Leita í fréttum mbl.is

"Get a grip" - tökum pásu

Eldur er skelfilegur þegar hann fer úr böndum.

Þá er það frá.

En er ekki eitthvað geðveikislega tragíkómískt við að það kvikni í sorpbrennslu sem þar að auki heitir Funi?

Ég get sagt ykkur í trúnaði og ég veit að það jaðrar við helgispjöll, en ég er komin með upp í háls af sigurvímunni út af handboltaleiknum. 

Það talar enginn um annað, skrifar enginn um neitt af viti og allir nota sömu orðin.  Snilld, annarsheims upplifun, strákarnir okkar í lengd bráð og nálægð.

Get a grip, tökum pásu, anda inn og út og tölum um eitthvað annað.

Annars held ég að þetta handboltladæmi hafi gert mig kexruglaða. Ég er ekki búin að vera alveg með sjálfri mér í allan dag.

Ég eyddi góðum tíma í að leita að gleraugunum mínum og fann þau hvergi.  Ég sé ekki sjónvarp án þeirra.  Loksins kom minn núverandi og hjálpaði mér.  Hann fann þau strax, ég var með þau á nefinu.

Annaðhvort handboltanum eða byrjandi elliglöpum að kenna - ég vel handboltann.

Ég held ég fari að sofa.

Á morgun gerast hlutir.

Eða er það ekki?

Nigthy - nighty!


mbl.is Eldur í sorpbrennslunni Funa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

lifum við ekki bara í draumi?

halkatla, 23.8.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held AK að við lifum sofandi, því miður.  Ég stefni að því að vakna betur með hverjum deginum.

Wake up!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við erum öll tilraunadýr.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 00:47

4 identicon

Ég er búin að vera kolrugluð síðan leiknum lauk, bara ekki í sambandi, kallast þetta ekki spennufall dauðans.  Hvernig ætli þeim sjálfum líði þá núna....sá að þjálfarinn stóð varæa undir sjálfum sér eftir leikinn, það var að líða yfir hann held ég.  En vá ég er enn í sigurvímu.  En ætla að reyna að sofna núna, góða nótt.

Við erum öll stein sofandi, hehe.

alva (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 01:37

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

áfram Island

María Guðmundsdóttir, 23.8.2008 kl. 06:53

6 Smámynd: Tína

Úffff hvað ég þekki þetta gleraugnavandamál. Fyrsta verkefni dagsins hjá börnunum mínum er að leita að gleraugunum mínum, og byrja þau iðulega á því að gá hvort ég sé með þau á höfðinu . En ég er alveg snillingur í að týna þeim. Prufaði að nota svona gleraugnaband og það eina sem breyttist var að ég týndi gleraugunum MEÐ bandinu.

Knús og kreist Jenný mín og eigðu truflaðan dag.

Tína, 23.8.2008 kl. 07:12

7 identicon

Annaðhvort er Erill frændi þinn búinn að láta sér segjast eftir umfjöllunina og farinn í meðferð eða ( og mér þykir það sennilegra) fréttafólk forðast að nefna hann á nafn - kallar hann eitthvað annað. 

Stend sjálfa mig að því að skanna for- og vefsíður í leit að nýjustu afrekum þessa ,,frænda hennar Jennýar´´. 

Segðu svo að þú sért áhrifalaus! 

Linda María (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 07:32

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Funi er fyndið. Það er bara þannig.

Við erum upptekin af handbolta þessa dagana. það er bara þannig.

Ég elska þig. það er bara  þannig.

Hvar er Erill núna?

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 09:54

9 Smámynd: Brynja skordal

Góða dag frú Jenný og hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 23.8.2008 kl. 09:59

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hehe, þekki þessi elliglöp, dætur mínar gera stólpagrín að mér með gleraugnamálin því oftar en ekki er ég með þau á höfðinu og leita eins og vitlaus manneskja um allt hús, það er vont en það venst, góða helgi

Rut Sumarliðadóttir, 23.8.2008 kl. 10:51

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sigurvíman á eftir að endast okkur lengi, lengi hvort sem við sigrum í fyrramálið eður ei. Þetta er stórkostlegt.

Já, og góðan dag, hér var vaknað eldsnemma í morgun, æfing fyrir fyrramálið.

Guðríður Haraldsdóttir, 23.8.2008 kl. 10:51

12 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

ÁFRAM ÍSLAND Bouncing Hearts  Bouncy 2 Bouncing Hearts 

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.