Leita í fréttum mbl.is

Svo óendanlega lágkúrulegt..

Það er svo óendalega lágkúrulegt fyrir utan hversu mannfjandsamlegt það er að láta sér detta í hug að fara að taka "fæðisgjald" af inniliggjandi sjúklingum.

Hér hafa ákveðnir menn komið þjóðinni í ótrúlegar skuldir upp á hundruðir milljarða og kutinn fer á loft þar sem síst skyldi. 

Það eru auðvitað Sjálfstæðismenn með heilbrigðisráðherrann í fararbroddi sem sjá þetta sem möguleika í stöðunni.   Taka gjald af veiku fólki sem liggur veikt inni á spítala.

Vá þvílík redding.  Svo stórmannlegt eitthvað. 

Ég er ekki hissa, Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að færa heilbrigðiskerfið að hinu bandaríska.  Borga eða deyja ella.

En halló - það mun vera jafnaðarmannaflokkur í ríkisstjórninni.

Ætlar hann að hleypa fæðisgjaldinu á?

Ætlar hann að gefa frjálshyggjuliðinu grænt ljós á það fólk sem liggur inni á sjúkrahúsum?

Ef af verður held ég að sá jafnaðarmannaflokkur verði að skýra sig upp á nýtt.

Ekki að Samfylkingin sé ekki komin æði langt frá hugsjóninni með samstarfinu við íhaldið.

Þeir hafa að minnsta kosti sett niður sína síðustu kartöflu í mínum garði.

Ég legg samt traust mitt á Jóhönnu.

Þetta má ekki gerast og skal ekki gerast.

Almenningur - söfnum okkur saman. Gerum eitthvað róttækt.

Mikið djöfull er þetta siðspillt og ógeðslegt samfélag sem verið er að sníða okkur á hverjum degi.


mbl.is Upptaka fæðisgjalda hugsanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guð hvað ég er sammála þér þetta er lágkúra af verstu sort, en við hverju er ekki að búast af þessari ríkisstjórn.   Því miður hefur mér aldrei dottið í hug að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu, því miður segir ég, því það hefði bara verið gott að láta hana missa af atkvæðinu mínu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er að taka á sig ljótar myndir Ásthildur.  Hvað næst?

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Mér finnst alltaf gaman þegar fólk hraunar yfir heilbrigðiskerfið Bandaríkjamanna  !!!  sem viðmiðun.  Mín reynsla er sú og nota bene ég átti hús í Flórida þar til fyrir nokkrum dögum, þar eru vissulega dýrt að tryggja sig með full medical tryggingu, það er u.m.þ.b 500-800 þúsund á ári og myndu margir súpa hveljur af því en staðreyndin er sú að það kostaði í fyrra 30 dollara að fara á vaktina þar og greiningin var góð þjónusta miklu betri lyfin eru miklu ódýrari og biðlista engir, einnig var ég í veiði með Belgískum lækni sem sagði að það væri undarlegt hversu margir á Íslandi liðu mikil veikindi og jafnvel dauða vegna einfaldra aðgerða sem ekki eru framkvæmdar og þess fyrir utan er ekkert sem heitir biðlisti ( nema um bið eftir líffærum sé )  það er sama vikan ef ekki 2 dögum seinna !!!!!  ég myndi finna eitthvað annað land til að setja út á en Bandaríkin.

Kannski fólki finnist þetta stórar fjárhæðir en ef þú ert í góðu starfi þá tryggir fyrirtækið þig og ef svo er ekki þá er hinir svokölluðu ríkisspítalar sem taka við hinum,  kynnum okkur þessi mál til hlítar. Þessi hræðslu áróður sem rekinn hefur verið á Íslandi um að hér hafi allir það svo gott er ekkert staðreynd sem er rétt við erum mjög aftarlega hvað þetta varðar og færums enn aftar núna.

Við erum með lélega heilbrigðisþjónustu og höfum haft lengi, dýr lyf  og marga komutíma langar biðraðir og nánast ekkert nema já ok pensillin er laus við öllu, og nú bætist atvinnuleysi við.

Gunnar Björn Björnsson, 15.12.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Og kannski vert að taka fram ég hafði engar tryggingar og var sem útlendinur þar og 30 dollarar eru ekki stór fjárhæð.

Ég er heldur ekki verja né afsaka skerðingu innlagnarsjúklina heldur einungis benda á eins og þú að við erum hryllilega illa stödd hvað heilbrigðiskerfið verðar og staðan á eftir að versna til muna.

Gunnar Björn Björnsson, 15.12.2008 kl. 11:38

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er fáránleg hugmynd, hvernig sem á hana er litið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2008 kl. 11:53

6 identicon

Mér brá rosalega fyrir nokkrum árum þegar ég komst að því að heilbrigðiskerfið hér er lélegt.  Það  er búið að heilaþvo mann árum saman og telja manni í trú um að við séum með svo gott heilbrigðiskerfi.  Á sama tíma er auðvitað alltaf vísað í að heilbrigðiskerfið í U.S.A. sé svo lélegt. 

Vinkona mín átti fyrsta barnið sitt í Bandaríkjunum.  Hún var með engar tryggingar og fór því á ríkisrekið sjúkrahús sem er með verri þjónustu en önnur þar í landi.  Hún var á stórri stofu ásamt einni annarri konu.  Þær höfðu hvor um sig sitt einkaklósett og góð tjöld voru á milli þeirra.  Hún varð lítið vör við hina konuna og hennar gesti. Hún fékk mikla hjálp frá starfsfólki spítalans og góðan mat.  Maðurinn hennar mátti vera hjá henni eins og hann vildi.

Þegar ég átti fyrsta barnið mitt á landspítalanum(2004) var ekki pláss fyrir mig í fæðingarstofu.  Það var hlaupið með mig fram á gang og farið þar inn í lítið herbergi með engri aðstöðu.  Þær vildu ekki trúa því að ég væri tilbúin að fæða barnið því þær höfðu hvorki tíma fyrir mig né pláss.  Þegar ég var búin að eiga fór ég á stofu með tveimur öðrum konum.  þetta var lítil stofa.  Rúmin voru nánast hlið við hlið en tjald var á milli okkar.  Ekkert klósett var á stofunni.  Engin þjónusta frá starfsfólki.  Hver kona bara hugsaði sjálf um sitt barn og fékk enga hvíld eftir fæðinguna.  Barnið mitt kom fyrir tímann og var á vökudeild þannig að ég lá þarna ein og dauðuppgefin en gat ekki sofið fyrir barnsgráti. 

Mamma dó úr krabbameini fyrir tveimur árum.  Hún bjó síðustu mánuðina heima hjá mér.  Ég horfði upp á hana horast niður í ekki neitt og þjást meira en ég hélt að væri mögulegt og svo deyja.  Það var ekkert pláss fyrir hana á spítala.  Við þurftum þrisvar sinnum að hendast með hana í sjúkrabíl nær dauða en lífi niður á Landsa.  Þar var henni gefin næring í æð og svo heim aftur.  Hún sem hafði helgað líf sitt spítalanum sem hjúkrunarfræðingur.  Nei það er ekki pláss.

Vökudeildin hér er reyndar mjög góð og alveg til fyrirmyndar.

Heiðrún (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiðrún: Takk fyrir að deila þessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 12:36

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég segi bara eitt..þegar ég bjó í bretlandi þá fékk ég sjokk yfir heilbrigðikserfinu þar. Sjokkið stafaði af því að mér varð ljóst að íslendingar eru hafðir að fíflum og talin trú um að hér sé eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi og eitt það hagkvæmasta fyrir neytendur. Í englandi borgar maður valra nokkurn tímann fyrir nokkuð meðan að hér borgar maður mikið fyrir næstum allt alltaf.  Svo einfalt er það. Heilbriðgiskerfið hér er okurbúlla.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 12:43

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nákvæmlega!! Heilbrigðiskerfið á Íslandi er hreint ekkert til að missa vatnið yfir.

Fólk þarf sjaldan eða aldrei eins á því að halda að vera heilbrigð eins og þegar það liggur inni á sjúkrahúsi.

Þar þarf að vera vakandi yfir hverju spori svo ekki séu gerð mistök. Fyrir utan að kerfið er RÁNDÝRT!!

Hafiði einhvern tíma farið til læknis án þess að borga stórfé fyrir og þá eru lyfin ótalin?  

Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 15:31

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég gæti skrifað bækur um þetta helvítis heilbrigðiskerfi á Íslandi....öll mín fjölskyldan ber merki læknamistaka, ekki einu sinni heldur mörgum sinnum, já við erum sko höfð að fíflum þegar okkur er talin trú um hér sé kerfið svo gott....je ræt!

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.12.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband