Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

ET- var hér!

Vá hvað það eru ótrúlega margir sem treysta borgarstjórn þrátt fyrir allt.

Heil 9%

Þetta hlýtur að vera svo auðtrúa fólk að það tilheyrir væntanlega þeim eðla hópi manna sem trúir því, að myndin um ET hafi verið byggð á sannsögulegum heimildum.

Annars hefur opinber stofnun aldrei mælst svona lág í trausti.

En miðað við framvinduna þar og hegðun sumra er ég gapandi yfir því hversu margir treysta kverúlantabatteríinu eins og það lítur út, nú um stundir.

Annars er ég fárflensuveik.

Les til að gleyma.

Ójá.


mbl.is Aðeins 9% treysta borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallt - svo kallt

 

Það er ekkert lát á kuldanum, skv. þessari frétt.

Mér er búið að vera kallt í hálfan mánuð.  Enda reykjandi úti stóran part tímans.

Mér er andskotans  nær.

Nú hætti ég að reykja.  Búin að fá lyfseðil á nýja reykingarlyfið sem er víst frábært tæki í baráttunni við nikótínfjaldann.

1. maí og undirbúningur hafinn.

Ég gefst einfaldlega upp á þessari "réttindabaráttu" með sígódæmið.

Það er ekki hægt að fúnkera í þessu reyklausa þjóðfélagi.

Samt er þetta víðtæka bann mannréttindabrot, fer ekki ofan af því.

Ég ætla að súa einhverjum í batteríinu fyrir að selja mér löglegt fíkniefni og skerða svo réttindi mín til þess að nota þau.  Ég sé feitar peningasummur framundan.  Jeræt.

Gulli heilbrigðis kemur sterklega til greina.

Annars góð, líður vel, útsofin og jákvæð.

Já jákvæð, þrátt fyrir tuðið.  Ég get ekki farið að skrifa um engladans, blómstrandi akra og fuglasöng.

Þið mynduð verða fyrir svo svakalegum vonbrigðum skammirnar ykkar.

Úje farin að reykja.


mbl.is Hvessir suðaustanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf í minnihluta

Ég er alltaf í minnihluta.

Ég er fædd með þessum ósköpum og mér er farið að leiðast það.

Ég sé ekki leið út úr þessu, ég á samleið með örfáum hræðum svona skoðanavæs, þ.e. ef mark er takandi á niðurstöðum kosninga og skoðanakannana.

Flokkurinn minn er alltaf í minnihluta á Alþingi.

Þeir eru aftur í minnihluta í borginni.  Dem, dem, dem.

Mér leiðist Spaugstofan.

Ég nenni ekki Arnaldi Indriðasyni.

Mig langar ekki í jeppa.

Ekki heldur plasmaskjá.

Mér finnst ítalskur matur frekar leim.

Orðið Shusi snýr við í mér maganum.

Ég er á besta aldri og keyri ekki bíl.

Og nú kom þetta mér algjörlega úr jafnvægi.

Ég tilheyri þessum 20% sem ekki horfðu á úrslit Laugardagslaganna á laugardaginn.  Var að vísu inni á Vogi en hefði ekki horft þó ég hefði verið með sjónvarpið í fanginu.  Alveg er ég viss um að restin af þessum 20% voru í útlöndum, höfðu skroppið í leikhús eða var beinlínis haldið frá sjónvarpinu með valdi.

Af hverju líður mér eins og ég sé geimvera?

Æmsóalón!


Bölvuð brussan

 

Ég ætti ekki að skrifa þessa færslu, vegna hættu á frekari sjúkdómsgreiningum, en af því mér er slétt sama hvað fólki út í bæ finnst svona yfirhöfuð, meðan ég er sjálfri mér trú, þá deili ég með ykkur skemmtilegri reynslu minni frá deginum.

Þetta er játningablogg.

Ég er bölvuð brussa.

Eða skellibjalla, en það er of krúttlegt orð til að lýsa því sem ég er búin að afreka í dag, af því að ég flýtti mér of mikið, sást ekki fyrir og hegðaði mér ekki í samræmi við þær reglur sem ég hef sett mér í edrúlífinu mínu (hugsa, taka ákvörðun, framkvæma.  Í þessari röð sko) .  Þetta var ekki stórvægilegt, nema hreinsikostnaður á bíl og fötum, kemur til með að kosta hvítuna úr augum mér. Hehemm.

Ég átti að mæta á tiltekinn stað kl. 13,00 á dottinu.

Ég var í seinna lagi og þegar ég var komin út í bíl mundi ég eftir að ég hafði gleymt ákveðnum pappírum og gleraugunum mínum á eldhúsborðinu.

Ég út úr bílnum og skellti hurðinni blíðlega á höndina á mér, stökk upp stigann og datt á hausinn og meiddi mig í hnénu.  Komst áfallalaust út í bíl aftur með fenginn.

Tók viðkomandi pappíra, ásamt sígópakka, kveikjara, gleraugum og fleiru og dúndraði í handtöskuna en gleymdi að ég hélt á kókflösku (diet, ég er sykursjúk addna) og hellti henni yfir mig og bílinn á mjög skipulagðan hátt.  Það var pollur á peysunni minni, gallabuxunum og kápan rennandi blaut.  Bílsætið er útatað. 

Í dag ætla ég ekki að hreyfa mig nema á milli stóla, og ég ætla að gera það ofurvarlega.

Enda er ég með bullandi flensu.  Jóna smitaði mig í gegnum símann í gærkvöldi.

Farin að lesa.

Hóst.


Frá Londres og Köben

Fyrir vini og kunningja fjölskyldu og aðra áhugasama.

Foreldrar hans Olivers, míns kæra dóttursonar í London, eru ekki iðin við að setja nýjar myndir á síðuna hans, þrátt fyrir að hafa fengið nýja myndavél frá Ömmu-Brynju í jólagjöf, því sú hin fyrri týndist í sumar.  Hef ég sagt ykkur að dóttir mín hún María, stefnir í heimsmet í að týna hlutum?  Ók þá vitið þið það.  Foreldrar barns eru ansi bissí, þannig að ég er ekkert að skamma þau.Whistling

Nú er amma-Brynja í London og var ekki lengi að skella inn myndum af þessum yndislega dreng sem við eigum sameiginlega hlutdeild í.  Það má sjá á barninu að hann er að rifna úr hamingju eftir að hafa vaknað við að hans elskaða amma-Brynja Nokkist var komin í hús.

Svo fór amman með hann á leikskólann og það var mikil hamingja.

Svo nældi hér í eina mynd af henni Maysu minni, en hún var í Köben nýlega á vegum vinnunnar og fór til Andreu bestuvinkonu sem er ötull ljósmyndari og á síðunni hennar er ég eins og grár köttur að fylgjast með.

Hér eru þær vinkonurnar á leiðinni á tískuvikuna í Köben.

Já, já, þetta týnist til í rólegheitunum. 

Allir í góðum gír, þám ég sem er á leiðinni í "erindagjörð" kl. 13,00.

Later!

Arg, ég er í krúttkasti vegna hans Olivers!!


Vér prímadonnur

 p

Það er þetta með prímadonnurnar.  Ég tengi við þær.  Er með dass af prímadonnu í mér (ofan á geðveikina sem ég var greind með um daginn í athugasemdakerfinu).  

Friðrik Ómar er búinn að skrá sig úr símaskránni.  Prímadonna?  Halló! Á ekki að henda sér í vegginn bara og hoppa út um kjallaragluggann?

Ég hef skráð mig úr símaskránni, Óli frændi, Guðbjörg frænka, Sigga systir, Vladislav pennavinur minn og fleira merkilegt fólk sem ég þekki.  Meira að segja mjög náið.

Ekki kjaftur sem hafði eitthvað um það að segja.

Mér er stórlega misboðið.

Bætmítúþebón!

Úje

 

 


"Much to do about nothing"!!

Þar sem ég hef verið fjarverandi s.l. 11 daga eða svo, algjörlega fréttalaus, hef ég verið að kíkja yfir atburði síðustu daga, í Íslandsheiminum. 

Ef það er eitthvað sem vekur ekki áhuga minn, en hefur hjálpað mér margoft til að fá útrás fyrir pirrurnar, þá er það Júróvisjón.  Arg, hvað mér finnst það leim dæmi.  En ég er orðin svo þroskuð að ég er búin að ná þessu eftirsóknarverða hallokajafnvægi.  Ég held samt að þeir séu farnir að skrapa botninn í plebbisma nú nýliðin ár.  Sko, hér heima og í aðalkeppninni. 

Í fyrra nennti ég ekki að horfa nema á Eika nottla.

Núna hef ég séð tvo þætti af Laugardagslögunum, þann fyrsta og annan.  Það er Jóni Gnarr að þakka.

Svo fattaði ég að ég gat rúllað yfir allan pakkann á netinu daginn eftir og séð minn mann og látið hitt eiga sig.

Þegar ég sá "fréttina" um ummæli Friðriks Ómars, tékkaði ég á Kastljósinu og skoðaði um hver "ummælin" sem vöktu svona mikla athygli voru og allur styrinn stóð um.  Hélt kannski að FÓ hefði kallað einhvern ræðismann rasista eða þaðan af verra.

"Hæst bylur í tómri tunnu" sagði maðurinn!!! Er það nema von að allt verði vitlaust?  Þetta er með ólíkindum að láta þetta út úr sér.  Verra er að það er ekki alveg á hreinu hver átti sneiðina en það getur ekki verið Gilzenegger, hann er bæði orðvar og mjög greindur náungi.

Alveg er mér nákvæmlega sama hver fer í þessa keppni, hver vinnur hana, hver fær 16 stig eða engin.  Það truflar mig ekkert.

En þetta með tunnuna og sándið í henni verður lengi í minnum haft. 

Skelfilegt!

Hér kemur hins vegar ein af dásamlegustu tónsmíðum og príformansi Júróvisjónsögunnar.

Hlustið, horfið og njótið.

OMG

Friðrik Ómar hvað?

Súmí (þetta fer að verða ónothæft, einhver gæti tekið mig á orðinu).

Úje

 


mbl.is Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fæ ég mér lögfræðing, það er á hreinu.

Nú er hægt að hagnast á öllum ærumeiðingunum sem maður hefur fengið í athugasemdakerfið sitt.  Ég hef falið þær ljótustu með persónulega skítkastinu og lokað á IP-tölurnar.  Gott mál.

Nú er búðið að dæma talsmanninum skaðabætur vegna meiðyrða sem um hann voru höfð á blogginu.

Vó hvað þetta gæti orðið til þess að kona kæmist í almennilegt sumarfrí!

Á lúxussiglingu í Karabískahafinu með húsbandi.  Eða til Kúbu OG Kína.

Þetta eru pjúra tekjumöguleikar.

Svo mikið af löffum í kringum mig.  Bara að velja.

Úje og það er sko liff í þessu.


Samkvæmt stundarskrá

Á Vogi hef ég unnið frá morgni til kvölds, eftir stífri stundarskrá sem ma. inniheldur, fyrirlestra, grúppuvinnu, vitöl við ráðgjafa, lækna og svo auðvitað AA-fundir í lok dags.

Svo er matur og kaffi, sígó úti í kuldanum (hætt að reykja í maí, þetta er orðið svo hættuleg iðja, ekki lungnadæmið og allt það, heldur kvefið sem þetta bíður upp á, maður lifandi, ég er að kafna úr hósta).

En þrátt fyrir stífa vinnu, sem er bara gefandi, mannbætandi og lífsnauðsynleg öllum alkahólistum,( og almenn mannrækt í þokkabót), þá hefur mér tekist að lesa sem aldrei fyrr.

Ég á svo góðan eiginmann sem dældi í mig bókum eftir pöntun og ég saknaði reyndar bókatíðinda, því auðvitað fannst mér tilvalið að fá bara allan pakkann, fyrst ég var á annað borð búin að koma manninum á skrið.

Ég las:

Rimlar hugans eftir Einar Má, sem var vel við hæfi.  Fjallar um alkahólisma og afleiðingar hans.  Mér fannst hún góð, aðeins og mikið af endurtekningum og hefði hlutur Einars mátt vera stærri.  En hún er flott.

Hrafn Jökulsson, Þar sem Vegurinn endar:  Er mikill aðdáandi Hrafns, bókin er falleg en svo lókal á Strandirnar að mér fannst á tímabili ég vera að lesa símaskrána enda þekki ég ekki kjaft af Ströndum.

Beond Ugly, eftir Constance Briscoe: Las hana aftur, frábær bók, mæli með henni.  Hef bloggað um hana áður.

Karítas án titils: Upprifjun á dásamlegri bók sem ég átti ekki sjálf en fékk til eignar og endurnýjaði kynni mín við, mér til mikillar gleði.

Óreiða á striga: Sjálfstætt framhald Karítasar.  Er að byrja, efast ekki um að hún er góð.

AA-bók, 24stunda bókin ásamt öðrum alkabókum, lesið kvölds og morgna.

Og ég sem var farin að sofa upp úr kl. 23,00 á hverju kvöldi.

Jón Steinar hlýtur að vera með rétta sjúkdómsgreiningu.

Ég ER manísk.

Nei asnarnir ykkar, ég er skipulögð, edrú, frábær, hraðlesari og ofurkona.

Svo er ég hógvær svo eftir er tekið.

Annars bara góð.

Úje


Fremínisti og morgunpælingar

 

Var að vakna eftir að hafa sofið frá kl. 22,00 í gærkvöldi.  Úff hvað það er gott að vera komin heim, þó farangurinn af Vogi sé hér í pokum og töskum út um alla íbúð.  Hvernig getur kona farið inn á meðferðarheimili þar sem maður er á slopp, með fulla ferðartösku af fötum og finnast hún samt hafa gleymt helmingnum heima?  Það kemur seint sá dagur að það verði allt í lagi með mig. En nú verður þvegið.

Ég er búin að lesa AA-bókina og er tilbúin inn í daginn.

Jenný Una og Hrafn Óli komu í heimsókn í gær og það urðu miklir fagnaðarfundir hjá okkur nöfnunum, en hún sagði í ásökunartón við ömmu sína:  Amma þú ert búin að vera mjög, mjög lengi á spítalann, alveg þrjá daga (með áherslu á þrjá), það er það lengsta sem hún veit varðandi framtíðina.

Hrafn Óli agúaði bara og brosti framan í mig og þurfti enga áfallahjálp vegna fjarveru ömmunnar, enda bara tveggja mánaði og í þrusu góðum gír. Jössses hvað hann er fallegur.

Í gærmorgun átti eftirfarandi samtal sér stað á milli Jennýjar og mömmu hennar, þegar þær voru í bílnum á leið í leikskólann.  Þær voru að keyra fram hjá Hallgrímskirkju hvar iðnaðarmenn voru við vinnu uppi í kirkjunni.

Mamman:  Jenný sjáðu mennina sem eru að vinna svona hátt uppi í kirkjunni.

Jenný: Þa er líka kona þaddna.

Mamman: Já auðvitað, það segirðu satt elskan það getur líka verið kona að vinna þarna.  Ertu femínisti Jenný?

Jenný: Nei ég er Jenný Una Eriksdóttir. Ka err fremínisti?

Mamman: Það er þegar strákar og stelpur fá að leika með sama dótið eins og bíla og dúkkur. Og allir fá að gera jafn mikið.  Mamma er femínisti, pabbi, Helga frænka og amma líka.  Og eiginlega allir sem við þekkjum.

Jenný:  Ég leik með bleikan bíl og strákarnir með brúnan. Það er gaman. (Barn á prinsessuflippinu).

Mamman: Já eða strákarnir með bleikan og þú brúnan ef þið viljið.

Jenný: (löng þögn). Ég er FREMÍNISTI.

Auðvitað er dótturdóttir mín fremínisti, þó það nú væri.

Sé ykkur á eftir ódámarnir ykkar.  Farin að lesa færslurnar ykkar.

Dóntcræmíariver.

Úje 


Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband