Leita í fréttum mbl.is

Stríðið í svefnherberginu

 pd_arguing_080129_ms

Ég er andstæðingur stríðs.  Hef alltaf verið og mun alltaf verða.  En sjálf stend ég í einu.  Við minn heittelskaða og það sér ekki fyrir endann á því, síður en svo.

Við deilum svefnherbergi (ji, þvílíkur ólifnaður) og við erum með ólíkar skoðanir á hvernig manni líði best í viðkomandi herbergi.  Ég vil hafa slökkt á ofni, hann ekki.  Ég vil hafa galopinn glugga, hann vill hafa hann opinn upp á fjóra og hálfan millimetra.  Ósættanlegur ágreiningur eins og berlega hefur komið í ljós.

Nú veit ég að stríð kallar það versta fram í mannfólkinu.  Svo er um okkur.  Þrátt fyrir að hér sé unnið í heiðarleikaprógrammi, sanngirni í samskiptum höfð að leiðarljósi í mannlegum samskiptum, þá hafa allir góðir eiginleikar fokið út í hafsauga í stríðinu um stöðu hita og andrúmsloft. 

Við ljúgum eins og sprúttsalar hvert að öðru.

Hann læðist inn í svefnherbergið fláráður á svip og ég garga: "Ekki hækka á ofninum" og hann: "Nei, nei, ég er ekkert að því" og svo fer hann og kyndir eins og mófó.

Svo ég bíð.  Hann sofnar og ég læðist inn.  Klifra upp í fjandans gluggann (hef nokkrum sinnum slasað mig þó nokkuð í myrkrinu) og opna gluggann upp á gátt, svo skrúfa ég fyrir ofninn.  Meðalhófið er löngu fokið út í hafsauga.  Þetta er orðið do or die dæmi.

Hann vaknar.  Hóst, hóst.  Ásakandi segir hann: "Þú hefur slökkt á ofninum".  Ég; "Nei, ég hef ekki snert hann". 

Svo koma léttar ásakanir um hver hafi gert hvað.  Svo knúsumst við og ég hugsa (og örugglega hann líka), "láttu þér ekki detta í hug að ég gefist upp".  Og þannig höldum við áfram við þessa uppáhalds iðju okkar.

Munið þið eftir myndinni "War of the roses"?  Við stefnum þangað.  Ég er að segja ykkur það.

Svona eru svefnherbergisæfingarnar í Seljahverfinu á þessu herrans ári.

Farin að skrúfa hitastillirinn af ofninum.  Ég ætla að henda honum.

Súmíhonní.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

HAHAA krúttilegt stríð. Annars heyrði ég að best væri fyrir alla að sofa í sér herbergi, engar árur að flækjast og rifrildi um hitastig. Fara svo í heimsókn öðru hvoru   En svo tímir maður því auðvitað ekki.

M, 7.4.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha ég sé Einar fyrir mér með úfinn glókollinn, fláráðan á svip, læðast eins og ræningjarnir í Kardó. Hann er í rauðum og grænum sokkum með gat á stóru tá. Veit ekki afhverju en þetta er það sem ég sé fyrir mér. 

War of the roses flaug í gegnum hugann á mér, brotabroti úr sekúndu áður en ég las það. Hvað varstu að segja um tvibba í gær? Getur verið að við séum síams?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.4.2008 kl. 11:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jónsí mín: Við erum heví andlega skyldar amk.  Og hvenær í andskotanum ætlarðu að koma að reykja með mér?  Það er að verða hver síðastur.  Lágmark að hittast tvisvar yfir nikótíni áður en við hittumst yfir súrefni.  Flýta sér.

Hörður og M: Þið eruð frábær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Linda litla

Þetta er bara fyndið stríð, ég sá ykkur alveg fyrir mér þegar að ég las þetta, eða þig..... þar sem að ég veit ekki hvernig maðurinn þinn lítur út. En á meðan það eru engar blóðúthellingar þá er þetta stríð bara krúttlegt.

Linda litla, 7.4.2008 kl. 11:12

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kannast við svona styrjaldir. Mitt gekk út á að ég vildi lesa þegar karl vildi sofna og hann kvartaði undan ljósinu. Keypti bara á hann svefngleraugu og málið leyst.

Helga Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

I feel your pain woman, þessi sama styrjöld er háð á mínu heimili. Minn heittelskaði er endalaust að reyna að steikja mig.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 7.4.2008 kl. 11:31

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nauðsynlegar þessar skiptu skoðanir á status hjónaherbergis, alltaf eitthvað að tala um sem endar svo í keleríi.  Hafðu það gott hjartað mitt og ekki láta þér verða of heitt   Beach 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 11:33

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hvad er med thessa tippalinga, tharf ad sjóda á theim yfir nóttina?? sama problem hér...ég opna...hann lokar...en ekki ordid stríd ennthá STATTU Á THÍNU... 

María Guðmundsdóttir, 7.4.2008 kl. 12:24

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég stend á mínu.  Það er á hreinu.  Maður verður að hafa eitthvað til að halda blóðinu á hreyfingu.  Muahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.