Leita í fréttum mbl.is

Þessi fallega stúlka

stúdentinn

Yngsta dóttir mín hún Sara Hrund (28 ára), mamma Jennýjar Unu og Hrafns Óla er að útskrifast sem stúdent í dag. 

Á þeim fjórum árum sem hún tók í námið eignaðist hún tvö börn, var alvarlega slösuð í baki, en það varð til þess að hún ákvað að klára það sem hún hafði byrjað á nokkrum árum áður.

Hún útskrifast með toppeinkunnir að sjálfsögðu og ef þið hafið ekki áttað ykkur á því enn, þá tilkynnist hér með að ég er afskaplega stolt af henni.

Ég er reyndar rígmontin af öllum stelpunum mínum enda allar hver annarri fallegri og duglegri og það sem meira er um vert, þær eru gegnheilar og góðar manneskjur.

 

student3

Myndirnar voru teknar á dimmiteringunni um daginn. 

Í dag er það útskriftarathöfnin í Háskólabíó og svo veisla á eftir.

Þetta er stór dagur, það eina sem vantar upp á fullkomnun er að miðstelpan mín hún Maya er í London og verður fjarri góðu gamni.

Ég er sem sagt í hátíðarskapi og með tárin í augunum.

Þannig er ég alltaf á svona stundum, algjör grenjuskjóða.

Í stúdentaveislunni hennar Helgu Bjarkar (elstu) fengjum við Diddú til að syngja og ég grenjaði flóði af einskærri hamingju.

Annars er ég töffari upp á tíu.

Njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn og gullmolann þinn hana Söru. Hún er dugnaðarforkur

Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku frænka ég skil þig vel og bara táraðist við þennan lestur, ekkert er yndislegra en börnin okkar fallegu og það skemmir ekki að þau eru falleg og vel gefin, verð að monta mig aðeins tvíburarnir mínir(barnabörnin) sögðu mér einkunnir sínar í gær og eru það allt 9 nema í tveim fögum og amma táraðist, reyndi samt að láta ekki á miklu bera, þær taka stúdentinn á þremur árum og útskrifast næsta vor.
Til hamingju með hana Söru Hrund sannarlega er hún búin að vera dugleg enda gleði og hamingja í kringum hana.
Góða skemmtun í allan dag þú birtir okkur svo myndir, annað er eigi í boði.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2009 kl. 09:42

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með Söru þína  Flott er hún stelpan

Sigrún Jónsdóttir, 21.5.2009 kl. 09:43

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með stúlkuna.

Þröstur Unnar, 21.5.2009 kl. 09:58

5 Smámynd: Einar Indriðason

Til hamingju með stelpuna :)

Einar Indriðason, 21.5.2009 kl. 10:02

6 Smámynd: Garún

Til hamingju með stelpuna og fjölskylduna!  Töffarar þurfa að vera með mjúka fyllingu því annars eru öll konfektin eins!

Garún, 21.5.2009 kl. 10:49

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Innilegar hamingjuóskir,

(góð athugasemdin hjá Garúnu)

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.5.2009 kl. 12:55

8 identicon

Til hamingju með fallegu stúlkuna þína.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 13:08

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilegar hamingjuóskir með duglega stelpuna þína.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 13:27

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju

Jónína Dúadóttir, 21.5.2009 kl. 13:43

11 Smámynd: M

Til hamingju með dótturina :-)

M, 21.5.2009 kl. 14:01

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

   Hjartans hamingjuóskir með þig og stelpusponsið þitt hana Söru Hrund.  Það væri gaman að heyra hvað hún nafna þín litla hefur að segja um þennan merka atburð.

  Ég tek líka heilshugar undir með henni Garúnu. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.5.2009 kl. 15:34

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með dótturina. Æðislegt þegar börnin manns eru að afreka eitthvað og standa sig.

Helga Magnúsdóttir, 21.5.2009 kl. 15:40

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Til hamingju með hana!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.5.2009 kl. 15:54

15 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hjartanlega til hamingju með fallega stúlku og fallegan dag

Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 16:43

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Montrass!!!

.....en ok, mátt það alveg :) Til hamingju esskan mín!!

Heiða B. Heiðars, 21.5.2009 kl. 18:51

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

til hamingjuna með móðurbetrunginn

gullfalleg snót og flott hjá henni að klára námið þrátt fyrir barneignir og allt sem þeim fylgir. toppeinkunnirnar koma mér ekki heldur á óvart.

stúlkan er svo vel ættuð

Brjánn Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 19:14

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ertu ekki að djóka?? Ég horfði á myndina og hugsaði: æi en sætt hún hefur sett inn mynd fra því að Sara var í grunnskóla....

Ertu viss um að þú munir þetta rétt? Er hún ekki bara 15 þessi stelpa? Gæti verið að rugla mig í ríminu að sennilega var Sara ófrísk þegar ég hitti hana síðast, með kúluna út í loftið og kannski smá bollukinnar... veit ekki. Þessi stelpa er allavega bara ungabarn og alveg hrikalega sæt. Til hamingju með hana dúllan mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.5.2009 kl. 19:57

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er montin alveg fyrir allan peninginn.

Takk fyrir fallegar kveðjur öll.

Mér þykir vænt um þær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2009 kl. 20:04

20 Smámynd: Steinn Hafliðason

Til hamingju með dótturina Jenný

Steinn Hafliðason, 21.5.2009 kl. 20:14

21 identicon

Heil og sæl; Jenný Anna !

Mínar innilegustu hamingjuóskir; þér - dóttur þinni, og fjölskyldu þinni allri, til handa, á þessum gleðilegu tímamótum.

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 21:51

22 Smámynd: Karl Tómasson

Til hamingju með fallegu stúlkuna þína kæra Jenný Anna.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 21.5.2009 kl. 21:52

23 identicon

Til hamingju þið öll!!

DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 08:52

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk strákar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2009 kl. 09:09

25 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með "litlu" stúlkuna þína.

Þurr hvarmur á stoltum mömmum er auðvitað út í hött á svona stundum. Þó maður sé argasti töffari.

Laufey B Waage, 22.5.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985719

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband