Leita í fréttum mbl.is

Bleika byltingin

 pink 4

Í dag 19. júní er Kvenréttindadagurinn, en þ. 19. júní 1915 fengu konur kosningarétt.  Fyrsta konan var svo kjörin á þing 1922.

Hugsið ykkur að það eru ekki liðin 100 ár síðan að við fengum að kjósa.

Það er ágætt að minnast allra þeirra kvenna sem lagt hafa kvenréttindabaráttunni lið í bæði smáu og stóru og það er þeim að þakka að börnin okkar geta sjálfsagt ekki ímyndað sér að fyrir ekki svo löngu gat bara helmingur þjóðarinnar kosið til Alþingis.

Nú finn ég hvergi dagsskrá morgundagsins en væntanlega verður hún svipuð og í fyrra, þ.e. að konur mála daginn bleikan.

Í fyrra var Mbl.is með bleikt ritmál í tilefni dagsins.

Spurning hvort það verður endurtekið.

Stelpur á morgun förum við allar í eitthvað bleikt.

Og auðvitað strákarnir líka, þó það nú væri.

Gleðilega hátíð.

P.s. Þið takið örugglega ekki eftir mér í bænum, en ég verð í látlausa kjólnum á myndinni og í bleikum skóm.  Æi ég er svo feimin eitthvað og vill ekki berast á.

Nananabúbú.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Snillingur! Það er eitthvað bilað hjá mér - kemst ekki inn á táknin en sendi þér í staðin 10 bleik hjörtu!

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Kolgrima

virkar fínt hjá mér! Takk fyrir þennan pistil, Jenný. Til hamingju með daginn.

Kolgrima, 19.6.2008 kl. 00:40

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nú kemur þetta allt í réttum lit og tón! Varstu búin að fara skoða inni hjá nýju ömmunni? Barnið er eins og hún!

Ég á ægilegan sætan bleikan kjól og ætla að vera í honum á morgun. En hvar fékkst þú þinn?

Þú verður að senda mér bleika skó í fyrramálið því þá vantar mig - bara inn á bloggið sko!

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hurru, ég set þá upp bleika varalitinn á morgun

Brjánn Guðjónsson, 19.6.2008 kl. 01:03

5 Smámynd: Signý

Blah... mér finnst alveg skelfilegt að bleikur hafi orðið fyrir valinu fyrir þennan dag... ég nefnilega geng ekki í bleiku... ekki til að bjarga lífi mínu.

En ég skal vera í einhverju rauðu í staðinn, ég get þá bara borið við að ég sé litblind....eða eitthvað.. eða að "red is the new pink beibí"

Signý, 19.6.2008 kl. 01:18

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er það eina bleika sem ég get boðið fram, ég á enga bleika flík og ekkert bleikt dinglumdang.    Til hamingju með daginn.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.6.2008 kl. 03:01

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er svo mikill anarkisti að ég er að hugsa um að vera bara í gulu í dag. Það er mjög glaðlegt og alveg í stíl við allar skemmtilegu konurnar sem ég þekki.  

Annars er ég að mála herbergi Törunnar bleikt. Ég bara má ekki halda áfram fyrr en ég lagast í bakinu mála því hvorki eitt né neitt á  morrgun, hvorki bleikt, gult né fjólublátt. En ég get dansað.

Laufey Ólafsdóttir, 19.6.2008 kl. 05:56

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eitt herbergið í nýja húsinu mínu er einhvernveginn bleikt, það verður að dugaTil hamingju með daginn stúlkur

Jónína Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 07:01

9 Smámynd: Hulla Dan

Elska bleikan.
Til hamingju með daginn konur og menn!
Nú ætla ég að fara að sofa i hausinn á mér eftir næturvakt og fer að sjálfsögðu í bleik köflóttu ísbangsa náttfötin mín
Eiginlega bara bangsar á þeim, en ef ég fæ mér ís núna (sem ég er að hugsa um að gera) og sulla á þau. Þá er ég komin með ísbjarnar náttföt. +  Ansi stóran svefngalsa...

Hulla Dan, 19.6.2008 kl. 07:09

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bros og birta inn í daginn til allra kvenna.  Ég klæddist nákvæmlega þessum lit af kjól í gærkvöldi og svei mér ef hann var bara ekki nokkuð keimlíkur þessum hér, alveg hreina satt.  Sem sagt var bara einum degi á undan en það gerir vonandi sama gagn.

Ía Jóhannsdóttir, 19.6.2008 kl. 07:26

11 identicon

Til hamingju með daginn konur.

Preatty in pink !!  Æ sjör amm !! 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 08:01

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

sjáðu! Ég er í bleikri peysu..........

Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2008 kl. 08:49

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 .. obbobbobb.. Nú er Bleik brugðið! .. ég er eins og karlgervingur í dag = teinótt buxnadragt og hvít skyrta (að vísu háhælaðir skór), gleymdi alveg að fara í bleikt og eitthvað feminískt, ... en get bætt úr því seinnipartinn! ..

 eigðu góðan bleikan dag.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.6.2008 kl. 08:59

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Bæði ég og bóndinn klæðumst bleiku í dag.  Held að litli guttinn bara eigi ekkert bleikt ;)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 09:08

15 identicon

Bleikt segirðu!?  Jú líklega á ég einn hlýrabol í dimmbleiku.....ætti að skutla honum yfir hausinn á mér í dag   jarí tarí jaaaa......

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 09:31

16 Smámynd: M

OMG ef ég hefði nú lesið þetta í gærkveldi, þá hefði ég ekki klætt mig í svart og hvítt

Innilega til hamingju með daginn konur sem kallar

M, 19.6.2008 kl. 09:34

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur, það er nóg að vera með veski eða bara vasaklút.  Kommon allar í skápana.

Njótið dagsins dúllurnar mínar.  VEIIIIIIIIIIIIIIII

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 09:57

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var að fatta! .. ég er með bleikan varalit ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.6.2008 kl. 10:23

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko mína, ég vissi að þú myndir taka þátt Jóka mín (er það ekki Jóka annars, svo leiðinlegt að skrifa allt nafnið alltaf). Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 10:25

20 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heyrðu, jú, fann bleikan og fjólubláröndóttan nærbol úr Hnokkum og hnátum á stráksa :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 11:09

21 identicon

Bleikar kveðjur að norðan

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 11:44

22 identicon

Innilega til hamingju með daginn konur! Fögnum frelsi okkar til að hafa skoðanir og geta viðrað þær! Minni á dagskrá dagsins.

Bestu feminista kveðjur,

Elín Lóa Kristjándóttir

Elín Lóa Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2985747

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.