Leita í fréttum mbl.is

Andskotans veðurfræðingarnir og lítil bók

Ja hver röndóttur, hugsaði ég áðan þegar ég las þessa frétt um að stormi sé spáð annað kvöld.

Geta nú ekki andskotans veðurfræðingarnir verið starfi sínu vaxnir og haldið þessu jólakortaástandi í veðrinu fram á annan í jólum svona upp á stemminguna, hugsaði ég jafnframt og sparkaði í sófaborðið.

Síðan tvinnaði ég saman nokkrum velvöldum formælingum og sendi út í andrúmsloftið.

Eins og allir vita þá eru það veðurfræðingarnir sem eru ábyrgir fyrir veðrinu og mér finnst þeir ekki standa sig þessa dagana.

En hver er ábyrgur fyrir kveikjaravandamálinu sem ég og fleiri stríðum við?

Ég veit ekki með ykkur en ég er stöðugt í vandræðum með kveikjara.  Þeir týnast eða þeim er stolið.

Nú eða þá að þeir virka ekki á örlagastundu.

Rosalega hlýtur einhver að hafa hagnast á að finna upp einnota (og það í orðsins örgustu)kveikjara.

Alveg eins og sá sem fann upp sogrörið og regnhlífarnar í drykkina.

Allt millar.

-----------------------------------------------------------

En að öðru.

Nýlega barst mér lítil bók sem heitir "Nær en blærinn".

Á bókarkápu stendur m.a.

"Það er von höfundarins að bókin geti að einhverju leyti hjálpað þeim sem eiga um sárt að binda hvort sem viðkomandi býr við skert lífsgæði vegna veikinda eða heilkennis eða er aðstandandi.  Margir takast á við hvort tveggja.  Bókin er einnig skrifuð í þeirri von að hún verði fólki hvatning til að eygja ljósglætu þegar myrkrið hellist tímabundið yfir, það haldi í vonina og ljósið, jafnvel þó leitin og leiðin að sátt við aðstæður sínar geti verið löng og ströng".

Ég tel að þessi bók höfði jafnt til fíkla og aðstandenda.  Það er von í bókinni. 

Nánari upplýsingar má fá með að fara inn á  www.seselia.com

Fín handbók að grípa til þegar syrtir í álin börnin góð.

Svo er að drífa sig í bókabúðina.

Farin að búa til rjómaís.

Falalalalala

 


mbl.is Stormi spáð um landið sunnan- og vestanvert annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm hér er byrjað að rigna........

Hrönn Sigurðardóttir, 22.12.2008 kl. 09:19

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Osss, já - ég var einmitt að vonast eftir hvítum, kyrrum jólum. Annars var ég líka að búa til rjómaís.  Gerði einhvern líkjörsís sem ég hef ekki prófað áður - fannst hann allt of væminn svo ég gerði annan, þú veist þennan gamla góða. Ekkert aðfangadagskvöld án rjómaíss.

Knús.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.12.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það er synd að fá ekki að halda í jólakortamyndina allavega fram á jóladag.

Anna frænka leysti kveikjaravandamálið á sínu heimili og á vinnustaðnum. Kaupa langan kertakveikjara kona. Enginn stingur slíkri græju á sig óvart. Svipaður munur og á skammbyssu og riffli. Auðvelt að komast óséður út með skammbyssuna en erfiðara að stinga á sig rifflinum.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.12.2008 kl. 10:51

4 identicon

Ég á kveikjara.Nota þá sjaldan núorðið.Einn er í bílnum og einn í veski og einn í skáp.Gamlar birgðir.Asahláka og rigning og rok hér í Grafarvogi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 10:59

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er með eindæmum hvað jólalúkkið þarf alltaf að breytast í votviðri og skolast niður í göturæsin rétt fyrir jólin......  Þetta eru illa innrættir veðurfræðingar - sennilega þeir sömu og spáðu afkastaveðri um aldamótin og drógu þar með úr sölu flugelda big time.  Þið munið svo hvernig veðrir var - jólakort og blíða.

Sokkar og einnota kveikjarar tilheyra flokki "gufaruppeinhvernvegin" hluta.  Pirrandi en landlægur fjandi.  Varúðarráðstafanir eru þó til.  Eiga alltaf tvo eldspýtustokka.  Þeir tilheyra öðrum flokki.  Og kaupa alltaf eins sokka.  Þá verður maður minna vör við afföllin.

Hafið það öll yndislegt - ég ætla að skella mér í jólafrí.

ding dong ding dong

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.12.2008 kl. 11:05

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kveikjaravandamál....þekkti það, en nú kaupi ég alltaf kartonið í Rangá og fæ frían kveikjara með...verst að kveikjaramagnið í skápnum kemur upp um stórreykingamanninn.  Verð að fara að hætta þessu

Sigrún Jónsdóttir, 22.12.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mig sárvantar stundum gamla shippoinn minn sem pabbi gaf mér einu sinni og lét meir að segja merkja hann með stöfunum mínum.  Ég týndi honum í Leikhúskjallaranum einhvern tíma á árunum ´69 - ´70 ef einhver skildi hafa fundið hann þá vinsamlegast sendið hann til mín gegn fundarlaunum.

Ómissandi tæki í roki og rigningu.  

Ía Jóhannsdóttir, 22.12.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2985757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.