Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Synt yfir sundið

Í HJARTANS EINLÆGNI!

1

Ég ætlaði til Maysunnar minnar í London í þessum mánuði.  Ég hef vitað s.l. hálfan mánuðinn að af því getur ekki orðið.  Það eru einhverjar breytingar í blóðinu á mér (fyrir utan að vera lág í blóði sem er auðvitað tertubiti) og þangað til ég fæ úr því skorið hvað er á ferðinni, fer ég hvorki lönd né strönd.  Ég fór í smá afneitun á þessu fyrst þegar ég heyrði það og þess vegna raunveruleikageri ég þessa staðreynd með því að skella því á bloggið.  Þetta þarf ekki að vera neitt alvarlegt.  Alls ekki og ég er alveg viss um að sjúkdómaguðinn fer ekki að bögga mig með einhverjum alvöru vandamálum, eftir að vera búin að hjálpa mér á fætur eftir minn virka alkóhólisma.  Ég á við að svona veikindaalmætti getur varla verið svo andstyggilegt að það brummi á mig einhverju blóðfyrirkomulagi.  Enda er ég með sögu um algjört blóðheilbrigði.  Eins og gangandi auglýsing frá Blóðbankanum, svei mér þá.  Ég held að sjúkdómaguðinn myndi setja ojabjakk í lifrina á mér frekar.  Það er meiri stemmari fyrir því, enda djöflaðist ég á lifrarkvikindinu þegar ég var fyllibytta.

Hur som helst, þá bíð ég eftir að komast til sérfræðings og fá úr þessu skorið.  Þangað til læt ég mér nægja símtöl og myndir frá Londres, og á morgun verða allar stelpurnar mínar saman í heimsborginni.  Það finnst mér svo skemmtilegt.

Eruð þið hissa á að ég bloggi mikið?

Ég blogga til að gleyma! (Ég bilast úr hlátri). 

Þarna er ég komin með allibí á bloggið. 

 Bitru bloggararnir geta ekki hamast yfir þessu. 

Eymd selur, kynlíf selur og ég er núna eymdin uppmáluð.

Jeræt

Úje

Úje.


FJÖLDASUND TIL VIÐEYJAR

 

Er að æfa mig fyrir fjöldasundið að ári.  Kemst ekki á bloggið fyrr en um miðnætti.

Sé ykkur þá.

Ein að æfa af fullum krafti.

Ég,

í kafarabúningnum á Viðeyjarsundi.


mbl.is Fjöldasund út í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝJAR KARTÖFLUR

1

Ég er svo gömul (eða þannig) að ég man eftir kartöflueinokuninni margfrægu.  Þá voru kartöflur seldar í 5 kg. pappírspokum og þær voru vondar, trúið mér.  Amk. 30% af hverjum poka fóru í ruslið, fyrir nú utan að þær sem eftir voru og ég notaði til manneldis voru á mörkunum boðlegar.

Ég elska kartöflur og bý til allskonar kartöflurétti.  Nýjasta æðið hjá mér eru litlu aflöngu frönsku kartöflurnar (nei ekki franskar), pomme de terre, sem eru brjálæðislega góðar. Ég sýð þær eða set í ofnfast mót, með olíu, pipar, salat- eða rauðlauk þangað til meyrar í gegn og skelli þá smá Maldon yfir og þær eru tilbúnar á diskinn.

Ég er orðin svöng.

Bestar eru nýju kartöflurnar og mín er búin að fara í Hagkaup og kaupa slatta.  Nú verður kartöfluveisla krakkar mínir.

Bætmí!


mbl.is Fyrstu íslensku kartöflurnar teknar upp í Þykkvabæ í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SYNDANDI BENEDIKTAR ÞESSA HEIMS..

 

..er það eitthvað í nafninu sem kemur mönnum til að reyna að synda yfir Ermasundið?  Ég bara næ ekki þessari víkingaáráttu sem felst í að klífa tindi og synda á milli landa. 

Hvað er að lestum, flugvélum og öðrum farartækjum?

Nei ég er ekki svo vitlaus að halda að þetta sé spurning um smekk á ferðamáta en hví að leggja sig í hættu við svona barnaskap?

Greta systir mín er hins vegar amma  fallegasta Benedikts í heimi.  En það er önnur og skemmtilegri saga sem bíður þar til ég er búin að heimsækja hann og sjá hann læf.

Jabbogjei

Ég átti smá erfitt með að finna flokk fyrir þessa færslu.  Sjá flokkun, bara svo allt sé á hreinu.


mbl.is Bakslag á Ermarsundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband