Leita í fréttum mbl.is

..ÞEGAR BLAÐAMENNIRNIR KOMA!

23

Þegar ég var krakki voru útvarpsleikritin á laugardagskvöldum toppurinn á tilverunni.  Framhaldsleikritin voru mögnuðust.  Ég man eftir leikritinu "Hulin augu" ekki svo mikið eftir efnisþræðinum reyndar, heldur spennunni, óttanum og martröðunum sem ég fékk nánast alltaf í kjölfarið.  Ég klikkaði samt aldrei á þessu leikriti.  Það var svo gaman að vera hræddur.  "Lorna Doon" var líka skemmtilegt framhaldsleikrit sem ekki mátti missa af.  "Kringum jörðina á 80 dögum" var geysispennandi eins og allir vita.

Svo voru það hin hefðbundnu leikrit sem voru alltaf einu sinni í viku.  Þau voru skemmtileg.  Ég man ekki eftir einu einasta leikriti sem mér fannst ekki gaman að.  Sennilega stæðust sum þeirra ekki tímans tönn, það veit ég ekki, en ég naut þeirra allavega.

Eitt leikrit sem ég man ekki eftir en lokaorð þess eru jafn skýr í minni mínu og það sem ég gerði í hádeginu í dag.  Þetta leikrit gekk út á að einhverjir tveir gaurar voru að reyna að meikaða í músik, minnir mig.  Þeir náðu áfanga sínum og leikritið endar á launfyndnustu setningu sem ég hef heyrt bæði fyrr og síðar.  Þessi setning hefur fengið vængi bæði í minni familíu og meðal vinanna.   Gaurarnir sitja þarna sem sagt og eru að fara að halda blaðamannafund.  Þeir eru að kíkja á klukkuna og rabba saman um ekki neitt.  Annar þeirra segir skyndilega.  "Árni það eru tvær mínútur í að pressan komi til að sjá okkur.  Skrepptu út í sjoppu og keyptu vindla.  VIÐ SKULUM VERA REYKJANDI ÞEGAR BLAÐAMENNIRNIR KOMA!"

Tjaldið fellur......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég man líka eftir  Hulin augu ég Ég var að drepast af hræðslu

Kristín Katla Árnadóttir, 13.4.2007 kl. 08:23

2 Smámynd: Ester Júlía

Ég man lítið eftir þessum útvarpsleikritum..man þó eftir útvarpssframhaldssögum sem voru alltaf á fimmtudagskvöldum að mig minnir, væntanlega af því að þá var sjónvarpslaust. 

Ester Júlía, 13.4.2007 kl. 08:39

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Ester á fimmtudagskvöldum seinna en í mínu ungdæmi á laugardagskvöldum og kvöldið endaði á laugardagsdansleik útvarpsins.  Teppum rúllað upp og fjölskyldan dansaði um alla stofu.  Óje

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2985877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband