Leita í fréttum mbl.is

"No bullshit" aldurinn

Ég held að það sé ekki vottur af hópsál í mér.  Hjarðeðli kannski, veit það ekki, sumir vilja meina það vegna minna fjölmörgu eiginmanna.

En..

Það viðurkennist hér með að ég fer ekki lengur á stórviðburði eins og það kallast.

En mér finnst vel skiljanlegt að aðrir hafi gaman, ég var þarna sjálf einu sinni.  Sá tími er bara liðinn.

Ég sé akkúrat ekkert sjarmerandi við 17. júní eða Menningarnótt, ljósanætur og hvað þetta nú heitir allt saman.  Ég elska hins vegar leikhús og listviðburði þar sem ég sjálf ræð ferðinni og er ekki meðal þúsunda.

Ég veit, það er skömm að þessu.

Ég var ekki svona, var alls staðar mætt í denn þar sem fleiri en þrír komu saman enda var það partý.

En eftir að ég komst á "no bullshit" aldurinn sem reiknast vera frá og með fjörtíuogeitthvað, þegar maður nennir ekki að aðlaga sig fjöldaskoðunum lengur, þá stræka ég á að gera svona hluti ef mig langar ekki til þess.

Varðandi "no bullshit" tímabilið þá er það öllu þægilegra og minna tímafrekt en þegar maður setti sig í stellingar og lét fólk komast upp með allan fjandann bara af því maður vildi vera alls staðar til lags.

Tíminn er allt í einu orðinn svo dýrmætur þannig að ég á það til að biðja fólk að koma sér beint að efninu þegar mig er farið að syfja óþægilega undir orðaflaumi um lítið sem ekkert.  Inngangar að erindum eru stórlega ofmetnir.

Ég er í því núna að vera sjálfri mér og þeim sem mér þykir vænt um til lags, í því felst mín hamingja.

Nú er ég í samskiptum við þá sem ég hef áhuga á, ég fer og skemmti mér þar sem mér finnst gleðina vera að finna, sem er nú yfirleitt ekki fjöldasamkomum. 

Þess vegna fer ég ekki á Menningarnótt, ofan í bæ á 17. júní nema ef barnabörnin biðja mig, og ég nenni ekki að standa í búllsjitt samræðum og samskiptum við þá sem ekkert gefa af sér.

Þessi aldur er "hipp og kúl" aldurinn, það er að renna upp fyrir mér núna.

Lífið er svo frábært og skemmtilegt.

Gull í sjónmáli - úje.

Péess: Hrönn hljóp Maraþonið - en komst hún í mark þetta dreifbýliskrútt - það er stóra spurningin.


mbl.is Breskur sigur í Reykjavíkurmaraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Hún sko komst í mark þessi dugnaðartjelling. Ég er nefnilega búin að tékka á því .

En ég skil svo vel hvað þú ert að meina með að nenna ekki á þessa næturviðburði. Man varla hvenær ég fór á djamm síðast en úfffff, get ´bráðum talið þetta í árum.

Tína, 23.8.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Hulla Dan

Ég er kannski ekkert mannafæla með margsmergðar fóbíu... Kannski er þetta bara aldurinn
Skil þig bara svaka vel. 
Þoli ekki 17.júní og jólaböll hafa alltaf farið svakaelga i taugarnar á mér.

Hulla Dan, 23.8.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: M

Er sama sinnis, en finnst ég vera missa af einhverju ands..... ef ég fer ekki. Rigningin tók ákvörðun fyrir mig þetta árið

M, 23.8.2008 kl. 14:25

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sammála þessum pistli. Ég hef reyndar alltaf verið með mannmergðarfóbíu og forðast mannmergð eins og heitan eldinn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.8.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hmm.. það stemmir að þær/þeir sem eru heima núna (og því að lesa blogg á milli hreingerninga eða einhvers annars) eru ekki mikið fyrir svona mannfjöldasamkomur.

Þetta ,,bráði" einhvern veginn af mér þegar börnin uxu úr grasi. Fannst voða gaman að dressa þau upp í gamla daga og monta mig af þeim - setja á þau fána, blöðrur og rellur... og tók meira að segja við aukabörnum skyldu foreldrar vera uppteknir.

EN núna er ég bara fegin ef ég slepp með einni grillveislu eða svo.

Æ, svo er rigning úti.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.8.2008 kl. 15:32

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já er mikid sammála thessu, er búin ad ná thessum áfanga og ekki ordin fertug held mig vidsfjarri svona samkomum og geri yfirhøfud bara thad sem ég vil og hef gaman af..sneydi framhjá hinu leidinlega eins og hægt er. Timinn er alltof dýrmætur i thessu lifi og ég eydi honum bara med theim sem mig langar...nema sé algerlega óstætt ad komast útur thvi...

María Guðmundsdóttir, 23.8.2008 kl. 16:34

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ójá þetta er sko hipp og kúl aldurinn, vertu vissMikið er gott að vita af minnsta kosti nokkrum í viðbót við mig sem nenna ekki svona  yfirgengilegum fjöldasamkomum

Jónína Dúadóttir, 23.8.2008 kl. 16:50

8 Smámynd: Brynja skordal

Ætla nú bara að skella mér út að borða með stóru börnunum mínum en fer samt ekki lengra en  ca Ártúnshöfðan svo ég komist nú fljótt og auðveldlega upp á skagan aftur hugsa ef skyggni verður gott að ég sjái Flugeldasýninguna betur en sumir frá mínu húsi því ég sé vel til borgarinnar hef einu sinni gert tilraun til að fara niður í bæ á menningarnótt fyrir einhverjum árum og nei takk ekki aftur hvað þá í svona sudda veðri vonum að fólk verði til friðs svo erill..verði ekki í fréttum á morgun

Brynja skordal, 23.8.2008 kl. 16:55

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njótið kvöldsins.

Hallgerður: Heimó? ekki við, bara búnar að vinsa út hratið í lífinu.  Jájá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 17:59

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Maður verður nú að fara í bæinn að sjá barnið sitt performera

Við vorum samt ekki lengi, of kalt of mikil rigning og rok.  Aftur á eftir að sjá fluveldana!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:42

11 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

menningarnótt, þorláksmessa, sautjándi júní, geipræd ... fer á taugum heima er bezt

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.8.2008 kl. 22:49

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hah! Var að koma í mark!!

Elska þig kjéddling

Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 16:25

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Loksins.  Sjúkkitt, hélt þú værir látin við ástarbrautina.  Love u 2

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2985743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.