Leita í fréttum mbl.is

Himnaríki reykingamannsins..

..er ekki í Londresborg, bara svo þið séuð með það á hreinu.  Vó, hvað ég hefði verið í slæmum málum, ef Nicorette nefúðinn minn hefði ekki verið með í för.

Ég sem alltaf ýki eins og mófó, er ekki að því núna og ég er að segja ykkur. að frá því að ég reykti eina vefju í viðurstyggilega og loftlausa pyntingarherberginu, fyrir okkur reykingarlufsurnar í Leifsstöð, þá reykti ég ekki innandyra, fyrr en í bílnum hennar Helgu minnar á heimleið frá sömu stöð, fjórum dögum seinna.

Svalirnar hjá Maysu minni voru það sem næst komst ciliviseraðri reykaðstöðu í ferðinni.  En þar stóð ég úti í hurð.

Ég ætlaði að fá mér eina um leið og ég kom úr öndergrándinu á Picadilly Cirkus og var forðað frá handtöku og háum fjársektum, af Frumburði sem sleit sígósuna úr skolti móður sinnar og hvæsti: Ekki inni á lestarstöðinni kona, er í lagi með þig?  Ég hefði getað svarið fyrir að ég væri utandyra, en tæknilega séð, þá var ég það ekki.

Annars var þetta heitasti janúarmánuður í manna minnum þarna í Londres, og veitinga- og kaffihúsaeigendur, sýna gestum sínum þá virðingu að vera með borð og stóla úti og tjöld á milli höfuðs viðskiptavinar og himinhvolfsins.  Þannig að þetta reddaðist nú alveg.

Vitið þið hvað maður getur hóstað viðbjóðslega þegar maður smókar úti undir beru?

 Ég er í rauninni búin að komast að því að reykingar eru óhlýðni.  Borgaraleg óhlýðni (samt mannréttindabrot big tæm þið þarna sem ætlið eitthvað að fara að tjá ykkur um skaðsemi reykinga).  Svei mér þá, mig hefur ekki langað svona stöðugt í sígarettu í annan tíma, og þetta segi ég við ykkur grínlaust hérna, og það var klárlega vegna þess að ég mátti það ekki.

Og ég er eiginlega komin að niðurstöðu.  Ég verð að fara að taka mið af þeim ofsóknum sem ég sæti hvert á land sem ég fer, og hætta þessu.  Bráðum sko.

Stelpunum mínum fannst ógissla fyndið, þar sem þær sátu í hlýjunni inni á huggulegum veitingastöðum, að sjá móður sína híma undir húsvegg í Londonskri rigningu,  skjálfandi inn að  beini, puffandi og púandi. Maysan er nefnilega löngu hætt að reykja og Frumburður reykir þegar hún man eftir því, sem er ákaflega sjaldan.

Og eitt að lokum.  Reykingar eru hryllilega félagsleg athöfn.  Ég var komin í hrókasamræður við náinn ættingja Kviðristu Kobba, eftir útliti hans að dæma, bara vegna þess að við eigum þennan dásamlega löst sameiginlegan, en það er að vera ánetjuð löglegu dópi, sem gargar á þörf eftir einhverjum til að  ástunda neysluna meðl.

Cry me a river.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ha? Hvað segirðu, Hallgerður? Hvaða bann? Má ekki einu sinni tala eða skrifa um reykingar? Segðu endilega hvaða bann þetta er. Maður lætur nú ekki þagga svo auðveldlega niður í sér.

Annars skil ég fullkomlega hvað þú ert að tala um, Jenný. Maður upplifir þetta alls staðar orðið og veit þá hvað veldur ef maður fær lungnabólgu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Smoking  Smoking   Jenný mín þú verður bara þingmaður, þar er víst reykherbergi. Samúð.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Reykingar eru að verða ógerlegar allstaðar. Þetta er óþolandi enda fer maður varla út úr húsi til að vera í friði með sitt. Við verðum náttúrulega að hætta þessu einhverntíman. Er spreyið gott? Mér finnst þú hafa staðið þig einsog hetja í bannsemdinni. Áfram með spreyið Jenný mín, ef það dugar

Eva Benjamínsdóttir, 24.1.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Linda litla

Smoking 

Linda litla, 24.1.2008 kl. 16:43

5 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:24

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný næst kemur þú bara til Prag því hér má reykja ennþá á flestum stöðum en þú verður að drífa þig því ég veit ekki hvað þetta endist hér lengi. Er orðin skíthrædd um að lokað verði á okkur hér líka en ef svo fer getum við næstum því  bókað að við lendum  í skemmtilegum spjallhring. 

 Hefur þú ekki tekið eftir því hvað umræðan verður léttari þegar fólk er með sígó á milli fingranna?   

Ía Jóhannsdóttir, 24.1.2008 kl. 17:28

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Kviðristu-Kobba ættarmót, ha?

Gott að Frumburður náði að rífa vefjuna úr skolti móður hahahaha þú drepur mig

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 17:35

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æi þetta er komið svo langt frá mér að ég skil ekki svona lengur.

Annars voru bræður mínir að segja mér í dag að fyrirtæki væru farin að kaupa reykingaklefa fyrir starfsmenn sína sem eru fullkomlega loftræstir og kosta tvær millur! En þessa klefa má ekki setja á veitingahús því þar er bannað að reykja.

Edda Agnarsdóttir, 24.1.2008 kl. 17:55

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hef fengið hauganöldur frá barnsföður um þetta mál og veit sko allt um það

Laufey Ólafsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:54

10 Smámynd: Agný

Ég er víst líka svona syndanna selur Jenný þó að vísu við sem reykjum enn á þvermóðskunni einni saman senn að verða útdauð eins og geirfuglinn... En það er þessi tvískinnungur í sambandi við "bjakkið"  sem ég þoli ekki..það má sko selja "objakkið" en ekki nota það væri þá ekki hreinlegra að bara banna tóbak almennt eins og gert var með áfengi á þeim frægu "bann"árum...  en nei tóbaksframleiðendur eru nefnilega stærstu styrktaraðilar í sambandi við krabbameins rannsóknir og krabbameins félög.

Held ég sé ekki að fara með neitt fleipur þarna. Þetta er svona svipað og það að stærsti lyfjaframleiðandinn hér á landi er stærsti styrktaraðili langveikra barna.... Framleiðandi ritalins  er t.d. stærsti styrktaraðili ADHD samtaknna bandarísku...."Hundurinn bítur ekki í hendina á þeim sem réttir honum kjötbitann " ja..nema þá af

græðgi.. Kær kveðja (bý til hjarta úr reyknum og blæs til þín)

Agný, 26.1.2008 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985885

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.