Leita í fréttum mbl.is

Löglegur díler til rannsóknar

Það kom mér ekki á óvart að Magnús Skúlason hafi verið leystur frá störfum fyrir að hafa ávísað lyfjum á nöfn fólks, án leyfis.

Maðurinn skrifaði sem sagt út lyfseðla á nöfn fólks út í bæ, sem hann lét síðan ná í í apótekin.  Það er ekki vitað til hverra lyfin fóru.  Það þarf vart að taka það fram að þetta voru ávanabindandi lyf.

Í fyrra var Magnúsi bannað að skrifa út ákveðna lyfjategund vegna þess að hann að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi lyfjum til fólks án þess að geta gefið upp haldbæra ástæðu.

Sem fyrrverandi pillukerling veit ég hversu stutt er á milli lífs og dauða hjá okkur sem höfum  misnotað lyf.  Ég veit líka að alltof margir deyja vegna of stórra skammta af lyfjum.  T.d. góð vinkona mín sem fanst látin í rúmi sínu að morgni fyrir fáeinum misserum síðan.

Magnús Skúlason er stétt sinni til skammar og á ekki að hafa aðgang að veiku fólki.

Í mínu tilfelli voru engir "Magnúsar" að skrifa út fyrir mig í ótæpilegu magni.  Ég hef alltaf haft lækna sem hafa verið heiðarlegir og vænir menn.  Ég var bara með fleiri en einn í takinu og þeir vissu svo sannarlega ekki hver að öðrum.  Við alkarnir erum lygarar af guðs náð á meðan við notum.

Magnúsarnir eru ekki margir, vona ég að minnsta kosti.  En þeir eru engu minni sölumenn dauðans en þeir sem selja dóp á götuhornum, ef ekki meiri.  Fólk lítur nefnilega upp til lækna, treystir þeim fyrir lífi sínu og sinna nánustu, þessa vegna eru Magnúsarnir stórhættulegir dílerar og glæpir þeirra óafsakanlegir. 

Ég vona að þessir dílerar kerfisins verði upprættir og þeir teknir úr umferð.  Þeir eiga ekki að hafa meirapróf á reseptblokkir.

Sveiattann.


mbl.is Skrifaði lyfseðla á nöfn án leyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Ekki er ég lyfjafíkill en eru þetta nú ekki dálítið stór orð? Dæmið eigi o.s.frv. Sá yðar er syndlaus er o.s.frv............. ha? Það eru ekki allir sem valda meiraprófi á hið ylhýra. Ha......

Bergur Thorberg, 27.5.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er nú svo saklaus að mér finnst hræðilegt til þess að vita að læknar séu ábyrgir fyrir hluta þeirra lyfja sem ganga kaupum og sölum í fíkniefnaheiminum. Ég þekki ekki mál Magnúsar en fagna því sannarlega að hann geti ekki skrifað upp á meira af lyfjum.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bergur: Stór orð hvað?  Ertu búin að lesa fréttina?  Gott að þú ert ekki lyfjafíkill, til hamingju með það.

Ólafur: Þetta er sorglegt.

Steingerður: Auðvitað er það hræðilegt að sumir læknar (fáir) skuli misnota það traust sem þeim er gefið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 09:29

4 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Eru þeir svo fáir?

Jú kanski af þessari stærðargráðu, en sem sjúklingur þá finnst mér í gegn um tíðina hafa verið allt of auðvelt að fá lyf skrifuð út af læknum, yfirleitt þarf maður að punga út miklum aukakostnaði í það að hitta annann lækni bara til þess að fá á hreynt að lyfin sem manni standa til boða séu í raun sniðug.

Mér hefur í gegn um tíðina verið boðið svo fáránlegt magn af mjög svo sterkum verkjalyfjum ( sem allir vita að hafa ekkert að seigja við langvarandi veikindum) svefnlyfjum ofl. að ef ég hefði einhverntíma leist þetta allt út og hvað þá notað það, væri maður þá ekki kominn fjandi langt í pillufíkn? Held nefninlega að oft byrji fíknin þarna, þú treystir á lækninn og bryður eitthvað sem þú hefur ekkert með að gera og þarft svo meira, því að upp kemur fíkn.

Ylfa Lind Gylfadóttir, 27.5.2008 kl. 09:46

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er sorglegt

Hólmdís Hjartardóttir, 27.5.2008 kl. 09:50

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ólafur: Auðvitað leyfi ég þessu að standa.  Reynsla fólks af læknum er auðvitað misjöfn, en ég hef ekki þessa reynslu, heldur þvert á móti. 

Ylfa Lind: Maður er auðvitað fyrst og síðast ábyrgur fyrir því hvað maður gerir í stöðunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 09:56

7 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Já það er sko alveg rétt hjá þér Jenný, en er ekki auðveldast að geta bara treyst á lækninn sinn, fyrir utan svo það að ég held að það séu bara ekkert allir sem hafa það í sér að geta lesið sér til um lyfin sín eða hafa vit á því að spyrja annann lækni.... mér finnst þetta hættulegt hversu auðvelt er að fá lyf, og ég held að ég og Ólafur séum að tala um nákvæmlega sama hlutinn..... það er of mikið í boði

Ylfa Lind Gylfadóttir, 27.5.2008 kl. 10:03

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hef nú aldrei lent í þínum sporum Jenný mín og þakka ég bara guði fyrir það, en hef kynnst því á annan hátt.
En ég er bakveik og út á það hefur mér verið komið á verkjalyf, sem var sagt að ég YRÐI að vera á, en nei ég bara strækaði á þetta rugl
og þar að auki er ég svo lánsöm að þola ekkert sterkara en vanalegt parataps. En ég tek undir með Ólafi það stendur ekki á að bjóða manni lyf, og þegar þeir segja þú verður að vera á þessu þá fæ ég nú bara æluna upp í háls, hver á að segja að við verðum?
Við verðum ekki neitt, en við ætlum segjum við sjálf og það er alveg sama í hverju það er.
Ég er mjög lánsöm með lækna hér á Húsavík, enda um úrvalslið að ræða. Er sammála þér með þennan Magnús.
                       Knús í daginn duglegust
                              Milla.
                       

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2008 kl. 10:19

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Milla mín.

Það verður að gæta sanngirni þegar talað er um þessi mál.  Ég hef þá reynslu að margir sem hafa misnotað lyf eru ansir snöggir að kenna læknunum um.  Oftar en ekki hefur komið í ljós að fólk hefur ekki sagt þeim allan sannleikann, verið með fleiri lækna til að skrifa uppá og því verið að gera þá ábyrga fyrir einhverju sem þeir bera ekki ábyrgð á.

Og svo eru "Magnúsarnir".  Ég trúi og vona að þeir séu ekki margir.  Amk. eru almennilegir læknar mun fleiri.

Og af hverju hafa læknar ekki reynt að troða í mig lyfjum?  Mikið rosalega hefði ég verið happí með að lenda á slíkum á meðan ég var á pillunum.  Þvert á móti þá voru þeir algjörir sparibaukar í lyfjamálum.

Já reynslan er misjöfn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 10:27

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 10:50

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er svakalegt mál og vonandi er þetta sjaldgæft en hins vegar er það staðreynd að margir læknar eru ansi viljugir að skrifa upp á vanabindandi lyf án þess að spyrja neitt frekar út í það. Fyrrverandi mágkona mín hafði einn svoleiðis heimilislækni sem var duglegur að sjá henni fyrir öllu sem hún vildi enda bruddi hún lyf eins og smarties sem því miður dró hana svo til dauða fyrir 5 árum síðan en læknirinn er stikkfrír og starfar ennþá sem heimilislæknir.

Huld S. Ringsted, 27.5.2008 kl. 10:58

12 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Auðvita þurfa margir sem eru að misnota lyf að ljúga til að fá þau

Og mikið er ég nú fegin að það voru ekki allir tilbúnir í að dæla í þig lyfjum Jenný mín, skárra er nú að hafa þig á lífi þó væri ekki meira

Ylfa Lind Gylfadóttir, 27.5.2008 kl. 11:17

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þetta er skrítið mál.

Samt fannst mér skýring hans, samkvæmt Fréttablaðinu, dáldið merkileg:

"Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf hann þá skýringu eftir hann var inntur eftir svörum við þessum gerðum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf" (Fréttablaðið)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 11:22

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ómar Bjarki: Já og svo las ég að þetta hafi verið amfetamín.  Ég vona að það séu ekki æðstu ráðamenn þjóðarinnar sem eru til "meðferðar" hjá Magnúsi.  Meira kjaftæðið.

Ylfa Lind: Guði sé lof fyrir allan heiminn að ég lifi.  Hahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 11:28

15 Smámynd: Bergur Thorberg

Veist þú hvernig í andskotanum stendur á því að allar ath.semdir við þessa færslu þína berast mér í tölvupósti?

Bergur Thorberg, 27.5.2008 kl. 11:36

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú gerist sjálfkrafa "áskrifandi" að öllum athugasemdum á þeim bloggum sem þú kommentar á, Bergur, nema þú afþakkir það. Þetta er eitthvað nýtt hjá mbl.is. Þú þarft að afhaka VAKTA ATHUGASEMDIR VIÐ ÞESSA FÆRSLU hér fyrir neðan.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2008 kl. 11:48

17 Smámynd: Bergur Thorberg

Takk fyrir Guðríður mín. Maður er bara ekki með. Ekki frekar en vant er.

Bergur Thorberg, 27.5.2008 kl. 11:53

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er hak hérna fyrir neðan dálkinn sem stendur "senda" Bergur minn.  Hehe, bara taka hakið úr.

Er sjálf að flippa út vegna fulls pósthólfs.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 12:42

19 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Elskulegur systur sonur minn sem lést fyrir 2 árum síðan var með nokkur símanúmer hjá læknum á hraðvali í símanum sínum..ekki vegna þess að hann þyrfti skyndilega á læknishjálp að halda...heldur vegna þess að hjá þessum læknum var hægt að kaupa lyfseðil á 5000 kr......og Magnús var einn af þeim

Læknar áttu stóran þátt í því að hann dó....það vita það allir sem þekka til alkóhólisma að margir læknar eru ötulir dópsalarnir, sumir læknarnir vita ekki af því eins og Jenný segir, því alkinn hefur iðulega fleiri en ein og tvo lækna á sínum snærum...en svo eru því miður margir sem selja lyfseðla

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.5.2008 kl. 12:47

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrafnhildur: Þetta er alveg ömurlegt.  Sama með vinkonu mína.  Hún lifði ekki af.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 14:01

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

eins og það er nú dapurlegt að vita að ágætur og hámenntaður læknir, Magnús Skúlason, hefur brugðist sínu hlutverki m.a. vegna eigin breyskleika, finnst mér líka dapurlegt margt sem hér er sett fram!

Læknar eru ekkert öðruvísi en annað fólk, misjafnir eins og þeir eru margir og því finnst mér það ekki við hæfi hjá sumum hérna að vera að draga upp einhver persónuleg dæmi, sem eiga að sanna eða sýna fram á að þetta sé nú ekkert "merkilegt" þessi læknastétt sé bara meira og minna á þessu róli! Svo eru sömuleiðis hér vægast sagt vafasamar fullyrðingar um að lyf séu bara þvinguð upp á fólk þvers og kruss og að fleiri deyji sökum lyfja frá læknum en að völdum eiturlyfja!? Þetta er nú ekki burðugt sem og fleira sem hér hefur komið fram, t.d. fullyrðing eins manns hérna um sitt "náttúrulega lyf", sem á að hafa reddað öllu heyrist mér?

ÖLL lyf eru í eðli sínu komin frá náttúrunni, svo einfalt er það nú!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.5.2008 kl. 16:17

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En hún Milla á Húsavík getur trútt um talað, fínir og víðfrægir læknar á Húsavík, t.d. yfirlæknirinn á sjúkrahúsinu og einn vinsælasti fegrunarsérfræðingur landsins, sem jafnframt er fv. yfirlæknir sjúkrahússins!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.5.2008 kl. 18:50

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Margur heldur mig sig!

"Fleiri deyja að völdum læknalyfja en vegna ólöglegra vímuefna"!

EF einangruð reynsla eins manns á að opinbera hinn stóra og eina sannleik um heila stétt manna sýna fram á vafasamt atferli hennar, ja, þá er nú lífið og tilveran orðin ansi hreint ofurraunsæ!

En alveg öfugt við manninn sem svo mikla trú hefur á eigin mikilvægi og þá greinilega ekki síður fyrir aðra en bara sjálfan sig, þá dæmi ég hann ekkert og er ALLS EKKI með dylgjur um hvað hann viti um hitt eða annað. Hins vegar bregst ég við orðum hans og

frásögn, sem eru nú heldur brotakennd og lítt marktæk.

En manni má vita, að bæði lyf og læknisfræði eru mér bæði nokkuð svo kunnir hlutir og nærtækir.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 14:53

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Magnús Geir, þú hefðir séð það strax hvers konar klassapía ég er,
Nota nú bara flottustu læknanna, en svona í alvöru þá hef ég einu sinni séð þennan víðfræga fegrunarlækni, mínir læknar sem ég leita til,
ja svona helst aldrei, en neyðist til þess stundum, þeir eru frægir fyrir að vera frábærir fyrir fólkið sem þarf á þeim að halda og sinna því vel.
Til dæmis get ég sagt það að ég hef aldrei komist´í það að fá þetta svokallaða fríkort.
Í restina af hverju get ég trútt um talað?.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 16:44

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð Guðrún Emilía!

Gott að heyra að ekki þurfir þú á fríkorti að halda, auðvitað sem best að fólk þurfi sem minnst á lyfjum að halda.

Jújú, agði þetta bara í léttum galsa, þú vissir áreiðanlega allt um læknana í þínum fallega bæ við Skjálfandáflóan!

En hefur einu sinni "séð" víðfræga fegrunarlæknin?

Þú meinar væntanlega að þú hafir hitt hann einu sinni kannski?

Hlýtur að hafa séð hann óteljandi sinnum, hann búin að búa þarna lengi skilst mér!

bk. austur.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 17:45

26 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Magnús hef einu sinni séð hann. Það sem ég segi meina ég.

Svo er þetta misskilningur í þér að maður þurfi að hitta lækni til að fá lyfin sín, ég hringi bara í endurnýjun á lyfseðlum, fæ fjölnota seðil sendan rafrænt niður í Apótek.
þar sem ég þarf alltaf sömu lyfin sem eru hjartameðulin sem eru þrennskonar, skjaldkyrtils, og hormónalyf, þarf ég ekki að hitta þá svo mjög fer svo í eftirlit á hjartadeild sjúkrahússins á Akureyri
tvisvar á ári.

Ég er bara búin að búa hér í 3 ár en er búin að koma hingað á hverju ári í 40 ár, og hef ekki þurft að sækja neina lækna heim.

Svo er það þetta með fríkortið, finnst þú veist það ekki,
sem betur fer fyrir þig, þá er það þannig að er þú ert búin að borga vist fyrir þjónustu hjá læknum færðu þetta fríkort, en held að þú verðir að sækja um það á viðkomandi heilsugæslu.

Vonandi hef ég gefið þér tæmandi upplýsingar
                     Kveðja frá Húsavikinni fögru.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 18:25

27 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín ágæta Guðrún Emilía.

bið þig forláts á því, en fegrunarlæknirinn títtnefndi hefur víst búið yfir aldarfjórðung á Húsavík svo ég hélt þú værir ekki alveg nákvæm, en látum það nú vera.

Þú ert hins vegar sjálf að misskilja mig bæði og að ætla mér litla þekkingu á bæði hvernig fólk getur na´lgast lyf og hvers eðlis lyfjakortin eru. Veit nú sitthvað um þessa hluti af eigin reynslu sem flestir öðlast nú einhvern tíman auk þess sem nóg er af bæði læknum og lyfjafræðingum í minni nánustu fjölskyldu. Túlkaði orð þín um að þú þyrftir ekki á lyfjakorti að halda sem þú værir ekki þurfi lyfja, sem þýðir þá ekki að ég viti ekki hvers eðlis kortin eru.Og að sjálfsögðu veit ég að ekki þarf viðtal við lækni til að endurnýja lyfseðla, nema að breyting verði á lyfjum eða á skömmtum.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.5.2008 kl. 17:20

28 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að við misskiljum ekki hvort annað meir.
                       Kveðja

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2985775

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.