Leita í fréttum mbl.is

Ekki stór munur á kúk eða skít!

Ég hef verið að fylgjast með OJ-málinu á CNN og Fox.  Ég hef fylgst með sérstaklega á Fox, vegna þess að það er með ólíkindum hvernig þeir fara fram í þessu máli (sem og öðrum reyndar), en þeir eru svakalega heitir út í OJ og eru auðvitað ekki einir um það.  Þeir fullyrða að hann sé sekur um morðin á fyrrverandi konu sinni og vini hennar.  Ég held að það sé ekki fjarri lagi, en þeir eru "on a mission from God" og láta einskis ófreistað til að koma OJ eins illa og þeir geta.

OJ er búinn að vera í stöðugum útistöðum við löginn frá því hann slapp við dóm 1994.  Ég held að það sé nokkuð ljóst, að hann er sannanlega ofbeldismaður og óþverri og gott ef ekki morðingi líka.  Nú vona Bandaríkjamenn að hann fái að sitja inni vegna vopnaða ránsins sem þeir ætla að negla hann á núna.  Maðurinn er samviskulaust kvikindi, það er alveg ljóst.

Svo er það Goldman fólkið, sem fær ágóða af ósmekklegustu bók heimsins, þessa dagana, "If I did it" eftir OJ.  Peningar eru góðra gjalda verðir en Jesús minn, hvað fólk má vera vandaðra að virðingu sinni.  Núna kefjast þau minjagripanna sem OJ var að "ná" í með þeim afleiðingum að hann situr nú í fangelsi. 

Ef einhverjir peningar eru til ráðstöfunar, af hverju í ósköpunum renna þau ekki til barna OJ? Móðurlaus og með þennan föður, ættu þau að fá þessa peninga og eiga þá í raun með réttu.

Meira hvað fólk getur lagst lágt.


mbl.is Goldman-fjölskyldan krefst minjagripa Simpsons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta OJ mál er ofar skilningi allra skynsamra manna.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.9.2007 kl. 16:42

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er bara hreinasti viðbjóður segi ekki meir.   maður fær útbrot að sjá glottið á þessu ógeði.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 16:50

3 identicon

VEistu, ég held að hann fái aldeilis böggið núna úr því að hann slapp við morðið, enda mikið fjölmiðlafár í kringum þetta innbrot, hann fær væntanlega hæsta dóm fyrir innbrot, verið viss.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 17:21

4 identicon

Hvar eru allir lögfræðingarnir hans OJ núna? Ég er forvitin

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 21:18

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætli þeir bíði nokkuð í biðröðum eftir að fá að verja hann núna?  Ekki mjög vinsælt djobb og já Magga ég er sannfærð um það að hann fær sennilega ekki réttláta málsmeferð heldur (sem er auðvitað slæmt) út af fyrri dómnum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.