Leita í fréttum mbl.is

Það má steðja með í bankann

Ég á það til að dreifa tillögum að góðu lífi og líðan í kringum mig eins og karamellum.

Það er af því ég er svo góð - jabb.

Svo hefur það gengið svona og svona hjá sjálfri mér að fara eftir eigin ráðleggingum en hvað með það, ég reyni.

Eitt hef ég staðið við (kannski af því að það er reyndar bara ljúft og skemmtilegt) og það er að gera heiðarlega tilraun til að lesa mig í gegnum kreppuna.

Það gengur ágætlega, takk fyrir að spyrja.

erla

Stundum er tímasetning hlutanna algjört skot í mark.

Bókin hennar Erlu Bolladóttur kemur út á hárréttum tíma, núna þegar traust til yfirvalda er í sögulegu lágmarki. 

Það er skelfilegt að lesa söguna hennar Erlu.  Að heyra um þessa ungu stúlku, ekki á svo góðum stað með sjálfa sig, dragast inn í stærsta sakamál síðustu aldar. 

Geirfinns- og Guðmundarmálin eru klúður frá upphafi til enda.

Nokkur ungmenni eru tekin og þeim haldið í einangrun mánuðum saman þangað til játning er fengin.

Hvað Erlu varðar er hún nýorðin móðir og tekin frá barni sínu og látin í einangrun í Síðumúlafangelsinu.  Mér virðist fyrir það eitt að hafa verið í slæmum félagsskap.  Það er dælt í hana róandi töflum og innan veggja fangelsisins játar hún á endanum hvað sem er til að sleppa.

Skortur á getu rannsóknaraðila til að vinna vinnuna sína er auðvitað hneyksli.

Stór hópur saklauss fólks er dreginn miskunarlaust inn í málið, lokað inni og farið með það eins og ég tel að gert hafi verið í Kommarússlandi.

Ég held að þessi bók ætti að vera skyldulesning.  Ég stóð mig að því að lesa bókina eins og spennusögu, en því miður þá fjallar hún um líf lifandi manneskju.

Ætli þessi spilling í íslensku kerfi hafi alltaf verið til staðar?

En bókin er líka jákvæð.  Erla hefur tekist á við líf sitt og unnið bug á þeim erfiðleikum sem hún hefur staðið frammi fyrir.  Það er nefnilega alltaf von.

ofsi

Svo er það Einar Kárason, einn af okkar allrabestu skáldum.

Ofsi er stórkostleg bók.  Hvað get ég sagt?  Maðurinn er snillingur - villingur á fjaðurpennann.

Bókin er nokkurs konar framhald Óvinafagnaðar.

Ég er þess ekki umkomin að lýsa þessari sögulegu skáldsögu svo gagn geri en hún fjallar um aðdragandann að einu mesta níðingsverki Íslandssögunnar, Flugumýrarbardaga.

Ég ætla að halda áfram að blogga um bækurnar sem ég er að lesa, hef lesið og mun lesa, alveg eins og enginn sé morgundagurinn.

Það börnin góð, getið þið steðjað með í bankann.

Nördinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég heyrði Einar Kárason lesa upp úr Ofsa á Bókakaffi hjá Bjarna Harðar. Það var upplifun!!

...og já - ég held að þessi spilling hafi viðgengist lengi í kerfinu!!  

Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: M

Búin að kaupa Ofsa í jólagjöf. Les hana á eftir tilvonandi eiganda

M, 15.12.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þessi skrif um bækur, fróðlegt og spennandi. 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Hann er galdramaður hann Einar Kárason.

M: Þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

Ásdís: Gott.

Ég ætla að gefa bækur á alla línuna í ár.  Þær eru á þolanlegu verði í kreppunni þegar allir hlutir eru á hraðri uppleið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Laufey B Waage

Ég verð greinilega að lesa þessar báðar. Hlakka til að leggjast í bækur í jólafríinu. Nú er ég að lesa Glerkastalann. Mæli hiklaust með henni.

Laufey B Waage, 16.12.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2985874

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31