Leita í fréttum mbl.is

AÐ BREGÐAST VIÐ VONDUM FRÉTTUM

 

Það er misjafnt hvernig við bregðumst við válegum tíðindum.  Þegar barnabarnið mitt lést fyrir 10 árum síðan sló ég frá mér í blindri reiði og hjálparleysi.  Það var mín aðferð, þá.

Sumir skjóta sendiboðann.

Aðrir reyna að draga úr áhrifunum með því að tóna sig niður.

Sumir þegja og hugsa sitt.

Allt af þessu er leyfilegt.  Illgirni er það hins vegar ekki.

 

Stundum er ég alveg fáránlega viðkvæm.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þröstur Unnar, 29.7.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Afi gekk út frá ömmu og skellti hurðum þegar sonur þeirra dó.

Þú ert yndisleg.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð yndislegir bloggvinir líka (búhú og ég meinaða)

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 21:06

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð færsla hjá þér Jenný.

Ég lamast einhvernveginn í hnjánum og verð orðlaus við slæm tíðindi.

Marta B Helgadóttir, 29.7.2007 kl. 21:06

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já við bregðumst öll við hvert á okkar hátt.  Það er þó skömminni skárra að bregðast við, einhvernveginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 21:07

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég fer og finn mér eitthvað nógu mikið að gera....

....verst hvað það dugir lítið!

Faðmlag til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2007 kl. 21:10

7 identicon

Ég er svo hysterísk að ég má varla heyra vondar fréttir. Fæ bara breakdown og vesen, er einmitt búin að vera alveg ómöguleg út af fréttum dagsins.

Maja Solla (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 21:11

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þetta er góð færsla hjá þér Jenný Anna - og sönn.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.7.2007 kl. 21:12

9 Smámynd: Rebbý

mæli með því að fólk finni sína leið út úr svona aðstæðum meðan þær særa ekki aðra um of,  en alls ekki halda að þær bara hverfi án vinnu

Rebbý, 29.7.2007 kl. 21:17

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Allt sorgarferli krefst ofboðslega mikillar vinnu. Sumir jafna sig aldrei á miklum missi. Öll eigum við okkar viðbrögð og aðferðir við slíka vinnu. En illgirni lýsir best þeim sem sýnir hana við þannig aðstæður! Þú átt samúð mína alla vegna barnabarnsins þíns Jenný, barnsmissir er eitthvað skelfilegasta sem hægt er að lenda í og ég viðurkenni að það er eitthvað sem ég óttast á hverjum degi og ég dáist að fólki sem að getur lifað með slíkum missi. Í mínum huga eru það hetjur einar sem að geta það! Kveðja!

Sunna Dóra Möller, 29.7.2007 kl. 21:22

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir falleg orð.  Hetjan í þessu máli er fyrst og fremst hún dóttir mín sem missti drenginn sinn.  Æi lífið getur er svo margslungið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 21:27

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

þú átt mína samúð vegna barnabarnsins. Barnsmissir er að mínu mati eitt það erfiðasta sem hægt er að lenda í og þó að það séu liðin 23 ár hjá mér þá koma ennþá dagar sem ég syrgi eins og það hafi skeð í gær.

Huld S. Ringsted, 29.7.2007 kl. 21:59

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú átt alla mína samúð elsku Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2007 kl. 22:12

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Guðríður Haraldsdóttir, 29.7.2007 kl. 22:16

15 identicon

Jenny, það að missa barn er líklegasta það versta sem maður upplifir. Og ég held að það skipti ekki máli hvort að það er barn eða barnabarn. Málið er að þegar við erum foreldrar og amma og afi, þá einhvernveginn erum við búin að sjá fyrir okkur að þau lifi okkur af. Við eigum samkvæmt lögmáli nátturunnar að deyja á undan þessum krílum. Við viljum gjarnan sjá fyrir okkur það að við fylgjumst með þeim vaxa og þroskast og svo sjáum við fyrir okkur hversu stolt við verðum af þeim.  

Svo kemur eitthvað fyrir og veröldin eins og við þekkjum hana og vonumst til að hún verði hrynur. Það er sko ekkert sjálfsagt að fólk jafni sig á því.

Knús á þig Jenný mín og ykkur hinar sem þekkið þetta.  Þið eruð hetjur.

Guð geymi litlu englana ykkar. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 22:26

16 identicon

Það er svo mikill sannleikur í því sem þú segir hér Jenný. Við bregðumst svo sannarlega misjafnlega við. Það er örugglega ekkert erfiðara í lífinu ef en það að missa barn og þegar barnið manns missir barn hlýtur að fylgja því ofboðslega mikil vanmáttarkennd því síst getur maður hugsað sér að eigin börn þurfi að fara í gegnum slíkt. Ég sjálf lærði margt og mikið um sorgina þegar mamma mín dó mjög snögglega úr kransæðastíflu. Hún var þá sextug og var hressari og sprækari en nokkur sem ég þekkti á hennar aldri og við vorum óvenjunánar mæðgur, eiginlega meira eins og bestu vinkonur. Ég brást við dauða hennar á þann hátt að hjálpa öllum öðrum að komast í gegnum sorgina. Ég tók pabba að mér og ég varð sálusorgar bróður míns en gleymdi að vinna með eigin sorg sem endaði náttúrulega með niðurbroti mörgum mánuðum seinna. Það er kannski þess vegna sem ég hef verið upptekin af því í dag að minna á hvað það er mikilvægt að aðstandendur þeirra sem dóu í þessum harmleik í dag fái alla nauðsynlega hjálp. Ég sé að við hugsum eins þar rétt eins og í svo mörgu öðru. Þú ert yndileg Jenny - smjúts til þín

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 22:37

17 identicon

Ps. Setti inn á mína síðu smá myndbrot af The Secret, ef þið hafið ekki séð hana. Hún er rosalegur áhrifavaldur á mann, sérstaklega ef manni líður ílla.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 22:37

18 Smámynd: Garún

Það að fólk bregst alltaf mismunandi við hinu ýmsu er svo satt, amma segir alltaf í því samhengi "það er fleiri en ein leið uppí Breiðholt".  Allir eru að segja að það megi ekki blogga um þetta mál allt saman, ég segi að það hjálpar mér að vita hvernig öðrum líður, að lesa allar þessar góðu hugsanir og hvernig fólk getur staðið saman.  T.d ég þekki þig ekki Jenný en þegar ég las þetta langaði mig að kíkja í kaffi til þín og knúsa þig.  Tölum saman í staðin fyrir að þegja hver í sínu horni.  Bloggum um tilfinningar okkar, hversu vitlausar sem þær eru, skoðanir hversu gamaldags þær geta verið og fyrst og fremst tölum um það sem liggur okkur á hjarta.  Ég nenni ekki að lesa meira um "meðvirkni" eða að fólk ætti að skammast sín fyrir þetta og hitt.  Og Jenný mér finnst þú ekki vera að endurtaka fréttir, þú ert umræðuvaldandi og ég elska þannig fólk.  Aldrei hætta og ég sendi þér 4032 knús á þriggja sekúndna fresti, og ykkur öllum og Hananú

Garún, 29.7.2007 kl. 23:45

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það versta sem við gerum við sorgina er að þegja og fara inn í skel.  Þá lokum við á hjálpina, og fáum ekki nauðsynlega útrás.  Þegar við bregðumst þannig við, þá getum við ekki einu sinni grátið.  Og það er sannað að það eru efni í tárum sem hleypa sorginni út, sem sagt læknandi útrás. 

Við þurfum líka á samúð og hjálp að halda, og það er erfitt fyrir aðra að sýna slíkt ef við lokum á allt svoleiðis.  Þannig að það er um að gera, að leyfa sorginni að fljóta og þiggja ástúð og knús.  Þiggja það sem fólk vill gera fyrir mann.  Vera upp á aðra kominn þann tíma sem það tekur okkur að ná áttum.  Við erum félagsverur, og aldrei er meiri þörf á félagsskap en einmitt þegar okkur líður illa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 00:19

20 Smámynd: Ragnheiður

 á þig mína kæra. Það er afar misjafnt hvernig fólk bregst við sorg, ég á enn í basli með mömmu (2002) og systur hennar sem fór núna í vor, ég er stundum full af asnalegri reiði út í allt og ekkert og vil hafa þær hérna hjá mér....

Knús á þig og dóttur þína, þetta er þungur kross að bera að missa barn.

Ragnheiður , 30.7.2007 kl. 00:53

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð svo yndislegar allar (þurfti að tékka á hvort það værum ekki bara við stelpurnar, ekki verra að eiga svona bloggvini.

Love u guys

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 00:54

22 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég skil þig svo innilega Jenný mín  einhvernvegin fer maður samt í gegnum þessa hluti ..... sem betur fer!

Eva Þorsteinsdóttir, 30.7.2007 kl. 04:11

23 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

viltu koma i mat til min?

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 30.7.2007 kl. 06:50

24 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góð færsla hjá þér og kommemtin við henni líka

Guðrún Þorleifs, 30.7.2007 kl. 08:33

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa ekki missa stjórn á þínu blæðandi hjarta.  Þú kemur með mér í mat til Steinunnar Ólínu.

Takk öll fyrir kommentin.

Steinunn Ólína, ég gæti tekið þig á orðinu - hvað verður á borðinu? 

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 09:55

26 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérna þetta er aldeilis lesning í morgunsárið héðan frá DK, en mikið er hún góð. Jenný, það er alveg einstakt hvað þú ert fær við að koma tilfinningum þínum í orð og ekki er það verra hvernig komment þú færð. Mikið er moggabloggið ríkt að hafa svona góðan bloggara.

Edda Agnarsdóttir, 30.7.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985800

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband