Leita í fréttum mbl.is

Tómur andskotans unaður

 03_sunbathing

Ég get ekki hugsað mér að fara í líkamsrækt.  Það eru margar ástæður fyrir því.

Ég þoli ekki svita-raka-táfýlulyktina sem ég finn inn á svoleiðis stöðum.  Þýðir ekki að segja mér að svoleiðis lykt sé ekki lengur til staðar.  Ég er lyktnæm kona.

Ég veit ekkert leiðinlegra en að hlaupa á bretti í tilgangsleysi og stara fram fyrir mig.  Ég er ekki að "gera" neitt á meðan og ég er ekki ein af því sem trúi að fegurð og hreysti náist með sársaukafullum hlaupum og lyftum.  Ég nenni ekki að hamast upp á mögulegt framtíðarform og vigtarhamingju.

Svo leiðist mér að djöflast við þessar aðstæður í hópi fullum af ókunnugu fólki.  Ég get ekki hlaupið á bretti og látið eins og konan við hliðina á mér komi mér ekki við.  Ég fæ samviskubit yfir því að nenna alls ekki í spjall á brettinu.  Finnst að ég EIGI að gera það.  Ég er biluð.  Só?

Og svo er ég sérviskufull og með undarleg antípöt.  Ég veit ekkert verra en að standa  alsber innan um fullt af fólki, hanga með því í sturtu og láta eins og það sé eðlilegast í heimi að vera í heví tjatti við þær aðstæður.  Ég vill vera í fötum þegar ég umgengst fólk.  Með leiðast hópsturtur.  Þannig er það, get ekki að því gert er ferlega undarleg á sumum sviðum.

Trúið mér í þau skipti sem ég fer í sund þá sé ég alls kyns lúllur og jónur hanga á klobbanum og ræða ástandið í þjóðfélaginu.  Ég bara GET ekki tekið svoleiðis umræður góðar og gildar.

Ég elska að ganga úti og njóta náttúrunnar - þegar ég er í stuði til þess, ekki af því að ég er á fyrirfram ákveðinni stundarskrá.  Þá hættir það að vera gaman.  Svona hlutir eiga að gefa manni gleði.  Annars er eins gott að sleppa þeim.

Það er ekki mikinn fögnuð að heyra í þeim hópi fólks sem ég þekki og er að fara í ræktina.  Það er svona álíka ánægt með það og þeir sem þurfa að fara að hitta skilorðsfulltrúann. 

Þess vegna væri svona líkamsræktartafla alveg að gera sig fyrir mig, einkum og sér í lagi af því hún er góð fyrir sykursjúka.

Ein pilla á dag kemur forminu í lag - og ég hangi bara og reyki í staðinn. 

Tómur andskotans unaður.

Ætli ég sé manneskjuhatari?

Nebb elska alla.

 

 


mbl.is Líkamsrækt í töfluformi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta lýst mér ljómandi vel á

Sigrún Jónsdóttir, 1.8.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Já upplifun þín eða sýn af líkamsræktarstöð er ei spennandi.  Allir eiga val og frábært að fólk fari sína leið varðandi heilsurækt því jú flest viljum við eiga góða heilsu og staðreynd er að hreyfing er holl.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.8.2008 kl. 21:33

3 identicon

Jessssss......! Finally einhver sem er sammála mér þ.e. með lyktina, nektina og allt það.......það sem fólk er búið að reyna að telja mér trú um að þetta sé bara í "nösunum" á mér!

thak you, thank you, thank you :) Er annars glettilega oft sammála þér!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

 Ég er mjög sammála þér. - En samt finnst mér ofboðslega gaman að hreyfa mig. - Bara ekki samkv. stundatöflu. -  Því væri ég alveg til í svona aðferð sem þú lýsir hér, ég mundi m.a.s. sleppa reykingunum ef því væri að skipta, og taka bara pilluna.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 22:02

5 identicon

Þú ert frábær! Gaman að heimsækja síðuna þína og einmitt vegna þess hve mikil manneskjuunnandi þú ert.

 Kær kveðja JJ

Jóhanna J (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Uss ég væri sko mökkandi 10 pakka á dag hangandi í hreyfingarleysi með kaffibrúsa í hendinni ef ég mögulega gæti.....hef bara ekki heilsu í það, þannig að ég verð að þykjast hafa gaman af nýjum lífsstíl....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.8.2008 kl. 23:45

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Lyktin og nektin fer ekki per se í mínar fínustu, en það er bara svo LEIÐINLEGT í líkamsrækt...

Pillu, takk!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.8.2008 kl. 01:09

8 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Prufaður www.kraftganga.is, rosa flott að fara í göngur með þeim, liðkunaræfingar og upphitunaræfingar, svo er verið að fara í skipulagðar göngur með :)

Ester Sveinbjarnardóttir, 2.8.2008 kl. 01:38

9 identicon

Jamm......   móðir mín var nokkrum árum eldri en þú... og sagði alltaf.. sama hvað,,, "ég vil og ætla ekki á elliheimili"............. EN ..svo fékk hún bæði Alsheimer og  Parkinsons á sama tíma!!!  Meðölin við öðru.. dugðu ekki við hinu... og öfugt... !!  Guð minn góður, þetta VAR erftitt!! Hún lést á elliheimili rétt orðin 69ára gömul.  !!!!

Auður (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 03:13

10 Smámynd: Hulla Dan

Að vera saman með öðrum í sturtu er bara EKKI ég! En ég skil alveg að fólk stundi líkamsrækt, jafnvel að sumir verði húkkt á henni. Ég er bara ekki í þeim hóp því að ég er svo löt.
Sé meiri að segja eftir þeim klukkutíma sem fer að labba til og frá vinnu, ef ég neyðist til að labba.
Elska hinsvegar að flatmaga í sófanum mínum með snakk og eitthvað fleira óhollt.

Hulla Dan, 2.8.2008 kl. 05:45

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

heart_104Góða helgi elsku Jenný mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 07:26

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

HEYR HEYR HEYR HEYR!!! uss...og madur hélt madur væri  æland bara..en rosalega léttir mér ad lesa thetta...i´m not alone  

"Ég veit ekkert verra en að standa  alsber innan um fullt af fólki, hanga með því í sturtu og láta eins og það sé eðlilegast í heimi að vera í heví tjatti við þær aðstæður.  Ég vill vera í fötum þegar ég umgengst fólk.  Með leiðast hópsturtur.  Þannig er það, get ekki að því gert er ferlega undarleg á sumum sviðum." 

ARG! eins og talad úr mínu hjarta kona gód  

eigdu gódan dag

María Guðmundsdóttir, 2.8.2008 kl. 11:05

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hmmm hljómar eins og spítt, þessi pillu-andskoti.

Það væri þó ansi freistandi að prófa...

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2008 kl. 11:23

14 identicon

hahahahahaha.Góð.Já lífið er einn unaður,og ég er oft í viku nakin innanum ókunnuga.Bara fínt hahahahaha.Og svamla um í sama baði og fjöldinn.En ég hef annað sjónarhorn á það sem fram fer þar en aðrir og vísa í sundbloggin mín.Lífið er unaður Reyklaus í 11 mánuði takk fyrir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 11:47

15 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Skemmtileg umræða hér.  Misjöfn erum við sem betur fer.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.8.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2985622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband