Leita í fréttum mbl.is

Ekki húmor fyrir þessu, kæri ríkissaksóknari

Við Íslendingar erum öðruvísi en allar aðrar þjóðir.

Við erum svo öðruvísi að enginn getur skilið okkur.

Best, fallegust, sterkum, stórust og klárust.

Ofboðslega er ég þreytt á þessari "spes-veiki".  Hún hefur nú þegar gert okkur að fjárglæframönnum um allan heim og komið okkur nánast á höfuðið.

Yfir Kastljósinu í gær henti ég mér fyrir björg, risti mig á kvið og gerði mig höfðinu styttri yfir forheimskun Íslendingsins.

Ólafur Arnarson sagði nefnilega eitthvað á þá leið að Eva Joly skildi sennilega ekki íslenska réttarsýstemið, það væri nefnilega öðruvísi en það franska.

Svo gæti Eva ekki talað íslensku og hefði þar af leiðandi ekki skilning á íslensku samfélagi.

Ég skil Ólafur; Eva Joly sem hefur rannsakað mál um allan heim getur auðvitað ekki skilið okkur Íslendinga og hvað hentar okkur þegar við rannsökum bankahrunið sem b.t.w. hefur áhrif á fólk í mörgum löndum.

Svo fannst mér það grátlegt og í leið sjúklega fyndið þegar Ólína Þorvarðardóttir ásamt Ólafi, óskapaðist yfir því að Eva Joly færi í Kastljós ÁÐUR en hún talaði við Dósmálaráðuneytið.

Nú veit ég að hún er búin að tala við hvern kjaft sem málið varðar, það var ekki hlustað á hana.

Í leiðinni þá fagna ég því að hún skuli tala beint til okkar almennings því það er kominn tími til að við séum með í að móta örlög okkar, af því við þurfum að standa straum af bankaráninu og það fyrir allan peninginn.

Við erum hætt að láta að stjórn.

Reyndar mættu íslenskir ráðamenn taka Evu til fyrirmyndar og tala tæpitungulaust.

En Eva Joly er okkar kona, við treystum henni betur en öllu íslenska batteríinu samanlögðu.

Og að lokum.

Helvítis hrokagikkir eru íslenskir embættismenn.

Valtýr toppar samt með því að gera grín að Evu Joly.

Við höfum ekki húmor fyrir því kæri ríkissaksóknari.

Far þú og gargaðu þig hásann.

Ólína og Ólafur.


mbl.is Valtýr vill ráða Evu Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dísa (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 11:38

2 identicon

Mikið ofboðslega er ég sammála þér Jenný.

Það er akkúrat þetta spes-dæmi sem við teljum okkur vera sem er að fara með okkur til andsk...

Lítil þjóð á lítilli eyju lengst út í hafi sem telur sig geta sagt stórþjóðunum hvernig eigi að vinna verkin....dem...hvað ég er orðin þreytt á þessu viðhorfi okkar ráðamanna...

Kveðja, Lísa

Valgerður Lísa Gestsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 11:46

3 identicon

Þeir embættis menn eða hver sá sem hindrar með einhverjum hætti að lögin nái ekki fram að ganga gegn þeim sem komu Íslandi í þessa skuldasúpu, er að mínu mati Landráðamaður.

Kannski stórt orð,, en sannleikur

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 12:05

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þyrftum fleiri Evur!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2009 kl. 12:12

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hefurðu lesið þessa grein.  Og hvernig lætur ekki Brynjar Níelsson. Það er fullt af liði sem hugsar eins og þessir menn og reyna með öllum ráðum að torvelda Evu störf sín og sverta hana sem einstakling.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.6.2009 kl. 12:17

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um Jenný. Það er mikill munur á Íslensku réttarfari og Frönsku. Hestarnir á Íslandi eru mun minni en þeir frönsku og tannburstar voru miklu fleiri í Frakklandi á haus um 1938 en á Íslandi svo dæmi séu tekin.

Ég held þú ættir að kynna þér þetta áður en þú ferð að fullyrða neitt um þessa kellingu sem að auki heldur að stjórnmál séu almenningi viðkomandi.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.6.2009 kl. 12:24

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

merkileg skrif Sigurðar G.. stórmerkileg og varpar ljósi á varnarmenn útrásarvíkingana .. Sigurður G er pottþétt einn af þeim enda Baugslögmaður.. og hans skrif verður að skoða í því ljósi.

Sammála þér Jenný .

Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 12:25

8 identicon

embætismenn verða að átta sig að þjóðin réð Jolly til stafa ekki þeir.  Þess vegna á hún að tala til þjóðarinnar en ekki embættismanna

Pétur Þórarinnson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 13:09

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, nú skríður elítan úr holum sínum, því það er farið að höggva ansi nærri þeim.

Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2009 kl. 13:23

10 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Eva er eins og ferskur andblær inní þetta mál og auðvita var mögnuð testósteron lykt af ummælum ríkissaksóknara um konuna.

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.6.2009 kl. 13:38

11 identicon

Minnir á viðbrögðin þegar "útlendingar" voguðu sér að setja fram efasemdir um stöðu bankanna. Þeim var vinsamlegast bent á að fara í endurmenntun.
Enda vorum "við" svo spes að það var leitun að þeim sem gátum borið okkur saman við í snilld. Jamm...

Solveig (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 13:53

12 identicon

Ótrúlegt og enn er sóðaskapurinn á fullu,ljúga,svíkja,stela og fela er enn í gildi .En af hverju eru eigur glæpamananna ekki frystar fyrst lagaheimild er fyrir því og af hverju borgum við icesave?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 14:29

13 identicon

Gjörsamlega sammála þér.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2985788

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband