Leita í fréttum mbl.is

Ekki sama hústökufólk og hústökufólk?

Mér hefur fundist vera til ágætis fólk í Framsókn.

Já, ég meina það, einn og einn.

Samt lenti ég á óvinalista Framsóknar fyrir kosningar.

Var stolt af því, er enn og mun verða.

En núna er ég eiginlega að tapa húmornum fyrir flokknum og án húmors þá hverfur toleransinn.

Hvað er að fullorðnu fólki sem situr á Alþingi og stundar þar hústöku?

Eins gott að óeirðalöggan verði ekki send á þingflokkinn og hann fjarlægður með "vægu" lögregluofbeldi úr þingflokksherberginu sem Helgi Bernódusson hefur gert þeim að losa og láta VG eftir.

Eins gott að þeir eru fínni hústökumenn en þeir sem tóku Vitastígshúsið og uppskáru  bálilla lögreglu sem tuskaði þeim út ásamt með að rífa stóran hluta hússins í leiðinni fyrir eigandann.

Er munur á hústökufólki og hústökufólki?

Án gamans, þingmenn eru kosnir í lýðræðislegum kosningum og kjósendur velja þann flokk sem þeir telja leggi sig fram í vinnu fyrir land og þjóð.

En ekki virðist það aðalmálið í öllum tilvikum.  Í tilfelli Framsóknarflokksins þá leggja þeir áhersluna á að sitja í þingherberginu, sem þeir "eiga" að erfðum að því mér skilst.

Spurningin er komast þeir upp með þessa miður krúttlegu óhlýðni?

Þvílíkur hálfvitagangur.


mbl.is Þeir sitja sem fastast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Datt það sama í hug þegar ég las þetta...þvílíkur hálfvitagangur

Jónína Dúadóttir, 22.5.2009 kl. 13:12

3 identicon

Þetta er ólíku saman að jafna. Ég er viss um að hústökufólkið á Vitastíg hefði yfirgefið húsið ef því hefði boðist annað sem hentaði þeim og ef húsið sem þau tóku yfir hefði þurft að nota fyrir annan hóp fólks sem þyrfti meira á því að halda.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 13:29

4 identicon

Sigmundur Davíð er barnalegur og kjánalegur í þessu máli og hans fólk verður bara að kyngja því þegjandi að vera lítill stjórnmálaflokkur. Svo skora ég bara á Framsóknarflokkinn í Kópavogi eð slíta samstarfinu við gjörspylltar og rotnar íhaldsgungurnar. Hleypið í ykkur kjarki !

Stefán (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:31

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Jenný!

Vandamálið er ekki bara krúttleg óhlýðni.

Einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar kosið að segja ekki nema hálfan sannleikann í málinu. Staðreyndin er sú að fudnarherbergi VG er of lítið fyrir þingflokksfundi Framsóknarflokksins.

Fyrir kosningar sátu að jafnaði 12 manns á þingflokksfundum. Framsókn bætti við sig 2 mönnum og því sitja nú að jafnaði 14 manns á þingflokksfundum.

Þingflokksherbergi VG dugir ekki fyrir slíka fundi.

Það er til staðar ónotað herbergi sem henta VG betur en Framsóknarherbergið. Það er ríkisstjórnarherbergið sem er aldrei notað. Það er stærra en Framsóknarherbergið.

Það er miklu eðlilegra að VG fái það - heldur en að hrekja Framsókn í of lítið rými.

Annars er það dálítið krúttlegt að VG neitar að taka í notkun skrifstofur fyrir þingmenn sem þeim hefur verið úthlutað - því þær eru í gömlu Morgunblaðshöllinni!

Hallur Magnússon, 22.5.2009 kl. 14:35

6 Smámynd: Anna

Kallast það Lýðræðisþjóðfélag sem setur almenning á svartann lista vegna skoðanna sinnu. Almenningur er í spennitreyju vegna skoðanna sinni. Ég var nú að reyna allt til þess að komast á þennan lita. Er hann ekki orðin fægur annas þessi listi.

Er ekki fyrrverandi Fosetisráherra í Burma í fangelsi vegna skoðanna sinni. Þetta fer að vera eins her. Það er bara tíma spursmál.

Anna , 22.5.2009 kl. 15:00

7 Smámynd: Garún

Setja bara skítalyktakúlur í herbergið og þá skulum við sjá hverjir flytja sig.  Annars er laust herbergi í húsinu mínu, en reyndar er það með ofnæmi fyrir framsókn svo VG er bara velkomið..

Garún, 22.5.2009 kl. 16:36

8 identicon

Hallur.

Væri þá ekki bara upplagt að benda á þetta, ef það er málið, að það vanti hentugt fundarherbergi? 

Málflutningur Framsóknarmanna hefur allur verið á þann veg að þeir vilji bara alls ekki fara úr þessu herbergi allra landsmanna sem þeir hafa eignað sér. 

Allir sem hafa nokkurntíma unnið á stórum vinnustað vita að maður velur fundarherbergi eftir fjölda fundargesta, get ekki ímyndað mér að lítill vinnuhópur kæmist upp með að eigna sér of stórt herbergi í fyrirtæki eða stofnun úti í bæ. Framsókn er að skjóta sig í fótinn með þessari vitleysu.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 20:26

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Herbergistökufólk ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.5.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985762

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.