Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

JAFNVONT BÁÐUM MEGIN

1

Áströlsk krá meinar gagnkynhneigðum aðgang og hefur öðlast rétt til að meina gagnkynhneigðu fólki inngöngu.  Mér finnst mannréttindabrot í báðar áttir jafn slæm og skil ekki hvað fólki gengur til.  Í fréttinni stendur ma.

"Borgara- og stjórnsýsludómstóll í Viktoríuríki úrskurðaði að Peel Hotel geti meinað gestum inngöngu  sem eru gagnkynhneigðir. Eigendur krárinnar segja að þetta muni koma í veg fyrir að gagnkynhneigðir karlar og konur muni áreita samkynhneigða á staðnum."

Það yrði heldur betur allt vitlaust sem von er, ef þessi röksemdafærsla yrði notuð til að halda ÚTI samkynhneigðum á börum.  Markmiðið hlýtur að vera að fólk geti lifað saman í sátt og samlyndi, þrátt fyrir kynhneigð og þess vegna er þetta uppátæki nokkuð mörg skref afturábak í þeirri baráttu.

Iss..


mbl.is Áströlsk krá meinar gagnkynhneigðum inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ER EKKI HISSA..

1

..ef þriðja myndin um sjóræningana í Karabíahafi slær í gegn.  Hver vill ekki sjá glæsilegasta mannflak í heimi leika sjálfan sig?  Ég sem villtur aðdáandi Keith get ekki beðið eftir að berja hana augum.  Deep er svo sem enginn aukvisi heldur.  Nú er að bíða eftir að myndin komi á vídeó, en þetta er ekki mynd sem ég nenni í bíó til að sjá, þrátt fyrir konunglega nærveru mannflaksins.


mbl.is Sjóræningjarnir stálu senunni í Norður-Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁSKORUN

Ég tók áskorun um að birta þennan pistil en hrossið í haganum gerði slíkt hið sama og hér er hann.

Mig langar að deila þessari sögu helst með öllum og vona að engin/n lendi í svona löguðu.

"Klukkan 04:00 í nótt fékk ég upphringingu frá lögreglunni í Reykjavík sem tilkynnir mér það að hún sé stödd upp á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi með föður mínum. Maðurinn sem ræddi við mig bað mig um að koma því að faðir minn hafi lent í fólskulegri líkamsárás og verið rændur.
Þegar ég kem upp á spítala er lögreglumaður á vakt látinn vita af mér og við löbbum saman inn á herbergið þar sem faðir minn hvílist. Þegar ég kem að rúminu sem hann lá í brá mér nú heldur betur. Hann var augljóslega illa laminn, blóðugur í framan og með mikla verki. Eftir að hafa fellt nokkur tár og kysst pabba gamla á ennið var farið með hann í sneiðmyndatöku og röntgenmyndatöku. Á meðan því stóð, fræddi lögreglumaðurinn mig um atburðarás kvöldsins sem faðir minn hafi lent í. Hann hafði farið niður í bæ klukkan rúmlega 23 í gærkvöldi. Hann bað leigubílinn um að stoppa efst á Laugarvegi fyrir neðan Hlemm. Þar fór hann út og gekk inn á stað sem heitir Kaffisetrið. Hann fór inn og spjallaði við fólk á staðnum of fékk sér nokkra bjóra. Því næst ætlaði hann sér að labba niður Laugaveg og niður á Lækjargötu til að finna sér leigubíl og halda heim. En á leið sinni niður Laugarveg gengur að honum ung stúlka og biður hann um að gefa sér eld, sjálfsagt hélt hann nú og fer í vasa sinn eftir kveikjara, biður þá stúlkan hann um að koma inn í húsasund þar sem hún ætlaði að reykja sígarettuna. Faðir minn gengur inn í sundið og gefur henni eld. Því næst er ráðist aftan að honum hann sleginn aftan frá með einhverju barefli. Hann dettur niður í malbikið og rankar svo við sér þegar þung fótspörk dynja á andliti hans og skrokknum. Stúlkan og maðurinn taka veskið hans með 6000 kr. öllum kortum, debet og kredit, síma, hús og bíllykla tóbak, úrið og gleraugun hans. Faðir minn sagðist ekki geta séð nógu vel því að mikið blóð rann úr vitjum hans. Því næst segir maðurinn við hann, "Farðu úr jakkanum helvítið þitt" og endurtók þessa setningu nokkuð oft. Faðir minn lá enn í götunni og höggin dundu enn á honum. Þeim tókst ekki að ná honum úr jakkanum þar sem hann lá á götunni og svo sperrti hann upp tærnar svo þau gætu ekki rifið af honum skóna. Hann var viss um að árásarmennirnir væru nokkrir, en sá þá því miður ekki nógu vel. Stúlkan og mennirnir héldu því á brott og faðir minn skakklappaðist aftur á Laugarveginn og fann þar unga drengi og bað þá um að hringja á lögregluna. Einn drengjanna gerði það og beið með föður mínum þar til lögreglan kom. Hann var keyrður í snatri upp á slysadeild.

Áverkar; 2 skurðir í andliti eftir spörk, annar fyrir ofan auga og annar fyrir neðan augað, 1 skurður á hnakka eftir barefli, brotin rifbein að aftan, nefbrot auk sjónskaða sem á eftir að rannsaka betur. Einnig aumir vöðvar, skrámur á hálsi og marblettir.

Faðir minn er 67 ára gamall eldri borgari og finnst mér þetta hræðileg meðferð á manngreyinu, nú liggur hann illa særður, líkamlega og andlega. Hann talar stanslaust um að hann hreinlega bara trúi þessu ekki. Þetta er það óheiðarlegasta sem hann hafi lent í á allri sinni ævi, jafnframt það fólskulegasta. Í gamla daga gátu menn borið hendur fyrir sig og varið sig. Þá þekktist það ekki að nokkrir menn kæmu aftan að mönnum og lemdu þá til óbóta liggjandi í götunni.

Lögreglan sagði mér að þetta væri víst daglegt brauð um helgar að fólk leitaði að auðveldum fórnarlömbum sem þau/þeir gætu hugsanlega grætt 5-15 þúsund krónur á. Þ.e.a.s selt síma þeirra, stolið lausafé, selt flíkur þeirra og skartgripi. Og margir aldraðir skrifi pin númer sín og geymi í síma eða á miða í veskinu.

Mig langar að gera eitthvað róttækt, en kannski líður þessi tilhneiging mín hjá þegar pabba batnar, en ég er svo reið og sár. Það vantar augljóslega miklu meiri sýnilega löggæslu í miðbæinn og var mér sagt að það sé einmitt það sem ríkislögreglustjórinn vill gera en ekki fáist fé til þess.
Hversu margir þurfa að slasast? Eða jafnvel deyja?

María."

Ég varð miður mín við lestur þessarar færslu.  Hvað getum við borgararnir gert?  Ofbeldið í miðbænum eykst og eykst og verður stöðugt alvarlegra.  Þetta verður að stoppa.


ÞAÐ ÞURFTI VARLA AÐ SKRIFA UM ÞETTA FRÉTT!

1

Þetta er ekkifrétt.  Þetta vita allir.  Hillary varð alveg bálill þegar Bill vildi skilja þarna árið 1989, fannst hann leim og henni þótti engan veginn fýsilegt að verða einstæð móðir, og neitaði karli um skilnað.  Þetta gerist reglulega hjá þeim hjónum þegar hann hleypur út undan sér.  Hillary hélt að karlinn myndi róast í forsetaembættinu en eins og allir vita framdi hann þar dauðasynd með Monikku Lewinsky.  Aumingja Hillary er búin að vera alveg KRUMPUÐ úr pirringi síðan. 

Nú er stóra spurningin hvað kerla gerir ef hún kemst í Hvíta Húsið.  Launar hún Bill lambið gráa?


mbl.is Bill vildi skilnað frá Hillary árið 1989
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ HITTA FRÆGA MENN OG LIFA ÞAÐ AF!

1

Inga-Lill vinkona mín var að segja mér frá því þegar hún hitti Ingrid Bergman, leikkonu, fyrir tilviljun í Srokkhólmi og þegar hún hitti Olof Palme og Astrid Lindgren í Norræna húsinu um árið.  Það var reyndar þegar hún uppgötvaði að Ísland væri nafli alheimsins.  Aldrei dreymdi hana um að hún ætti eftir að hitta þessar hetjur sínar "live" hvað þá hér lengst úti í Ballarhafi.  Þetta samtal vatt svo upp á sig og við fórum að rifja upp allskonar svona uppákomur.

Einu sinni sem oftar var ég í London.  Ég og systir mín vorum á Speak Easy klúbbnum og sáum Bowie og frú álengdar.  Þar sem við vorum svo góðar með okkur og hefðum heldur gefið upp öndina heldur en fara að klessa okkur upp við ídólið, létum við sem ekkert væri.  Fljótlega dreif að maður sem fór að spjalla við okkur.  Hann var amerískur plebbi sem sagðist vera eitthvað í músík.  Ók, ok, já, já. Við geispuðum.  Hann spurði okkur hvort við vildum koma í partý í Haddon Hall, heim til Bowie hjónanna (sem hefði getað verið skemmtileg lífsreynsla).  Við hlógum eins og fífl fannst plebbinn ótrúlega forstokkaður að ætlast til þess að við myndum trúa að hann hefði umboð til að bjóða í partý hjá goðinu.  Þegar hann sagðist vinna fyrir "Almanbrothers" sem voru reyndar með tónleika í London daginn eftir, trylltumst við úr hlátri og svöruðum honum eins og hálfvitar.  Hann gekk á braut, rosa sár eitthvað og við snérum okkur að öðru.  Hálftíma seinna sáum við Bowiehjóninn, Greg Alman (minnir mig að hann hafi heitið) ásamt plebbanum á leiðinni út.  Þar fór tækifærið að sjá goðin í nærmynd.  Daginn eftir gengum við fram á Freddy Mercury í Oxford Street, hnigum báðar til jarðar í huganum en það var áður en við vissum að hann var hommi.  Það er ekki hægt að vera skotin í hommum, möguleikarnir eru "next to none".

Meira seinna og þetta er hótun!


HALLÓ BLOGGVINIR!

7

Þar sem ég er á fullu með gesti (rosa gaman) þá hef ég ekki getað sett inn færslu.  Það gerir það að verkum að ég er að drepast úr bloggfráhvörfum.  Ég veit líka að þið eruð miður ykkar af því þið saknið minna reglulegu þrjúhundruðogþrjátíu færslna sem ég er venjulega búin að setja inn um þetta leyti dags.  Þess vegna sest ég nú niður með penna í hönd, þrátt fyrir að vera á svuntu, hrærandi í sósum og búandi til alls kyns gúmelaði og hripa þessar línur.  Ég ætla bara að segja ykkur að ég kem alltaf aftur, aftur og aftur.  Muhahahahahahaha!


LÖNGU TÍMABÆR ÁSTARJÁTNING TIL SJÁLFRAR MÍN!

1

Ég fer ekki að sofa fyrir en ég er búin að monta mig smá af því hversu dugleg ég er búin að vera í dag og kvöld.  Algjör ofurhúsmóðir ef ég á að segja eins og er.  Það stendur mikið til á morgun þegar Inga-Lill kemur frá Svíþjóð.  Hún hefur komið til Íslands all oft en það eru orðin mörg ár síðan við hittumst hér.  Hún er ástfangin af Esjunni og getur ekki beðið eftir að sameinast henni að nýju.  Nóg um það.  Ég er búin að þrífa allt hátt og lágt.  Ekki kusk á mínum húsmóðurhvítflibba.  Móðir mín yrði stolt af ef hún droppaði í heimsókn (sem ekki er líklegt að hún geri svona upp úr miðnættinu).  Ég bakaði þrjár sortir og lagði í sultu (eða sultar maður sultu arg.. man ekki) en ég er að sjálfsögðu að ljúga hvorutveggja til að imponera á bloggvinina.  Rúllugardínan lýsir heiftarlega með fjarveru sinni auðvitað en það er ekki hægt að öðlast alla hluti "på befallning".

Ég fór í Smáralind og verslaði fyrir tugi þúsunda (eða því sem næst) enda stórt matarboð á mánudaginn þar sem allar stelpurnar mínar með mökum ásamt börnum verða hér í mat og Inga-Lill að sjálfsögðu líka. 

Ég veit ekki hvort ég að segja frá því hér en ég er hreint ótrúlega seinheppin stundum.  Í öllum hamaganginum við þrifin steig ég bókstaflega ofan í skúringafötuna og varð blaut upp að hné.  Ég blótaði ekki mikið.  Húsbandið hló sig ekki alveg máttlausan.  Það er merkilegt hvað ég hef oft lent í því um ævina að kunna ekki fótum mínum forráð.  En nú orðið er þetta forráðaleysi öllu hættuminna en það hefur stundum verið í lífinu fyrir meðferð og í þetta skipti var það í orðins örgustu.

Gúddnætgæs!


RAUÐA PÍANÓIÐ FER HVERGI!

Elton John er hættur við sk. Evrópuför hins rauða píanós.  Tónleikaferðin átti að hefjast í júní.  Eitthvað babb í bátinn varðandi bókanir kom upp þannig að ekki verður að því að píanóið vaði um heiminn.  Það er rosa völlur á píanóum þekktra manna nú um stundir.  Píanóið hans Lennon er í friðarleiðangri víða um heim.

Rauða píanóið hefur sum sé dregið sig í hlé og harðneitar að fara í Evrópuferð.  Þá er bara eitt eftir, þ.e. píanóið hans Lenna og fólk verður bara að elta það í staðinn.

Úje!


mbl.is Elton aflýsir Evrópuferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IKEARAPPORT

Ég fór í rúllugardínu-havaríð eins og ég ætlaði mér og eins og lesendur mínir vita þá rapportera ég alltaf (ég meina í þetta eina skipti sem ég hef farið í IKEA á árinu þangað til núna) þegar ég fer í þessa þunglyndisaukandi verslun af sænskum uppruna.  Eins og síðast þá fór ég eftir smáræði og kom heim með alla smávörudeildina.  Síðast fór ég til að kaupa sturtuhengi en gleymdi því og keypti nánast allt annað sem nöfnum tjáir að nefna.  Núna fór ég til að kaupa rúllugardínu og gleymdi henni en keypti mottur í staðinn.  Ég segi svona, það hefði verið flott ef það hefði æxlast þannig.  Nú var húsbandið með í för og hann stýrði mér að rúllugardínunum (arg) og engin þeirra var brúkleg að mínu mati þannig að nú bíðum við fram yfir helgi og Inga-Lill getur bara verið andvaka í nætursólinni þangað til.  Ég fer ekki með húsbandinu aftur í IKEA það er ekki hægt að kaupa neitt "óvart" þegar hann er með í för.  Hann þekkir á mér hillusvipinn og stímir eins og freigáta af stað með mig í eftirdragi um leið og hann sér hann birtast á fésinu á mér.


BÉVÍTANS SUMARSTARFSMAÐURINN...

1

..á Mogganum, þessi illkvittni með framandi íslenskukunnáttu heldur því blákalt fram í stjörnuspá dagsins að ég sé feit.  Rosalega getur fólk verið illa innrætt.  Hann hefur örgla frétt af því að ég er alltaf að telja grömm og sollis og er nú að launa mér fyrir að vera að hnýta í sig reglulega.  Hér er þessi andstyggilega stjörnuspá.  Þarna er nú ekki verið að skafa utan af hlutunum Ha?  Ég tala við Styrmi á þriðjudaginn.  Það er á hreinu.  Arg...

Steingeit: Þú ert ótrúlega úrræðagóður. Fáðu innblástur innan frá í stað þess að biðja um hjálp. Það myndi bara hægja á þínum mikilfenglega skriðþunga.

Boðskapurinn í þessum tveimur línum er alls ekki flókinn er það?  Nebb smá djúpur svona og hefur mikið spádómsgildi.  Ég ætla að leggjast yfir línurnar (bæði kílóawise og öðruwise) og kem til baka þegar spekin hefur skilað sér í minn arma heila.

Síjúgæs!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2985769

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.