Leita í fréttum mbl.is

IMPREGILO - ENN EINN HROÐINN

1

Enn einu sinni heyrir maður ljótar sögur frá fyrirkomulaginu á Kárahnjúkum.  Hrafndís Bára Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður öryggisdeildar Impregilo, tekur undir ásakanir portúgalsks verkamanns í fjölmiðlum heimalandsins.  Hún talar líka um kynferðislega áreitni þar efra og fleira miður fallegt.

Það er alveg sama hvaða hroðbjóður kemur fram um vinnuaðstæður undir stjórn Impregilo, þeir kannast aldrei við neitt.  Það ætti samt öllum sem vilja á annað borð vita, vera ljóst að það er eitthvað meira en lítið að aðbúnaði og framkomu þessa fyrirtækis við starfsmenn sína.  Hversu mikið þarf að ganga á áður en íslendingar taka sig til og rannsaka hvernig háttsemi fyrirtækisins gerir sig raunverulega við Kárahnjúka?  Svo er það auðvitað ljóst að þetta fyrirtæki er ekki þekkt að mannúð annars staðar sem það hefur borið niður í heiminum.

 


mbl.is „Vildi ekki leika hetju"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Við eigum náttúrlega ekki að leyfa það að landinu sé bendlað við svona lagað. Það þarf að gera eitthvað í þessu.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.5.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hroðbjóður!!! Sennilega eina orðið til að lýsa þessu ógeði. Ég þekki lifandi vitni viðbjóðsins sem þarna viðgengst. Ótrúleg svívirða.

Laufey Ólafsdóttir, 30.5.2007 kl. 11:57

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg úr landi með fyrirtækið.  Hlýtur að vera hægt að semja við almennilegt fólk um að klára vanskapnaðinn fyrir austan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 12:03

4 identicon

Heyr heyr... þetta er með ólíkindum.  Annaðhvort eru þeir að borga einhverjum íslenskum embættismönnum fyrir að líta í hina áttina eða þetta er hreinlega aumingjaskapur.  Ég veit ekki hvort er verra.  Þeir fá allavega að komast upp með allt.

Jóhann (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2985755

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.