Leita í fréttum mbl.is

Misdýr mannslíf

Í annað skiptið á stuttum tíma, svona tiltölulega, fer minn heittelskaði á vídeóleiguna til að leigja eitthvað sem vert er á að horfa.  Ég er hrifnust af lögfræðimyndum eða kjaftamyndum eins og sumir vilja kalla þær..  Í fyrra skiptið kom hann með leikna heimildarmynd (kólumbíska) sem fjallar um hvernig unglingar eru nörruð til að gleypa hylki af eiturlyfjum (fleiri tugi) og smygla þeim til Bandaríkjanna.  Ég var ekkert sérstaklega upprifin, langaði ekki í raunveruleikatékk en var öllu fróðari um ljótan heiminn eftir að hafa horft á myndina.

Og í kvöld rauk minn af stað.  Ég beið vongóð.  Vonaði bara að hann kæmi ekki með stríðsmynd eða Sound of Music.  Lengra náðu mínar kröfur ekki.

Spennumynd sagði maðurinn.  Ók.  hljómaði vel og við byrjuðum að horfa.

"Shaking hands with the devil" heitir þessi heimildarmynd sem fjallar um mann sem endurlifir þjóðarmorðin í Rúanda, en hann er Kanadamaður og var í  SÞ.

Beisiklí þá stungu vesturlandabúar af og maðurinn horfði upp á fól friðargæslu drepið í hundruðum þúsunda, brytjað niður, konur, börn, menn, allir, án þess að hann fengi rönd við reist.

Ég er þakklát manninum mínum fyrir að hafa óvart leigt þessa mynd.

Það eru ekki svo mörg ár síðan þetta gerðist, eða 1994, heimurinn hafði ekki áhuga, var að horfa á réttarhöldin yfir OJ Simpson.

Það er eins og mig minni að ég hafi heyrt að það sama sé að gerast í Darfúr.

 Fáir taka eftir,ekkert hefur breyst.

Afríka má eitthvað svo missa sig.

Og svo fer maður á Moggann og sér að Brad Pitt er alveg bálillur yfir að einhver hafi náð myndum af hans dýrmætu familíu.  Það rýrir sölugildi myndanna sem hann ætlar að láta að taka sjálfur.

Að vísu til að gefa til góðgerðarstarfsemi og það er gott og ég er ekki að gera lítið úr því.

En það verður svo hjákátlegt í samanburði.

Ég hvet ykkur til að gefa ykkur stund til að horfa á þessa mynd.

Annars allt í sómanum á Leifsgötunni.

Kötturinn Núll biður að heilsa.


mbl.is Brad Pitt hótar lögsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er góð grein hjá þér Jenný mín ég mun sjá þessa mynd. Knús á þig ljósið mitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2008 kl. 23:41

2 identicon

Já, ég ætla að skoða þessa mynd.

Takk.

alva (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég er sem betur fer nægilega upplýst til að tárast yfir örlögum fólks í afríku. Ég er hins vegar ekki til í að horfa á mynd um efnið, á bara vont með að horfa á slíkar myndir.

Fylgist samt vel með þessum heimshluta og hef alltaf gert það. Vildi geta gert svo miklu meira en að styðja bara þennan eina gutta í Uganda.

Ragnheiður , 25.7.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, þetta er nú allt gott og blessað, en hvað hefur þú á móti Sound Of Music?

Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2008 kl. 02:04

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég segi eins og Ragga er nægilega upplýst til að finna til sterkrar samkenndar, stundum svo sterkrar að ég má hafa mig alla við svo ég missi ekki trúna á mannkynið og gangi um grátandi alla daga og ég meina það, ég er hræðilega viðkvæm fyrir þjáningum annarra og því óréttlæti sem meiri hluti jarðarbúa býr  við. Ég veit ekki hvort ég meika að horfa á myndina en ég geri þó það sem ég get sem einstaklingur til að bæta heiminn.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.7.2008 kl. 04:48

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tek áskoruninni. Horfi á þessa mynd.

Sigurður Þorsteinsson, 25.7.2008 kl. 07:38

7 Smámynd: Hulla Dan

Þetta er mynd sem ég er að hugsa um að sjá við tækjifæri.

Knús á þig mín kæra.

Hulla Dan, 25.7.2008 kl. 08:33

8 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Góð grein Jenný, ég ætla að sjá þessa mynd.  Held að allir hefðu gott af því.  Vonandi að Pittinn sjái hana fljótlega.

Elísabet Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 09:10

9 identicon

Ég ætla ekki að horfa á þessa mynd.Ég horfi á mannlega eymd á Íslandi daglega.Það dugar vel.Góð færsla.Gangi þér vel í "pössunarstarfinu"

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 11:00

10 Smámynd: Signý

Þessi mynd er rosaleg! Hún ætti eiginlega að vera bara skylduáhorf.

Signý, 25.7.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985766

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband