Leita í fréttum mbl.is

Ég asnaðist í búð..pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

 

p..og lenti þar í uppákomum eins og mér einni er lagið.  Mig vantaði slopp, hlýjan slopp, því ég eins og flestir aðrir eru að drepast úr kulda.  Ég rakst á þessa fínu svörtu þykku sloppa á borði í versluninni.  Sumir höfðu verið teknir úr kössum og svona, og ég leitaði að kassa merktum M.  Fann engan í kassa bara einn í lausagöngu merktan medium.

Ég: Er þessi sýniseintak og þarf hann að vera í kassa?

Kona: Nei, nei, fólk opnar bara kassana og skoðar og svo týnast kassarnir.

Ég: Það er þá öruggt að hálf Reykjavík er ekki búin að vera að máta þennan medíum slopp?

Hún: Ég get svarið það (hún sagði það nákvæmlega svona).

Ókei, ég tók sloppfjandann, ásamt einhverju öðru fatakyns og skellti í körfu og hóf svo að versla í matinn.

Kjúklingur hér, lambakjöt þar, ó sei, sei já, og ávexti, eitthvað af grænmeti, ég er nú hrædd um það, og ostar, einn danskur þar á meðal, ekki spurning og fleira sniðugt.  Karfa orðin kjaftfull þegar ég renni mér að kassa.

Afgreiðslustúlka (íslensk í báðar og í vondu skapi): Hvað marga poka?

Ég: Hvernig á ég að vitað það fyrirfram?  Bara nokkra.

Hún: Þrjá eða fjóra?

Ég: Já, já en get ég fengið fleiri ef þeir nægja ekki.

Ekkert svar. Pokar eru  nær óyfirstíganlegt vandamál í Hagkaupum.

Kona byrjar að skanna matvörur, hviss og bang, húsband týnir og raðar í poka.  Gæti ég fengið tvo í viðbót, spyr hann kurteislega (vel upp alinn)?

Kona: Ertu viss um að það sé nóg?

Ég: Villtu gjöra svo vel að rétta manninum pokana og klára dæmið.

Hún: Heldur áfram að skanna og það er komið að sloppi.  Heyrðu ekkert strikamerki hérna, það á að vera strikamerki og hún segir það við mig eins og ég sé yfir strikamerkjadeild verslunarinnar.

Ég (orðin illa pirruð) Þá er að fara og gá að viðkomandi strikamerki, ég passa pokana fyrir þig á meðan (ég brosi djöfullegu og blíðlegu brosi, eitruð blanda)

Hún. Það er best að þú gerir það þetta er þinn sloppur

Ég: Ertu að gefa mér sloppin, ég ef ekki borgað krónu fyrir hann.  Ég er ekki á launum hér þannig að ég held að það sé þín deild að útvega helvítis strikamerkið (þarna var ég farin að garga). Vinkona mín reif slopphelvítið með sér, var dágóða stund í burtu kom með sloppinn  til baka og hvæsti á mig: Þeir eiga að vera í kassa og svo tekur þú þann eina sem ekki er það.

Ég: Mikið skelfing þakka ég þér vel fyrir afgreiðsluna, ég verð endilega að benda honum Jóhannesi frænda á þig, varðandi pokadeildina.  Þú yrðir fín þar sko.

Lærdómur.

Maður er vondur við fólk þegar maður verslar pirraður á föstudögum.  Ég er með móral.  Konan á skítalaunum og ég hefði átt að vera góð við hana.

Fyrirgefðu honní, ég knúsa þig næst.

En ég er kominn í sloppinn, og mér er hlýtt og mér líður vel þannig, en ég er með djöfuls móral út af stelpunni á kassanum.  Arg.   Ég er vond kona.

Lallalalalallalala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Héðan í frá verður þetta svarti samviskusloppurinn! hahaha

Garún, 15.2.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, þetta er nú fyrir mína parta með því fyndnara sem þú hefur skrifað!

Þú og stelpan báðar dálítið "Beyglaðar" heyrist mér!

Stelpan bara dóni, hversu ílla sem hún er launuð eða var fyrirkölluð, en þú ert hins vegar fyrsta húsmóðirin sem ég man eftir sem getur ekki sagt til um einfaldan hlut eins og hversu marga poka þú þurfir, átt auðvitað að vita það af reynslunni!Varstu svo ekki með kerru? Ein Hagkaupskarfa rúmar nú ekki sem nemur mörgum pokum.

Magnús Geir Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 16:29

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er óborganleg færsla ... ég lifði mig svo inn þess atburðarás að ég gleymdi stund og stað....ég get nefnilega líka orðið svo pirruð í búðum að það er ekki eðlilegt !

Njóttu kvöldsins í nýja, fína og hlýja sloppnum

Sunna Dóra Möller, 15.2.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe Jenný ertu viss um að þetta hafi verið í Hagkaupum en ekki í Hypernova í Tékklandi, ég kannast svo rosalega vel við þetta dæmi.  Annars er ég með sparisvipinn hér núna og set mig í stellingar áður en ég voga mér innfyrir dyr í einhverri búðinni í henni Reykjavík. Á alltaf von á því að ég missi mig.  

Ía Jóhannsdóttir, 15.2.2008 kl. 17:09

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 You Are The Woman Yndisleg færsla, segi eins og Sunna, lifði mig alveg inn í þetta og til í að skella nokkrum velvöldum orðum á kassadýrið. Nú vil ég fá mynd af þér í sloppnum góða. 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 17:12

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég hef sagt það áður, og segi það aftur. Vá hvað þú ert afundin

Markús frá Djúpalæk, 15.2.2008 kl. 17:41

7 Smámynd: M

Mikið kannast ég við svona verslunarferð. Veldur mismiklum pirring, fer eftir dagsforminu. Í Krónunni er erlend stúlka sem kann aðeins að segja eitt á íslensku, poka  og gerir það áður en maður setur fyrstu vöruna á  borðið

En gott hjá þér að taka husbandið með sem pokadýr.

Farin að horfa á sjónvarpið Góða helgi.

M, 15.2.2008 kl. 17:51

8 identicon

Gerðu eitthvað gott fyrir stúlkuna næst þegar þú verslar. Föstudagar eru ekki heppilegir. Hvað með eina rós kl 12 á miðvikudegi?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 17:54

9 Smámynd: Tiger

Æi, ég skil afgreiðslufólk mjög vel. Þegar mikið liggur við erum við oft á tíðum skapstygg og fljót að láta afgreiðslufólk finna fyrir því - vegna þess að við erum kúnninn og höfum rétt fyrir okkur - no matter what.

  Maður þarf að vera hálfgerður leynilögreglumaður til að geta séð út hvernig persóna er að nálgast mann. Maður þarf að vera góður mannþekkjari, treysta á eigin tilfinningu og vera góður í mannlegum samskiptum ef maður ætlar sér að vera sá sem tekur á móti viðskiptavinum. Ég hef staðið í þeirri stöðu að taka á móti viðskiptavinum og oftar en ekki getur maður strax séð á fólki sem nálgast hvers skonar aðferðir maður á að nota á þá eða hvers skonar sálfræðimeðferð beita þarf til að viðskiptavinurinn fari út glaður.

  Maður þarf að stýra því hvernig viðskiptavinurinn kemur fram frá fyrstu samskiptunum og þar til kúnninn er farinn út. Oft of mörgum sinnum hef ég fengið "Jennýar" til mín sem þó ætíð hafa farið frá mér brosandi og jafnvel rjóðar og sönglandi vegna þess að ég hef daðrað þær úr slæmu skapi yfir í að vera vandræðalega feimnar litlar dömur sem áttu ekki von á því að verða slegnar út af pirringslaginu í viðskiptum sínum við "afgreiðslufólk"... frásagnastíll þinn Jenný er yndislegur og ég myndi seint þreytast á að lesa þig, you are hot.

  

Tiger, 15.2.2008 kl. 17:56

10 identicon

Ég vann á kassa hér í eina tíð, einmitt í Hagkaup.  Við vorum sett á sérstakt námskeið þá til að læra hvernig ætti að koma fram við viðskiptavini.  Þessi framkoma stúlkunnar, alveg sama hvað, var ekki eins og fólk átti að venjast hér áður.  Svona skætingur og að láta viðskiptavininn halda að hann eigi að gera þetta sjálfur þegar vantar merkingu, er algerlega út í hött. 

Þeir eru líklega hættir með þessi námskeið......

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 18:37

11 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Námskeiðin eru eftir því sem ég best veit enn haldin, en með sívaxandi starfsmannaveltu og sílækkandi aldri kassastarfsfólk verður æ erfiðara að fá fólk til að fara eftir því sem þar er sagt, ef því á annað borð endist starfsaldur til að komast á námskeiðið.

Það er alveg merkilegt hvað það getur verið erfitt að fá fólk til að vinna vinnuna sem það er ráðið til að vinna.. en svo heldur það samt vinnunni af því það er ekkert annað starfsfólk í boði..

Björn Kr. Bragason, 15.2.2008 kl. 19:37

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elsku Jenný mín, ætli hún sé ekki bara búin að gleyma þessu öllu saman.  Starfsfólkið fær örugglega nokkara svona prrrrr konur og karla að kössunum daglega  Gott að þér líður vel í sloppnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2008 kl. 20:10

13 Smámynd: Hugarfluga

Ég verð pirruð af að lesa þessa færslu, af því að Hagkaup er engin lágvöruverslun og þjónustan hjá þeim er til skammar. Heyri endalaust svona sögur af lötu og óþjónustulunduðu fólki í búðunum þeirra.

Hugarfluga, 15.2.2008 kl. 20:35

14 identicon

Mér finnst þú ekki þurfa að vera með neitt samviskubit. Stúlkan var dónaleg við þig. Að ætlast til þess að þú færir að hlaupa að leita að umbúðunum af vörunni fyrir hana er auðvitað fáránlegt.

Manneskjan nennti bara ekki að vinna sína vinnu.

Guðrún (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 20:52

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Aldrei fæ ég samviskubit þó að ég urri að dónalegu afgreiðslufólki. Þetta er bara orðið allt of algengt að lenda í svona óþjónustu. Ég segi nú eins og Ásthildur, ætli hún sé ekki búin að gleyma þessu

Huld S. Ringsted, 15.2.2008 kl. 21:44

16 Smámynd: Ólöf Anna

Einu sinni skrifaði ég grein í blað sem hét "vertu góð/ur, ég gæti bjargað lífi þínu seinna" Hún fjallaði um það að maður eigi að vera kurteis við skólafólk sem vinnur á kassa á kvöldin og um helgar. Því að það gæti verið að læra læknisfræði og þurft að bjarga þér seinna. En það eru nú nokkur ár síðan og tímarnir hafa breyst.og ég með

Ólöf Anna , 15.2.2008 kl. 23:01

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj og skammstínsvo.......

Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 23:23

18 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Iss, já, svona afgreiðslufólk er pirrandi... En mig langar að vega upp pirringinn aðeins með því að hrósa einum barnungum sem er að vinna í Bónus á Selfossi. Held hann heiti Hafsteinn og hann er örugglega varla stiginn upp úr mútum (þótt ég sé lélég að giska á aldur fólks myndi ég halda að hann væri ekki mikið eldri en 15) og svona líka þrælduglegur, og kurteis. Býður alltaf góðan dag og kastar ekki vörunum á eftir manni eins og margir...

Sigríður Hafsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2985755

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.