Leita í fréttum mbl.is

Bækur og boltar

Ég sat úti á svölum í dag og las og las og las.  Það gerði ég sko eftir að hafa sumarþrifið svalirnar, garðhúsgögnin og grillið.  Ok, ég ryksugaði grillið aðeins. 

Ég skúraði líka og bar eitt og annað ofan í geymslu en ég ætla ekki að fara nánar út í það plebbarnir ykkar.

5386

Ég er að lesa  skáldævisögu Guðbergs Bergssonar sem er komin út í kilju.  Hún kom upphaflega út í tveimur bindum en er sem sagt kominn í eina bók núna.

Það er ekki til fallegri orðatónlist en sú sem Guðbergur Bergsson skapar.  Í nútímanum auðvitað.  Ég fer í hrifningarvímu og langar að stökkva út á næsta horn upp á eplakassa og deila með mér upplifuninni.  Ég veit, ég er tilfinningavöndull og ógeðslega hrifnæm og væmin.  Ég segi ykkur það krakkar mínir að ef þið kunnið að lesa og hafið ekki lesið þessar bækur, gerið það núna.  Kiljur eru svo hentugar í bústaðinn, á ströndina, í bílinn (ef þið eru ekki að keyra, bara svo mér verði ekki súað hérna) og á kaffihúsið.

5383

Og meðfram Guðbergi (eða framhjá honum, eftir því hvernig á það er litið) er ég að glugga í nýútkomið ritsafn með ljóðum Þórarins Eldjárns.  Þar fer enn einn snillingur orðsins.  Ég á flestar bækurnar hans en það er frábært að fá þær í einni bók.  Þórarinn er með mestum húmoristum og ljóðasnillingum á Íslandi fyrr og síðar, leyfi ég mér að segja.

Það er ekki leiðinlegt lífið í bókaveröldinni börnin góð.

Hvað mynduð þið gera ef þið hefðuð mig ekki til að forlesaW00t fyrir ykkur?  Ha???

Þið þyrftuð að glápa á Kiljuna öllum stundum og pæla í gegnum hvurn doðrantinn á fætur öðrum, mörgum hundleiðinlegum.  Jájá.

Farin að dýfa mér í bók.

bolti

Sko, þið sem eruð að bíða eftir boltanum sem nefndur er í fyrirsögninni - hann er ekki til umfjöllunar hér, mér fannst þetta bara svo krúttleg fyrirsögn.

Þorrí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þínar setningar hljóma nú stundum (oft, m.a.s.) sem fegursta tónlist í mínum eyrum frú Jenný.

Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú bara prakkari og megakrútt elskið mitt.  Alltaf gaman að lesa bloggin þín.  Gott að hafa einhvern sem forles fyrir mann, nú langar mig að kíkja á Straujárnið

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vááááá ég er búin að skrifa tvær færslur og allt dettur út.  Ætlaði bara að segja að þú er mega krútt og snillingur.  Gott að hafa svona forlesara og núna langar mig að kíkja á meistara straujárn (eldjárn)  hafðu það gott dúllið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú á ég ekki til aukatekið orð, týnda færslan fundin, jæja svona er þetta stundum GN

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:04

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.5.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Laufey B Waage

Já sjálfsævisögurnar hans Guðbergs eru með því besta sem ég hef lesið, ég tek svo sannarlega undir það. Og vel skrifaðar bækur eru hreinn unaður. - Eitt af því sem gefur lífinu lit.

Laufey B Waage, 14.5.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

OMG hvað ég verð bara að taka þín orð fyrir þessu. Allavega þar til ég verð fullorðin og nógu þroskuð til að lesa svona fagurbókmenntir. En þú ert megakrútt og mátt alveg koma og þrífa garðinn hjá mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 00:08

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mátt líka alveg koma og lesa upphátt fyrir mig!!

Bara ekki Guðberg

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 00:11

10 identicon

HA !!  Ertu að stofna bókalestrarklúbb ??

En ég les aldrei ... nema blogg.  Og þó

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:43

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir þessa bókafærslu, er komin í smá frí og veit fátt skemmtilegra en að lesa góðar bækur

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.5.2008 kl. 01:43

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Búið að segja allt sem ég hefði sagt, svo ég býð bara góðan dag

Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 07:28

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigrún: Takk kærlega.

Ásdís: Þú náðir þessu.

Laufey: Við erum sammála.

Jóna: Ljúktu við Saffraneldhúsið (ef þú ert ekki þegar búin að því) og ég lána þér eina frábæra í viðbót).

Hrönn: Hvaða fordómar eru þetta gagnvart Guðbergi? 

Guðrún: Þú verður að halda við íslenskunni þarna í Færeyjum.  Lesa upphátt svo þú farir ekki að tala með hroym.

Krumma: Það er heill hellingur af kiljum búnar að koma út frá áramótum.  Verðið er gott og það er frábært úrval góðra bóka á markaði.

Hallgerður: Láttu karlinn lesa fyrir þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 08:38

14 Smámynd: halkatla

ég vil ekki hugsa til þess hvernig ástandið væri ef þú læsir ekki og létir okkur vita

halkatla, 15.5.2008 kl. 09:10

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

AK: Þú getur hætt að lesa um samsæriskenningar og farið að lesa almennilegar bókmenntir brjálæðingurinn þinn

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985797

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband