Leita í fréttum mbl.is

Doremí

 haltukj.

Miðað við að þetta er fjórði dagur í algjöru raddleysi þá er ég nokkuð góð bara.

Fyrir utan þessa ógeðslegu flensu sem rænir mann raddböndunum þá er ég nokkurn veginn í heilu lagi.

En það er töluverð æfing í æðruleysi að geta ekki talað.

Bara hvíslað því allra nauðsynlegasta.

Allir og þá meina ég allir sem heyra í mér (lesist heyra EKKI í mér) eru með aulahúmor.

Þeir byrja undantekningarlaust að óska húsbandi til hamingju með þögnina.

Spyrja hvort hann hafi ekki tekið sér helgarfrí til að njóta þagnarinnar á heimilinu.

Ég gæti lamið þetta fólk en þar sem ég er ekki ofbeldiskona þá óska ég þess heitt að það detti á hausinn af eigin hvötum, meiði sig nokkuð illa og missi síðan röddina að eilífu.

Ókei, smá ýkjur en bara smá, vona að það detti og meiði sig illa en missi röddina aðeins í nokkur ár eða svo.

Húsband, hins vegar, sagðist vera farinn að sakna tjáningar minnar í morgun.

Það væri eitthvað svo einmannalegt og hálf sjúklegt að hafa mig nálægt sér steinþegjandi dögum saman.

Ég hugsaði: "Mátulegt á þig".  Það þarf að sýna fólki hvað það á, til að það fari að skilja verðmætið sem hefur borist upp í lúkurnar á því og því hættir til að fara með eins og steiktan fisk eða soðnar kartöflur.

En..

Ég ætla rétt að vona að ég fari að fá röddina.

Mikið skelfing er röddin mikilvæg hverri manneskju - að minnsta kosti mér.

Ég hef eitthvað svo margt að segja.

Miðað við að ég hef skoðanir á öllu og get ekki tjáð þær í tali milli manna, jafnast þessi örlög á við útlegð úr samfélagi fólksins sem ég elska að tala við.

Og það, börnin góð, á þessi kona hér svo sannarlega ekki skilið.

Do-re-mí-fa-so-la-fokkingdo.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

....ég er sæl á meðan lyklaborðið virkar hjá þér

Sigrún Jónsdóttir, 11.4.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

já segi það og skrifa..guði sé lof fyrir bloggið. Þú getur alveg haft rosalega hátt þó þú sért raddlaus krúttið mitt... Heyrumst

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.4.2009 kl. 22:08

3 identicon

Já það er þakkar vert að geta þó tjáð sig með skrift 

Marý Poppins er alltaf jafn góð. og hægt að raula með henni eða í það minnsta sungið með í huganum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Anna

Segðu við manninn þin.....Silence is golden but my eyes can see, silence is golden, golden..... manstu eftir laginu, manstu hverjir sungu það. Raulaðu það í huganum syngdu það síðan þegar þú fær röddina. 

Anna , 11.4.2009 kl. 22:42

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Býtta um vinahóp, öngvin spörníng...

Steingrímur Helgason, 11.4.2009 kl. 23:45

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur -tímabundið.

Húsbandið fær samúðarkveðjur í fráhvarfinu.  

(Á hann þig ekki á bandi ?)

Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.4.2009 kl. 03:51

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilega páska

Jónína Dúadóttir, 12.4.2009 kl. 06:11

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

missti hér røddina i vetur..en thad var bara i tvo daga, karl og krakkar voru HIMINLIFANDI  svo thú átt alla mina samúd..thú tekur thad med stæl thegar røddin kemur aftur.

Gledilega páska

María Guðmundsdóttir, 12.4.2009 kl. 07:49

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég legg til að þú kyssir alla sem hafa aulahúmorinn bless..........

Hrönn Sigurðardóttir, 12.4.2009 kl. 09:53

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilega Páska

Rödd þín mun upp rísa ... spái því!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.4.2009 kl. 11:07

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Rödd - hvað hefurðu að gera með rödd þegar þú getur hamrað á lyklaborðið kona!

Gleðilega páska kæra Jenný Anna og takk fyrir bloggvináttu þína.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.4.2009 kl. 12:08

12 Smámynd: Laufey B Waage

Eins gott þú getur skrifað.

Laufey B Waage, 13.4.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2985786

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.