Leita í fréttum mbl.is

Takk Helgi Felixson!

Ég horfði á Kastljósið í kvöld, á viðtalið við Helga Felixson, höfund heimildarmyndarinnar Guð blessi Ísland.

Við fengum að sjá glefsur úr myndinni, þ.e. úr viðtölum við Björgólf Thor, Bjarna Ármanns og Jón Ásgeir.

Helgi lét kameruna rúlla þegar Jón Ásgeir vissi ekki af.

Aðspurður sagðist hann ekki hafa getað komist að sannleikanum öðruvísi. 

Örugglega má til sanns vegar færa að það sé ekki góð latína að gera hluti svona, þ.e. að taka upp án vitneskju viðmælandans og ég hef séð nokkur blogg þar sem fólk fer á samskeytunum yfir því.

Ég segi hins vegar: Takk Helgi.  Þetta þurfum við að sjá!

Nú setur Jón Ásgeir heljarinnar pressu á Helga, hann á að eyða viðtölunum, klippa þau út og jafnvel eyða myndinni.

Þarna fer maður sem er vanur að vera með fulla stjórn á ímyndinni.

Bölvaður hræsnarinn.

Og Björgólfur Thor - kannski fæ ég stefnu í hausinn en fyrirgefið, hann er frumgerðin af viðrini.

Hvernig getur þessi maður hafa komið Icesvemálinu til leiðar - hann virkar á mig eins og...

Sleppum því.

Bjarni Ármannsson hefur ekki tilfinninguna af að vera með peninga.  Bara tölur á blaði.

Eins konar táknmyndir.  Honum finnst erfitt að skilgreina hvað hann er að meina.

Ég get hins vegar sagt Bjarna og hinum fíflunum tveimur að við sem þurfum að pikka upp nótuna eftir svallið sjáum peninga fyrir það sem þeir eru.

Krónur og aura sem lýsa æ oftar með fjarveru sinni úr buddunni.

Peningaskortur er beinharður raunveruleiki stórs hluta þjóðarinnar.

Reikningar hlaðast upp, angistin vex.

Þess vegna á að sýna ykkur eins og þið eruð.

Mér finnst gott að Helgi Felixson lagði á sig að ná ykkur á mynd.

Enginn ykkar sýnir iðrun, amk. fer lítið fyrir henni. Skammist ykkar.

Úps - ég er kurteis í dag.

Enn einn alþjóðlegur kurteisisdagurinn hjá mér sko.


mbl.is Vill að viðtölum verði eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær....haltu áfram að vera svona kurteis elsku Jenný

Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2009 kl. 23:16

2 Smámynd:

Já miðað við það sem þessir kónar eiga skilið ertu ferlega kurteis

, 29.9.2009 kl. 23:23

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Eins og ég er sannfærður um að þessi heimildarmynd sé frábær og nauðsynlegt innlegg í uppgjör hrunsins, þá finnst mér það ekki alveg heiðarlegt að setja ínn búta þar sem falin vél er notuð.

Í mínum huga gjaldflellir það trúverðugleika myndarinnar.

Hvað hver og einn á skilið, hefur ekkert með almenn fagprinsipp að gera.

En ég hlakka til að sjá útkomuna.

hilmar jónsson, 30.9.2009 kl. 00:07

4 Smámynd: Eygló

Ekki á að taka upp símtöl nema segja viðmælanda að það sé gert.

Svo er eiginlega aðalatriðið fyrir mína parta. Leiddi þessi laumubútur eitthvað í ljós. Ekki sá ég það. Kannski hef ég misst af því sem hann sagði, ef eitthvað var.

Eygló, 30.9.2009 kl. 01:45

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert ættinni til sóma frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2009 kl. 07:42

6 identicon

Mér fannst besta atriðið þar sem Bjarni var að moka flórinn í orðsins fyllsut.Verst var að þetta var ekki skíturinn eftir hann því miður sem hann var að hreinsa upp.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 08:23

7 identicon

Sammála því Jenný, að Jón Ásgeir sé bölvaður hræsnari og já, Björgólfur Thor virkar líka á mig sem viðrini. Hann þráði virðingu og enn meiri virðingu, en uppskar hatur heimsins á sér - er hreinlega útskúfaður eins og pabbinn. Svo er það aurasálin hann Bjarni Ármannsson, sem mun aldrei geta mokað út svo mikinn skít að það nái að hreinsi mannorð hans.

Stefán (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 08:48

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrirgefið en ég er ekki vitund hneyksluð á þessu skoti upp á einhverjar sekúndur þar sem Jón Ásgeir veit ekki að kameran rúllar.

Málið er að þessir menn eru búnir að koma okkur á vonarvöl og enn sér ekki fyrir endan á því máli, þeir iðrast ekki, þeir leggja ekkert til enduruppbyggingarinnar (sem enn er ekki hafin).

Fuck them all.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.