Leita í fréttum mbl.is

Að kaupa sér fylgihluti

Um fræga og ríka fólkið gilda aðrar reglur en um hinn andlitslausa massa.

Það er staðreynd.

Svo getur manni fundist það gott eða slæmt allt eftir smekk og skoðunum.

Sko, Madonna, Jolie-Pitt-samsteypan, Elton, Bítlarnir og fólk af þessum kalíber býr í eigin heimi og það lýtur sínum eigin reglum.

Þetta er fólkið sem lætur loka Harrods í London ef það ætlar að kaupa sér inniskó.

Fólkið sem aldrei hittir neinn nema þá sem það ákveður að hitta, rekst sem sagt aldrei á fólk á kaffihúsi eða í bíó.  Aumingja fólkið, laun frægðarinnar (ég garga).

Þetta er fólk sem kaupir sér allt sem hugurinn girnist.

Líka börn.

Í gær langaði Elton John ekki í barn en í morgun hafði það breyst.

Sannið þið til, Elton fær sitt barn, á alveg sama einfalda mátann og hann lætur loka stórverslunum þegar hann kaupir sér gulrætur og tannkrem.

Flest af þessu fólki er eflaust ágætis fólk og verður gott við tökubörnin sín, ég efast ekki um það.

En það er engin trygging fyrir því og oftast fer þetta fólk framhjá venjulegu ættleiðingaferli, um það gildar aðrar reglur.

Ergó, allt getur farið á versta veg.

Alltaf þegar ég heyri af svona stingur það mig í hjartað. 

Það minnir mig á hversu skelfilega börn eru undirseld duttlungum fullorðinna og ég tala nú ekki um þau börn sem fáa eða enga talsmenn eiga.

Stundum þegar ég les um ættleiðingar "fína" fólksins þá hef ég á tilfinningunni að viðkomandi hafi fengið sér nýjan fylgihlut þegar barnið á í hlut.

Alveg: Hvort á ég að nota Channelveskið við dragtina eða krakkann?

Tek þó fram að ég veit ekkert um Elton John, þ.e. hvort hann verður gott eða slæmt foreldri.

Það er bara ekki málið.


mbl.is Elton John vill ættleiða dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Jenný Anna, mér fannst þetta eitthvað skakkt. Svolítið eins og að falla fyrir einhverju í búðinni! Skyndikaup eru sjaldnast skynsamleg.

Landa (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 20:49

2 identicon

Elsku hjartans Jenný mín, það er ekki hægt að versla sér neitt á íslensku, bara kaupa sér t.d. fylgihluti. Þetta er bara vinsamleg ábending ekki tilraun til argaþvargs. Af því mér finnst þú svo frábærlega skrifandi og skemmtileg þá er svo slæmt að svona slæðist inn ;O)

Flottur pistill, fyndið að tala um Jolie-Pitt SAMSTEYPUNA - hehehe!

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Angantýr, búin að laga.

Landa: Rétt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2009 kl. 21:20

4 Smámynd:

Já börn eru leiksoppar þeirra fullorðnu og undir þeirra dutlungum komin. Þetta er þó ekki það versta - sbr. tvær fréttir af stúlkubörnum í gær hér og hér.

, 13.9.2009 kl. 21:22

5 Smámynd: Eygló

Fæst þessa fólks hefur tíma til barnauppeldis og samveru. Hafa yfirleitt nannýjur og allra handa hjálp (sem er auðvitað fínt og gefur þeim meiri tíma með börnunum.

Svipað og þú segir með fylgihlutina, þá hugsa ég með mér að nú hafi hann/hún fengið sér sjaldgæfa hundategund með ættbók.

Eygló, 14.9.2009 kl. 01:53

6 identicon

Ég trúi því samt að Elton John myndi fara betur með börn en þess Kristján ( faðir Halldórs J fyrrum Icesavestjóra ) gerði á Kumbaravogi.

Stefán (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 09:32

7 identicon

Það er í raun ekkert óeðlilegt við það að búðir loki smá stund og oft er það þeirra frumkvæði. Það er ekki gaman að fá paparazzi lið sem ýtir við fólki og traðkar á hlutum til þess að ná sem bestu myndum. Búðirnar tapa líka engu á þessu enda verslar fræga fólkið fyrir hærri upphæðir.

 Britney skreppur inn á bensínstöð...

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=rRsxAI-RQ8A[/youtube]

 http://www.youtube.com/watch?v=rRsxAI-RQ8A

Versti kaflinn byrjar á 4:00 fyrir þá sem nenna ekki að horfa á allt myndbandið.

Geiri (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 15:34

8 identicon

Ég er ekki hissa á að Díana prinsessa hafi verið að reyna að forða sér frá þessum hrægömmum.

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2985743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.