Leita í fréttum mbl.is

Af spíttrúminu og öðrum dóphúsgögnum

pull%20down%20bed%203 

Eftir að hafa sofið í lúxusrúmi hér á Leifs, svona betrabak fyrirkomulagi þá er eitt orðið ljóst.

Gamla hjónarúmið með neonljósunum og rekkverkinu verður ekki lengur notað af mér.

Fyrir liðlega tíu árum var spíttrúmið keypt eftir smáauglýsingu þegar við húsband vorum að byrja alvöru sambúð. 

Ég hef sagt ykkur frá téðu rúmi, með áföstum ljósum og hillusamstæðu, klósetti og innskotsborðum á við meðal tveggja herbergja íbúð.

Margar atlögur hef ég gert að rúmfjandanum, sem er svo ljótt að ég treysti mér ekki til að færa það í orð en ein elskuleg dóttir mín sagði við mig um daginn; mamma, nú skaltu hætta baráttunni við að losna við rúmið, það er svo ljótt, svo áttundi áratugurinn eitthvað að það fer að hrynja inn í Saltfélagið "anyday now".

Húsgögn á svipuðum aldri og rúmið eru kölluð spítthúsgögn á þessu heimili.  Minna á svona vodka í kók partý, slagsmál og kúfulla öskubakka.  Þið þekkið fílinginn.  Ég eyddi ekki löngum tíma í spíttpartíum en ég held að þau hafi farið fram í svona mubleríi.

En nú er húsband allur að koma til.  Hann nefnilega sefur eins og mófó í rúminu hennar Söru og Eriks.

Er allur eitthvað svo ungur og léttur á sér.

Ekki að hann sé gamall.  Ónei,

En þið ættuð að vita að rúm eins og okkar gerir manni hluti og einn af þeim er að maður yngist ekki rassgat enda ekki ætluð til eilífra nota hjá fólki sem helst aldrei vill skipta neinu út (á við suma ekki mig).

Farin að lúlla.

Újebb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú bara einhendir þér í rúmkaup eftir helgi, ekkert betra en gott rúm með góðum kalli í 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Fást rúm með kjéllingum í ?

Þröstur Unnar, 27.7.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Góð rúm eru - ja - góð!  Nauðsyn.  Sérstaklega eftir allt þetta flandur á mér í sumar og svefn í misgóðum rúmum er bara svo fáránlega gott að koma aftur í góða rúmið mitt hér heima...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.7.2008 kl. 00:05

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Var einmitt að prófa nýtt rúm hjá dóttir og tengdasyni....geðveikt!!! rafknúinn fjandi sem leggst svo vel undir manni að ég þarf að beita mig hörðu til að rísa upp aftur....þetta fer sko á " það sem mig langar í " listann.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.7.2008 kl. 00:15

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Er Vilbergurinn Einar að gera sig rúmlega við þig, gæzkan ?

Steingrímur Helgason, 28.7.2008 kl. 00:53

6 identicon

spíttrúm hahaha!!

alva (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 02:07

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nýja rúmið okkar er frá Betra bak, með dýnu sem er hönnuð af NASA og það er frábært. Að vísu ekki rafknúið, ég vildi það ekki

Njóttu dagsins mín kæra, fersk og fín úr góða rúminu

Jónína Dúadóttir, 28.7.2008 kl. 06:49

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott eins og venjulega  spíttrúm !!! það sem þér dettur í hug.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 09:07

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hlýtur að vera gott rúm. Sefur bara fram eftir degi.

Sigrún Jónsdóttir, 28.7.2008 kl. 09:35

10 identicon

Spítthúsgögnin mín eru farinn annað.Núna er það bara keypt "eitthvað svo varanlegt"í búið.Verst ef þið hjónin sofið allan sólarhringinn þarna í pössuninni,engin vinna,ekkert blogg eða lestur.Bara sofið

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:40

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Eyðir maður ekki þriðjungi ævinnar í rúminu? Það er þá eins gott að þeim þriðjungi sé vel varið.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:09

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ó já. Rúmin skipta máli. Ég tala nú ekki um ef húsbandið verður svona ungt í anda og létt á sér á skeiðvellinum þegar almennileg dýna er undir honum. Mig grunar að E.V. verði ekki lengi að henda út spítthúsgagninu þegar heim kemur, eftir Leifsgötu-reynsluna.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.7.2008 kl. 10:46

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið hafið alltaf sko skemmtilegar viðbætur við færslurnar mínar.

Ég elska ykkur í vöndul.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2985779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband