Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

PRINSESSUHARMAR

1

Ég vorkenni Harry og William, þó það nú væri, það er hryllilega sorglegt þegar ungt fólk missir foreldri.  Ég vorkenni öllum sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls ástvina.  Bara svo það sé á hreinu.  Þá er það frá og þarf ekki að ræða um það meira.

Ég hef óbeit á mónarkíi, meðfæddum status sem fæst fyrir að tilheyra ákveðnum fjölskyldum.  Fólk sem ber höfuð og herðar yfir almúgann, ástundar sýndarveruleika og lifir eins og myndir á ævintýrabók, tilsýndar a.m.k.  Svo er eitthvað allt annað upp á teningnum á bak við tjöldin.

Hvar varstu þegar Díana dó?  Það er spurning dagsins.  Ég man ekki hvar ég var en ég er með það á hreinu hvað ég var þegar Martin Luther King dó.  Það hefur væntanlega verið tíðarandinn. 

Það sem ég er að burðast við að skilja er hvers vegna mannslífin eru svona misdýrmæt?  Heimurinn fer á límingunum reglulega vegna prinsessa og prinsa en svo göngum við um með eyrnatappa, múla og augnlappa þegar milljónir mannkyns eru að hrynja niður úr sjúkdómum, þrælkun, hungri og annarri neyð. 

Áður en einhver prinsessudýrkandinn fríkar út þá veit ég að Díana var góð manneskja og gerði ýmislegt gott í stuttu lífi sínu.  Ég vildi bara að einhver hefði bent henni á hverslags örlög gætu beðið hennar ef hún giftist inn í þessa forpokuðu og úrkynjuðu konungsfamílíu á Bretlandi.

God save the queen.

Úje


mbl.is Lát Díönu ólýsanlegt áfall segir Harry prins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRAMSÓKNARLEGUR FRAMSÓKARMAÐUR

1

..eða maðurinn með svörtu bókina, Steingrímur Sævarr, byrjar framsóknarlega í djobbinu með því að reka einn af bestu fréttamönnum stöðvarinnar, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, og neitar því auðvitað að það hafi með pólitík að gera.

Það er líka mjög framsóknarlegt að ætla að "móta fréttamenn eftir sínu höfði" en það er hinsvegar ekki mjög framsóknarlegt að viðurkenna það og fyrir það fær Denni  prik.

Hvað ætli felist nákvæmlega í orðum Denna þegar hann talar um að móta fólkið sem vinnur hjá honum?  Það væri gaman að fá nánari útskýringu á því.

Einhvertímann bloggaði ég um mögulegt innihald svörtu bókarinnar sem var að gera mig vitlausa, þegar hann sleppti henni ekki, í Íslandi í dag.  Nú tel ég mig vita af hverju hann hélt svona krampakenndu taki í bókina.

Hún hefur innihaldið félagatal Framsóknarflokksins.

Og það held ég nú,

Úje


mbl.is Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MINNI Á MITT GAMLA SKÚBB

1

..þegar ég bloggaði um að ég hefði séð Jodie Foster ofaní bæ, löngu áður en "blöðin" komust í það mál.  Þetta var þegar ég féll nánast í öngvit þegar ég gekk fram á eina af mínum uppáhalds niður í miðbæ, þar sem ég var á gangi og átt mér einskis von, hvorki góðs né ills.

Þetta leiddi hugann og umræðuna í áttina að alls kyns "árekstrum" við frægt fólk, í kommentakerfinu hjá mér.

Ég get ekki sagt að ég missi kúlið þó ég rekist á frægar persónur, en ég myndi eiga erfitt með mig ef ég rækist á:

Glæsilegasta mannflak í heimi, Keith Richards,

Nelson Mandela,

Lisbeth Palme,

Van Morrison

Paris Hilton (jeræt)

.. ég man ekki eftir fleirum í bili, en allir þeir sem ég dáist mest að eru komnir langt niður í jörðina.

Öppdeita lista og ábendingar þegnar.

Æmsóexætid!

Úje

 


mbl.is Jodie Foster var í fríi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HINIR TÝNDU SAUÐIR..

1

..snúa allir aftur, einn og einn í einu á Moggabloggið.  Það hlýtur að vera eitthvað við Moggabloggið (kannski hversu víðlesið það er?) sem dregur fólk heim.

Vélstýran og Ómar Impregilo eru komin aftur.

Æmsógladsóprádandhappý!

Újeeee


DÓMARAÁRÁSIN

 

Dómarinn: Hefur gert lögregluskýrslu.  Hann ætlar að kæra árásarmanninn.  Þetta ætti að gerast átómatískt þegar fólk verður fyrir líkamsárás. Það á ekki að vera í höndum þess sem fyrir ofbeldinu verður hvort ofbeldismaðurinn verður látinn svara til saka með einhverjum hætti eða ekki. 

Ofbeldismaðurinn: Ég bloggaði um hann hér fyrir neðan.  Hann virðist miður sín yfir árásinni og það er alveg eins og það á að vera.  Maðurinn viðurkenndi í sjónvarpinu í gær að eiga við vandamál að stríða og var greinilega miður sín yfir því.  Það verður honum væntanlega til hjálpar að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna.  Það er fyrsta skrefið, að viðurkenna vandamálið og væntanlega verður þessi atburður og eftirleikurinn, til þess að maðurinn gerir eitthvað í sínum málum.

Ofbeldi er alltaf að verða ljótara og alvarlegra. Það má sjá í fréttum nánast daglega og um helgar skella á eyrum okkar nýjar fréttir af meira ofbeldi og fleiri fórnarlömbum.  Ég veit ekkert um hvort ofbeldi var meira en núna í denn, eins og sumir eru að halda fram.  Það skiptir í raun ekki máli.  Þær lýsingar sem maður sér og heyrir í fjölmiðlum af líkamsárásum eru alveg nógu ljótar og skelfilegar til að kalla á breytingar á því ráðaleysi sem ríkir í kerfinu um þessi mál. 


mbl.is Kærir árásarmanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ER Á MÓTI ÖLLU OFBELDI..

..og hef meira að segja barist ötullega gegn því.  En stundum gerir maður undantekningu þegar það birtist í svona formi.

1

Algjörlega brilljant.

Ójá


HALLOKI VIKUNNAR

Stundum þegar horft er á fréttatengda þætti á báðum stöðvum, verður manni ljóst að samkeppnin er mikil, á milli stöðva, og ábyggilega mikið á sig  lagt til að ná heitustu málunum til umfjöllunar, hverju sinni.  Ísland í dag reið á vaðið og hæpaði upp viðtal sem var sýnt eftir fréttirnar við manninn sem réðst á dómarann og Sveppa en ekki á Eið Smára.  Það kom fram að maðurinn yrði ekki í mynd því hann vildi ekki þekkjast úti á götu. Ég skildi það vel.  Með þetta á bakinu er maður kannski ekkert að flagga sjálfum sér.

Svo kom Kastljósið.  Þeir voru líka með viðtal við sama mann.  Ég hugsaði með mér að þetta væri nú smá kjánalegt að vera með viðtal um sama málið, við sama manninn á báðum stöðvum.  Til að gera langa sögu stutta þá snarsnérist ég í skoðun minni.  Kastljós var með manninn í mynd, hálftíma eftir að hann gat ekki sýnt á sér andlitið á Íslandi í dag.  Á þessum hálftíma hafði maðurinn líka gjörbreytt um hugarfar gagnvart ofbeldinu sem hann beitti.  Í Íslandinu var hann svona í hortugri kantinum, en játaði þó að hafa gert rangt.  Þegar hann var kominn í Kastljós hafði maðurinn heldur betur séð að sér og var miður sín yfir verknaðinum og var satt best að segja, nokkuð viðkunnanlegur.

Þarna fór Kastljósið með sigur af hólmi.

Ísland í dag er því halloki vikunnar - bigtime og þeir eru í skuld við okkur áheyrendur.  Komasho


KONA Í VONDUM MÁLUM

 1

Síminn hringdi rétt áðan, þar sem ég sat í rólegheitum og las blogg og var nýbúin að segja bless við Maysu og Oliver, sem voru hér í heimsókn.  Ég sagði halló og..

Ókunnugur maður (ÓK): Heyrðu ég er búinn að reyna að möndla apparatið til og hef legið yfir því í allan morgun og þetta er ekki að virka (gargandi úr reiði).  Þú skalt ekki halda Margrét að ég ætli að sætta mig við þessa afgreiðslu og nú hef ég ekki tíma til að panta nýtt ætem og veturinn að koma.

Ég: Ha??

ÓK: Þú sagði að þetta væri klaufaskapnum í mér að kenna, og það segir mér að þú veist ekkert um vöruna sem þú ert að selja, að þú ert ómerkileg í viðskiptum og ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta (slegið í vegg).

Ég: Heyrðu...

ÓK: Nei góða, það þýðir ekkert að fara í massíva vörn, ég er á leiðinni út í bíl með þetta ömurlega apparat og ég ætla að fá borgað til baka og það þýðir ekki að reyna að búllsjitta mig einu sinni enn. (Bang-Pang síma skellt á, skruðningur óbærilegur í eyra).

Nú sit ég og hef áhyggjur af Margréti sölukonu sem er í vondum málum, í þessum skrifuðu orðum.

Kræst!

Úje


ILLA FARIÐ MEÐ GÓÐAN DRENG

1

..ég hef þekkt hann Bjarna Sæmundsson, frá blautu barnsbeini.  Hann bjó lengi við Ásvallagötuna og við lékum okkur á Hringbrautarróló og þá einkum í sandkassanum.  Bjarni vildi ekki fara úr hverfinu, ekki nema rétt niður í Ellingsen og Sápuhús til að kaupa jólagjafir.  Ég hélt að strákurinn hefði vaxið upp úr þessum átthagafjötrum, en það er greinilega einhver tregða í honum enn, gagnvart ferðalögum.

Ég frétti fyrir nokkru, að hann væri nýlega giftur hann Bjarni, konan hans er auðvitað frá Akureyri, þar sem hver frekjan rigsar um annarri öflugri og nú hefur hún viljað koma Bjarna til Akureyrar, til fundar við sína tengdafjölskyldu, hvað sem tautaði og raulaði.

Ég sendi Bjarna æskuvini mínum, hugheilar samúðarkveðjur og vona að honum hafi ekki orðið mjög meint af þessari ofbeldisfullu gjörð.  Það hlýtur að kosta heilmikil átök að vera dreginn vestan úr bæ og alla leið til Akureyrar, þrátt fyrir að sá sem dregur sé sá sem maður elskar mest í lífinu.

Ó, þetta er frétt um skipið Bjarna Sæmundsson sem dregið var af skipinu Árna Friðrikssyni til Akureyrar vegna bilunar.

Dem, dem, dem og ég sem var búin að ýta á "vista" eða þannig.

Húhumm


mbl.is Bjarni Sæmundsson dreginn til Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGJÖRLEGA ÓÞARFAR UPPLÝSINGAR

1

Mér finnst leiðinlegt að fá fréttir af því að það sé byrjað að slátra einhverstaðar.  Það er óþægilegt að vita að fjöldamorð séu hafin hér og þar.  Ég er kjötæta, ekki spurning og veit að sjálfsögðu að lömbin sem ég borða, dóu ekki úr hárri elli og södd lífdaga, áður en þau lentu á disknum mínum, en ég kæri mig ekki um að láta velta mér upp úr því.

Lömb eru sæt, mömmur þeirra og pabbar líka.  Það er hin sláandi póstkortafegurð þessara tilvonandi kvöldmáltíða sem truflar mig stundum. 

Ferlið frá haga og heim í eldhús er eitthvað sem ég vil ekki láta minna mig á.  Það ferli sem þar er í gangi má mér að meinalausu, liggja milli hluta.  Réttir er eitt af því sem tröllríður fréttum á haustin.  Þá er ég í algjörri samviskukreppu.  Það er djammað af tilefninu út um sveitir landsins.  Ég hefði aldrei getað búið í sveit.  Ég hefði soltið heilu hungri.

Sem borgarbarni finnst mér best að fá mitt kjöt í neytendapakkningum, tilskorið og snyrt og á pakkningunum á ekki að vera neitt um æsku kjötstykkisins.  Þannig get ég haldið áfram að borða mínar steikur, vandræðalaust og án allrar sektarkenndar.

Súmí!

Úje


mbl.is Haustslátrun hafin á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband