Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hjónaband í stórkostlegri hættu

pd_arguing_080129_ms

Áhugi minn á fótbolta er lítt þekktur.  Enda ekki nema von, hann er lágmarks.

En einhvern veginn tókst mér að ná mér í eitthvað boltahugarfar gagnvart leiknum í gær, Holland - Rússland.

Það kom til að því að ég lét bloggheim hafa áhrif á mig í þessa veru og svo auðvitað Húsbandið.

Og ég var orðin talsvert stressuð yfir því að Holland myndi nú jafnvel tapa af því að ég héldi með þeim.

Og svo töpuðu þeir.

Ég: Andskotinn, þeir töpuðu fyrir helvítis Rússunum (veit ljótt að blóta).  Skyrpti líka á gólfið þarna til að vera alvöru bulla.

Húsband: Já en Rússarnir voru betri.  Betra liðið vann, þannig á það að vera.

Ég: En þú sagðir að Hollendingar ættu skilið að vinna, þú taldir mér trú um að þeir væru skemmtilegra lið og ég veit ekki hvað og hvað.

HB: Æi svona er fótboltinn bara!

Ég: Ætla ekki að hafa eftir sjálfri mér hérna.  Trúið mér, það er ekki prenthæft.

En sem betur fer gekk ég ekki svo langt að horfa á leikinn.  Ég er ekki tilbúin til að teygja mig svo langt til að ná boltahugarfarinu.

En ég er að hugsa um að súa RÚV, þetta fótboltaofbeldi er gjörsamlega komið út fyrir allt velsæmi.

Er ég eina manneskjan á þessu landi sem gæti ekki staðið meira á sama um fótbolta?

Og hvenær í andskotanum er þessi fótboltahátíð á enda?

Hjónabandið siglir hraðbyri inn í alvarlega krísu.  Allt boltanum að kenna.

Ég mun ekki láta blekkjast í annað sinn.

Holland hvað?


mbl.is Síðasti landsleikurinn hjá van der Sar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur góð kjörtímabil án jakkafatanna?

Skemmtilegt að lesa um að Sjálfstæðisflokkurinn sé að gossa svona krúttlega niðurávið.

Ef fylgisleysið skilar sér í kjörklefana sem er auðvitað alls ekki víst sökum þrælsótta íslenskra kjósenda, kæmi kannski kjörtímabil eða tvö án íhalds í stjórn.  Það væri gaman að lifa það.

Ég er alltaf að furða mig á öllum því vandarkeeríi sem við kjósendur ástundum á kjördegi og svo förum við heim og röflum, tautum og tuðum.  Algjörlega ómeðvituð um, að því er virðist, að við kjósum sama ballettinn yfir okkur aftur og aftur.

En..

Samfylkingin húrrast upp um 5%.  What? Er lögmálið ekki að sá sem fer í rúmið með íhaldinu hverfi nánast af yfirborði jarðar?  Þeir hljóta að vera að gera eitthvað rétt.

Vg minn eðalflokkur minnkar smá í fylgi.  Ekki gott mál.  Einhver misskilningur á ferðinni. Hehemm.

Annars er svo langt til kosninga. 

Það getur heill hópur af ísbjörnum stigið á land, fleirhundurð einkaflugvélar teknar á leigu og eitt eða tvö álver gætu átt eftir að rísa.  Fjandinn fjarri mér.

Spyrjum að leikslokum.

Mynduð þið kjósa sama flokk nú og þið gerðuð síðast?

Hugs.

Annars góð.

Úje.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dansandi fram á rauða morgun

Mogginn er að velta því fyrir sér hvort gamla fólkið borði sushi, fari í vax og hlusti á Sálina eftir nokkra áratugi.

Hm...

Eftir nokkra áratugi ætla ég að vonast eftir því að það verði engin elliheimili og engin örvasa gamalmenni til.

Ég ætla að vona að lífsgæðin aukist svo mikið á þessum tíma að fólk lifi með reisn á eigin heimili, á eigin vegum og sé sjálft sér ráðandi.  A.m.k. að miklum meirihluta.

Ég veit ekkert ömurlegra en það viðhorf sem nú ríkir til eldri fólks.

Það er komið fram við það eins og börn.

Það er gengið út frá því að allir sem komnir eru á löglegan eldriborgaraaldur hafi sama matarsmekk, tónlistarsmekk og skemmtanasmekk.  Engin frávik.  Sjómaður dáðadrengur á línuna.

Svo sér maður reglulega hvernig gamla fólkið er látið taka þátt í uppákomum eins og kvennahalupinu um daginn, í hjólastól.  Voða gaman.

Ég held að ég gangi í sjóinn frekar en að verða agúuð og gússígússíuð af fólki á launum og að það verði gert ráð fyrir að ég sé sammála síðasta ræðumanni um alla hluti að ég sé hluti af hópsál sem búin hefur verið til í öldrunarlækningum 101.

Hornkerling skal ég aldrei verða.

Ég ætla að verða geðveikur töffari í leðurátfitti, rífandi kjaft og dansandi fram á rauða morgun.

Sushi hvað?


mbl.is Húðflúr, sushi og bikinivax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Madonna - snæddu hjarta

Getur einhver ekki stöðvað þessa konu...

áður en allur hinn vestræni heimur verður heltekinn aulahrolli og snarfellur sem flugur??

Mér er hætt að standa á sama fjandinn hafi það.

Maddonna snæddu hjarta!

Arg

Og í bónus annar og krúttlegri aulahrollur


Vælukjóarnir í 101

angry_woman 

Í hvert skipti sem íbúar í miðbænum fara að gráta yfir hávaða þá get ég ekki stillt mig um að blogga um það og láta hvína í mér aðeins.

Af því ég má það, ég er fyrrverandi Laugavegsbúi.

Og ég skil hvað fólk er að tala um þegar það veinar yfir hávaða. "Been there, seen that, done it".

En..

Við hverju býst fólk sem býr í hringiðunni þegar það búsetur sig á djamminu? 

Býst það við órofnum nætursvefni, fuglasöng og dirrindí um helgar?  Hljóðlátum náttúruskoðurum á besta djammtíma?

Ef svo er þá er kominn tími á að horfast í augu við raunveruleikann og það á stundinni.  Vakna!!

Ég er orðin svo þreytt á vælinu, undirskriftasöfnunum og mótmælunum að ég verð græn í framan.

Það er ákveðinn lífsstíll að búa í miðbænum.  Það hefur bæði gott og slæmt í för með sér.

Ég ætti að vita það og þegar mér fór að leiðast blönduðu kórarnir undir glugganum mínum á næturnar, nú þá hringdi ég ekki búhúandi í lögguna, ónei, ég flutti.  Fór upp fyrir snjólínu og líður alveg ágætlega með það takk fyrir.

Við viljum líf í miðbæinn, það er að vísu aðeins of mikið oft á tíðum bæði fyrir minn og annarra smekk en þetta er þó sá staður á landinu sem þú getur verið nokkuð viss um að fólk sé á stjái eftir tíu á kvöldin og fram á morgun.

Og að því sögðu þá liggur málið ljóst fyrir.

Flytjið eða hættið að kvarta og kveina.  Rífa höfuð úr nafla.  Komasho.

Get a friggings live.


mbl.is Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættuleg Martha og innrás kjúklinganna

ist2_2687286_crazy_chicken

Kerlingin eldandi, saumandi, hnýtandi, föndrandi og stelandiundanskattandi hún Martha Stewart fær ekki að fara til Englands vegna þess að hún er með dóm á bakinu.  Hún er þess vegna flokkuð með hættulegum glæpamönnum.  Ég veit ekkert um hversu hættuleg kerlingin er, áþreifanlega, en ég hef hana grunaða um að hafa stráfellt fullt af fólki, úr leiðindum.

Og af því að það á ákaflega vel við að tala um mat og Mörthu í sömu andránni þá langar mig að ræða um kjúklinga.  Eða réttara sagt auglýsingum sem ætlaðar eru til að selja okkur kvikindin.

Stundum þegar ég sé auglýsingar þá virðist sem sá sem býr þær til, lifi ekki í raunverulegum eldhúsum með venjulegu fólki.

Hafið þið séð kjúklingaauglýsinguna þar sem allir koma með rétt í matarboð?  Það koma svona 60 manns í teiti og allir með rétti með sér.  Kjúklingarétti!! Grillaðir, soðnir, steiktir, urlaðir og kurlaðir.  Halló - þegar auglýsingin hefur rúllað í gegn hefur hún náð að hafa sterk áhrif á mig, eins og væntanlega er ætlast til.  Mér verður óglatt og mig langar í lambakjöt, svínakjöt eða eitthvað allt annað en kjúkling, sem ég held að hafi ekki verið meiningin með friggings auglýsingunni.  Pælið þið í að lenda í matarboði þar sem borð svigna undan krásunum, sömu krásunum með tilbrigðum.W00t

Og svo er það þessi nýja auglýsing frá einum kjúllaframleiðanda. Vísitölufjölskyldan við matarborðið, mamma, pabbi börn og bíll og í matinn eru kjúklingar.  Hvað má bjóða fólkinu; Jú magn fyrir ca. 40 manns af grilluðum lundum á teini, kjúklingabringur og heill kjúklingur fyrir fjórar hræður.  Græðgi!

Og þegar ég horfði á hana þessa að þá rann upp fyrir mér að sá sem gerir auglýsinguna kann ekki til eldhúss- og eldunarverka, frekar en versti byrjandi í faginu.

A. Hann kann ekki að áætla magn m.t.t. fjölda.

B. Hann veit ekki að minna er meira.

C. Hann hefur ekki áttað sig á því að það þarf stórar frystigeymslur til að geyma í afganga ef hann heldur áfram á þessari braut.

D. Hann þekkir ekki mig og mína líka, sem finnst algjört törnoff að láta sviðsetja máltíð sem er eins langt frá raunveruleikanum og hægt er að komast.

Ég er komin í laaaaaangt kjúklingabindindi.

Og gleðilega sólardag aularnir ykkar.Heart


mbl.is Martha Stewart hættulegur glæpamaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapað - Fundið

 lipstick

Á þessu ári sem er hálfnað hef ég týnt eftirfarandi hlutum:

Tveimur varalitum, öðrum bleikum, smá sanseruðum, hinum aðeins meira út í rautt.

Einni lyklakippu merkt  Noise sem er nafn hljómsveitar skátvibbanna minna.  Á kippunni voru allir þeir lyklar sem ég þarf á að halda til að geta opnar þær dyr lífs míns sem reglulega eru læstar, ásamt þvottahúslykli.

Einni húfu, forljótri sem er með grænum yrjum í.  Hún er úr 90% bómull og 10% einhverju öðru.  Sá sem finnur hana má eiga hana.

Einu skópari með 10 cm. hælum.  Var með þá í plastpoka merktum Hagkaup, en ég ætlaði að fara með þá til skósmiðsins í Kringlunni og láta járna þá.  Skórnir eru svartir á lit, svona dúllulegir og  kynferðislegir (samkvæmt skoðun þeirra perra sem ég þekki).

Einn rykfrakki, (veit einhver hvers vegna frakkar eru kallaðir rykfrakkar?), svartur frá Warehouse, töluvert notaður og doldið halló svona.  Gleymdi honum í einhverjum bíl.

Svo hef ég týnt leðurhönskum, nokkrum sparitreflum, snyrtibuddu og samkvæmisveski.  Samt er ég edrú sko.  Þetta fylgir mér og henni Maysu dóttur minni en hún er stórtækari en ég, það eru jólabónusar (í peningum), myndavélar og fleira sem hún týnir án þess að blikka auga.

Það er eitthvað fleira sem mér hefur tekist að glata en ég er búin að gleyma hvað er.

Mun setja það hér inn jafnóðum og minnið leyfir.

Mikið svakalega er ég þakklát fyrir þessa "tapað - fundið" þjónustu sem Mogginn er farinn að bjóða uppá.

En þið?


mbl.is Hver á skóinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla að garga mig hása

Nú er það komið á hreint.  29 manns koma til Íslands frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak.  Skipingin er tíu konur og  nítján börn.

Ég las um það í annarri frétt á Mogganum í morgun að nákvæmlega engin aðstaða er þarna í eyðimörkinn fyrir fólkið.  Það eru tjöld og lítið skólahús. Vatn og niðursuðumatur.  Heilsugæsla lítil sem engin.

Á nóttunni fara sporðdrekar og slöngur á stjá og fólkið lifir í stöðugum ótta við bit sem ekki er svo hægt að lækna vegna lélegrar heilsugæsluaðstæðna.

Og að þessu lesnu og sögðu þá fór ég að velta því fyrir mér hvað Frjálslyndir voru að meina með að hjálpa fólkinu á staðnum.  Senda fleiri tjöld?  Senda skordýraeitur?  Allir peningar í heiminum geta ekki gert þennan stað að vænlegum búsetumöguleika.

En ég er að velta því fyrir mér af hverju við getum ekki tekið aðeins fleira fólk en tvisvar sinnum þrjátíu manns.  Neyðin þarna er skelfileg og það er virkilega íþyngjandi að vita af öllu þessu fólki víða um heim, þá sérstaklega börnum, sem falla eins og flugur í þúsundatali á degi hverjum, algjörlega að nauðsynjalausu.

Nauðganir á konum og börnum í Darfúr eru stundaðar kerfisbundið og við gerum ekkert hér á vesturlöndum.

Ég er alvarlega að spá í að garga mig hása.


mbl.is 29 palestínskum flóttamönnum boðið hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegri en rigning

 amd_nicholson

Enn ein aularannsóknin hefur litið dagsins ljós.

Ég hef ekki undan að blogga um rannsóknir sem hefði mátt sleppa að eyða fjármunum í, þar sem niðurstaðan er fyrirfram ljós.  Vegna "live" rannsókna bæði mín og annarra á málefnunum.

En hvað um það, "bad boy" heilkennið er staðreynd, margar konur velja "vonda stráka" fram yfir ljúflingsdúlludúskakrúttin hennar mömmusín.

Ég á vinkonu í Svíþjóð, sem lýsti þessu ágætlega en hún fór út með forríkum náunga, myndarlegum og nánast fullkomnum nema hann vantaði þetta lítilræði sem er húmor og óþekktarblik í auga.

Hún sagði mér að hún myndi aldrei hitta hann aftur.  Hann væri leiðinlegri en rigning.

Og ég sem vildi gjarnan koma henni undir ljúfra manna hendur benti henni á hversu góður hann væri.

Og hún benti mér á, á móti að beljur væru líka góðar en það þýddi ekki að hún væri tilbúin til að eyða ævinni með þeim.

Að vera "vondur strákur" hefur ekkert með vonsku að gera.  Ég ímynda mér að margar konur sjái verkefni í þeim.  Við erum oft svo miklar hjúkkur, félagsráðgjafar, prestar, sálfræðingar og bankastofnanir í okkur stelpurnar á ákveðnu tímabili í lífinu.  En svo komumst við yfir það.

En eitt sit ég uppi með.

Nánast allir af mínum fjölmörgu eiginmönnum voru á einhverju tímabili óknyttadrengir.

En á endanum barði ég það úr þeim.

DJÓK.

Gleðilega Jónsmessu.

 


mbl.is Hvers vegna komast „vondir strákar“ yfir fleiri stelpur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nostalgía II

Og enn hef ég legið á Ljósmyndasafnsvefnum.  Og nostalgíast út í eitt.

Ég hef stundum bloggað um klígjuna sem ég hef á lýsi.  Tveimur árum áður en ég byrjaði í Meló hættu þeir að hella lýsi upp í nemendurna.

Ég er ansi hrædd um að skólaganga mín hefði orðið snubbótt hefði ég lent í skylduhellingunni.  En það var ekki séns að fá undanþágu frá inntökunni.  Reynið að lifa ykkur inn í mómentið.  Mjólk í flösku og hlandvolgt lýsi.

melolysi

En Melaskólinn maður minn.  Þvílíkur yndælis skóli.  Minnir mig.  Það verður allt svo fallegt í minniningunni.

meló

Þessi salur var eins og salur í konungshöll fannst mér.  Svo kom ég þarna þegar stelpurnar mínar gengu í skólann og þá var þetta eins og meðal kústaskápur.  Segi svona.

Og heraginn sem ríkti í Melaskóla var töluverður.  Allir í röð, hneigja sig fyrir kennaranum um leið og maður gekk inn í stofuna, standa upp ef skólastórinn kom í salinn og syngja skólasöng á morgnanna.  Ég man varla eftir að hafa gengið á eigin vegum í öll þessi 6 ár sem ég var í skólanum.

meli

Ég minnist þessara stunda hjá lækninum þar sem maður stóð á nærbuxunum og þeir kipptu alltaf í teygjuna og kíktu á hið allra helgasta.  Ég hef aldrei fengið svar við hvers vegna?  Bölvaður pervertismi.  Hehe.

Það er ekki gott að sökkva sér of mikið í fortíðina, en það var gaman að vera til.  Í Meló og Hagaskóla, fyrir milljón árum síðan.

Farin að lúlla.

P.s. Myndirnar stækka ef klikkað er á þær.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.