lífi, nema hreinskilni Frumburðar.

Pamela fargings Anderson, snæddu hjarta.

Úje


Himnaríki reykingamannsins..

..er ekki í Londresborg, bara svo þið séuð með það á hreinu.  Vó, hvað ég hefði verið í slæmum málum, ef Nicorette nefúðinn minn hefði ekki verið með í för.

Ég sem alltaf ýki eins og mófó, er ekki að því núna og ég er að segja ykkur. að frá því að ég reykti eina vefju í viðurstyggilega og loftlausa pyntingarherberginu, fyrir okkur reykingarlufsurnar í Leifsstöð, þá reykti ég ekki innandyra, fyrr en í bílnum hennar Helgu minnar á heimleið frá sömu stöð, fjórum dögum seinna.

Svalirnar hjá Maysu minni voru það sem næst komst ciliviseraðri reykaðstöðu í ferðinni.  En þar stóð ég úti í hurð.

Ég ætlaði að fá mér eina um leið og ég kom úr öndergrándinu á Picadilly Cirkus og var forðað frá handtöku og háum fjársektum, af Frumburði sem sleit sígósuna úr skolti móður sinnar og hvæsti: Ekki inni á lestarstöðinni kona, er í lagi með þig?  Ég hefði getað svarið fyrir að ég væri utandyra, en tæknilega séð, þá var ég það ekki.

Annars var þetta heitasti janúarmánuður í manna minnum þarna í Londres, og veitinga- og kaffihúsaeigendur, sýna gestum sínum þá virðingu að vera með borð og stóla úti og tjöld á milli höfuðs viðskiptavinar og himinhvolfsins.  Þannig að þetta reddaðist nú alveg.

Vitið þið hvað maður getur hóstað viðbjóðslega þegar maður smókar úti undir beru?

 Ég er í rauninni búin að komast að því að reykingar eru óhlýðni.  Borgaraleg óhlýðni (samt mannréttindabrot big tæm þið þarna sem ætlið eitthvað að fara að tjá ykkur um skaðsemi reykinga).  Svei mér þá, mig hefur ekki langað svona stöðugt í sígarettu í annan tíma, og þetta segi ég við ykkur grínlaust hérna, og það var klárlega vegna þess að ég mátti það ekki.

Og ég er eiginlega komin að niðurstöðu.  Ég verð að fara að taka mið af þeim ofsóknum sem ég sæti hvert á land sem ég fer, og hætta þessu.  Bráðum sko.

Stelpunum mínum fannst ógissla fyndið, þar sem þær sátu í hlýjunni inni á huggulegum veitingastöðum, að sjá móður sína híma undir húsvegg í Londonskri rigningu,  skjálfandi inn að  beini, puffandi og púandi. Maysan er nefnilega löngu hætt að reykja og Frumburður reykir þegar hún man eftir því, sem er ákaflega sjaldan.

Og eitt að lokum.  Reykingar eru hryllilega félagsleg athöfn.  Ég var komin í hrókasamræður við náinn ættingja Kviðristu Kobba, eftir útliti hans að dæma, bara vegna þess að við eigum þennan dásamlega löst sameiginlegan, en það er að vera ánetjuð löglegu dópi, sem gargar á þörf eftir einhverjum til að  ástunda neysluna meðl.

Cry me a river.


Oliver Einar Nokkquist talar tungum tveim

Eitt af því allra merkilegasta og skemmtilegasta við Londonferðina, var að hitta og vera með barnabarninu mínu honum Oliver.  Oliver Einar Nokkquist (eins og hann segir nafnið sitt) verður þriggja ára í maí og hann talar tungum tveim.  Honum hefur farið ótrúlega fram í íslensku á stuttum tíma og svo er hann auðvitað Breti í húð og hár á hinni tungunni.  Stundum blandar hann smá saman og það er svo kjúsulegt að það er krúttkast upp á 9 á krúttkastastuðli.

Oliver vaknar glaður á morgnanna og fer í leikskólann.  Hér er hann með sitt uppáhalds, sem er íslenskt pylsubrauð.  Hann minnir mann líka reglulega á að Oliver sé "good boy" og "big boy".

Á sunnudaginn (nánar tiltekið á afmælisdag ömmunnar) vorum við dætur mínar tvær ásamt Oliveh í bænum og hleyptum honum lausum (án þess auðvitað að víkja frá honum, hvað er þetta, ekkert kæruleysi hér) og hann fríkaði út í leikfangadeildinni í Harrods.  Honum vantaði ýmislegt.  Margt af því var stórt og mikið og þar sem pokar okkar þriggja fullorðinna, voru óteljandi þá var samið við barn, um pakka, sem var minni af umfangi.  Þar rakst hann á "pavvot" stóran og grænan fugl, ekki lifandi þó, sem hræddi nærri því úr barni líftóruna.  En Oliver er svakalega hræddur við fugla.

Annars var ég að pæla, ég fylgist ekki með öllum þessum "merkjum" í leikfangaheiminum.  Eins og Dora the explora (skrifað með framburði barns), Spidaman, Diego, Tommy the tvain og svo framvegis.  En maður getur ekki vitað allt.

Á leið heim í öndergrándi, var Oliver orðinn þreyttur.  Við fórum í leik öll saman.  Mamman spurði hvað við hétum, amman, frænkan, Oliver og hún sjálf.  Rétt svör upp á 10 auðvitað! En hvað heitir pabbi (kallaður Robbi) Voobbi sagði minn drengur á fagurri bretlönsku.  Síðan var ekkert tækifæri látið ónotað til að láta barnið segja nafn pabba síns og ég vildi að ég gæti gefið tóndæmi.  Algjörlega óborganlegt.

Það var stoltur drengur sem kvaddi ömmu sína og frænku á þriðjudagsmorgun því hann var að skipta um deild á leikskólanum.  Var að byrja í pre-school.  Hann er á efri hæð leikskólans.  Það vildi ekki betur til en svo að pre-school deildin var að leika sér á neðri hæðinni þegar barn bar að og hann þverneitaði að fara á þennan minniháttarstað fyrir smábörn, negldi sig fastan í hurðarkarminn þar til fóstra var fengin til að fylgja nemanda upp á efri hæðina, þar sem hans staður er, hin akademiska deild forskólans sjálfs. 

Arg..

Börn ættu að stjórna heiminum.


Aumustu réttlætinguna á valdaráninu í borginni á...

 

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, en hún segir í visi.is að Björn Ingi hafi gefið tóninn, um svona vinnubrögð í pólitík.  Þess vegna er þetta auðvitað í lagi.  Reyndar tel ég að Bingi, hafi ekki komast nálægt þeim subbuvinnubrögðum sem viðhöfð voru að þessu sinni, svo þetta er ekki einu sinni í námunda við að vera réttmætt hjá konunni.  Sjálfstæðismenn stóðu einfaldlega ekki saman og því fór sem fór.

En Bingi gerðiða og þá megum viða skolíga.

Og hvað sagði ég í gær?

Um stuðninginn við valdaránsborgarstjórnarmeirihlutann og Ólaf F, borgarstjóra?

Jú, ég sagði að hann fyllti varla strætisvagn, nema rétt svo.

Skv. viðtengdri frétt þá stemmir það svona sirka hjá mér.

Djö.. sem ég er glögg.

Búin að skrifa á listann, ætla rétt að vona að fólk hafi fyrir því að skrifa sig á hann.  Öll þessi 70% eða svo, sem eru ekki happí með þróun mála hér í litlu Kreml.

Ætlum við að sæta þessu?

Njet, njet, njet.

Újé.


mbl.is 25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með óbragð í munninum

Ég er þokkalega lent eftir mína einstöku ævintýraferð til London, og þegar höfuðið fer að starfa eftir að andinn hefur náð heim eftir flugferðina, en eins og allir vita, þá mætir andinn aðeins seinna á svæðið en líkaminn eftir flug, þá er mér beinlínis óglatt.

Mér er óglatt yfir þessum köllum, honum Ólafi F. og Villa Vill, undirferli þeira og óheiðarleika, gagnvart öllum sem á þá eiga að geta treyst.

Ég hef ágætis álit á Hönnu Birnu og Gísla Marteini, þrátt fyrir að vera þeim eins ósammála í pólitík og hægt er að vera, en mér hefur fundist þau virðingarverðir stjórnmálamenn.  Hafa þau, t.d. geð í sér til að setjast að völdum í borginni við þessar aðstæður?  Ekki að ég búist við kraftaverkum, Sjálfstæðismenn eru svo hlýðnir að það þarf eitthvað mikið að gerast til að þeir fari að vera með múður.

Ætli fylgi Ólafs fylli heilar strætisvagn?  Fleiri en 50 kjósendur eða svo á bak við borgarstjórann?

Er Villi allt í einu hvítþveginn af Rei?

Lýðræði, smýðræði.

Ég er hætt að trúa á hið góða í manneskjunni, amk. þeim sem svínast í pólitík á svona forsendum.

Í mínum augum eru þessir karlasnar bölvaðir valdaræningjar og ekkert annað.  Og enginn ætti að styðja þá í þessum ljóta gjörningi.

Og nú verður ekki líft í borginni fyrir fokkings mislægum gatnamótum.

Afsakið meðan ég æli.

Frusssssssssssssssssssssss

P.s. Þessi færsla fer undir "Spil og leikir" því þar á hún heima.  Þær ættu að kaupa sér Matador eða eitthvað þessir kallar addna.

 


Ekki góðar fréttir

Ég ætlaði nú heldur betur að setjast niður og blogga um öll ævintýri mín í heimsborginni, en það verður að bíða um stund.

Nú er ég með hana Jenný Unu í pössun, því litli bróðir, hann Hrafn Óli er kominn inn á barnaspítala með lungnabólgu og það á mánaðar afmælisdaginn.

En hann er í góðum höndum og ég veit að honum heilsast vel og verður fljótt frískur.

En það dregur alltaf ský fyrir sólu þegar þessar litlu elskur veikjast.

Lofjúgæs.Heart


Já,já, sæl..... má bregða sér af bæ

Án þess að vondir menn STELI völdunum í borginni?

Án þessi að allir gleymi manni og maður HRYNJI niður vinsældarlistann?

Án þess að Bobby Fisher kveðji þennan heim?

Og ég gæti haldið áfram og áfram, en það kemur seinna.

Akkúrat núna er ég að pæla í hvað hefur orðið að..

..getu minni til að lifa án barnabarnsins míns hans Olivers sem býr í Londres og er skemmtilegastur.

..minni landsfrægu flughræðslu

..trú minni á mannkyninu (skiljist pólitíkusum með valdafíkn á háu stigi)

..þeirri vissu minni að ég ætli ekki að hætta að reykja

..vissu minni um að fólk sé í eðli sínu normal

En þessu og fleiru verður svarað í dag og næstu daga.

Nú er ég að stimpla mig inn á bloggið ódámarnir ykkar svo þið hafið eitthvað að lesa eftir mig.

Ég hef ógissla margt að segja ykkur.

Ég hef lönd að verja.

Hugmyndafræði að búa til.

Byltingu að skipuleggja.

Já,já og gleymdi ég að segja ykkur hversu hógvær ég er?

Hélt ekki og geri það hér með.

Ríalitíbæts.

Úje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2985799

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.