Leita í fréttum mbl.is

Á ís(l)-ensku

Bubbi leitar að stjörnu í raunveruleikaþætti.  Hann er að leita að næstu stjörnu Íslands undir heitinu "Bandið hans Bubba".  Flott framtak, Bubbi leitar nýliða og það er flott.  Það eru ekki svo mörg tækifæri í boði fyrir unga tónlistarmenn.

En auðvitað fást þarna "aðalleikendur" fyrir engan pening og kannski er það ástæðan fyrir síendurteknum raunveruleikaþáttum, sem auðvitað njóta gífurlegra vinsælda.  Ég kalla svona X-Faktor - Idolþætti, aumingjahrollsprógrömm, því ekki eru allir þátttakendur beinlínis að kafna úr hæfileikum.  En að lokum er auðvitað einhver flottur sem stendur eftir sem sigurvegari. Eða hvað?

Það er bannað að syngja á ensku.  Bubbi er hræddur við að íslenskan deyi út.  "Ég veit ekki hvort þetta er ótti við tungumálið, getuleysi eða hvort það er auðveldara að bulla á ensku, en með þessu áframhaldi er sú hætta fyrir hendi að íslenskt tungumál í dægurtónlist deyi út. Hverfi bara!"

Skelfing er ég þreytt á þessari tungumála forsjárhyggju.  Af hverju í ósköpunum ætti íslenskan að deyja út?  Ég hefði haldið að það væri tónlistin sem skipti máli, ekki hvort hún er sungin á íslensku, dönsku eða ensku?  Mér finnst íslenskan yndisleg og það eru ekki allir sem fara í skóna hans Megasar, t.d. í þeim efnum, en ungir listamenn ættu að fá að ákveða sjálfir hvernig þeir flytja sín verk. 

En nú er þetta ekki spurning um frumflutt efni sýnist mér.  Það er áhyggjuefni.  Það er alltaf verið að fá fólk til að fremja annarra manna músík.  Engar áhyggjur á því, ónei.  Bara hvort ábreiðurnar eru sungnar á ylhýra.

Minn áhugi á "raunveruleikaþáttum" af þessu tagi er að "hverfa bara!"


mbl.is Bubbi býður þrjár milljónir fyrir íslenskuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er löngu hætt að horfa á "raunveruleika"þætti. Og nenni varla að horfa á neitt nema fréttir. Og auðvitað hanga á blogginu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:25

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Er fyrir löngu hætt að nenna að horfa á sjónvarp yfirleitt! Allt nema fréttir mega missa sín mín vegna.

Heiða Þórðar, 28.9.2007 kl. 10:33

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.9.2007 kl. 10:46

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

...l vinkona

(nú gerðist eitthvað skrítið, aðeins hluti færslunnar fór inn).

En ég er sammála þér um það að tónlist eiga menn að flytja tónlistarinnar vegna - við megum auðvitað ekki missa okkur í einhvern tugumálafasisma. Málið snýst auðvitað um það að hafa sýn til ýmissa átta út fyrir hlaðið heima.

Hins vegar var ég rétt í þessu að setja inn færslu um stöðu íslenskunnar altso!

Kíktu til mín. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.9.2007 kl. 10:51

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnast svona þættir skemmtilegir vegna þess að þeir eru asnalegir.....! vonandi verða þeir á föstudagskvöldum þar sem ég get sest í sófann með kók og súkkulaði og hlegið og skemmt mér!  .... Annars er ég sammála þér með íslenskuna.....auðvitað á að leyfa að syngja bara á því máli sem að fólk velur sér......

Sunna Dóra Möller, 28.9.2007 kl. 11:06

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl Jenný mín!

Nokkrir punktar, þetta er jú mál mér hjartkært og svo er nú Bubbinn gamall kunningi minn og við nú lauslega tengdir fjölskylduböndum.

Þetta er nú einu sinni kynnt sem bandið hans, hann hlýtur því í þessu einangraða dæmi að ráða forsendunum ekki satt? Förum varlega í að nota eins stór og neikvæð orð sem fasisma!

En veistu Jenný, nú með stafrænu byltingunni hefur aldrei verið auðveldara fyrir einstaklinga/hljómsveitir að koma sér og sínu á framfæri. Sigurrós er gott dæmi um það, öðlaðist bæði athygli og´náði í sambönd erlendis ímeð tilstuðlan netsins ekki síst!

SVo gerir tæknin það líka að verkum, að tónlistarfólki er kleift að forvinna í það minnsta eigin tónlist á mjög fínan máta, ef ekki bara fullvinna góðar og heilsteyptar plötur heima í stofu, ef tól og nokkur tæknikunnátta á tölvur er fyrir hendi!

Eitt flottasta og merkilegasta vefsvæði Íslands gengur einmitt út á þetta,

rokk.is!

Gæti annars haldið langa ræðu um íslenska textagerð og fleira í þeim dúr, en læt þetta nægja gæskan!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 11:15

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús, ég minnist hvergi á fasisma og auðvitað er Bubba fullkomlega frjálst að hafa þetta að sínum smekk.  Ég hef hinsvegar þá skoðun að í list séu ekki landamæri og ef, eins og í þessu tilfelli, fólk kýs að fremja sína list á öðru tungumáli, þá er það ekki hm.. "issue".

En nú þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu krakkar mínir, þetta eru gömlu ábreiðurnar bara, með nýjum andlitum.  Gamalt vín á nýjum belgjum, ekki satt?  Skál í bjóðinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 11:38

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afsakaðu, þú sagðir forsjárhyggju, það var hin göfuga Ólína sem notaði fasisma! Var ekki nógu snöggur að leiðrétta þetta. Nú veit ég ekki hvað nánar stendur í Blaðinu, en í þessari frétt er ekkert talað um nánari útfærslu, að lögin verði bara túlkanir keppenda á annara lögum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 11:46

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

"Að í list séu engin landamæri" segir þú, þú ert þá alveg sátt við til dæmis rapparann 50 cent og fleiri slíka sem nota lítt klæddar stelpur með á sviðinu að fremja sína list?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 11:52

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auðvitað er ég ekki sátt við kvenfyrirlitningu hvar sem hana svo er að finna.  Út um allt raunar.  Ég er að meina landamæraleysi tungumála t.d. Gat verið að þú tækir þetta út í eitthvað extreme addna Magnús Geir.  Hehe. 

Ef verið væri að auglýsa eftir frumfluttri músík þá væri það að sjálfsögðu tekið fram að þetta væri höfundakeppni ekki söngvara.  Or what my man?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 12:01

11 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ætti þátturinn ekki að heita "Hljómsveitin hans Bubba?"

Band?? Hvað er nú það for noget á góðri íslensku?

Ragnhildur Sverrisdóttir, 28.9.2007 kl. 12:24

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Band, svona eins og spotti. Er það ekki annars?

Markús frá Djúpalæk, 28.9.2007 kl. 12:29

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Band, skýring númer 15 í orðabók, óforml. hljómsveit, einkum djass- eða rokksveit.

ÞVUH!

Hvers á Melabandið eiginlega að gjalda?

Annars hef ég ekki nokkrar áhyggjur af íslenskunni, hún spjarar sig.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.9.2007 kl. 12:49

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð Hildigunnur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 13:38

15 identicon

hljómsveit er sannarlega íslenskara orð en band ... ef menn ætla í tittlingaskítinn ("the dick shit") ... það væri líka fróðlegt að sjá hversu margar nýjar hljómsveitir syngja á íslensku, og hversu margar syngja á ensku. Bubbi hefur prófað enskuna - Serbian Flower - af hverju var hann að því? Og í síminnkandi heimi ... hvað er að því að semja og flytja á því tungumáli sem maður hefur mest trú á?

Sellout-lyktin er ansi sterk samt sem áður af þessari þáttaröð Bubba... 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 16:15

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Í þeim heimi sem 50 cent lifir og hrærist í, þykir þetta nú aldeilis ekki nein kvennfyrirlitning og sá póll tekin í hæðinni, að þetta sé bara hið besta mál fyrir þessar stúlkur atvinna sem þær ella hefðu ekki o.s.frv. Þetta kaupi ég nú ekki sérstaklega heldur frekar en þú mín kæra, en svona eru sjónarmiðin stundum misjöfn.

Með Bubba og þessa keppni, kannski rétt hjá þér, en hef sjálfur ekki heyrt enn nánari útfærslu.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 18:33

17 Smámynd: krossgata

Bubbi er kannski á því að ef hann heldur ekki íslenskunni á lofti þá deyi hún út.  Hann mun líklega halda góðum og gildum íslenskum orðum á lofti eins og imponeraður, pitsj, sjarmi og xfactor. 

En vonandi verða þá bara íslensk lög flutt þarna svo þetta verði nú sæmilega eðlilegt.  Ég veit ekkert ömurlegra eða yfirborðskenndara en þekkt erlend lög með illa þýddum eða illa sömdum íslenskum textum.

krossgata, 29.9.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2985795

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband