Leita í fréttum mbl.is

JAMIE, JAMIE, JAMIE!

1

Stundum slær fólk í gegn.  Jamie Oliver er eitt dæmi um svona óvart "meik", þ.e. að það var alls ekki fyrirsjáanlegt í upphafi matreiðsluþáttanna hans í sjónvarpi, að þeir myndu slá svona algjörlega og fullkomlega í gegn.

En það gerðist og Jamie er að verða að stofnun með öllu tilheyrandi.

Fyrstu seríurnar voru teknar upp heima hjá honum og kannski einmitt þess vegna var stemmingin yfir þáttunum það sem greip mann, án tillits til hvað kraumaði í pottunum hverju sinni.  Svo eldar maðurinn af ástríðu, og ég hef tekið eitt og annað til handagagns frá þessum þmámælta gleðikokki.

Nú er hann allsstaðar.  Hann er í auglýsingum, hann er orðinn ferðakokkur sem hendist á milli landa og eldar mat í anda viðkomandi lands.  Asskoti skemmtilegt en mér finnst einlægninni hafa hrakað.  Enda örugglega erfitt að halda sér ferskum þegar þáttagerðin og allt lífið bókstaflega, snýst um að vera listakokkur og bara það.

Nú verður Jamie aðalpersónan í teiknimynd fyrir börn.  Maðurinn hefur líka mikinn áhuga á að kenna börnum að elda og beina þeim inn á brautir heilnæms mataræðis.  Ekkert nema gott eitt um það að segja.

Spurning er hvort hægt sé að halda út svona stofnun, nema að fá fullt af hjálparmönnum og fyrirkomulagi því sem einkennir stór þáttargerðarbatterí. 

Ég ætla að vona að hann verði ekki að Mörtu Stewart.  Guð forði okkur frá því.

Bon apitit

Újejejeje


mbl.is Teiknimyndahetjan Jamie Oliver skemmtir börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehehhe! Ég keypti mér tvö snilldarblöð í USA einu sinni. Þau heita IS MARTHA STUART LIVING? og er, eins og nafnið gefur til kynna, grínblað sem gerir grín að Mörthu Stewart. Kona sem er alveg eins og hún í útliti gefur góð ráð varðandi ALLT og hefur vit á ÖLLU. Vonandi breytist J.O. ekki í kerlu.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.8.2007 kl. 17:06

2 Smámynd: krossgata

Jamie er eins og Bubbi hér.  Ekkert er gert eða sagt sem hægt er að koma í fjölmiðla án þess að hann eða öllu heldur þeir séu þar og leikþættirnir um þá.

krossgata, 21.8.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: Rebbý

ég er svo ánægð með þessa elsku að reyna að virkja krakka í að borða holt og geta bjargað sér með einfalda, holla og góða rétti sjálf.

Rebbý, 21.8.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jamie Oliver gerði það með vinstri hendinni sem yfirvöldum hafði ekki tekist í meira en hálfa öld og það var að breyta þessu ógeðismattarræði breskra skólabarna sem hefur verið algerlega úti á túni. Ekki það að foreldrar sumra þessara barna hafi haft neitt betri matarvenjur sjálfir og ekki til í að breyta því svo mömmur flykjast fyrir utan skóla til að bjarga börnum sínum frá hollustunni, hrópa ókvæðisorð um Jamie Oliver um leið og þær bera situlekandi ofteiktar franskar úr næstu búllu í börnin sín. Já það getur verið erfitt að breyta..en hann má eiga það að hann segir hlutina eins og þeir eru og veltir steinum ofan af hlutum sem hefðu fyrir löngu átt að vera ljósir. Þurfum fleiri svona karaktera...segi það og skrifa. Hann er örugglega bara krúttlegur sem teiknimyndapersóna...

Megi hann bara koma sem víðast við meðan hann er í þessum ham.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 18:09

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Margt gott... og kannski eingöngu gott... að segja um strákinn. Sérstaklega varðandi mataræði skólabarna sem hefur fengið staðfest af Nancy Mae að sé hræðilegt. En eins og þú segir, maðurinn er orðinn eitt stykki fyrirtæki, enda held ég að ég fari rétt með þegar ég segist hafa lesið einhvers staðar að konan hans væri að gefast upp á þessum fjanda. Ég persónulega myndi bara þegja, þyggja peningana og gera hvern fjandann ég vildi. Súmí..... og Jenný.. súmí fyrir að nota súmí.... Muuuuhaaaaaaaaaaa

Jóna Á. Gísladóttir, 21.8.2007 kl. 18:43

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Styð kokkinn.

Jenný, þú veist að það er löngu búið að ræna þig þessum sjálfskipaða rétti.  BTW ég á Húkkaraballið.

Súmí darling.......

Þröstur Unnar, 21.8.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2985877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.