Leita í fréttum mbl.is

Vægi mannslífa

Ég er búin að vera miður mín síðan ég sá myndirnar af börnum 103 í Chad, þessum sem átti að flytja ólöglega úr landi (ræna) og færa til Frakklands.

Ég er með kökk í hálsinum og hann vill ekki fara.  Myndirnar af grátandi börnunum rífa í mig og slíta, og það er ekki gott.  Ég get gert minna en ekki neitt í málinu.

Nú ber svo við að enginn hefur bloggað við þessa frétt.  Það hefur ekki orðið neitt "fár" út af þessum skelfilegu atburðum í Afríku.

Mér er minnistætt þegar litlu stúlkunni Madeline var rænt í Portúgal, sú saga öll, sem enn heldur athygli fólks um allan heim.  Ég er ekki hissa á því, alls ekki, enda getum við flest fundið til samkenndar með foreldrum Maddie, og þess vegna er svo auðvelt að láta sig örlög þeirra varða.

Nú eru hundrað og þremur börnum, á svipuðum aldri og litla Madeline, tekin með ólöglegum hætti og það átti að flytja þau eins og búfénað til fjarlægs lands, þar sem enginn veit hvað hefði beðið þeirra.  Litlar manneskjur, sem nú þegar búa við stríðsástand og hreinar hörmungar sem ekki sér fyrir endann á.

Af hverju göngum við ekki af göflunum?  Af hverju eru engar "kertafleytingar" þegar þetta gerist?  Engar safnanir, engar upphrópanir, engar blöðrusleppingar.  Ef tilefnið er ekki núna, þá veit ég ekki hvenær það gefst.

Hvað með safnanir?  Getum við ekki gert eitthvað, við Íslendingar? 

Eða eru eitthundrað og þrjú börn of mikið fyrir okkur að horfast í augu við?

Eru þau of langt í burtu til að þau nái að halda athygli okkar hérna í velmeguninni?

Ég gæti trúað því, en okkur er nær að gera það samt.

Eru mannslífin í Afríku minna virði en okkar?

En eins og ég sagði í upphafi, þá næ ég ekki börnunum úr huga mér.


mbl.is Sextán Evrópumenn ákærðir fyrir mannrán í Chad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég las þessa frétt á BBC í gær og var hreinlega í losti, hugsaði alveg einsog þú. Það er bara erfitt að tala um þetta, þar var lýst hvernig börnin grétu af söknuði yfir foreldrum sínum og vildu komast heim til sín. Þetta fólk sem ætlaði að flytja þau úr landi er ekkert smá sjúkt, munurinn á þeim og Maddýjar-ræningjunum er að þau náðust og þá þarf maður vonandi ekki að hafa áhyggjur af þeim meir. En mjög sérstakt að fulltrúar svona hópa séu alltaf að brjóta gegn börnum, þrælahald og mansal er þvílíkur bisness

halkatla, 30.10.2007 kl. 11:05

2 identicon

Þetta er hreinn viðbjóður!  Ég er sammála þér Jenný, af hverju er enginn að gera neitt?  Eru ekki einhver samtök sem ætti að sjá sér leik á borði og hefja söfnun? 

Hrefna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:12

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég bloggaði um fréttina í gær þegar talað var um að íslensk vél hefði verið notuð.Ég sagði í mínu bloggi að ekki skipti máli hvaða vél væri notuð heldur hitt hver væri ásæða flutninganna á börnunum og hvað biði þeirra.En þetta er hræðilegt,hreinn barnaþrældómur.

María Anna P Kristjánsdóttir, 30.10.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Ragnheiður

Ég blogga ekki við fréttir af neinu ráði, eða sko tengi ekki í fréttir. Þessi frétt var á rúv í fyrradag og það var hræðilegt að horfa upp á börnin, þau háskældu . Forseti Chad var þarna og hann hellti sér yfir spænsku áhöfnina. Ég á einn ABC strák sem ég styrki.

Það þarf að koma í veg fyrir svona ófögnuð.

Alveg hræðilegt

Ragnheiður , 30.10.2007 kl. 11:41

5 identicon

Ég setti aðeins inn um þessa frétt í gær en vissi ekki þá hversu stórt og viðbjóðslegt þetta mál er í raun og veru. Viðbjóður er væg lýsing á líðan minni við lestur þessarar fréttar. Ég skil ekki þessa illsku mannanna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:54

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er of skelfilegt og þegar ég sé svona myndir af börnum og svona skelfilegum aðstæðum, þá bara get ég ekki annað en grátið. Það er ekkert verra en að horfa upp á erfiðar aðstæður bara.

Ég er svo sammála þér að það er erfitt að ná þessum börnum úr huganum og stundum er of erfitt að horfast í augu við svona mörg börn í vanlíðan. En við verðum að gera það, það er skylda okkar allra að berjast gegn svona aðstæðum og slæmum aðbúðnaði barna!

Þessar aðstæður lýsa illsku mannanna í sinni hreinustu mynd!

Sunna Dóra Möller, 30.10.2007 kl. 12:07

7 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Nokkuð góður punktur. Af hverju ætli þessi börn fái ekki sömu athygli og Madeleine? Ætli það hafi nokkuð með húðlit að gera? Ég hef ekki fylgst með fréttum undanfarið og vissi hreinlega ekki að börnin væru svona mörg. Og þetta eru bara þau sem náðist að bjarga, hve mörg ætli hin séu?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 30.10.2007 kl. 12:30

8 identicon

Ég tek undir hvert einasta orð sem þú segir,þetta er nístandi sárt.Að sjá þau í fréttunum í gær grátandi og illa til höfð með fréttinni um hvað beið þeirra er einfaldlega meira en maður getur höndlað.Hann er nöturlegur þessi mannlegi eiginleiki sem birtist allt allt of oft.Alls staðar í kring um okkur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:59

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð minn góður ég var líka að lesa þetta ég var líka mjög miður mín elsku börnin.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2007 kl. 14:17

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk stelpur, við skulum fylgjast með framhaldinu. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 14:29

11 Smámynd: krossgata

Ætli það sé nokkuð gert vegna þess að fólk veit ekki í hvaða farveg á að veita aðgerðunum, hvert á að leita og hvað sé hægt að gera?  Munurinn á þessu tilfelli og tilfelli Madelein er þó að búið er að grípa inn í aðstæðurnar - börnin eru ekki týnd og búið er að ná ræningjunum.  Verður maður ekki að trúa því að fyrst svo er þá sé verið að gera allt sem hægt er fyrir þessi börn, koma þeim til foreldra sem enn eiga foreldra og öðrum á munaðarleysingjaheimilum?

Það sem væri þá helst hægt að gera er að fylgjast með hvað verður um þessi börn og styrkja munaðarleysingjaheimili í gegnum þau samtök hér á Íslandi sem maður treystir og eru að styrkja heimili á þessu svæði eða í þessu landi.

Annar finnst mér ekki allt sofandi gagnvart þessum börnum hér.  Að minnsta kosti heyri ég af þessu máli í hverjum einasta fréttatíma.

krossgata, 30.10.2007 kl. 14:29

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já.. þegar stórt er spurt er fátt um svör. En sennilega er ástæðan sú að við viljum ekki horfast í augu við þennan mun. Þá á ég við það sem þú nefnir; hversu auðvelt við eigum með að samsama okkur við foreldra frá Bretlandi (eða annars staðar í Evrópu) sem missa barnið sitt í fríi á sólarströnd. Hitt er öllu erfiðara að skilja eða samsama sig við. Fólki sem býr við allt aðrar aðstæður, fjárhag, venjur og siði en við.

Auðvitað er líf þessa fólks ekki minna virði en okkar. En það vissulega virkar þannig miðað við ''engin'' viðbrögð. Allavega svona ef maður pælir í viðbrögðunum ef þetta hefði verið full vél af breskum börnum. Já eða íslenskum.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.10.2007 kl. 15:24

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krossgata: Skil hvað þú meinar, en við getum gert eitthvað fyrir ÞESSI börn.  Bara svo maður pinpointi hjálpina í þetta skipti.

Jóna: Þræl góðir punktar hjá þér, með flugvél fulla af breskum eða íslenskum börnum.  Vá hvað það hefði allt orðið brjálað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 15:42

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta er sorglegra og hræðilegra en flest annað sem maður verður vitni að. Lánið er hins vegar, að þessir barna flutningar uppgötvuðust í tíma, svo veit maður svo sem ekki um örlög annarra barna. Ég segi eins og þú, getur maður ekki gert eitthvað? vanmáttur manns er einhvern veginn algjör. 

Fyrir einhverjum árum síðan gekk  ég um brjáluð,  vegna umskurðar ungra stúlkna, talaði um þetta við alla sem ég hitti, við misgóðar undirtektir, skráði mig fyrir rest í samtök í afríku sem vinna markvisst gegn þessháttar limlestingum á börnum. Samskonar grasrótarefli gegn þessum barnaflutningum  og barnasölu væri kannski ráð?  

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.10.2007 kl. 15:58

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Grasrótin getur gert kraftaverk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 16:20

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu það L-F að ég geng með sterka löngun til að loka á þig.  Hvað er að fólki eins og þér?  Fylgstu með fréttum.  þessi góðgerðarsamtök sem þú kallar svo voru lögð niður s.l. áramót.  Börnin eiga foreldra, vel flest og þau eru nú ekki munaðarlausari en svo. Reyndu svo að hemja í þér biturleikann og pirringinn.  Þú ert tæpast hæfur í eðlilegar samræður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 19:59

17 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þetta er svo hræðilegt. Ég er reyndar bara búin að heyra þetta í útvarpinu og það fór um mig hrollur því ég sé þetta fyrir mér. Ömurleg tilhugsun sem fær mann til að leiða hugann að hvort þetta hafi verið gert áður og þá hversu oft. Skelfilegt.

Laufey Ólafsdóttir, 30.10.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985756

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.