Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Ég hætti á toppnum

Hér hef ég bloggað frá því í mars 2007.

En nú ætla ég að kveðja Moggabloggið.

Fór inn á vinsældarlistann áðan og sá að ég sit í efsta sæti.

Flott - ég hætti á toppnum í orðsins örgustu.

Mér þykir vænt um Moggabloggið, hér hefur verið gott að blogga.

En...

Ég get ekki hugsað mér að blogga hér, lesa eða kitla teljara Moggans með nýja ritstjórann Davíð Oddsson við stjórnvölinn.

Ég trúði því ekki að slíkt gæti gerst eftir allt sem á undan er gengið.

En svo fór sem fór.

Á Moggablogginu er brostinn á fjöldaflótti.

Við eftirlátum aðdáendum Davíðs að blogga hér.

Sjáumst á eyjunni krakkar.

Hér er ég og takk fyrir mig.


..og Mússólíní var mannvinur

Hlustuðuð þið á Sprengisand í morgun á Bylgjunni?

Ekki?

Þar misstuð þið af stórfrétt börnin mín södd og sæl.

Þór Saari vill leigja útlendingum auðlindirnar.

Láta þær til hæstbjóðenda.

Vá, að tala um úlf í sauðagæru.

Svo kannast hann ekki við að það séu átök í BH.

Æi, segir hann, einn þingmaður gekk úr þinghópnum.  Hva?  Kökubiti.

Jú svo eru einhverjir tólfmenningar að bjóða sig fram til stjórnar, iss, eiga sér ekki mikinn hljómgrunn innan hreyfingarinnar.  Asnalegt lið sem vill gera sjálfa Borgarahreyfinguna að stjórnmálaflokki.  Hneyksli.

Svo er hann eitthvað að tala um að fólk gangi úr stjórnmálahreyfingum á hverjum degi.

No big deal með það sko.

Svei mér þá að maður þarf ekki að vera forspár til að sjá fyrir sér að þingmaðurinn í lítillæti sínu vippi sér í Sjálfstæðisflokkinn svona miðað við þær skoðanir sem hann setur fram í þessum stórmerkilega þætti.

Og til að fullkomna syndaregistur þessa nýja þingmanns fólksins með pottana og sleifarnar (vó, hvað þetta er langt frá sannleikanum), þá lokar hann fyrir þær athugasemdir á blogginu sínu sem eru honum ekki þóknanlegar.

Borgarahreyfingin, hið nýja stjórnmálaafl sem segir klækjastjórnmálum stríð á hendur og vinnur í rótinni og algjörlega lýðræðislegan máta.

Jeræt og Mússolíni var mannvinur.

Þátturinn.


Ljótur leikur

Það er ábyggilega ekki auðvelt að vera stjórnmálamaður á tímum internetsins þar sem nafnleysingjar geta stundað rógburð óáreittir.

Ég hef reyndar ekkert á móti því að fólk taki þátt í umræðu án nafns, þ.e. þegar það er innan eðlilegra velsæmismarka.

Auðvitað er gagnrýnin grimm á stjórnmálamenn í þessu ástandi sem nú ríkir en þeir sem skrifa undir fullu nafni stíga auðvitað varlegar til jarðar en þeir sem fela sig í hugleysi við tölvurnar sínar bak við byrgða glugga.

Ég hef algjöra samúð með Björgvini G. Sigurðssyni sem nú er verið að vega að úr launsátri.

Nafnlausir rógberar segja að Björgvin sé á fylleríi á skemmtistöðum og á kvennafari.

Maðurinn er í sambúð.  Halló ógeðin ykkar sem svona gerið.

Hvað er eiginlega að fólki sem fær út úr svona ljótum leik?

Ég veit ekki betur en við sem erum með bloggsíður á Mogganum séum ábyrg fyrir þeim athugasemdum sem koma við færslurnar okkar.

En er það nóg?

Þarf sá sem hýsir bloggin ekki að taka hina endanlegu ábyrgð?

Mér finnst þetta dálítið brennandi spurning í deginum.

Það eru nefnilega allir að fara á límingunum í þessu þjóðfélagi.

Fjandinn hreinlega laus.

Hvar setjum við mörkin krakkar?


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin á þing - úje og allir glaðir í boðinu

Heiða vinkona mín og fleira gott fólk ætlar að bjóða sig fram sem hópur til stjórnar í Borgarahreyfingunni á komandi landsfundi.

Vefstjóri heimasíðu Borgarahreyfingarinnar hefur verið að lenda í tækni sem er kvikindislega stríðin eins og tækni ein getur verið, m.a. misst út eitt komment í umræðu á síðunni úr miðri umræðu.

Nú eru nokkrir dagar síðan hópurinn góði tilkynnti um framboð sitt til stjórnar og enn hefur ekki tekist að koma þessari tilkynningu inn á síðu hreyfingarinnar og því datt mér í hug að koma til aðstoðar og birta þetta hjá mér því skilaboðin eiga auðvitað erindi til allra sem áhuga hafa á málefnum BH og vilja jafnvel ganga í hreyfinguna til að vera þátttakendur í nýjum stjórnmálum á nýju Íslandi, þar sem allt er opið, frjáls og uppiáborðiliggjandi sýnilegt öllum.

Hér koma skilaboðin:

"Þjóðin á þing

Borgarahreyfingin var stofnuð af fólki með hugsjónir og væntingar um að koma á lýðræðislegum umbótum, réttlátara samfélagi með gagnsæjum vinnubrögðum og umfram allt, heiðarleika að leiðarljósi

Slagorðið “þjóðin á þing” er engin tilviljun. Það var valið vegna þess að vildum að þjóðin fengi rödd inni á Alþingi Íslendinga. Þinghópur hreyfingarinnar var hugsaður sem brú frá grasrótinni þangað inn.

Að okkar mati hefur það mistekist.
Þess í stað hafa hugsjónir, stefna og kraftur hreyfingarinnar týnst í deilum og óánægju á alla kanta.

Við sem undir þetta ritum erum stolt af Borgarahreyfingunni eins og hún var hugsuð. Í stað þess að gefast upp fyrir þeim mistökum sem gerð hafa verið langar okkur að leggja okkar að mörkum til að hreyfingin finni uppruna sinn á ný og að vegur hennar verði sem mestur.

Þess vegna ætlum við að bjóða fram krafta okkar til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.

Við komum fram sem hópur og gerum okkur vonir um að fá stuðning sem slíkur. Engu að síður bjóðum við okkur hvert og eitt fram til starfsins sem einstaklingar.

Sem hópur höfum við sett saman grunn að stefnu þeirri sem við munum fylgja í störfum okkar og hana má skoða hér: Þjóðiná þing - framboð til stjórnar

Við munum kynna stefnuna nánar á næstu dögum og á landsfundi hreyfingarinnar.

Ásthildur Jónsdóttir, Bjarki Hilmarsson, Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Andri Skúlason, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Sigurðsson, Heiða B. Heiðarsdóttir, Ingifríður Ragna Skúladóttir, Jón Kr. Arnarson, Lilja Skaftadóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson og Valgeir Skagfjörð."

Ég veit að allir meðlimir hreyfingarinnar fagna þessu framtaki mínu.

Ásamt því að allir miðlar að vefsíðu BH undantekinni hafa verið duglegir að segja frá þessu.

Ekkert að þakka elskurnar mínar.

Geri bara mína "borgaralegu" skyldu.  Móðir Theresa hvað?


Linkur og baráttukveðjur!

Ég hvet ykkur til að lesa þetta gott fólk og fylgjast með.

Mér lýst svo vel á þetta framtak að það gæti endað með að ég gengi í þessa hreyfingu, frekar en Framsóknarflokkinn svona eftir á að hyggja enda honum ekki viðbjargandi.  Dæs.

Áfram krakkar og baráttukveðjur frá mér á kantinum.

Enn sem komið er að minnsta kosti.

Jabb, mér líst óggissla vel áetta.

Komasvo.


Hæ honní við erum skilin - sorry

Ég elska alla þessa nýju tækni sem við höfum aðgang að og teljum orðið sem sjálfsagðan hlut.

Kommon, í æsku minni var einn sími og ef enginn var heima þá náði maður ekki í viðkomandi.  Enginn farsími, ekkert vesen.

Sem var auðvitað bölvað vesen.

Farsímar, net og allur þessi tæknipakki gerir lífið auðveldara og skemmtilegra.

En allir hlutir hafa bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar.

Ég hef fylgst með því í kringum mig hvernig unga fólkið af netkynslóðinni notar sms til samskipta þannig að ég hef stundum misst hökuna niður á hné af undrun.

Það þykir ekkert tiltökumál að leysa hvað eina í mannlegum samskiptum með sms.

Byrja saman, hætta saman, tilkynna vondar og góðar fréttir í textaskilaboðum eða á Snjáldurskinnu.

Ég hef stundum rætt það við fólk að þetta hamli félagsfærni þeirra sem hafa tekið tæknina í þjónustu sína að því marki að venjuleg samtöl eru ekki inni í myndinni.

En...

Það fer um mig hrollur þegar ég les um að lögfræðingur Borghildar Guðmundsdóttur sendi henni smáskilaboð um niðurstöðu Hæstaréttar í máli hennar.

Er ekki lengur hægt að lyfta síma?

Lögfræðingurinn var í fríi og sagðist ekki getað talað við hana.

En ef það er hægt að skrifa skilaboð þá er hægt að hringja eitt símtal.

Það er ekki eins og hann hafi verið að tilkynna um smámál eins og að mjólkin væri búin í ísskápnum.

Er ekki hægt að gera þá kröfu til fullorðins fólks að það sýni lágmarksvirðingu í samskiptum?

Lögfræðingar t.d. eru á háum launum, hvernig væri að vinna fyrir þeim og sýna fagmennsku í starfi?

Svo ætla ég rétt að vona að Borghildur fái aðstoð við að leysa mál sitt og barnanna.

Án þess að vera rekin úr landi með börnin.

Arg.

Facebookatriðið í áramótaskaupinu er kannski ekkert svo langt frá raunveruleikanum.


mbl.is Fékk sms: Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera hálfviti í félagsskap snillinga

Þarf ekki að setja þetta AGS-lið á samskiptanámskeið?

Vaða í fjölmiðla áður en þeir tilkynna Íslenskum yfirvöld um frestun á afgreiðslu lánsins?

Og enn bíðum við.

Smekklegt.  Þetta lið reynir ekki einu sinni að þykjast bera lágmarksvirðingu fyrir Íslandi.

Annars skil ég ekki hvernig við gátum lent í bankahruni og öllum þessum hörmungum við Íslendingar.

Sko miðað við alla sérfræðingana hér á blogginu, í fjölmiðlum og annars staðar, þá erum þeir með öll svörin og kunna þetta upp á sína tíu fingur.

Ekki kjaftur setur spurningamerki við eigin skoðanir.

Þær eru í öllum tilfellum það eina rétta, viskan drýpur af þeim. 

Nema ég offkors og aðrir tvístígandi hálfvitar sem sveiflast í skoðunum eftir því sem upplýsingar berast.

En ég segi það satt, með alla þessa sérfræðinga ættum við að vera í góðum málum.

Svo sagði Bjarni Ben í kvöldfréttunum að þetta væri nú ekki mikið mál þó AGS frestaðist.

Hann er líka einn sérfræðingurinn til sem þarf svo enga ábyrgð að taka.

Rosalega vildi ég vera svona örugg með mig.


mbl.is Formleg niðurstaða um frestun endurskoðunar AGS ekki komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldheitar samræður á milli hjóna

 í síma

Miðað við langa og fjölbreytta reynslu mína í hinum ýmsu hjónaböndum ætti ekki margt að koma mér á óvart.

Enda er það svoleiðis. 

Reynslan beinlínis drýpur af mér.

Tel mig kunna hjónabönd upp á milljón og þrjá.

En svo varð mér á í messunni.

Í kvöld fór minn ástkæri út í búð til að kaupa eitt og annað.

Þegar hann gekk út úr húsi kallaði ég á eftir honum og bað hann um að kaupa xxxxxxxxx.

Þú mátt ekki gleyma því hrópaði ég hátt og skýrt. 

Hann: Nei, nei, nei, auðvitað ekki.  Ég er með meðvitund kona.

Tíu mínútum seinna: Riiiiiiiiiiiiing.

Ég: Halló.

Hann: Hæ, hvað var það sem ég mátti ekki gleyma að kaupa?

Ég: Ertu strax búinn að gleyma því?  Kommon, hvernig væri að hlusta á mig?

Hann (lágum rómi): Hvað var það Jenný, ég stend hérna eins og fífl í miðri búð.

Ég: Vá hvað þetta er flatterandi, ekki hlusta gat á hljóðhimnuna þegar ég tala við þig.  Urrrrr.

Hann: JENNÝ!

Ég (með brostið hjarta tók langa blóðdrjúpandi kúnstpásu): Það var ekkert merkilegt greinilega (fórnarlambsblóðbunan svettist á vegginn fyrir framan mig þegar hér var komið sögu), við sleppum þessu.

Hann: Nei veistu að nú legg ég á.

Ég: Já gerðu það.  Enda hef ég ekkert að segja.  Bless.  Pang.

Fimm mínútum seinna mundi ég hvað það var sem hann átti að kaupa.

Mig vantaði kveikjara.  Sárvantaði hann.

En ég ætla EKKI að tilkynna viðkomandi eiginmanni að ég hafi verið búin að gleyma hvað mig vantaði.

Því myndi hann EKKI gleyma það er á hreinu.

Andrei nokkurn tímann.

Frusss.


Bláa höndin og allur sá pakki

Stundum eru fréttir svo krúttlegar.

Lögreglan á Sri Lanka hefur handtekið stjörnuspeking fyrir að spá bömmerum fyrir ríkisstjórn forseta landsins.

Þetta skil ég.

Ég meina hvað hef ég ekki oft gripið til kviðristukittsins hérna á blogginu þegar sumarstarfsmenn blaðsins hafa staðið í þýðingum á stjörnuspám?

Ha?

Kannski hefði ég átt að senda lögguna á stjörnuspekinginn.

Nú eða spákonurnar sem ég lét ljúga að mér í æsku minni.

Alveg: Fjögur börn og eitt hamingjusamt hjónaband þar til dauðinn skilur ykkur að.

Ég trúði þeim alveg. (Átti mín ljóskumóment).

Og botnaði ekkert í af hverju þetta gekk ekki eftir.

Núna, fjölmörgum eiginmönnum síðar með þrjár mannvænlegar dætur, sé ég að spádómar þessarra spákvenna voru ekkert annað en lögreglumál.

Þær lugu að mér eins og sprúttsalar á sterum.

Þetta stönt hjá löggunni á Sri Lanka. að handataka stjörnuspekinginn hefði alveg geta gerst þegar t.d. Davíð Oddsson var forsætisráðherra.

Ég get alveg séð hann fyrir mér láta ná í Gulla Stjörnu og hundskamma hann fyrir neikvæða spádóma.

Ég meina, kallaði hann ekki Hallgrím Helga á teppið og lagði honum lífsreglurnar ha?

Bláa höndin og allur sá pakki.

Ég sverða.


mbl.is Handtóku stjörnuspeking fyrir slæma spádóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FME: No comment

 WomanThinking

Smá laugardagspæling hérna handa ykkur börnin mín södd og sæl.

Þann dag sem Fjármálaeftirlitið aktjúallí tjáir sig um eitthvað þá vil ég sjá um það frétt.

Það teljast varla fréttir að þeir neiti að tjá sig þessir innvígða leyniklíka.

En..

Ég er á feisbúkk.  Ætlaði aldrei þangað en gerði það samt.

Ég er nefnilega svo ferlega lítið samkvæm sjálfri mér.

Quizzin á feisbúkk voru líka á mínum "aldrei að koma nálægt lista" en samt quizza ég eins og enginn sé morgundagurinn.

Þessar "skoðanakannanir" á feisinu hafa aukið sjálfsþekkingu mína til mikilla muna.

Ég veit núna svo margt um sjálfa mig sem ég vissi ekki áður.

Ég var stríðsmaður í fyrra lífi, ég á að vera rauðhærð, augu mín eru blá þó þau séu brún, ég er afburðagreind samkvæmt einu svona prófi, ekki litblind, mun eignast tvö börn (á þrjú), mun gifta mig aftur eftir 16 ár, er í eðlilegri þyngd, er 67% tæfa, svo kaldhæðin að það á að loka mig inni og ég á að gerast listmálari, þá væntanlega eftir að það er búið að loka mig inni.

Ég er þó með prinsipp á feisinu.  Prinsipp sem verður ekki brotið.

Það er ekki til umræðu einu sinni.

Ég sendi fólki ekki rafrænt konfekt eða bangsa. 

Sendi ekki rafræn blóm og ég safna ekki hjörtum.

Ef sá dagur rennur upp að ég missi mig í rafrænar sendingar til fólks - þá ætla ég að biðja ykkur kæru vinir að keyra mig í vatteraðan klefa og loka mig inni og henda lyklinum.

Og hvað er maður að svara heimskulegum spurningum í "status" um hvað maður sé að hugsa?

Hjarðeðlið allsráðandi og maður svarar samviskusamlega svo allir geta lesið;

Jenný Anna Baldursdóttir er að hugsa um að fremja morð á höfundum feisbúkk.

Omæómæ.

Eins gott að þeir hjá FME eru ekki á feisinu.

Þeir myndu auðvitað setja í status:

FME: No comment.


mbl.is Tjáir sig ekki um vinnubrögð annarra sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.