Leita í fréttum mbl.is

Svo aumingjalegt

Ég hef einu sinni átt í nágrannaerjum (ok tvisvar en annað skiptið bíttar ekki) og það er lífsreynsla sem ég hefði gjarnan viljað vera án.

Og þó, ég lærði af martraðarkenndri reynslunni.  Ég ákvað eftir að sá kafli var liðinn að ég skyldi aldrei fara í of mikil samskipti við nágranna mína.

Málið er að ef eitthvað fer úrskeiðis þá situr maður í súpunni og kemst hvergi.

Reyndar var þessi nágranni búin að terrorisera fleiri en mig, fólk flúði umvörpum. Viðkomandi stjórnaði heilum stigagangi með þýskum aga.  Hún angaði af sápu.

Ég ætla ekkert að vera að tíunda allt það kvalræði sem ég gekk í gegnum með viðkomandi en þegar skelfirinn lokaði kjallaradyrunum á börnin mín sem voru úti að leika sér bara svona til að kitla kvikindið í sér þá tók ég ákvörðun; Ég gat látið undan æðinu sem á mig rann vegna barnanna minna og framið eitthvað nú eða flutt.

Ég flutti og sá aldrei eftir því.

Annars er hellingur af fólki sem getur ekki búið í sambýli.  Þ.e. það telur sig geta það en "lendir" alltaf með fíflum sem gera líf þess óbærilegt.

Ég held að það sé víkingagenið í Íslendingum sem gerir það að verkum að við eigum helst heima í einbýli, amk. langar okkur flest í sér inngang, sér garða, sér þvottahús og allan pakkann.

("Sum" okkar langaði líka í einkaþotur, einkaþyrlur, einkaeyjur og einkastrendur og við vitum hvernig það fór).

Á meðan Danir t.d. fara bara og þvo úti á horni og eru hipp og kúl yfir félagsskapnum á meðan vélin vinnur sitt verk.

Nú voru friðartákn jólanna sjálfur trjábúskapurinn bitbein í blokk í bænum.

Einn dúndraði trénu á bíl hins, óvart sagði trékastarinn, með vilja gert sagði hinn.

Hvernig á heimurinn að geta orðið friðsamur ef fólk er í bullandi stríði í sama húsi?

Kommon, knúsist, elskist og drekkið saman kakó.

Þetta er svo aumingjalegt.

Alveg glatað.


mbl.is Nágrannaerjur vegna jólatrés
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er í draumastöðu í dag, ég bý í einbýlishúsi tímabundið.  Litháarnir 12 sem bjuggu á neðri hæðinni hjá mér fluttu út í lok nóvember.  Að vísu fékk ég upphringingu frá löggunni í vikunni, þeir voru að spyrja um einhvern Litháa sem skráður er á þetta heimilisfang.  Ég var svo fegin að þeir eru allir fluttir eitthvað annað. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.1.2009 kl. 02:01

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi já þetta er ósköp aumingjalegt...

Jónína Dúadóttir, 15.1.2009 kl. 05:59

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Víkingagenið já. Eða bara Bjartur í Sumarhúsum. Hann hefði nú ekki farið að deila þvottahúsi frekar en öðru. Ég var að flytja í blokk í fyrsta skipti á ævinni en sem betur fer er utanáliggjandi stigagangur, ég verð sjaldan vör við neinn. Nema gömlu konuna fyrir neðan mig sem hlustar á Rás 1 allan sólarhringinn, eða ég ímynda mér að það sé gömul kona, ég hef aldrei séð hana.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.1.2009 kl. 06:31

4 Smámynd: Hulla Dan

Ég elska þennan eina nágrana sem við eigum. Hann býr líka hinu megin við götuna í sínu eigin húsi. Hann er perla.

Hef búið í blokk og vona að ég þurfi þess ekki aftur. Ekki það að ég hafi átt slæma nágrana, alls ekki.
Þoli bara ekki að heyra allt sem fer fram á öðrum heimilum, vitandi það að þau heyra eins vel í mér og ég í þeim. Og svo þetta, að þurfa stöðugt að vera að sýna tillitsemi

Knús á þig.

Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 07:53

5 Smámynd: M

Bý í blokk en er víkingingur inn við beinið og langar í SÉR en.....

Á fína nágranna fyrir utan einn sem er fúll á móti. Held hann þoli ekki börn og mín eru fyrir ofan hann Hafa eðlilega hreyfiþörf og þakka fyrir það.  Svona fólk á ekki að eiga heima í sambýli.

En svo er ein kona á áttræðisaldri og hvartar yfir því að það sé ekkert líf í blokkinni. Spyr hvort ég haldi aldrei partý Hún er draumur í dós (blokk)

M, 15.1.2009 kl. 09:35

6 Smámynd: Himmalingur

Í þá gömlu bjó ég í Skipasundi. Við hlið mér var tvíbýlishús. Sá á neðri hæðinni elskaði þann á efri og sá á efri þótti vænt um þann á neðri. Náungakærleikurinn var svo mikill, að þegar húsið var málað, var neðri hlutinn hvítur og sá efri blár!

Himmalingur, 15.1.2009 kl. 09:40

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það eru til dásamlegar sögur af nágrannerjum. Eitt það yndislegasta sem ég man eftir var konan á neðri hæðinni hjá systur minni sem sigaði á hana lögreglu hvað eftir annað. Í eitt skipti fyrir að halda við tengdason sinn (sem systir mín hafði aldrei séð) og í annað skiptið fyrir að teygja handlegginn út um pínulítinn klósettglugga og berja þá gömlu í höfuðið með Fred Flintstone-kylfu. Ég þarf auðvitað ekki að taka fram að systir mín var þrælsek í því tilviki.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.1.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2985764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.