Leita í fréttum mbl.is

Black and beautiful!

 1

Ég hef átt marga þeirra í gegnum tíðina.  Ég hef elskað þá næstum jafn mikið og börnin mín, dúllað við þá, klæðst þeim með stolti og safnað þeim meðvitað eins og ég hefði átt að safna peningum, en það hefur ekki tekist enn.  Ég get svarið það að ef ég hefði ekki gefið frá mér þessar elskur í gegnum tíðina, eins og bjáni, þá er ég viss um að ég gæti notað hvern einasta einn, í dag.  Þeir eru nefnilega allir nánast eins, bara spurning um efni eða smá breytingar á sniði, eftir því sem tískan hverju sinni gefur tilefni til.

Sá litli svarti hefur aldrei verið í eintölu hjá mér.  Ég á fleiri en einn og fleiri en tvo.  Miðað við að ég er nánast fullkomin og ætti með réttu löngu vera farin að svífa um alheiminn í nirvana, þá hefur þessi eini löstur (jeræt) haldið mér á jörðinni.

Nú um stundir eru  sex litlir svartir í umferð.  Sá nýjasti bara mánaðargamall.  Ég er svarta konan.  Er eins og lakkrísmoli til fara, svei mér þá.

Ég hef bloggað um "alla svörtu kjólana mína" (orð míns heittelskaða þegar ég þykist ekki eiga neitt til að fara í) nokkrum sinnum, þannig að af því má sjá að þeir eru mér hugleiknir.  Annars er erfitt að vera fatasjúkur og ætla að láta taka sig alvarlega í leiðinni.  Það er eitthvað svo yfirborðskennt.  En lífið er ekki fullkomið.

En hvað um það.  Harrods í London er með sýningu til heiðurs litla svarta kjólnum og ég er óvirkur alki með fatavandamál og kemst ekki á sýninguna. Tuff shit!

En ég er samt voða glöð.

Stelpur eigum við að kíkja í búðir um helgina?Whistling

Úje 


mbl.is Litli svarti kjóllinn heiðraður í Harrods
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Má hann vera STÓR svartur?

Huld S. Ringsted, 18.9.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

OH ég ELSKA svarta kjóla! Maður á barasta aldrei of marga. Ég er til í að versla eitt stykki um helgina :)

Heiða B. Heiðars, 18.9.2007 kl. 14:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bara litlir Huld mín.  Heiða ég er game

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 14:33

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, litli svarti kjóllinn á heiður skilinn. Allar konur hafa einhvern tíma náð að vera þakklátar fyrir einn slíkan.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.9.2007 kl. 15:06

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég þurfti einu sinni í snatri að redda mér einum fyrir árshátíð og var ekki bara sein heldur líka skítblönk svo ég fann einn svartan í kassa á útsölumarkaðinum á Bíldshöfða greiddi mér svo bara vel og setti á mig eldraunavaralit og hælaskó..og fékk enga smáthygli. Litli svarti hræódýri pappakassakjóllinn sló heldur betur í gegn og þegar konurnar dáðust að honum og struku og sögðu "je minn hvað hann er lekker þessi hvar fékkst´ann eiginlega setti ég upp dularfullan svip og sagði..Æ mig minnir að ég hafi fengið þennan í Párís..híhíhí.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 15:13

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kringlunni eða Smáralind?? ég mæti á bara tvo eða þrjá doldið stóra

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 16:02

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Má hann vera litil , á hann að vera síður eða stuttur.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.9.2007 kl. 16:16

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

OMG...ég hef aldrei verið í svörtum kjól.....frekar svona svört buxnadragt! Ég væri eins og fíll í sundbol í stutta svarta kjólnum, sem sagt bara vandræðalegt og ekki blakk og bjútifúl í mínu tilfelli.... 

Sunna Dóra Möller, 18.9.2007 kl. 17:43

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mér þykir meiriháttar óþolandi að helvítis kjólgopinn sé alltaf nefndur í sömu andrá og orðið ''lítill''. Lítill hvað? Tíma þeir ekki að splæsa í tjöldin sem við þurfum sumar? Ég á sko engan lítill svartan kjól. Það er á tæru

Jóna Á. Gísladóttir, 18.9.2007 kl. 17:56

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég á sko engan lítinn svartan kjól, átti þetta að vera. Mér er hræðilega mikið niðri fyrir.....

Jóna Á. Gísladóttir, 18.9.2007 kl. 17:57

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Ég elska það þegar þú talar um þig eins og þú sért kingsize.  Þegar maður hefur séð þig er það alveg brjálæðislega fyndið. Auli  Hvernig er það annars með sundið á morgnanna? Muha

Sunna Dóra: Þið konurnar gerið það ekki endasleppt þegar þið lýsið ykkur sjálfum.  Ég hef séð mynd af þér.  Kommon.

Stelpur:  Við getum ekki án kvikindisins verið.  Face it.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 18:34

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

*fliss*....hann þyrfti alla vega að ná niður fyrir hné.....rétt niður svona til að vera dísent ...ég er svo siðvönd og prúð.....

Sunna Dóra Möller, 18.9.2007 kl. 18:40

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég á líka nokkra svona svarta, en ekki mjög litla, vinnufötin, maður! Ekki syngur maður við jarðarfarir í dæmigerðum litlum svörtum...

Hmm. Spurning um að redda einum litlum?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.9.2007 kl. 19:00

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur, víst á maður að vera opinn, frjálslegur og utanáliggjandi í jarðarförum.  Ekki spurning.  Allavega í minni.  BTW Hildigunnur, við þurfum að tala saman

Sunna Dóra:  Ég er alltaf prúð, alltaf stillt, alltaf góð, alltaf til fyrirmyndar, allaf siðprúð, alltaf hógvær

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 20:09

15 identicon

Ég er ekki fyrir kjóla  en ég er fyrir svart

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 21:15

16 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er með feit hné Þeir VERÐA að ná niðurfyrir hné. Mega vera litlir og gálulegir að ofan samt Má það?

Laufey Ólafsdóttir, 18.9.2007 kl. 21:48

17 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jenný, let's talk :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 09:06

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

netfangið mitt er hildigunnurr[hjá]talnet.is, ef þú vilt :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2985622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband