Leita í fréttum mbl.is

VÍGVÖLLUR Í ÞVOTTAHÚSINU

23

Úff ég er búin á því.  Langar að fara að heiman einhvert þar sem ég get ekki átt á hættu að mæta könguló sem starir á mig hatursaugum.  Muhahahaha!  Ég var í þvottahúsinu áðan, sem er ekki í frásögur færandi undir venjulegum kringumstæðum.  Þarna hugsa ég mikið þegar ég er að sýsla, finnst gott að vera þar í rólegheitunum með sjálfri mér og finnst EKKI leiðinlegt að brjóta saman þvott.  Algjör hugarleikfimi í gangi og góður fílingur.  Nú, þar sem ég stend þarna í kjallaranum (allir gluggar lokaðir) geng ég fram á hlussu könguló sem var bæði stór og loðin.  Hún stóð þarna og glápti á mig með fyrirlitningu.  Ég byrjaði á að hoppa inn í þvottavélina (mynd tekin af hjálparmanni á neðri hæðinniWink) en eftir að hafa dúsað þar í dálítinn tíma vissi ég að þar gat ég ekki hangið símalaus von úr viti.  Ef ég þekki fólkið mitt rétt hefði verið auglýst eftir mér á mánudag eða þriðjudag í fyrsta lagiPinch.

Þar sem ég er að fikra mig út úr þvottavélinni og stari á kvikindið til að vera viss um að ég nái að stökkva ef hún ákveði að ráðast á mig (og þarna er blóðþrýstingurinn kominn upp úr öllu valdi, hjartað í hálsi og ég að niðurlotum komin vegna skelfingar og áfalls) kemur vinur minn af neðri hæðinni gangandi í rólegheitunum. 

Hann: Er ekki allt í lagi góða?

Ég: Neiiiiiii sérðu kvikindið á gólfinu maður.  Lófastór könguló!

Hann: Nei hvaða vitleysa þetta er örlítið kvikindi og gerir engum mein, hvernig getur þú verið hrædd við svona smádýr þú ert sko miklu stærri en hún og sterkari ef út í það er farið. (Hann hnussar fyrirlitlega).

Ég: (hugsa með ískaldri reiði til karlynsins sem alltaf heldur að stærð og styrkur skipti máli).  Hún getur verið eitruð og svo er hún ógeðsleg og það er verst.  Hún étur örugglega fugla.  Dreptana fyrir mig, gerðu það.

Hann: Allt í einu orðinn verndari köngulóarbyggðar í kjallaranum.  Nei ég drep ekki köngulær það veit á hamfarir.

Ég: (hamfarirnar eru nú þegar algjörlega borðliggjandi í mínu tilfelli) HENTU HENNI ÞÁ ÚT GERÐU EITTHVAÐ MAÐUR (nú er ég farin að öskra).

Hann: Bíddu hérna góða ég ætla að ná mér í græjur. 

Hann labbar rólega, mjög rólega af stað og ég hendist inn í þvottavélina til öryggis á meðan.  Eftir þrjá klukkutíma (ca) kemur hann aftur í hægðum sínum með fægiskóflu og pappír og beygir sig niður að kvikindinu sem ekki hefur hreyft sig úr stað allan tímann.

Hann: Þetta er ekki könguló!

Ég: (ekki í stuði fyrir skordýrafyrirlestur) Mér er nákvæmlega sama hvað kvikindið heitir.  Taktu það bara. (ég er farin að gráta af ógeði og hræðslu).

Hann:  Þetta er nú bara rykló úr þurrkaranum, meiriekkisens móðursýkin í þér kona.

Ég laut höfði þar sem ég sat í vélinni.  Ennþá hrædd (er líka hrædd við svona rykrottur). Smeygði mér út og stökk inn hjá mér.  Er enn í sjokki.  Þetta hefði getað verið könguló og hún hefði getað drepið mig eða farið í eyrað á mér.  Þá sæti ég ekki hér.  Ég væri á geðdeildinni. Ég er ekki enn laus við þá tilfinningu að könguló þessi eigi eftir að koma aftanað mér og hefna sín.  Karlinn hefur verið að ljúga þessu með rykrottuna. OMGW00t

21


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Ha Ha Ha, takk elsku Jenný, núna þarf ég að mála mig uppá nýtt, sit útgrátin af hlátri...  rykrotta hahaha

bara Maja..., 12.4.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Köngulær eru krútt muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 19:16

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gastu ekki lamið manninn? Bara til að gera eitthvað? Vá, þetta er sko lífsreynslusaga og fer beint í Vikuna!

Guðríður Haraldsdóttir, 12.4.2007 kl. 20:41

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Hahahaha. Annars má ekki drepa köngulær. Kvitt.

Ragnar Bjarnason, 12.4.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: halkatla

ég elska kóngulær en ég SKIL ÞIG SAMT SVO VEL! þær eru svo ógnvekjandi og hrikalegar, ég hef lent í nokkrum mjög mögnuðu kóngulóaatvikum, einu sinni með eiturkónguló í útlöndum og einu sinni var komin risastór hlussa fyrir ofan rúmið mitt og það var tilviljun að ég fattaði það áður en ég fór að sofa! Hún hefði getað labbað útum allt á meðan ég hefði bara sofið... ojjjjjj En henni var þess í stað sparkað útí garð, og rækilega skömmuð

halkatla, 12.4.2007 kl. 21:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kóngulær eru hin mestu nytjadýr, vegna þess að þær lifa á öðrum leiðinlegri kvikindum.  Það gera líka járnsmiðir og randaflugur. 

Sagan var góð og ég skemmti mér rosalega vel við lesturinn  Takk Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 21:24

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Alin upp sem vanur kóngulóamorðingi og enn ekki orðin óhamingjusöm. Ekkert á móti þeim sjálf, en sumum í fjölskyldunni er verr við þær en öðrum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.4.2007 kl. 22:30

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Skemmti mér konunglega, þótt ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þú hafir verið nálægt því að fá feitt áfall á taugarnar elskan. En hvernig voru augun á kóngulónni, annars á litin?

Heiða Þórðar, 12.4.2007 kl. 22:33

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þrælskemmtileg skrifa hjá þér. Þær geta verið ótrúlega ógnvekjandi, jafnvel þótt þær séu bara ryk.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 23:18

10 identicon

Hehe, þessi saga bjargaði alveg geðheilsu minni eftir ritgerðaskrif í allt kvöld. Takk fyrir það :) Þú ert snilldarpenni ! Bíð annars spennt eftir fjölskyldunum sem flytja alltaf inn í garðinn minn á sumrin

Anna Guðrún

Anna Guðrún (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 00:01

11 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Oh þú ert svo frábær, en þetta hefði alveg geta verið ég, ég hata öll skordýr. Hefði gert það nakvæmlega sama og þú

Sædís Ósk Harðardóttir, 13.4.2007 kl. 08:25

12 Smámynd: Ester Júlía

HAHAHAHA...æ takk fyrir að redda morgninum hjá mér .. RYKROTTA!  

Ester Júlía, 13.4.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.6.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985944

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband