Leita í fréttum mbl.is

Helvítið hann Franco

Ég elskaði einu sinni Presley, það var þegar ég var 10 ára.  Hann var fyrsta ástin mín og ég keypti stóra litmynd af goðinu í Frímerkjahúsinu í Lækjargötu, þar sem ég verslaði líka servéttur og leikaramyndir sem þá var til siðs að safna.  Presley fór upp á vegg fyrir ofan rúmið mitt.  Ég man eftir að hafa hangið fyrir utan Nýja Bíó og mænt á útstillingarmyndirnar fyrir bíómyndina "Flaming Star" með hetjunni í aðalhlutverki, en ekki gat ég séð viðkomandi mynd því hún var bönnuð innan 12.  Mér fannst það sárt.

Og svo sveik ég Presley, þótt ömmu minni þætti hann góður drengur, því hún hafði lesið í blaði að hann væri svo góður við mömmu sína (hm.. góður, hann var afbrigðilega háður konunni en amma mín vissi það ekki, sem betur fer).  En ég sá myndina "The young ones" í Tónabíó og missti kúlið, féll fyrir Cliff, beint á nefið, keypti af honum mynd og henti Presley með tilþrifum 11 ára ungmeyjar á hormónaflippi.  Amma mín var leið yfir svikulu eðli mínu,  en hana grunaði samt ekki hversu svikul ég átti eftir að verða í karlamálum, enda eins gott, en smátt og smátt tók hún Cliffa í sátt.

Það er svo önnur saga, að Cliffinn fauk fyrir lítið þegar ég varð snortin af Bítla og Stóns maníunni miklu sem reyndar stendur enn í dag.

Ömmu minni leist illa á skiptin, fannst þessir Bítlarþarna ekki mikið fyrir menn að sjá, óklipptir eins og sveitastrákar og eflaust með hávaða og dónaskap á heimili.

Amman mín var ekki kunnug "bad boy syndróminu" sem getur heltekið okkur konur og gert okkur að bjargvættum par exelence.  En það er líka önnur saga, sem seinna verður sögð.

Þegar Cliff söng Congratulation í Júró 1968 og tapaði fyrir Spáni, sem skv. fréttinni mun vera helvítinu honum Franco heitnum að kenna, þá sat ég útúrbítluð og horfði á Cliffann heltekin aulahrolli.

Ég sagði í hljóði við sjálfa mig: Hvernig gat ég nokkurn tíman séð eitthvað spennandi við þennan dansandi hálfvita?

Og enn er ég að velta því fyrir mér.

 


mbl.is Franco stal sigrinum af Cliff Richards
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég lenti í svipuðu ferli og er líka ennþá að velta þessu fyrir mér með Cliff... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, þetta er ein birtingarmynd ofbeldisins, einræðið !  Þar er engu eirt.- Lýðræði hvað!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hef aldrei skilið hvað fólk sér við Cliff..

en þetta bad boy syndrome þekki ég vel....en ég læknaðist af því eins og svo mörgu öðru.... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:40

4 identicon

Heil og sæl; Jenný Anna, og aðrir skrifarar !

Jenný ! Ekki; ekki, hallmæla einum ágætasta ríkisleiðtoga, hver í Evrópu ríkti, á 20. öld. Ég má til; að biðja þig þeirrar bónar, sem og að geta þess, að hefði Francó heitinn ekki gert þau afdrifaríku mistök, að leiða núverandi Spánarkonung; Jóhann Karl I., til þess óverðskuldaða öndvegis, sem raun ber vitni, miklu fremur, gert Tejero Molina ofursta, (hver gerði byltingartilraunina, í þinghúsinu, veturinn 1980 -1981), að arftaka sínum, að þá hefði Ný- nazista veldinu þýzka (Evrópusambandinu), aldrei tekist að verða það skrímsli álfunnar, sem nú er komið á daginn.

Fjórða ríki Þjóðverja (ESB) er; því miður orðið til, m.a., fyrir tilstuðlan spænskra hvítflibba ''lýðræðis'' skolla, hverjir ríkt hafa, á Spáni, allt frá dánardægri Francós ríkismarskálks 1975, Jenný mín.

Afsakaðu; framhleypni mína, Jenný mín, en,..... ég mátti til, að koma þessu á framfæri, að nokkru.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 01:14

5 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

KNÚS Á ÞIG INN Í NÓTT OG NÆSTA DAG, MEGI HANN VERÐA FULLUR AF TÆKIFÆRUM

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.5.2008 kl. 01:59

6 identicon

Þekki syndromið alltof vel.Er blessunarlega laus við það í dag nema Bítlar teljist bad boys.Cliff já hummmm hann er alltaf flottur eða hvað?(ég var laumuaaðdáandi hans um tíma)ég var reyndar með ýmislegt laumu á þeim tíma.Laumu Cliff,laumu pilla,laumu sjúss og svo frv.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:10

7 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég bið forláts, Óskar Helgi, en hefðirðu frekar viljað að Spánverjar yrðu áfram undir ógnarstjórn? Eins og þeir hafi ekki verið búnir að þola nóg í heilan mannsaldur

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 6.5.2008 kl. 09:31

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar Helgi:  Varstu hrifin af Franco, þeim einræðisherra?  Ég er svo hissa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 09:36

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér hefur alltaf fundist Cliff vera soltið hommalegur! Hann hefur allavega aldrei, fremur en aðrir hommar, höfðað neitt til mín

Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 09:50

10 identicon

Hæ Jenný,

bloggið þitt bjargar mér þessa dagana þar sem ég sit sveitt yfir andlausum lærdómi...þú ert guðsgöf á þessum erfiðu tímum ;)

En Cliff. Eins og ég hataði hann sem barn! Mútta er nefnilega harður Cliff fan og vakti mig eldsnemma með 80´s Cliff sem söng eins og geldur væri í takt við rafmagns tamborínur.

En með aldrinum hef ég tekið karlinn í sátt og syng núna hástöfum "Summer holiday" á meðan ég les bloggið þitt :)

Og svei, Cliff hefði svo átt að vinna Júró ´68! rétt eins og Selma ´99!

Inga Þó (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 10:55

11 identicon

Heil og sæl; á ný, Jenný Anna og aðrir skrifarar !

Þuríður Björg og Jenný Anna ! Allir; allir kostir eru heillavænlegri, jafnt fyrir Spánverja, sem aðrar Evrópuþjóðir, stjórnarfarslega, fremur en að verða ofurseldir Ný-nazista veldinu, suður í Brussel (Berlín). Helvítis Þjóðverjunum er að takast það, sem þeim tókst ekki, með styrjalda braukinu, gegnum aldirnar.

Þuríður Björg og Jenný Anna ! Fjórða ríkið (Evrópusamband) Ný-nazistanna þýzku, er jafnframt; öflugusta leppríkja bandalag Bush liðsins,, og annað ágætu frúr; ASEAN bandalag Suðaustur- Asíu ríkja, hver Bandaríkjamenn höfðu jafnan í vasanum, sýna meiri mótstöðu, við yfirgangi Bandaríkjamanna, í dag, á sama tíma, og Bandaríkin stjórna ESB, algerlega, í tilgangslausu stríðsbrölti sínu, austur í Mesópótamíu (Írak) og Baktríu (Afghanistan).

Því; vil ég skora á ykkur, að gaumgæfa;; undirlægjueðli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, gagnvart Evrópusambandinu, líkt og tindáta stríðsjálksins og stríðsæsingamannsins  Björns Bjarnasonar, og sleikjuhætti hans, gagnvart Bush óhugnaðinum, m.a.

Þuríður Björg og Jenný Anna ! Hvaða þörf er; t.d., á, að kasta 100 milljónum króna, í ''eftirlitsflug'' Frakka, næstu 6 vikurnar, yfir íslenzkri lögsögu ? Hvar er óvinurinn ?

Veit; fyrir víst, að við erum sammála, um marga þá þætti, sem ég hefi komið inn á, hér í þessu bréfkorni.

Með beztu kveðjum, enn á ný / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:46

12 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ekki misskilja mig, Óskar, ég er ekki hlynnt Evrópusambandinu, en ég get ekki séð hvernig aðild að því getur verið verri en ógnarstjórn Francos eða annarra herforingja. Fólk er a.m.k. ekki drepið fyrir að vera samkynhneigt eða hafa sjálfstæðar skoðanir í Evrópusambandinu!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 6.5.2008 kl. 11:51

13 identicon

Heilar og sælar enn; Jenný Anna og aðrir skrifarar !

Þuríður Björg ! Bíðum bara. Hve langt er í; að við þurfum að gefa andskotans skriffinnunum í Brussel skýrslur yfir, hvenær við förum á salerni - göngum til náða, ásamt mörgu öðru, hverju þetta þýzka óskapnaðarveldi krefst, af okkur. Gleymum ekki herskyldu þættinum, Þuríður mín, til þess að fórna fólki, í þágu bandarísku heimsvaldasinnanna, m.a. Það gæti komið, að því.

Fasisminn; á Spáni og í Portúgal, sem og kommúnisminn, í Austur- Evrópu, fyrr á tíð, voru víðs fjarri því, að vera gallalausar stefnur, en,................ við erum ekki búin að sjá, nema brotabrot birtingarmyndar þýzka sóðaskaparins, hér í álfu, Þuríður mín. Bíðum bara; og það veit ég, af kynnum mínum, af ykkur Jennýu Önnu, að þið kjósið hvorugar, að Ísland lendi, undir þessum illa hrammi Stór- þýzka ESB veldisins. Við eigum eftir, að sjá enn verri hluti, af hálfu þessa skrifræðis bákns, en fram eru komnir.

Með ítrekuðum kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:05

14 identicon

Frímerkjahúsið...já frímerkjahúsið.

Manstu eftir stóru, möppunum þar sem glansmyndirnar voru geymdar í örkum?

Ég heyri stóru, þungu útidyrahurðina falla að stöfum...hææææægt. Og hvernig keðjurnar á strætó slást taktfast í slabbið í Lækjargötunni.

Þakka þér fyrir að vekja upp þessa gömlu minningu...og þá man ég allt í einu eftir háu tröppunum sem varð að klífa ef maður ætlaði að fara í Hannyrðaverslunina Hof, sem þá var í Aðalstræti, til að kaupa árórugarn... 

Linda María (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2985787

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband