Leita í fréttum mbl.is

Budda tæmd - "Say no more"

Ég var ekki búin að blogga um stórkostlega IKEA-ferð fjölskyldunnar í vikunni.

Helmingur okkar er ekki sérstaklega hrifinn af versluninni "þar sem heimilið á heima".

Sumar við tvær, Sara og ég eru hins vegar nokkuð hamingjusamar með sömu verslun.

Ég fór með miða, týndi honum en aldrei þessu vant mundi ég eftir að kaupa það sem hafði mótíverað ferðina. 

Og Hrafn Óli var með og þegar maður er 7 mánaða þá er IKEA-ferð "walk in the park".  Húsband sá um barn sem "talaði" hátt og skýrt dadada og sriggeliggelú alla leiðina í gegnum þessa endalausu verslun.

En auðvitað rataði hellingur ofan í körfuna sem ég hafði ekki haft grænan grun um að ég gæti ekki verið án fyrr en ég sá það.

En ég keypti gardínur og allskonar fyrirkomulög í búðinni hans Ingvars og kom hlaðin heim ansi mörgum þúsundköllum fátækari eins og lög gera ráð fyrir.

Ég ætla nefnilega ekki aftur í bráð.  Birgði mig upp af allskyns óþarfa.

Hvað er þetta með mig og búðir? 

Það er eins og að ferðast á milli landshluta gangandi að fara í gegnum þessa verslun.  Hún er stór, full af allskyns og það tekur orku.  Fleiri kílómetrar voru lagðir að baki þennan dag.

Svo var það vís kona sem sagði mér EFTIR að ég kom heim, að það væru til flýtileiðir.

Jájá, en ég keypti kerti.

Það eru akkúrat þau sem mig sárlega vantar núna þar sem ég vafinn inn í eitthvað IKEA-teppi, sjálfandi úr kulda.

Lífið gæti varla verið betra.  Þetta verður mín Menningarnótt og ég ræð tónlistinni.

Úje


mbl.is Tónlistin ómar á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hafðu það eins gott og hægt er og helst aðeins betra

Jónína Dúadóttir, 23.8.2008 kl. 19:11

2 identicon

Jenný mín.

Komdu bara á sjóinn, engar búðir hér, og allt til alls.  Flottur klefi til reiðu handa þér, (klefinn hennar Dorrit hérna á flaggskipinu).

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 19:16

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þoli ekki nýja "völundarhúsið", var rétt farin að rata og kunna á flýtileiðir í því gamla, fyrir nú utan að þá þurfti ég ekki að keyra bæjarleið.

Kveiki líka á kertum í kvöld, þar sem ég á byrgðir frá því áður en IKEA flutti

Sigrún Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 19:51

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mikið er gott að Ingvar á gamla SaaB hefur ekki séð hag sinn í því að opna svona furunálasprekabúð hér Norðlendiz.

Mér tókzt af vaxa upp úr IKEA möbleríi fyrir rúmum aldarfjórðúngi, en viðurkenni í laumi, (bara á milli mín & þín sko!), að hafa stundum laumazt í kaffiteríuna þar fyrir 'frikkadillurnar'.

Jamen, fy fanen, de er brill ....

Steingrímur Helgason, 23.8.2008 kl. 20:22

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Búðir eru stórhættulegar - forðast þær eins og heitan eldinn. Sérstaklega dótabúðir.  Get varla athafnað mig á heimilinu fyrir alls kyns leikföngum sem hafa safnast hér inn undanfarin 19 ár.  Og það er alltaf hægt að rekast á eitthvað "to die for"............

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður þarf að vera andlega og líkamlega vel undirbúin undir Ikea ferð. Húsbandið fer alltaf með og heldur aftur af kaupæðinu sem grípur mig, segir svona sykursætt, "vantar þig svona? hvenær heldurðu að þú notir það' og ég náttl. hætti við, enda svo bara á að kaupa eitthvað handa barnabörnum, helst sem þau vantar ekki, maður fær bara svona óþafa æði þarna inni.  Hafðu það gott í þinni heimamenningu, ég er mið kisu á tásum og heita tölvu í kjöltunni og horfi á Taggart, ekki slæmt kvöld framundan.  Kær kveðja

Bouncy 2  Bouncing Hearts Bouncy 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ásdís þú þarft að nota sömu taktík og Jenný, þ.e. að sjá til þess að húsbóndinn sé upptekin við eitthvað annað en að fylgjast með þér spýtast á milli rekka og vinna nýtt dót. T.d barnapössun.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2985804

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband