Leita í fréttum mbl.is

Ofdekraðir andskotar

Ég hef heita samúð með launafólki, enda rennur mér blóðið til skyldunnar.

Ég styð það í hverri þeirri baráttu sem það fer í til að fá leiðréttingu á kjörum sínum.

Verkfallsrétturinn er mikilvægur, stundum eru yfirvofandi verkföll það eina sem bítur á viðsemjendur.

En nú er mér andskotinn hafi það, nóg boðið.

Hvaða skæruhernaður er í gangi hjá flugumferðarstjórum?

Þessir hálaunamenn eru á leiðinni í verkföll (já mörg) til að knýja fram kauphækkanir.

Rosa dúlllulegt hjá þessum hópi að taka til þessara vopna þegar verið er að segja upp fólki í hundraðatali út um víðan völl. 

Ég trúi því tæpast að þeir eigi stuðning vísan meðal almennings sem undirbýr sig fyrir atvinnuleysi, dýrtíð og verðbólgu.

Flugumferðarstjórar koma mér að þessu sinni fyrir augu sem ofdekraðir andskotar og þeir þekkja greinilega ekki sinn vitjunartíma.

Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.


mbl.is Hafa ferðaþjónustuna í hendi sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Veit einhver ca. hversu mikið þeir eru með í mánaðarlaun?

Bara svona að velta fyrir mér.

Anna Guðný , 26.6.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það væri gaman að vita svarið við spurningu Önnu Guðnýjar. Veit þetta einhver? Hefur komið fram hvað þeir eru með í laun? Það er vitað að launin eru há - en hversu há?

Annars sammála pistlinum - innilega.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 09:23

3 identicon

Heildarlaun rúm 800 þús. skv. fréttum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 09:33

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Þeir ættu að vera með sömu laun og flugmenn. Það eru þeir í raun sem fljúga vélunum. Flugmenn eru bara stjórntæki í höndum flugumferðastjóra. 800 spírur er ekkert of mikið fyrir þetta ábyrgðastarf, á meðan kannski bankabullur eru með 3,4 milj.

Góðan dag.

Þröstur Unnar, 26.6.2008 kl. 09:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur: Þú nærð ekki pointinu.  Það er ekki spurning um hvort þetta fólk á skilið launin sín eða ekki, spurning er hvort maður veður fram og heimtar kauphækkun þegar alls staðar er verið að draga saman.

Gísli: Jájá, bara lítilræði svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 10:07

6 identicon

góðan og blessaðan daginn,

svo sammála, engin samúð með fólki með slík laun, 600-800 þús. Mitt viðmið eru öryrkjabætur upp á 109 þús. hvernig ætli flugumferðastjórar gætu lifað af því? Eða svo sem hver sem er ef út í það væri farið. perkið er að ég get gefið mér góðan tíma í að lesa ágætis blogg eins og þitt Jenný, takk

Rut

rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 10:33

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég las það einhversstaðar í gær..... held það hafi verið hjá Hallgerði, að flugumferðastjórar eru með 340.000.- í laun eftir fjögurra ára starf! Mér finnst það nú ekkert rosa mikið.

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 10:34

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Ekkert voðalega mikið og ekkert voðalega lítið.  Málið er einfaldlega að það er ekki réttur tímapunktur að fara í aðgerðir.

Mér er sem ég sjái upplitið á liðinu ef þeir á strípuðu töxtunum færu út í aðgerðir núna og ég myndi frekar skilja það.  Mjólkin og saltið í grautinn júnó.

Rut: Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 10:42

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er þetta ekki svipað og með skilnaði? Aldrei réttur tímapunktur?

Samt skilur fólk........... 

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 11:00

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Hehe, nei ekki sama og með skilnaði, ég hef alltaf skilið á hárréttum tímapunktUM.  Lalalala.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 11:52

11 Smámynd: Einar Þór Strand

Jenny þú verður kannski að athuga að eftir að þeir voru fluttir til Flugstoða OFH þá hefur ekki verið gengið frá neinum samningi þannig að þetta er kannski þess vegna.

Einar Þór Strand, 26.6.2008 kl. 12:23

12 identicon

Þetta snýst ekkert um hvað er "dúllulegt"

Kannski þú ættir að kynna þér málin áður en þú ferð að rugla e-ð um þau á netinu. Helsta áhersla flugumferðastjóra í þessari baráttu er að fá greitt í samræmi við það gífurlega álag sem lagt er á þessa fámennu stétt. Jenný Anna, þú greinilega gerir þér ekki grein fyrir að íslenska flugstjórnarsvæðið er það stærsta í heimi. Ofdekraðir andskotar, hvað ertu að segja kona?????

Biggi Matt (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985766

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband