Leita í fréttum mbl.is

Réttlæti?

Kannski er eitthvað réttlæti á leiðinni í sambandi við bankahrunið.

Nema að þessir siðleysingjar hafi haft tíma til að fela slóðina.

Við sjáum til.


mbl.is Nokkrir grunaðir um auðgunarbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í nafni breytinga

Hæ krakkar mínir södd og sæl.

Ég er ofboðslega bissí, er með tvö lítil systkini í pössun, litlu krúsídúllurnar mínar Jenný Unu og Hrafn Óla.

Ofboðslega gaman og mikið fjör.

En..

Eitt af mínum uppáhaldslögum er "Stand by me".  Jájá.

Ég fékk þetta frábæra vídeó sent frá vini en þar eru götulistamenn að taka þetta fallega lag og þeir spila það saman en eru staddir víða um heim.

Ég banna ykkur, harðbanna meira að segja, að læðast út af síðunni án þess að hlusta.

Lagið er spilað í nafni breytinga, halló, það er allt í  bullandi breytingarfasa.

Úje.

Gjörið svo vel og um ykkur mun hríslast unaður.

Gott ef ekki gæsahúð um allan kroppinn.

Ég kem síðar.

Ajö.


Ekki sama hústökufólk og hústökufólk?

Mér hefur fundist vera til ágætis fólk í Framsókn.

Já, ég meina það, einn og einn.

Samt lenti ég á óvinalista Framsóknar fyrir kosningar.

Var stolt af því, er enn og mun verða.

En núna er ég eiginlega að tapa húmornum fyrir flokknum og án húmors þá hverfur toleransinn.

Hvað er að fullorðnu fólki sem situr á Alþingi og stundar þar hústöku?

Eins gott að óeirðalöggan verði ekki send á þingflokkinn og hann fjarlægður með "vægu" lögregluofbeldi úr þingflokksherberginu sem Helgi Bernódusson hefur gert þeim að losa og láta VG eftir.

Eins gott að þeir eru fínni hústökumenn en þeir sem tóku Vitastígshúsið og uppskáru  bálilla lögreglu sem tuskaði þeim út ásamt með að rífa stóran hluta hússins í leiðinni fyrir eigandann.

Er munur á hústökufólki og hústökufólki?

Án gamans, þingmenn eru kosnir í lýðræðislegum kosningum og kjósendur velja þann flokk sem þeir telja leggi sig fram í vinnu fyrir land og þjóð.

En ekki virðist það aðalmálið í öllum tilvikum.  Í tilfelli Framsóknarflokksins þá leggja þeir áhersluna á að sitja í þingherberginu, sem þeir "eiga" að erfðum að því mér skilst.

Spurningin er komast þeir upp með þessa miður krúttlegu óhlýðni?

Þvílíkur hálfvitagangur.


mbl.is Þeir sitja sem fastast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnar að fá nóg

Ég er á því að það séu stórustu mistök frá bankahruni (og er þá af mörgu að taka) að taka IMF inn í jöfnuna.

Saga þeirra er stór-varasöm og þeir hafa skilið eftir sig sviðna jörð þar sem þeir hafa komið.

Ég er fúl út í Steingrím J. sem var dedd á móti því að við tækjum lán frá þeim að láta þetta yfir okkur ganga en heldur sér nú til hlés og virðist hafa sæst við IMF og veru þeirra hér.

Ögmundur hefur talað um að það líti út fyrir að IMF andi ofan í hálsmálið á Seðlabankastjóra.

Ég held að það sé pent orðað hjá Ögmundi, ég held að sjóðurinn hafi læst vígtönnunum í hnakkann á Seðlabankanum.

Heiða vinkona mín hefur fengið nóg, hún hvetur til aðgerða.

Sjáið hér.

Svo skulum við líta á skelfilegar afleiðingar IMF innblöndunar í Argentínu.

Í desember 2001 varð efnahagshrun í landinu vegna 150 milljarða dollara skuldar við Alþjóðagjaldeyrissjóðin.

Og þjóðfélagið hrundi.  Fólk fékk nóg.  Búsáhaldabyltingin í Argentínu hófst.

Ég hvet alla til að gefa sér tíma til að skoða myndbandið.

Mér er svo sannarlega hætt að standa á sama.


mbl.is Sendinefnd AGS í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasamt og siðlaust alla leið

Stundum er haft á orði að Sjálfstæðismenn séu öðrum fremur leiðitamir, húsbóndahollir og að þeir tali sem einn maður.

Þannig var það að minnsta kosti á meðan Davíð var formaður og alveg fram að síðustu kosningum með einstaka upphlaupi óþekktaranganna í flokknum.

Sorglegt þegar flokksmenn liggja á sannfæringu sinni og samræma skoðanir sínar að skipunum að ofan.

Enn sorglegra er að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi lýsir yfir víðtækum stuðningi við Gunnar Birgisson, áður en niðurstaða rannsóknar er fyrirliggjandi. 

Ganga þeir með dulda þrá til að tortíma sér eða er sú þörf algjörlega meðvituð og utanáliggjandi?

Það er þá ekki í fyrsta sinn sem þeir falla á sverð.

Ég held að það hefði verið gáfulegra og vænlegra til árangurs að bíða skýrslu frá endurskoðanda áður en traustsyfirlýsing er gefin út.

Kannski er pólitíkin hjá meirihlutanum í Kópavogi eins drullupottur.

Ommm - omm - omm.

Hvernig er hægt að treysta svona flokk?

Ég segi að það sé spilling eða siðleysi að dóttir bæjarstjórans hafi fengið 500 þúsund krónur á mánuði að meðaltali s.l. 9 ár.

Ég segi að það sé spilling að borga fólki háar upphæðir fyrir verk og ganga ekki einu sinni eftir að þau séu fullunnin.

Þessi plastmappa sem sýndi var í fréttunum og er eins og skólaverkefni smábarna getur ekki kostað háar fjárhæðir.  Halló.

Ég tel að það sé í hæsta máta vafasamt að leita ekki tilboða og ráða venslamenn til starfa.

Siðleysi alla leið sýnist mér að minnsta kosti.

Er allur flokkurinn á því að þetta sé viðunnandi verklag?

Það hlýtur að vera, hann lýsir yfir víðtækum stuðningi við formanninn.

Og hann þarf ekki einu sinni að bíða eftir niðurstöðu rannsóknar.

Já hver andskotinn.

En nú stendur það upp á Framsókn að slíta samstarfinu.

Annars kemst ekki hnífurinn á milli þeirra og íhaldsins.

DV um málið


Þessi fallega stúlka

stúdentinn

Yngsta dóttir mín hún Sara Hrund (28 ára), mamma Jennýjar Unu og Hrafns Óla er að útskrifast sem stúdent í dag. 

Á þeim fjórum árum sem hún tók í námið eignaðist hún tvö börn, var alvarlega slösuð í baki, en það varð til þess að hún ákvað að klára það sem hún hafði byrjað á nokkrum árum áður.

Hún útskrifast með toppeinkunnir að sjálfsögðu og ef þið hafið ekki áttað ykkur á því enn, þá tilkynnist hér með að ég er afskaplega stolt af henni.

Ég er reyndar rígmontin af öllum stelpunum mínum enda allar hver annarri fallegri og duglegri og það sem meira er um vert, þær eru gegnheilar og góðar manneskjur.

 

student3

Myndirnar voru teknar á dimmiteringunni um daginn. 

Í dag er það útskriftarathöfnin í Háskólabíó og svo veisla á eftir.

Þetta er stór dagur, það eina sem vantar upp á fullkomnun er að miðstelpan mín hún Maya er í London og verður fjarri góðu gamni.

Ég er sem sagt í hátíðarskapi og með tárin í augunum.

Þannig er ég alltaf á svona stundum, algjör grenjuskjóða.

Í stúdentaveislunni hennar Helgu Bjarkar (elstu) fengjum við Diddú til að syngja og ég grenjaði flóði af einskærri hamingju.

Annars er ég töffari upp á tíu.

Njótið dagsins.


"Massage med dansk uden" - frussssssssssssss

Þegar ég var ung og vitlaus (já ég var það einu sinni en bara í nokkra daga og þá þroskaðist ég andlega og það svona líka svakalega) þá var ég að vinna í Köben.

Mér var sýnd Istegade hvar konur götunnar stóðu og ég ætlaði ekki að trúa því að svona illa gæti verið komið fyrir fólki.

Ég fékk líka fyrirlestur um hass sem ég hélt að væri blandað saman við áfengi þangað til ég var upplýst um notkun og aðferðarfræði við inntöku efnis.

Ég nýtti mér sem betur fer ekki kunnáttuna á hampjurtinni enda nógu rugluð fyrir.

Svo voru mér sýndar einkamálaauglýsingarnar þar sem vændi var auglýst af mikilli útsjónarsemi enda hvert orð dýrt í smáauglýsingum.

Ég var að verða brjáluð yfir auglýsingunum sem voru með lýsingum eins og t.d:

"Massage og dansk uden".

"Massage ej k. fransk med".

Ég gat ekki spurt hvern sem var um þýðingu "fransk med" og "dansk " og "ej k."

Loksins fékk ég svarið frá stelpum utanað landi sem virtust saklausar en voru það hreint ekki.

Massage og dansk uden - Nudd og  hefðbundnar samfarir án smokks.

Nudd, ekki kossar og franskar samfarir með smokk.

Hvernig franskar samfarir eru varðar ykkur ekkert um en þið náið pointinu nema ef þið hafið lagt ykkur fallega fram við að komast hjá kynlífsfræðslu.

Það má líka geta þess að eftir hafa séð vændi nánast í beinni , neyðina og niðurlæginguna sem fylgdi, þar sem ég dvaldi á Colbjörnsensgade og sá athæfið út um gluggann, þá hef ég verið heitur andstæðingur hins skelfilega kynlífsiðnaðar.

En það er önnur saga.

En af hverju er ég að blogga um danskan með og franskan án?

Jú af því að munnmaka "fréttin" kastaði mér til baka í tíma.

Hm...

Frussssssssssssssssssssssssssss

Fraudiskt eða hvað?


mbl.is Munnmök engin fyrirstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannast einhver við það?

Ég sat gapandi yfir vel unninni umfjöllun Kastljóss um greiðslur til fyrirtækis dóttur Gunnars Birgissonar fyrir unnin og óunnin verk fyrir Kópavogsbæ.

Engir smápeningar þar.

Þegar fulltrúar minnihlutans vilja láta rannsaka málið kallar Gunnar það skítapólitík.

Ætli það séu margir smákóngar í stjórnmálum sem eru ekki búnir að ná því að svona sukk og rugl verður ekki liðið lengur?

Að nýjir tímar eru sem betur fer runnir upp.

Og Framsóknarmenn eru ekki tilbúnir til að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Þeir vilja bíða eftir skýrslu endurskoðanda.

Ég hefði haldið að það sem nú þegar liggur á borðinu um málið dygði til að fullvissa af fjalli komandi samstarfsflokkinn um að þetta er ekki eðlilegt hvernig sem málinu er snúið.

Gunnari finnst dóttirin ekki eiga að gjalda fyrir að vera að vera dóttir hans.

Vitið þið að mér finnst einmitt að einstaklingshagsmunir verða að víkja fyrir hagsmunum fjöldans.

Til að hefja störf pólitíkusa yfir allan vafa.

Hér hefur peningum verið sólundað í undarleg verkefni svo ekki sé fastar að orði komist.

Að minnsta kosti eru mörg verkefnanna þannig eðlis að þau virðast vafasöm í meira lagi.

Auðvitað á Framsókn slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn pronto.

En til að komast hjá því að detta á rassinn úr valdastól virðist mér Framsókn taka Geir Haarde og ISG á málið.

Þeir ætla greinilega ekki að persónugera vandann.

Ekki skipta um hest í miðri á.

Ekki hlaupast frá miðju björgunarverkefni.

Kannast einhver við það?

Vonandi gera þeir það sem rétt er.  Slíta samstarfinu og láta öðrum eftir að stjórna bænum á meðan málið er rannsakað.

 


mbl.is Ræddu hugsanleg meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví plástur?

Ég sá mann í fréttunum áðan sem ég veit engin deili á en hann eða hluti af honum vakti óskipta athygli mína.

Hann var með plástur yfir eyrað, sko yfir hlustina og út á kinn.

Algjörlega glataður staður til að setja plástur á, ekkert undir.

Ég hugsaði; af hverju er maðurinn með plástur þarna?

Er hann að koma í veg fyrir að kuðungurinn rúlli út?

Er þetta hlið sem á að varna flugum inngöngu í eyra?

Þetta er enn óráðin gáta.

Og nú get ég örugglega ekki sofnað í kvöld.

Það kemst ekkert annað að í hausnum á mér.

Fjandinn sjálfur.


Aumingja Framsókn

Flestir eigendur Jöklabréfa eru erlendir hefur fjármálaráðherra upplýst.

Undir flokkum "annað" eru 19,8 milljarðar.

Þetta myndi ég vilja fá sundurliðað.  Í mínum augum eru þetta stórir peningar.

En...

Ég hef verið að fylgjast með þinginu af og til í dag.

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir nýjum tuðmeisturum þingsins.

Karlkyns Frammarar eru svo fúlir, svo svekktir og svo bitrir að það er nánast ekki fyndið.

Útúrsnúrningar og ómálefnalegur málflutningur þeirra er þeim ekki til sóma.

Er það missir þingflokksherbergisins sem veldur þessum ótrúlega neikvæðu geðbrigðum.

Var dagsskipanin í litla þingflokksherberginu eftirfarandi: Verum leiðinlegir, smámunasamir og tuðum fyrir allan peninginn (og jafnvel lengur, vó)?

Þeir virðast hafa það eina markmið að vera á móti.

Flestir aðrir virðast vilja standa málefnalega að málum.

Já ég sagði flestir en ekki allir.

Aumingja Framsókn.

 


mbl.is Íslendingar ekki aðaleigendur jöklabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband