Leita í fréttum mbl.is

SAMKEPPNIN BLÓMSTAR SEM ALDREI FYRR

1

Það eru töluvert margir í kringum mig með börn sem eru að byrja í skólanum, þetta haustið.  Skv. viðtendgri frétt, er samkeppnin alveg að blómstra í þjóðfélaginu, varðandi skólatöskur, svo dæmi sé tekið.  Verðmunurinn á milli verslana, á vinsælum skólatöskum yngri kynslóðarinnar, gerir sig á heilar 19 krónur.  Það hlýtur að vera foreldrum gleðiefni að geta verslað þar sem ódýrast er.

En burtséð frá því þá kosta vinsælustu skólatöskurnar um 11.000 þús. kr.  Sömu töskur kosta um 6.000 þús. kr. í gegnum vefverslun.  Neytendasamtökin hvetja fólk til að gera verslun sína þar.

Þetta er enginn smá startkostnaður að setja barn í skóla.  Skólavörur, skólaföt og annað sem til fellur kostar tuga þúsunda króna, þegar allt er talið.  Það hlýtur að vera mörgum stór fjárhagslegur biti að kyngja.

Að ári koma svo nýjar skólatöskur í tísku, sem kosta bæði hönd og fót. 

Og þá hefst hringrásin á ný.

Það vill okkur til happs að frjáls samkeppni blómstar og hún skilar sér í þessum líka verðmun á milli verslana.

Ólögmætt samráð?

Neh það getur varla verið?

The could have fooled me!

Úje


mbl.is Aðeins 19 króna verðmunur á dýrum skólatöskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hún segir neytendur ekki mega gefast upp þótt Ísland sé ekki á lista viðkomandi vefverslunar yfir þau lönd sem vörur eru sendar til.

 þetta er með furðulegri athugasemdum sem ég hef séð

Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innan ömmubarnakjarnann hér hefur ekki verið minnst á skólatöskur.  Stubburinn ætlar örugglega að vera með sömu töskuna og í fyrra, og árið þar áður.  Þetta var góð skólataska sem endist og endist.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2007 kl. 10:23

3 identicon

Þessi verðbilun á sér aðeins stað ef að fólk lætur glepjast við henni.  Ég er með 3 börn í skóla, einn í framhaldsnámi, og tvo í grunnskóla. Mér dettur ekki í hug að kaupa nýjar töskur á hverju ári. Og þeir fá að nýta töskurnar frá hvorum öðrum.  Meteríalisminn er ekki til í krökkunum heldur fullorðna fólkinu. Það erum við foreldrar sem komum þessari bulltísku í gang. 

Oghananú.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 10:53

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Við keyptum skólatöskur fyrir stelpurnar í Köben, sem ég sé ekki betur en að séu alveg sambærilegar þessum sem fréttin snýst um, með auka sund- eða leikfimitösku og hólfi fyrir vatnsflösku, en reyndar ekki nestisboxi. Stykkið kostaði rétt rúmar 3.000 krónur.

Það er nú heldur ömurlegt að það margborgi sig að fljúga til útlanda til að kaupa skólafötin og skólatöskurnar, en það er samt staðreynd.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.8.2007 kl. 11:29

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þetta er ekkert grín. Svo stækka börnin og fara vonandi í framhaldsskóla! Ekki minnka útgjöldin þá!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 11:47

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, ég er allavega svo heppin að yngsti ætlar að vera með sömu töskuna og í fyrra. Miðdrengurinn treður svo í sínar töskur að hann stútar þeim á nokkrum mánuðum. Ég hef iðulega þurft að kaupa lágmark 2-3 töskur fyrir hann yfir skólaárið. Þigg góðar ábendingar um sterkar töskur fyrir hann. Úff, nú er ég farin að kvíða fyrir bara....

Bjarndís Helena Mitchell, 10.8.2007 kl. 11:48

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er eina stelpu ömmubarnið að byrja í skóla og mig langar að gefa henni tösku, reynslan af henni er þvílíkt lítillæti að ég þarf ekki að óttast að hún velji 11.000 tösku, hún spyr mig alltaf ef við erum í búð "amma er þetta of dýrt eða passlegt" biður aldrei um eitthvað sem amma segir að sé dýrt. Góð síðustu bloggin þín Jenný mín, varstu að hugsa til mín og sjálfstæðismannsins í mér þegar þú varst svona blá?? þetta venst.  :):) Við neytendur megum ekki láta taka okkur í naflann með þessum verðum.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 12:14

8 identicon

Bjarndís : Keyptu plastpokarúllu fyrir hann, og sjáðu hvort hann lærir ekki, fær bara ekki tösku fyrr en hann fer að fara vel með það sem hann á.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 12:15

9 identicon

Hefur engum dottið í hug að kaupa einlita tösku, franskan rennilás og merki með vinsælustu teiknimyndahetjunni þetta árið og festa hana á með franska rennilásnum??? Síðan á næsta ári þegar ný teiknimyndahetja er komin er hægt að skipta um með franska rennilásnum en nota sömu töskuna!!!! Síðan þarf líka að huga að því hversu þung taskan er, margar af þessum vinsælu með flottu myndunum á eru svo þungar. Þyngd á skólatösku ætti nefninlega ekki að vera meira en 10-15% af þyngd barnanna og þegar taskan er orðin þung þá er ekki mikið eftir fyrir bækurnar há minnstu skólabörnunum.

Helga iðjuþjálfanemi (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 12:29

10 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Það sem mestu máli skiptir er að börnin séu með tösku sem henta þeim. Sem iðjuþjálfi hef ég skoðað þetta mikið og sendi hér með link á tillögur og ráðleggingar varðandi skólatöskur.

http://www.lydheilsustod.is/media/lydheilsa/leidbeiningar_skolatoskur.pdf

Ósk Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 12:54

11 Smámynd: Ragnheiður

Ohh hvað ég er fegin að vera alveg laus við þessa klemmu orðið. Ég varð að kaupa skóladót fyrir heilu bekkina vetur eftir vetur. Öllu týnt hérna og alltaf allt í fári. Mig minnir endilega að ég hafi bara verið með 2 töskur alla mína skólagöngu...

Ragnheiður , 10.8.2007 kl. 13:16

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góður punktur hjá iðjuþjálfurunum.  Málið er auðvitað að það er út í hött að láta börnin bera á milli bækur frá heimili að skóla á hverjum degi.  Þegar ég bjó í Svíþjóð var heimanámið unnið í skólanum og frí um helgar.  Burtséð frá því þá á auðvitað að hafa námsbækur og verkefni í skólanum nema það allra nauðsynlegasta sem börnin eiga að læra heima.  Alveg óþolandi að láta smábörn þvælast um með þungar töskur og eyðileggja á sér bakið.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 13:34

13 identicon

Á síðasta ári frétti ég af og fékk að sjá miða frá skóla í Kópavogi.

Þar var orðrétt gerð krafa um að vörurnar sem væru á listanum ættu að vera nýjar!

Þá er ég að tala um hluti eins og liti, möppur og pennaveski.

Nýtnin á sér sem sagt ekki heimili í Kópavogi

Helga (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:12

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei Helga greinilega ekki, en á ekki að vera svo djö... gott að búa í Kópavogi?

En pælið í því sem Helga er að sýna okkur þarna.  Rosalega fýkur í mig.  Ég er að hugsa um barnafjölskyldur með fleri en eitt barn í skóla og foreldrarnir með lágar tekjur.  Hvernig á fólk að geta haldið dampi þegar það er beinlínis boðað að allt þrufi að kaupa nýtt.  Er það nema von að það sé orðin stéttaskipting meðal íslenskra barna þ.e. þeim sem hafa of mikið af öllu og hinna sem hafa ekki  neitt.

ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 14:17

15 identicon

Einhverja hluta vegna er ég ekki að finna þessar sömu töskur þarna á síðunni og ég sé út í búð á 499, bara 549 danskar... en hvað ætli endanlegur kostnaður verði á þessum töskum eftir flutning og vsk frá Danmörku, væri fróðlegt að heyra ef einhver hefur vit á því?

Hefði haldi að það væri rétt af viðkomandi blaðamanni að setja alla veganna fyrirvara á að þetta er ekki endanleg upphæð sem þarna er verið að henda fram.

Hvað gerir maður svo ef að krakkanum eða mér líkar ekki við herleitin (get vitanlega ekki handfjatlað vöruna yfir netið), er hægt að skila og fá aðra í staðinn? Er það hægt almennt þegar verið er að versla á netinu erlendis frá, hvert er þá flækjustigið og umstangið fyrir neytandann? Liggur mögulega einhver auka kostnaður í slíku, t.d. flutningskostnaður fram og/eða til baka, þarf þá að borga vsk aftur af nýju vörunni þegar hún kemur til landsins (íslensk tollayfirvöld ekki þau liðlegustu)? Tja, hvað ef að pakkinn týnist eða skemmist einhverstaðar á leiðinni yfir sjóinn, what then, getum við þá leitað til neytendasamtakana... bara smá pæling sko.

Sverrir Þór (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 15:05

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sverrir Þór, lífið er ekki SVONA flókið.  Þó ég kunni ekki skil á framgangsmátanum við að panta í gegnum netverslun, þá eru mjög margir sem það gera og alveg vandræðalaust.  Neytendasamtökin væru varla að mæla með þessu ef þetta væri "big problem".

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 15:29

17 identicon

Jenný, hef pantað oft af netinu sjálfur, ebay, og hef til allrar lukku aðeins lent í minniháttar veseni (þó þannig að ég hafi orðið fyrir tjóni). Félagi minn hefur þó lent í að verða af 12.000kr í vörur sem hann var búin að reiða út fyrir en skiluðu sér aldrei.

Það eru bara ekkert minni líkur að þú fáir gallaða vöru í gegnum netið heldur en úti í búð. Hvað myndir t.d. þú sem þekkir ekki framgangsmáta við að panta á netinu, hvað þá heldur að skila, að gera ef þú fengir gallaða vöru í gegnum netið. Mér er allveg sama hvað NS segir, það er vesen.

En gleymum öllum mögulegum vandkvæðum. Ef við segjum að flutningskostnaðurinn við að senda svo 549kr(danskar) skólatösku sé 800isk (eða 67kr danskar) þá er þetta c.a 7.388isk. Af því þarf þú að borga vsk uppá 24,5% (já, viðisaukaskattur á íslandi leggst ofaná vöruverð + flutnings + tollkostnað) sem gerir 9.199isk (sjá http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=822). Það þarf ekki að borga toll af svona vörum frá dk. Svo þarft þú að bíða í nokkra daga eftir að fá vöruna í hendurnar og ef þú ert ekki heima þegar pósturinn kemur með þetta þarf þú að sækja þetta á opnunartíma út á næsta pósthús.

Fyrir þetta ertu að spara 1781kr, það munar svosem um minna... ef þú vilt ekki borga fyrir það að geta labbað inn í verslunarrými, skoðað mátað og handfjatlað vöruna, fengið þjónustu á þínu móðurmáli, tekið vöruna strax með þér heim og skilað henni á einfaldan máta ef forsendur eru fyrir slíku. Vitanlega getur þó ávinningurinn í mörgum tilfellum verð það mikil að manni þykir það þess virði.

Tilgangurinn varað benda á að mér þykir þessi frétt ekki nægilega tæmandi eða upplýsandi þegar kemur að endanlegum kostnað eða umstangi við kaup í gegnum netið, sérstaklega á þeirri tiltekini vöru sem vísað er í, bara verið að segja part af sögunni. Þú ert ekkert að spara 5000kr með því að versla þessa tösku á www.jeva.dk, það er bara fullkomlega rangt farið með mál í þessari frétt!

...over and out :)

Sverrir Þór (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2985789

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.