Leita í fréttum mbl.is

Röppum, blúsum og bræðum

Hér er veikburða tilraun til aprílgabbs í Bretlandi.

Að Kerry Katona muni syngja fyrir landsleikinn í kvöld og muni breyta íslenska þjóðsöngnum.

Betur ef satt væri.

Ég get endalaust pirrað mig yfir þjóðsöngnum sem enginn getur sungið nema lærðir söngvarar og kórar.

Annars finnst mér að þjóðsöngvar eigi að vera skemmtilegir. 

Það á að skipta þeim út á fjögurra ára fresti.

Þeir eiga að endurspegla þá músík sem er í gangi hverju sinni.

Spaugstofan hefur sungið þjóðsönginn skemmtilega.

Ég hef reynt að rappa hann.

(Dóttir mín lærði nánast öll ljóð Steins Steinarrs með því að rappa þau, kjörið til lærdóms, rappið Íslandsöguna mín vegna.  Ekki að ég sé hrifin af rappi).

Ég er trylltur blúsaðdáandi svo maður tali ekki um rokk.

Komasho, hífopp.

Kannski er ég svona andþjóðleg en ég fæ alltaf óttatilfinningu þegar þjóðernisklámið verður of mikið.

Nema kannski í silfurhamaganginum eftir Ólympíuleikana síðast liðið sumar.

En hvað um það..

Skiptum út söngnum, fáum eitthvað hressandi danslag í staðinn.

Það geta þá allir dansað sér til skemmtunar í staðinn fyrir að standa og drjúpa höfði vælandi og eða hátíðlegir í andliti eins og uppskafningar.

Og hvaða tilfinningakúgun var í gangi þegar manni var bannað að slökkva á Guðsvors?

Hér í denn varð maður að stökkva til og slökkva á sjónvarpinu á sunnudagskvöldum áður en hann byrjaði nú eða bíða ella eftir að honum lyki.

Halló?


mbl.is Katona breytir íslenska þjóðsöngnum!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe og hver var að fylgjast með?

Sammála þér með þjóðsönginn! Hann er ekki vel fallin til flutnings af stoltum Íslendingum í lífsins ólgusjó

Hrönn Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Skiptum um allt nema þjóðsönginn.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.4.2009 kl. 14:06

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þeir skirrast einskis þessir Bretar þegar kemur að því að gera dálítið grín á kostnað Íslendinga eins og glöggt má sjá  hér. 

Þvílík sjálfumgleði.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 14:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér er eiginlega nákvæmlega sama um þjóðsönginn.  Var að fíflast smá.

Takk Svanur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2985875

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband