Leita í fréttum mbl.is

Ég ætla að garga mig hása

Nú er það komið á hreint.  29 manns koma til Íslands frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak.  Skipingin er tíu konur og  nítján börn.

Ég las um það í annarri frétt á Mogganum í morgun að nákvæmlega engin aðstaða er þarna í eyðimörkinn fyrir fólkið.  Það eru tjöld og lítið skólahús. Vatn og niðursuðumatur.  Heilsugæsla lítil sem engin.

Á nóttunni fara sporðdrekar og slöngur á stjá og fólkið lifir í stöðugum ótta við bit sem ekki er svo hægt að lækna vegna lélegrar heilsugæsluaðstæðna.

Og að þessu lesnu og sögðu þá fór ég að velta því fyrir mér hvað Frjálslyndir voru að meina með að hjálpa fólkinu á staðnum.  Senda fleiri tjöld?  Senda skordýraeitur?  Allir peningar í heiminum geta ekki gert þennan stað að vænlegum búsetumöguleika.

En ég er að velta því fyrir mér af hverju við getum ekki tekið aðeins fleira fólk en tvisvar sinnum þrjátíu manns.  Neyðin þarna er skelfileg og það er virkilega íþyngjandi að vita af öllu þessu fólki víða um heim, þá sérstaklega börnum, sem falla eins og flugur í þúsundatali á degi hverjum, algjörlega að nauðsynjalausu.

Nauðganir á konum og börnum í Darfúr eru stundaðar kerfisbundið og við gerum ekkert hér á vesturlöndum.

Ég er alvarlega að spá í að garga mig hása.


mbl.is 29 palestínskum flóttamönnum boðið hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda er það sama liðið  sem er ábyrgt fyrir örlögum palestínu arabana í Írak og stendur fyrir nauðgunum  á kristnum konum í Darfur ....snarvitlausir íslamistar.

steini (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:08

2 Smámynd: Neddi

Síðan hvenær eru Bush og co íslamistar?

Það voru þeir sem að réðust inn í Írak, ekki satt.

Neddi, 20.6.2008 kl. 13:13

3 identicon

Jæja vina! Þú veist og ert að velta því fyrir þér hvort ekki sé hægt að taka á móti fleirum.....alveg svo sem sammála þér... bara vera með rausnar skap og ekki þessa sýndarmennskuhjálp og taka á móti svo sem 10.000 einstæðum mæðrum með 19.000 börn. Hættum bara þessari hræsni og gerum þetta með stæl!

albert (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:14

4 identicon

Já eða miljónn bara! Það er allt fult af svöngu fólki í heiminum enn okkur er þó nær að hugsa fyrst um okkar fólk. Það eru td 20 til 30 einstæðar ÍSLENSKAR konur á Skaganum sem vantar íbúð enn þær verða bara að bíða...

óli (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Jenný. Þetta eru góðar fréttir og vonandi tekst vel til með Al-Waleed flóttafólkið og við getum boðið fleirum þaðan á næstunni. Eins og margoft hefur komið fram er íslendingar eina vona þessa fólks sem stendur.

Í Darfur er annað upp á teningnum. Þar hafa hjálparsveitir sameinuðu þjóðanna talverð umsvif en það er náttúrulega skömm alþjóðasamfélagsins að það skuli standa svo til ráþrota gagnvart stjórn Súdans til að koma í veg fyrir þjóðarhreinsanirnar í Darfur. Þær fara fram með nauðgunum. Starfsfólk SÞ segist vera hrædd við að vera vísað úr landi ef þeir láti þessi mál til sín taka. Það ætti auðvitað að vera búið fyrir löngu að senda öflugt lið friðargæslu sveita inn í landið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.6.2008 kl. 13:57

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Afsakið, hef ekki tíma til að íslenska þetta, en mér finnst þessi saga eiga vel við:

Once a man was walking along a beach. The sun was shining and it was a beautiful day. Off in the distance he could see a person going back and forth between the surf's edge and and the beach. Back and forth this person went.

As the man approached he could see that there were hundreds of starfish stranded on the sand as the result of the natural action of the tide. The man was stuck by the the apparent futility of the task. There were far too many starfish. Many of them were sure to perish. As he approached the person continued the task of picking up starfish one by one and throwing them into the surf.

As he came up to the person he said, "You must be crazy. There are thousands of miles of beach covered with starfish. You can't possibly make a difference." The person looked at the man. He then stooped down and pick up one more starfish and threw it back into the ocean. He turned back to the man and said, "It sure made a difference to that one!"

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.6.2008 kl. 13:58

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Megin astæðan fyrir vargöldinni í Darfur er loftlagsbreitingar.  Vegana minkandi regns hefur svæði á jaðri Sahara sunnanverðrar orðið nánast óbyggilegt til búsetu.  Fólk sækir suður en þar eru líka takmörkuð landgæði og barátta hefst um aðgang að þeim.

Átök vegna þessa gætu blossað upp víða á breiddagráðunni nálægt Sahara.  (og hafa etv þegar gert það)

Allt tal um "voða vondir muslimar" sem skýring á ósköpunum í Darfur er auðvitað bull.

En gott að konurnar og börnin eru á leiðinni frá Írak.  Hið besta mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.6.2008 kl. 14:00

8 Smámynd: halkatla

halkatla, 20.6.2008 kl. 14:01

9 identicon

Byrjaði að lesa söguna og hélt að krossfiskarnir kæmu alltaf til baka út af öldunum og hann hefði aldrei gert neinn mun.... skemmtileg saga samt :)

Ragnar (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 14:01

10 Smámynd: Linda litla

Það er hræðilegt að lesa um ástandið þarna. Ég er hlynnt því að hjálpa svona fólki, en það má samt ekki gleyma að það er fólk á Íslandi líka sem verður að hjálpa.

Komum Íslandi á réttan kjöl og hjálpum svo þeim sem minna mega sín erlendis. Það er virkileg þörf á því.

Eigðu góðan dag Jenný.

Linda litla, 20.6.2008 kl. 14:27

11 identicon

já já Ómar öllu má má nú kenna gróðurhúsaáhrifunum um. glæpalýður frá sádiarabíu gerir sér ferðir til Darfur héraðs í Súdan til þess að ræna, drepa og nauðga öllu því sem á vegi þeirra verður og allt vegna gróðurhúsa áhrifa ??...og það spillir ekki gleðinni fyrir þeim að íbúarnir eru kristnir.

steini (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 14:46

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mikið er ég fegin að þetta fólk skuli hafa fengið hæli hér á landi. Maður hefði orðið að neita því að vera Íslendingur ef við hefðum hafnað því.

Helga Magnúsdóttir, 20.6.2008 kl. 15:20

13 Smámynd: inqo

afhverju ekki bara að hafa þetta fólk heima hjá sér. ég er ekki með fordóma gagnvart múslimum, mér er bara illa við þá og vil ekki sjá þá hér nem sem ferðamenn. það er staðreynd og búið að sanna það að ef "fordómalaust" fólk er sett inn í þar til gerðar aðstæður þá blossa upp fordómar hjá þeim.

afhverju lækkar húsnæðisverð þar sem búa útlendingar og íbúðir verða illseljanlegar?

það er æðisleg hugsun að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. en það er ekki bara raunhæft, því miður.

ef það á að hjálpa þeim þá á að gera það heima hjá þeim.

inqo, 20.6.2008 kl. 15:24

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2008 kl. 15:24

15 identicon

HEYRÐU ...Hjálpaðu þinni eigin þjóð fyrst áður en þú ferð að rembast við að flytja inn flr vandamál til Íslands !!

Það er fullt af einstæðum foreldrum á Íslandi , íslenskum og slavneskum sem fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa hér á landi!!! Sæji þig í anda garga þig hása til að hjálpa þeim!!

Hvernig væri að þú tækir nú að þér eina fátæka fjölskyldu hér á landi myndir hjálpa þeim frekar en að reyna að fylla Ísland af útlendingum sem hata vestræna menningu.

Villtu að ástandið á Íslandi verði eins og Danmörku/Svíþjóð/Serbiu/frakklandi/ Belgiu td. ?

Arabar koma aldrei til með að aðlagast Íslandi heldur munu þeir ætlast til þess að Ísland aðlagist að þeim!!

 Að vilja fá þetta fók hingað lýsir einskærri fáfræði, heimsóttu nú endilega löndin í kring um okkur áður en þú ferð að básúna svona út í loftið eins og tóm tunna.

Þú kannski heldur að þú sért að gera góðverk með þessu, en raunveruleikinn er bara ekki svo einfaldur.

Gerðu þjóð þinni góðverk og farðu til Pakistan til að hjálpa til ;)

Börn framtíðarinnar þurfa að lenda í borgarastyrjöldum útaf fólki eins og þér!

Konur framtíðarinnar munu þurfa að bera burka vegna þín og þinna líka.

Feministar verða grýttir til dauða.

Kvenmenn missa réttindi sín.

Mannréttindi munu verða fótum troðin vegna þess að fólk eins og þú gafst landið okkar og gerðir það að þriðjaheimsríki.

ÞETTA ER AÐ GERAST í löndunum í kringum þig..núna.

Veistu að td Austurbæjarskóli hefur nú þegar tekið svínakjöt af matseðli barnanna, VEGNA trúarofstækis útlendinga?????

Kallaðu mig bara rasista mér er slétt sama. En mér er ekki sama um land mitt og þjóð. 

Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:32

16 Smámynd: inqo

þegar fólk fær ríkisborgararétt t.d. á íslandi, er það þá orðið íslendingar?

hvenær verða vestur-íslendingar kanadabúar?

inqo, 20.6.2008 kl. 15:34

17 Smámynd: Kolgrima

Sigríður Bryndís, ég hef búið í Bretlandi og heimsótt margar fjölmenningarborgir. Þar eru hálfu og heilu hverfin sem heita í eftir fjarlægum löndum, svo sem Lýbíu, Kína, Indlandi, Pakistan og Marokko. Þar gengur sambúð fólks af ólíkum uppruna alveg ágætlega.

En af því að ástandið á að vera svo slæmt hjá þeim þjóðum sem við erum skyldust, var ég dálítið spennt yfir að geta kannski lent í innflytjendaslag í Osló í síðustu viku. En viti menn, þar er allt með kyrrum kjörum. 

Jenný, þess vildi ég óska að það væri hægt að garga heiminn betri! Hafðu það gott í sólinni

Kolgrima, 20.6.2008 kl. 16:18

18 Smámynd: María Guðmundsdóttir

uss thetta er svo vidkvæmt málefni. skil alveg báda adila,eru jú margir sem tharf ad hjálpa heimavid en ber okkur nú ekki skylda til ad hjálpa fleirum. Erum vid ekki adili ad sameinudu thjódunum og eru ekki thar til gerdir samningar um ad taka vid flóttafólki? thá ber ad virda, skil bara ekki af hverju er ekki hægt ad hjálpa bádum adilum,innanlands sem utan.

Audvitad verda aldrei øll dýrin i skóginum vinir, en thad skrattans hjálpar ekki ad vera med adskilnadarvidhorf. Thetta fólk á ekkert val hvert thad fer,vill bara fá ad halda lífi eins og vid hin. Svo er bara spurning hvernig tekst til med ad adlaga thad ad islenskum sidum og menningu.. en thad hjálpar skrattans ekki ef thau upplifa sig ekki velkomin.

Kvedja til thín Jenný og góda helgi.

María Guðmundsdóttir, 20.6.2008 kl. 17:28

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Í hvert sinn sem hjálparstarf er í umræðunni, heyrast raddir sem taka undir það sjónarmið að farsælast sé að beina sjónum okkar að þeim sem bágt eiga hér á Íslandi og þegar allt sé komið í lukkunnar velstand heimafyrir getum við séð hvað við erum aflögu fær um handa fólki á framandi slóðum. Þessar raddir nota setningar eins og " best að taka til í eigin ranni" og "hugsa um eigin fólk" eins og það sé góður og gildur siðaboðskapur í þessu tilliti.  

Auðvitað er augljóst að í öllum löndum heims eru einhverjir sem eru fátækir eða minna mega sín. Ef að það væri stefna þjóðanna upp til hópa að þær létu ekkert af hendi rakna til hjálparstarfsemi til annarra þjóða á meðan eitthvað amaði að heima fyrir, þá mundi öll hjálparstarfsemi leggjast af í heiminum. Mest af hjálparstarsemi, alþjóðlegra jafnt sem minni stofnana,  lýtur að því að koma þeim til hjálpar sem ella mundu deyja eða hljóta af varanlegan miska.

Jurgen spyr af hverju nágrannalönd Palestínu séu ekki löngu búin að taka við þessu fólki. Svarið er að þetta fólk er upprunalega frá Palestínu og eru afkomendur þeira sem fengu hæli í Írak upp úr 1948. Eftir innrás bandamanna í Írak var þetta fólk ofsótt. Það hefur ekki í nein hús að venda vegna þess að allar flóttamnannbúðir Sýrlands eru fullar af Írökum sem eru ekkert vinveittir þessu fólki. Að auki eru þetta einstæðar mæður sem flestir þarna um slóðir eru afar fordóamfullir gagnvart. Við þetta bætist að konurnar eru vegabréfalausar og kemst því hvergi, enda voru þær stöðvaðar þegar það ætlaði sér inn í Sýrland fyrir meira en tveimur árum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.6.2008 kl. 17:45

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er eitt sem gleymist í þessari umræðu og það er sú staðreynd að með flóttafólki fylgja peningar og skapa ákveðna vinnu í bæjarfélögum sem taka á móti þeim. Íbúðir eru borgaðar af ríkinu og hingað til hafa Íslendingar ekki verið svo ílla settir að bæjarfélög þurfi ríkisaðstoð við aðstoð á heimamönnum, ef svo er getum við leitað til Rauða Krossins eins og það fólk sem við erum að bjarga frá hugsanlegum morðum  og ísbjörnum arabalanda. 

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 17:50

21 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þettq fólk er í neyð, svo mikilli neyð að við skulum bara leggja öll okkar vandamál til hliðar í bili, allavega um óákveðin tíma.

Okkar neyð er náttúrulega ekki nema kássa af atvinnuleysi, einstæðar mæður sem geta varla veitt börnum sínum mat eða húsaskjól, börn sem geta ekki alist upp hjá blóðforeldrum sínum, Útigangsfólk deyr í hverjum mánuði, heilbrigðiskerfi sem hrundi.

Enn jú við gátum ekki hjálpað hvorugum Ísbirninum því þá ekki að hjálpa einhverju öðrum málstað í staðin.

Haldiði ekki að við séum að auka vandamálin hjá okkur með þessum innflutningi? 

Mig langar stundum til að garga mig vanaðan. 

S. Lúther Gestsson, 20.6.2008 kl. 18:20

22 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvers vegna þarf alltaf að setja þetta upp sem eitthvað "annaðhvort eða" dæmi? Haldið þið virkilega að það sé ómögulegt að leysa vandamálið "hér heima" um leið og við hjálpum þeim sem hafa það enn verra?

Haldið þið að peningarnir sem fara í þetta (því monní meiks ðö vörld gó ránd - ekki satt) hafi verið eyrnamerktir henni Jónu Jóns á Skaganum?

Vandinn er ekki fjárskortur. Vandamálin eru misskipting og fordómar.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.6.2008 kl. 19:01

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ótrúlegt að sjá einn kommentatorinn segja þetta global warming að kenna og þurrkum. Hvaðan fær svona fólk upplýsingar?

Súdan er með einn hraðast vaxandi efnahag í heimi og stútfull af olíuauði þar sem flottræflarnir keyra um á blæjubensum og lifa in the fast lane í Khartoum.  Þarna er miskipting auðsins skelfileg og trúarbragðastríð.

Alis Auma (Lakvena) var hjátrúarfullur kristinn geðsjúklingur, sem kveikti neistann sem hleypti bálinu af stað fyrir 20 árum og enn er Holy Ghost Army hennar aðal uppreisnaraðilinn, sem þjálfar börn til kaldrifjaðra morða. Fólk hefur flúið heimabyggði í óbyggði. Þetta eru flóttamenn.  Þetta er þó engum vondum múslimum eða kristnum að kenna heldur gerspilltri stjórn, sem er leppstjórn gráðugra iðnríkja.

Ástandið er okkur að kenna og Spjótin eiga ekki að beinast að stjórn súdan eða trúarhópum þar heldur eiga allar þjóðir að beina spjótum að þeim, sem viðhalda miskiptingunni og dæla vopnum þarna inn. Bæði Kínverjar, arabaþjóðir og hinn vestræni heimur er blóðugur upp að öxlum í þessu máli.

Það er sjálfsagt að hjálpa þessu fólki, þótt það virðist lítið og taka til fyrirmyndar parabelluna um krossfiskana hér að ofan.  Það er þó mikilvægara að þrýsta á stjórnvöld hér að setja sig inn í málið og beita sér fyrir breytingum viðhorfa á alþjóðavettvangi. Ef ekki þá eru þau samsek um viðurstyggðina.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.6.2008 kl. 19:02

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú ætla ég að aflétta kurteysiseiðnum og ávarpa þennan hálvita hann Ingólf Kristjánsson?

Ert þú algerlega tómur í hausnum kallinn minn eða ertu með hausinn upp í rassgatinu á þér?  Ertu að bera saman í bland við vitfirrtann rasisma þinn að húsnæðisverð bíði hnekki af návist Múslima (sem er tilbúningur) og þjóðerni svokallaðra vestur Íslendinga við hörmungar þessa fólks???  Veistu hvað þú ert á hálum ís hérna egósentríska paddan þín.  Hefurðu einhverja glóru um það yfirleitt hvað rennur út um kjaftinn á þér?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.6.2008 kl. 19:16

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér svo til skemmtunar fyrir góða fólkið: Smá pistill frá í den.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.6.2008 kl. 19:18

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir umræðuna.

Þetta með að taka fyrst til heima hjá sér er léleg undankomuleið fyrir þá sem vilja ekki taka ábyrgð.

Okkar vandamál eru lítil í samanburði.

Takk öll og Jóhanna alveg sérstaklega fyrir krossfiskasöguna.  Hún segir allt sem segja þarf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 19:50

27 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Okkar vandamál eru lítil segir þú Jenný, enn samt ráðum við engan vegin við þessi litlu vandamál.

Við höfum ekki heilsugæslu sem getur þjónað þessu fólki, við höfum ekki menntakerfi sem getur hjálpað þessu fólki, við höfum ekki vinnumarkað sem getur tekið á móti þessu fólki.

Þetta er alveg örugglega fólk sem á allt besta skilið enn því miður leysum við engan vanda með að færa það hingað, eingöngu frestum við vandamálinu hjá þeim.

Eigið góða helgi öll sömul. 

S. Lúther Gestsson, 20.6.2008 kl. 19:54

28 identicon

Hvar ætlum við að koma þessu aumingjafólki fyrir. Guð hjálpi mér. Landinn er að vaða aur og skít þessa daga lánin hafa hækkað bíllánið stendur ekki undir bílnum matarkostnaður heimillana farin til helv... Já endilega tökum til okkar 10 einstæðar mæður með hvorki meira enn minna enn 19 börn. Hver sér um þetta fólk ? Er það sveitafélagið sem tekur við þeim? Ég og þú skattborgararnir ?? Ég spyr.. Ég skal vera sammála þér Bryndís málið er bara með þennan endalausa innflutning á fólki að þetta fólk verður að átta sig á því að við erum íslendingar og við búum á Íslandi og ef þetta fólk ætlar að vera hérna og búa hérna þá verður það bara að hlýta okkar lögum og læra tungumálið. Þar sem ég bý er hellingur af innfluttu fólki ég veit um dæmi að fólk sem hefur búið hér í 10 ár getur ekki enn þann dag í dag bjargað sér á Íslensku. Þetta fólk á bara að vera heima hjá sér. Allt árið um kring eru  íslensku námskeið undantekningarlaust án greiðslu fyrir þessi grey. Hvað myndi gerast ef að ég myndi flytja til einhvers múslimalands og gengi svo bara um í hitanum í bikiní innan um  kellinarnar sem bara sést í augun á. Ætli ég kæmist upp með það afþví að ég bjó á Íslandi. !! Nei  ég er orðin dauðþreytt á þessum útlendingum enn svo eru það þeir útlendingar sem falla inn eru á Íslandi og búa eins og íslendingar. Bestu kveðjur

Sba (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 20:04

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko, mínir kæru Íslendingar, þið sem hafið svo miklar áhyggjur af löndum ykkar sem eiga svo bágt, búhú, og haldið að þessar 30 manneskjur komi til með að stöðva alla félagslegaþjónustu á landinu, til sjávar og sveita, eða því sem næst; HÆTTIÐ AÐ VÆLA það er sorglegt að lesa þessar réttlætingar á því að vilja ekki fá konurnar og börnin til Íslands.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 20:40

30 identicon

Nei þú skilur ekki Jenný. Það er rangt að hjálpa öðrum nema þú og þínir lifi algjörlega fullkomnu lífi.

Stebbi (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 20:45

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stebbi: Góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 20:46

32 identicon

Mér er bara farið að vera verulega óglatt af þessari umræðu. Hættur að nenna að svara þessu fólki..

Stebbi (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 20:56

33 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jurgen reit;

Spurning mín er því ennþá ósvöruð. AF hverju er þetta blessaða fólk látið drepast í flóttamannabúðum í alla þessa áratugi þegar nágrannaþjóðirnar hafa vel fjármagn til þess að létta þeim lífið. Af hverju rétta þeir ekki hjálparhönd ??

Þessar konur bjuggu áður flestar í Bagdad.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.6.2008 kl. 21:24

34 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jurgen; Það stendur ekkert út af í spurningum þínum. Öllu hefur verið svarað.

Það sem þú kallar "getuleysi og í raun vilja/miskunnarleysi nágranna þessa vesalings fólks." eru fordómar þínir að tala, og því miður verður þú að eiga við þá sjálfur. Engar upplýsingar, hversu ákvæmar sem þær eru, fá slegið á þær vofur, því þær búa í hjarta þínu en ekki huga.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.6.2008 kl. 23:39

35 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svanur: Ég er 100% sammála þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 23:45

36 identicon

Ef við ætlum að vera hluti af heiminum þá verðum við að taka þátt í honum. Vandamál heimsins eru okkar vandamál líka.

Grétar (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 00:56

37 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar; Hvaða forsendur hefur þú til að skilja ástæður marghrjáðra kvenna Í Al-Waleed sem ekki vilja koma til ÍSLANDS. Hvaðan kemur þér sá skilningur og þekking sem fær þig til að  "reka upp stór augu" í forundran yfir ákvörðunum kvenna sem margar hverjar eru búnar að ganga í gegnum þvílíkar hrellingar að jafnvel geðheilsa þeirra hefur beðið hnekki? - Forkostsleika þessarar umræðu eru greinilega engin mörk sett.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 00:57

38 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já auðvitað, afsakaðu Einar.  Þetta er auðvitað alls ekki vettvangur fyrir mig að tjá mig á.  Ég biðst innilega forláts á þessari frekju.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 01:26

39 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Óþarfa eyðsla á skattpeningum er nóg ástæða til þess að setja bann við flóttamönnum.

Alexander Kristófer Gústafsson, 21.6.2008 kl. 01:59

40 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hahahaha Svanur þú drepur mig.....frekjan þín...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.6.2008 kl. 02:25

41 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kæri Einar; Yfirlætis og hrokalaust, hvað kemur Íslam þessu máli eiginlega við?  Þessar konur hefðu alveg eins getað verið kristnar konur frá Darfúr.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 02:51

42 identicon

Ég vona svo sannarlega að fleiri munu garga sig hása, ef það verður til þess að bæta líf annarra.  Mig langar sjálfri til að fara að grenja við að lesa kommentin frá sumum hérna.  Fólk vælandi að það sé nú svo hræðilegt ástand á Íslandi og það er bara ekki pláss fyrir fleira fólk, sorrí!  Félagsmálin og atvinnuleysið svo rosalegt að jafnvel 10 konur og börnin þeirra setja allt á hausinn!

-  Það verður aldrei hægt að útrýma fátækt eða atvinnuleysi algerlega í neinu landi, því miður.  Sú afsökun að fyrst verði að taka til hér heima er ógild, því við verðum ALLTAF "takandi til".

- Hvar er nú fólkið sem básúnar að Ísland sé best og mest í öllum heiminum og ríkast af öllum og hér sé paradís?  Allt í einu er það orðið að þróunarlandi í munni fólks og allir að lepja dauðann úr skel?  Ísland hefur það bara FRÁBÆRT,  það að þurfa að sofna og hafa áhyggjur yfir visareikningnum gerir Ísland ekki að fátæku landi.

Þessar konur eru ekki hryðjuverkamenn og ekki börnin þeirra heldur.  Þær vilja örugglega bara fá að lifa öruggu lífi og geta alið upp börnin sín án þess að hafa áhyggjur af því hvort þau verði bitin af skriðdýrum, hvort þau fái nóg vatn/mat í dag eða hvort þeim verði nokkuð rænt eða þeim nauðgað á morgun.

Nágrannalöndin eru þegar með hundruðir þúsunda af flóttamönnum hjá sér, og við skömmumst yfir því að þau geta ekki tekið fleiri en vælum yfir að þurfa að taka á móti 30?

Svo býst ég við að þeim sömu "fordómalausu" Íslendingar finnist það sjálfsagt að þeir séu velkomnir að búa hvar sem þeim sýnist í heiminum?

Jæja þetta er orðið nógu langt.

Rebekka Búadóttir (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 08:50

43 identicon

Grr, svona er það, í æsingnum gleymir maður málfræðinni....   Þetta á auðvitað að vera "Íslendingum" en ekki "Íslendingar"

Rebekka Búadóttir (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 08:52

44 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Mér finnst svolítið lélegt að ef maður setur sig á móti því að flytja inn of mikið af fólki þá er maður orðin fordómafullur hryðjuverkamaður sem sem á varla skilið að hafa það gott. Lélegur pappír sem varla á að eyða orðum í.

Margur góður punktur hjá Rebekku. Það er samt löngu úrellt að miða sig við aðrar þjóðir. Ef Noregur tekur að sér nokkur hundruð þúsunda flóttafólks þá getum við það samt ekki. 

S. Lúther Gestsson, 21.6.2008 kl. 09:15

45 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lúther: Játaðu þig sigraðan.  Þetta sem þú ert að leggja til málanna stenst engan veginn.

Rebekka: Flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 10:17

46 identicon

Bara til að leiðrétta:  Ég er ekki að meina okkar nágrannalönd, heldur nágrannalönd Palestínu.  Sýrland, Líbanon og Jórdanía þurfa líka að taka á móti flóttamönnum frá Írak, en þeir skipta milljónum.  Stjórnmálaástandið er frekar (lesist: mjög) óstöðugt á þessu svæði, það hefur verið ófriður fyrir botni Miðjarðarhafsins í fleiri áratugi, og ég sé ekki að það skelli allt í einu á friður ef Íslandi dettur í hug að henda pening þangað.

Getur Ísland,  margfalt kosið ríkasta, fallegasta, þróaðasta og heimsins besta land í margra augum, ekki tekið á móti 10 einstæðum konum og börnunum þeirra?  Í alvörunni?  Ef ekki Ísland, hver annar?!

Íslendingar hafa tekið á móti færri en 500 flóttamönnum

Rebekka Búadóttir (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 11:19

47 identicon

Jurgen:

Þetta er það sem hann Svanur gerir, ef fólk er að ræða um múslima eða Islam og dirfist að til dæmis gagnrýna eitthvað í þeim trúarbrögðum,

að þá er hann mættur og gefur lúmskt í skyn að maður sé eitthvað illmenni og kynþáttahatari.

Hef oft séð hann commenta í umræðum um þessi mál og alltaf er það sama sagan. 

Skil vel Einar hér fyrir ofan, og síðan þig Jurgen þegar þú segir: að snúa málflutningi mínum yfir í það að ég hafi svart hjarta og fordómar mínir hafi áhrif á eðlilega skoðun á þessu máli.

Mér finnst dapurlegt að ekki megi tala um þessi mál og gagnrýna eitthvað sem betur mætti fara, alveg eins og maður gerir með t.d kristni, kaþólikka, búddisma... bara whatever, en ef islam er gagnrýnt að þá mæta svona "know it all" gæjar eins og Svanur.

Takk fyrir mig

E. Jakob Gíslason (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 11:24

48 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jurgen; Netið flóir af upplýsingum um þessi mál. Hversvegna lestu þig ekki aðeins til. Það væri alla vega betra en koma svona skvaldrandi inn á bloggþráð og heimta þar svör matreidd upp í þig eins og smákrakki.

Þú bendir á nágrannalönd Íraks og segir þau ábyrgðarlaus. Samt búa einmitt í þeim löndum sem þú tilgreinir milljónir flóttamanna frá Palestínu, Írak, Íran, og Afganistan. Og það sem meira er að þessi ríki hafa haldið uppi aðstoð við flóttamennina án teljandi aðstoðar frá alþjóðasamfélaginu. Hvað hefur Ísland tekið á móti mörgum af þessu svæði. Hversvegna eiga nágranalönd stríðshrjáðra landa að bera ein byrðina af flóttamannavandanum sem skapast.

Eins og allir sem kveinka sér undan því að þurfa horfa á þessar graftarbólur í sál sinni sem fordómar sannarlega eru í fullri alvöru, piprar þú mál þitt með klisjum eins og "ég er ekki fordómafullur" og "ég á vini sem eru..." Því miður Jörgen, þá bera önnur málsatriði í málflutningi þínum þessar fullyrðingar yfirliði. 

E. Jakob Gíslason; Ef þú hefur eitthvað til málanna að leggja annað en persónulega gagnrýni á mig þá segðu það. - Það er einkennandi fyrir alla umræðu í sambandi við Íslam og múslíma að allir virðast hafa á henni skoðun þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert kynnt sér málin. Ég hef hvergi látið í ljósi skoðanir mínar nema á eigin heimssíðu og reynt frekar að koma áleiðis upplýsingum sem eru í sjálfu sér öllum aðgengilegar annarsstaðar ef þeir bæru sig eftir þeim. Ef að slíkt kostar það ég fæ á mig "know it all" stimpil þá er það þess virði. Betra það en að umræðan verði að allsherjar "ég held" og "mér finnst" býttimarkaði.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 12:17

49 identicon

Þetta innlegg hjá þér Jenný og þessi umræða öll sem slík er vægast sagt barnaleg og jaðrar við heimskuleg sem slík. Þið standið í þeirri trú að það sé verið að bjarga einhverju þegar einhverjum örfáum einstaklingum er hleypt hingað til lands og berjið ykkur á brjóst yfir eigin  ætluðum mannkærleika og úthrópið hina sem hafa ekki sömu viðhorf og skoðanir og þið.

Lesið og hlustið á fréttir einn dag eða svo. Ástandið víða er orðið þannig að miljónir manna eru á hrakhólum og búa við ofsóknir og brot á mannréttindum uppá hvern einasta dag. Þetta á sér stað í Afríku, Suð- og mið ameríku, miðaustur löndum, asíu og víðar. Nákvæmur listi væri óhugnanleg lesning. Hvernig má það vera að þið standið í þeirri trú að íslendingar hafi lagt sitt lóð á vogaskálarnar við það að taka einhverja 30 flóttamenn eða 300 flóttamenn til landsins.

Þetta er djö... klámfix svona rétt til að friðþægja einhverja mannkærleikspostulana en í sjálfu sér engin lausn á vanda heimsins.

Hvernig stendur á því að það er ekki meira lagt uppúr því að alþjóðasamafélagið og alþjóðastofnair rétt einsog sameinuðu þjóðirnar og stríðsglæpadómstólar taki á þessu. Hvernig má það vera t.a.m að Mugabe getur ferðast um heiminn án þess að vera tekinn höndum og réttað yfir honum af alþjóðlegum dómstól. Hvernig má það vera að ýmsir þjóðarleiðtogar og krimmar geti vaðið uppi innan alþjóðasamfélagsins þrátt fyrir stríðsglæpi og skipulögð brot á mannréttindum. Myndi ætla að það myndi gera meira gagn til lengri tíma litið ef Ingibjörg Sólrún myndi þrýsta á um einhverjar raunhæfar aðgerðir innan alþjóðasamfélagsins en það eitt að flytja inn 30 flóttamenn. Vinsamlegast vaknið til vitundar.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:43

50 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jurgen: Hver veður sannleikanum sárreiðastur. Meinið við fordóma er að flestir sem eru haldnir þeim vita ekki einu sinni af því, eins og mál þitt sannar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 12:56

51 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Góð athugasemd Bryndís og fín grein um fordóma sem þú bentir á.

Einar;  Verð ég að passa mig?:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 15:45

52 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar; Hversu mikið var sakborningur sektaður fyrir að kalla ummæli viðkomandi fordómafull og hann sjálfan þess vegna fordómafullan. Hverskonar fordómar voru þetta sem sakborningur var dæmdur fyrir að hafa sakað viðkomandi um? 

Hverskonar fordóma ásaka ég þig um að hafa?

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 17:05

53 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Útlendingarnir, flóttafólkið eru ekki vandamál svo mikið er víst vandinn er frekar fólkið sem er að drepast úr ólund og hræðslu.

Hvaða vandamál fylgja útlendingum?  Þekkja ekki allir útlendinga?  eru útlendingar vont fólk? Maður bara spyr sig... óttalegur heimóttaskapur er þetta í fólki.  Brosum til fólksins, sjáum fólkið, bjóðum þau velkomin  þá fáum við ekkert nema gott til baka. Það er garanterað.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.6.2008 kl. 21:15

54 identicon

Það er uppi á þér typpið núna Svanur.  Þú ert konungur mótsagnanna og þegar þú getur ekki svarað lengur (svör þín eru að mestu orðhengilsháttur), þá vælirðu um fordóma og vænir viðmælendur þína um menntunarleysi, heimsku og illt innræti og flýrð svo af hólmi.

Það er gott dæmi um þetta á bloggþræði Ak-72 undir heitinu: "Hatursáróður, sköpun óvinar".  Endilega kíkið á þetta, þið aðdáendur Svans.

Ómar Bjarki.  Skýringar þínar á þjóðarmorðinu í Darfur er viðbjóðslegur fáránleiki.

marco (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 22:22

55 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

marco; Þakka þér þessa dembu. Staðreyndirnar í þessu máli tala fyrir sig sjálfar svo það er óþarfi að andmæla þér sérstaklega. Þú ert búin að hreiðra um þig í launsátrinu og ert greinilega enn sár yfir hrakförunum hjá Ak-72.  Í skjóli nafnleyndar getur maður sagt hvað sem er um hvern sem er greinilega.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.6.2008 kl. 22:34

56 identicon

Svanur.  Þú skrifar: "Staðreyndirnar í þessu máli tala fyrir sig sjálfar svo það er óþarfi að andmæla þér sérstaklega".

Þessi setning er alveg dæmigerð fyrir holhljóðið í öllum þínum málflutningi.

Hvaða staðreyndir í hvaða máli tala fyrir sig sjálfar?

Þú kallar menn fordómafulla hægri vinstri , segir þá illa lesna, gefur í skyn að þeir séu illa gefnir og illa innrættir.  Þú gerir þetta að vísu undir nafni.  Með því finnst þér kannski bættur skaðinn.

marco (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 22:45

57 identicon

Hvað haldið þið að við getum tekið á móti mörgum flóttamönnum ? Fimm milljónum kannski ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:54

58 identicon

Bryndís.  Ég vildi að það væri hægt.  Stundum er músin sem læðist ekkert betri en hin sem segir hlutina beint út.  Ég bið þig um að lesa færslur Svans vel yfir og rýna lítið eitt undir það sem virðist ljúft yfirborð.  Sjáðu svo til hvort þú kemur ekki auga á mynstrið sem ég bendi á.

marco (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:56

59 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

marco; Ég þakka þér fyrir að örva fólk til að lesa færslurnar mínar. Þær eru alveg nægjanlega innilegar til að lýsa því hvernig maður ég er. Hið sama verður því miður ekki sagt um þig sem ert nafnlaus og án ábyrgðar. -

Hitt er athyglisvert í þessari umræðu hvernig þú kemur valhoppandi inn í hana undir lokin með persónulegu skítkasti en hefur ekki eitt orð um málefnið að segja. Voru þér ekki einu sinni kenndir mannasiðir góurinn?

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 00:09

60 identicon

Ekkert að þakka Svanur.

marco (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:17

61 identicon

Þetta er ekki okkar vandamál!

Siggi (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 12:02

62 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hvar eru þessar tjaldbúðir á Akranesi fyrir húsnæðislausu einstæðu mæðurnar? Ég hef nú ekki séð þær þegar ég hef ekið þarna í gegn. Getur einhver bent mér á þær?

Jón Ragnarsson, 22.6.2008 kl. 14:57

63 identicon

Ekki myndi ég vilja búa við hliðina á múslimum. Ætli þeir myndi ekki reyna að troða sínum lífsstíl upp á mann og áreita kvenfólkið í fjölskyldunni hjá manni. Ef það myndi ekki ganga hjá þeim myndu þeir hella rafgeymasýru yfir mann eða skera af manni höfuðið.

But hey, flestum hérna finnst það allt í lagi af því það er í nafni trúarinnar, og það er bannað að gagnrýna hana.

Steini (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 16:59

64 identicon

Ég er gífurlega vonsvikin yfir svörum frá ýmsum samlöndum þeirra og óska heiminum þess að þeir flytji aldrei frá Íslandi,  sumir virðast hreinlega best geymdir á lítilli eyju lengst úti í hafsauga.

Treysti því að Akurnesingar sjái að sér og verði sér ekki til skammar þegar flóttamennirnir flytja í bæinn til þeirra.

Rebekka Búadóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 17:21

65 identicon

Ég trúi þessu ekki, ég skrifaði aftur vitlaust...  (vantar "edit" takka!)

Ég meina auðvitað "samlöndum mínum".....  Íslendingar,  skammist ykkar, þið vitið hverjið þið eruð.

Rebekka Búadóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 20:03

66 identicon

Miðað við að Svíar eru næstum því 10 milljónir en íslendingar í kringum 300 þúsundin. Þá eru 1800 flóttamenn til Svíþjóðar svona álíka og 57 flóttamenn til Íslands.

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 00:37

67 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mæltu manna heilastur Bárður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 01:34

68 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hefði ekki getað orðað þetta betur Bárður.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.6.2008 kl. 09:03

69 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bárður: Mikið rosalega er gaman að sjá þig aftur.  Velkominn.  Og þú segir nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa.

Þakka ykkur öllum fyrir umræðuna hérna, hún er hið besta mál, jafnvel þó ég og fleiri þurfum greinilega að horfast í augu við að það ríkir töluverð andúð og fordómar í garð útlendinga á meðal okkur.  Amk. í garð sumra útlendinga.

Og það er sko andskotinn hafi það ekkert gleðiefni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 09:13

70 identicon

:) Hvað skal annað en brosa af því fólki sem sakar aðra um það að vera smásálir og ómálefnalegir í sínum málflutningi þegar hinir sömu byggja skrif sín eingöngu á einhverju huglægu mati þess efnis hvað sé gott og gilt og hvað ekki.  Þetta á við fólk eins og þig Bárður. Þú kemur með ekkert inn í umræðuna en leggst í einhvern persónulegan skotgrafarhernað og svo kóar "rétttrúnaðarkórinn" undir.
Það sem margir hafa sett útá varðandi þetta mannkærleiksverk utanríkisráðherra er það að þetta er bara rétt einsog dropi í hafið og svona rétt til að friðþægja fólk og hafa einhverja tölfræði á pappírum að íslendingar hafi nú lagt sitt til þess að takast á við flóttamannavandamálið. Hvað með allar hinar miljónirnar sem eru á vergangi og búa við sult og seyru og viðvarandi ofbeldi og misþyrmingar. Eiga þeir bara að bíða þess að þeirra tími muni koma!!!
Eina raunhæfa og ásættanlega lausnin eða allavegna tilraun til að leysa vandamálið væri að alþjóðasamfélagið taki á þessu af fullum þunga og með raunhæfum aðgerðum. Það er grátlegt að horfa uppá að nánast ekkert hefur breyst frá tímum nasismans þegar skipulögð fjöldamorð áttu sér stað og alþjóðasamfélagið gerði nánast ekki neitt. En er sú staða í mörgum löndum að morð, misþyrmingar og hverskonar ofbeldi  er stundað með skipulögðum hætti og fólk flýr landa á milli. Og enn horfir alþjóðasamfélagið á með blinda auganu!!! Þið mannkynsfrelsar og gæðablóð ættuð að leggja ykkar að mörkum í stað þess að pípa hérna yfir því hvað aðrir séu vondir.
Eruð þið t.a.m. stuðningsaðilar einhverra hjálparstofnan. Eruð þið búin að taka að ykkur sos barn. Eruð þið yfirhöfuð búin að gera eitthvað annað en eitt það að gjamma hérna inni yfir því hvað aðrir séu fordómafullir og illa innrættir? Ég spyr.
Og þú Jenný Anna Baldursdóttir sem stofnandi þessa bloggþráðar. Ég vildi gjarnan spyrja þig svona persónulega. Hvað gerir þú svona prívat og persónulega til að lina þrautir þessa heims fyrst þér finnst ástæða til að garga á stundum.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 09:56

71 identicon

Spot on, Eggert.

marco (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:34

72 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Eggert. Fysrt þú kemur að þessu máli standandi á móralskri hásléttu, þá væri ekki úr vegi að upplýsa okkur hin hver hún er og hvernig þú komst þangað. Hversvegna segir þú okkur ekki hvert þitt framlag er áður en þú kallar eftir að annarra sé opinberað?

Og hver er tilgangurinn?

Á orðum þínum er helst að skilja að fólk sem stendur í svona smávægilegum reddingum við að bjarga fáeinum mannslífum séu í raun hræsnarar.

Þá væri líka áhugavert að heyra hverjar þessar "raunhæfu aðgerðir" alþjóðasamfélagsins ættu að vera.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 11:45

73 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eggert: Ég er með barn á vegum ABC og búin að vera í mörg ár.  Hvað ert þú að gera Eggert og hvað í ósköpunum kemur þetta málinu við?

Svanur: Rétt hjá þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 12:17

74 identicon


Sæll sjálfur Svanur.
Merkilegt nokk þá kem ég ekki af neinni móralski hlsléttu ólíkt þér og fleirum sem hafa komið að þessari umræðu því ég gef mig ekkert út fyrir það að vera eitthvað betri en annað fólk og vera þess umkomin að segja öðrum hvað þeir eigi að gera og hvernig. Það er nefnilega oft á tíðum megininntakið í skrifum margra þeirra sem að hér tjá sig að þeir segja "við" í tíma og ótíma og finnst að "við" ættum að gera þetta og "við" ættum að gera hitt og þá er þetta "við" samfélagið í sínu víðasta samhengi. Ég er fullviss um að oftar en ekki þá sé þetta fólk sem talar um "okkur" í þessu samhengi stútfullt af hræsni já. Viss um það að margir þeirra séu ekki að hafa mikið fyrir því að taka upp veskið svona prívat og persónulega og leggja til þeirra mála sem þau tala svo fjálglega fyrir enda finnst þeim best að þetta óskilgreinda mengi "við" sjái um málið. Þetta kalla ég helbera hræsni og yfirdrepsskap af versu sort. Ég sé að Jenný hefur jafnframt svarað og sagt að hún sé með barn á vegum ABC og það þykir mér loftsvert hjá henni. Hún ætti jafnframt að geta séð á svari mínu hérna að hvaða leiti ég tel þetta koma málinu við. En ég tek það fram enn og aftur að ég virði það við Jenný að vera með barn á vegum ABC. Svanur: Ég er ekki vanur því að þurfta að fá spurningu við spurningu. Getur þú ekki svarað því til hvað þú leggur til góðra mála. Ég sjálfur skal viðurkenna það að ég hef hugleitt að leggja góðu málefni eins og SOS barnastarfinu lið en aldrei komið því í framkvæmd. Kannski ég láti bara hreinlega verða af því fyrst ég er að tjá mig um þessi málefni á annað borð. Aftur á móti hef ég verið duglegur að taka þátt í söfnunum hér heimavið og styðja góð málefni ef eftir hefur verið leitast þó ég mætti sjálfsagt gera meira af því.
Getur þú engan veginn gert þér í hugarlund hvaða aðgerðir alþjóðasamgélagið gæti gripið til. Hvað með takmarkanir á vopnaframleiðslu og sölu? Hvað með að gera stríðsherra og einræðisherra réttlausa og eftirlýsta hvar sem til þeirra næst og rétta yfir þeim fyrir alþjóðlegum dómstólum. Það vita allir hvaða menn þetta eru. Þetta væru raunhæfar aðgerðir fyrir allar þær tugmiljónir ef ekki hundruðir miljóna sem líða fyrir illan aðbúnað og skort á mannréttindum.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:18

75 Smámynd: AK-72

Mér finnst nú frekar léttvægt talað, þegar menn tala um að flóttamannaðstoð til lítils hóps fólks, skipti engu máli og lesa má úr orðum sumra að þess vegna eigi ekki að taka á móti þeim. Það er einfaldlega rangt því fyrir fólkið sjálft, skiptir þetta heilmiklu máli, ný von, ný framtíð og laus úr helvíti á jörðu. Menn eiga að fagna því að komð sé til bjargar þó ekki nema brot af því fólki, og ef menn telja að það þurfi að grípa til aðgerða á alþjóðavettvangi til hjálpar, þá á að þrýsta á það og heimta að meir sé gert aukreitis. En það á ekki að koma niður á björgun þessa litla hóps sem hingað kemur nú líkt og einstaka menn vilja gera. Ef farið er eftir því og beðið eftir að eitthvað gerist á alþjóðavettvangi, þá tekur það fyrir það fyrsta óratíma og ég efast um að lífslíkur fólksins batni eitthvað á meðan pólitískt argaþras á alþjóðavettvangi gengur yfir.

Svo má kannski benda á það að þegar menn tala um að það eigi að bjarga fólki heima hjá sér  þá má benda á það að hér heima þurfum við ekki að díla við mútur, stríðsherra, vatnsskort,fjandsamlegar aðstæður veðurfarslega og samfélagslega auk stórhættulegs dýralífs. Reyndar þurfum við að eiga við Magnús Þór og Frjálslynda flokkinn en hvort hann slagi hátt upp í helvítið sem flóttamannabúðirnar eru, verður hver að dæma fyrir sig.

AK-72, 23.6.2008 kl. 23:07

76 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Flóttamannabúðir í öðrum löndum er ekki vandamál Íslands, ég skal segja það hreint út að Ísland ætti ekki að taka neina flóttamenn inn yfir höfuð.

Alexander Kristófer Gústafsson, 23.6.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2985743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband