Leita í fréttum mbl.is

Siv féll af lista

Málamyndafrumvarpið um eftirlaunaósómann verður væntanlega að lögum í dag.

Ég ætla ekki að klappa fyrir því.

En ég sá aðeins frá Alþingi í gær eða fyrradag þegar frumvarpið var til umræðu.

Siv Friðleifs sem ég var búin að skipta um skoðun á vegna vasklegrar framgöngu hennar í þinginu undanfarið, var í ræðustól.

Siv stóð og messaði yfir þingheimi full af réttlátri reiði vegna mögulegrar skerðingar á lífeyrisréttindum þingmanna.

Hún sagðist reikna með að alþingismenn fengju launahækkun yrðu lífeyrisréttindin skert.

Það er nefnilega fjandans það!

Hoppaðu inn í raunveruleikan kæra þingkona.

Fólk sem er að fá lífeyrir greiddan úr almennum lífeyrissjóðum fá neyðina í andlitið í formi skerts lífeyris á nýju ári ef fram fer sem horfir og þar erum við að tala um aldraða og öryrkja sem draga fram lífið og rétt það af smánarlega lágum bótum.

Nú verður enn hert að þessum hópum án þess að nokkur uppbót komi í staðinn.

Það er vegna kreppurnar Siv Friðleifsdóttir.  Þú hefur væntanlega heyrt af henni?

Hvernig dettur konunni í hug að hún fái launhækkun vegna þess að siðlaus lífeyrisréttindi verða afnumin eða skert?

Er ekki í lagi?

Meiri ekkisens ruglið.  Það er alltaf eitthvað.

Siv fór aftur á svarta listann yfir sérhyglandi stjórnmálamenn.

Enda í Framsókn og ekki við miklu að búast.

Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.


mbl.is Með jöfnuði eða ójöfnuði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siv var heilbrigðisráðherra ásamt Jóni þau 5 ár sem við hjónin slógumst við LSH til að bjarga stráknum okkar.Í 3 á reyndum við að fá viðtal.Fengum ekki einu sinni símtal.Vinnubrögð Sivjar í þann tíma eru sorgleg.Jón ætla ég ekki að tala um

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:25

2 identicon

Þó ég sé í allt öðrum flokki en Siv, þá held ég að þú hafir misskilið hana,

illilega. Hún talaði um að kjararáð myndi hækka launin síðar.

http://eyjan.is/grimuratlason/2008/12/22/thessir-vildu-hafa-betri-kjor-en-adrir/

Óláfur (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:26

3 identicon

Kristinn h og Siv eru þó að meina þetta og þora. Ég hefði einfaldlega viljað samþykkt frumvarps Valgerðar Bjarnadóttur, en það gekk ekki. Giskaðu hver voru á móti

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:28

4 identicon

Er þetta ekki glæsileg framtíð á Íslandi fyrir svona unga framsækna konu sem Siv er....... Verður manni ekki flökurt?

J.Þ.A (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Anna

Otrulegt. Launahaekkun??? Og fyrir hvad???ad steipa tjodina i gjaldtrot og skuldir..........Flestir a altingi toku tatt i tessu. Teir kusu med eda a moti frumvorpum......

Hvernig vaeri ad bjoda teim a tingi a namsleid um hvernig a ad fara med peninga, og serstaklega peninga annarra. Tjodarrinnar.

Anna , 22.12.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2985757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.