Leita í fréttum mbl.is

Neytendanornin ég

 900

Ég var með heitstrengingar hér á blogginu mínu í vor um að taka mig á í verðeftirlitinu, skoða strimla, bera saman og sveleiðis.  Ég hef alltaf litið svo upp til fólks sem er með góða verðskynjun.

Ég þekki konu sem er svo töluglögg að hún man nánast hvert eitt og einasta verð í Bónus án þess að hafa fyrir því, hún þarf ekki strimla, hún man bara allan pakkann.

Þessa frábæru konu er ekki hægt að plata hún veit meira um verðlagningu heldur en Bónus sjálfur.  Djöfull finnst mér það flott.

En aftur að mér, þar er ekki margt merkilegt til frásagnar í verðeftirlitsdeildinni. 

Ég hef tekið strimla síðan ég ákvað að taka mig á í neytendahegðun, jájá vantar ekki upp á það, ég hef svo sett þá ofan á örbylgjuofnin.  Mjög ábyrg.  Ég raða þeim alveg og nánast strauja strimlana og það vantar ekki einn einasta.

En í gær þegar ég var að þrífa í eldhúsinu gekk ég fram á ræmurnar úr matvörubúðunum, tók þá upp, virti þá fyrir mér og henti þeim svo.  Þeir voru farnir að safna ryki og ég hef ekki borið saman verð á þeim í eitt einasta skipti.

En ég mun halda áfram að taka strimla og passa upp á þá.  Einn góðan veðurdag mun ég síðan fara að bera saman verðið á þeim og haga mér eins og manneskja í sambandi við innkaup.

Það er fólk eins og ég sem gerir verslunareigendur forríkt.

Ekki að ég sé ekki glöð með það pc en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

En nú veit ég hvað mjólkin kostar!  Það er framför.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sælar, neytendavitund okkar er á mjög lágu stígi því miður, við látum bjóða okkur hvað sem er. Það er okrað á okkur í matvöru,  fatnaði og á flest öllu sem hér er á boðstólnum.

Hvernig geta menn orðið svona ríkir á því að selja matvöru?  Komon.  Þetta er algjör þjóðarskömm.  Hvenær hundsa neytendur einhverja vöruflokka sökum verðlags?

Sjáðu olíufélögin, ekki vantar flottheitin á sölustöðum þeirra. Það eru við neytendur sem borgum fyrir þessi flottheit.

Ég versla yfirleitt í Krónunni þar sem ég versla mikið grænmeti og þar er úrvalið mikið og á góðu verði auk þess sem verðið hjá þeim er yfirleitt gott.  Fiskinn sem ég borða mikið af reyni ég að kaupa í fiskibúðum eða í Nóatúni.  Hvort ég er meðvituð sem neytandi get ég ekki dæmt um en ég reyni þó.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 2.8.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hér í danaveldi er öruggara að kanna strimilinn áður en þú ferð útúr matvörumarkaðnum, það sem er á tilboði gildir jafnvel ekki við kassan.

Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 2.8.2008 kl. 13:16

3 identicon

Við hugsum eins og högum okkur eins í verðalgaseftirlitinu. Eini munurinn er að bunkinn var á skrifborðinu en ekki örbylgjuofninum hjá mér ... þangað til nýlega ... þá fór hann á sama stað og hjá þér ... í ruslið  Við hugsum sem sagt alveg eins

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 13:28

4 Smámynd: Tína

Er ekki einhverstaðar sem segir "hálfnað er verk þá hafið er"? Ég tek nú ekki einu sinni strimilinn með út úr búðinni, hvað þá meir. Bóndinn aftur á móti tekur hann alltaf, en lengra kemst strimlagreyið ekki, því bóndinn hefur ekki einu sinni fyrir því að taka hann upp úr innkaupapokanum!!

Eigðu ljúfa helgi skemmtilegust.

Tína, 2.8.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG tek strimilinn oftast og les stundum, fylgist samt yfirleitt með þegar stimplað er inn svo ég geti gert athugasemd strax, er með eindæmum töluglögg og get borið saman strax, það er kostur og hefur sparð mér marga krónuna gegnum árin.  Farðu vel með þig VG dúllan mín. Heart Beat á rauðu ljósi

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 15:46

6 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er bara niðurdrepandi að borga við kassann örfáa nytjahluti í dag. Vonandi fer þetta að breytast

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.8.2008 kl. 15:47

7 Smámynd: Jens Guð

  Það er annað sem fólk mætti vera duglegra að gera:  Það er að fara yfir strimilinn strax við afgreiðslukassann.  Það er glettilega algengt að verð í hillu er annað og lægra en verð við kassa.  Sama á við um auglýstan afslátt.

  Um daginn keypti ég eitthvað í Nóatúni sem var auglýst að væri með tilteknum afslætti við kassa.  Afslátturinn skilaði sér ekki.  Ég gerði athugasemd.  Afgreiðsludaman svaraði eins og ekkert væri eðlilegra: 

  "Já,  ég veit.  Ég er nýbyrjuð að vinna hérna og kann ekki að draga afsláttinn frá."

  Síðan fór hún í hendingskasti að afgreiða næsta kúnna.  Ég sagðist vilja afsláttinn.  Stelpan bauðst til að kalla á aðstoð.  Í sama mund fékk ég áríðandi símtal frá útlöndum svo ég gekk frá og hélt út í bíl.  Um leið og ég gekk út úr búðinni heyrði ég að stelpan sagði við aðstoðarmann sem þá var kominn: 

  "Þetta er allt í lagi.  Það var maður hérna með smá vesen en hann er farinn."   

Jens Guð, 2.8.2008 kl. 16:16

8 identicon

Þetta er allt of algengt því miður. Það má eiginlega segja það að umþaðbil þriðjungur af þeirri vöru sem er í hillunum sé rangt verðmerktur miðað við kassa.  Ég gerði samanburð á þessu einu sinni og mér brá að sjá verðmuninn.  Verðið miðað við hillu og svo það sem ég borgaði var alls ekki það sama, á einni körfunni munaði 14 þúsund krónum rúmum.  Mér fannst það mikið. Ég fer einu sinni í viku að versla, og ef það svindlað á mér um 10.000 kall í hvert skipti þá er það hellingur á ári, eða um 520.000.-  á ári. 

Fólk labbar um búðina og sér að þetta kostar bara 33 krónur en svo kostar það kanski 45 krónur við kassann, maður kaupir 10 stykki og það gera litlar 120 krónur bara á þessari einu vöru.

Mér finnst þetta alvarlegt.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 16:22

9 Smámynd: Hulla Dan

Minn maður er ný farinn að skoða strimlana og viti menn. Við erum alltaf að græða!! Eða búðirnar að þéna minna
Í gær keypti ég 2 poka til að troða draslinu sem ég keypti ofan í, en þegar vökul augu míns manns renndu yfir strimilinn sá hann að ég borgaði fyrir 32 poka...

Svo hef ég einu sinni keypt 360 banana án þess að gera athugasemd við strimilinn... Algjör auli.

Hulla Dan, 2.8.2008 kl. 17:34

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Eins og venjulega fór ég í bónus og keypti þar t.d. mjólk og sagði við strákinn,ég er með 6,potta mjólk,ókey sagði hann og ég borgaði,fannst þetta óvenju hátt verð sem ég borgaði og skoðaði ég strimillinn þá kom í ljós að ég hafði borgað fyrir 66,potta mjólk .

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 20:12

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já maður er ekki nógu varkár að skoða ekki strimlana ég gleymi því alltaf verð að fara að passa upp á þetta. Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 2.8.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2985764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.