Leita í fréttum mbl.is

HÆTT AÐ BLOGGA?

 500

Í dag er ég eins og biluð kona.

Sumir dagar eru umhugsunardagar og sumir morgnar eru alveg sérstaklega miklir umhugsunarmorgnar eins og þessi í dag.  Ég er döpur.  Döpur yfir dauðaslysinu við Akranes í gær, döpur vegna fólksins sem bloggar hér og er með krabbamein, eða aðstandendur barns með krabbamein eins og mamma hennar Þuríðar.  Bloggheimurinn er stundum svo nærri manni, það er erfiðara að ýta frá sér hlutum þegar maður fær þá beint í æð, fólkið á bak við harmleikina fær andlit og það deilir með manni hugsunum sínum, sorgum og gleði.  Tvær ungar konur sem hafa bloggað hér um sinn sjúkdóm hafa látist með stuttu millibili.  Mér finnst ég hafa þekkt þær báðar.

Svo brosi ég í kampinn yfir öðru sem hér er að lesa.  Eins og örlagasögu Lúkasar.  Þvílíkur bömmer í báðar áttir.  Lúkas bara ósvífinn á lífi uppi í fjalli og með attitjúd og neitar að láta góma sig. Kertavökurnar komu mér undarlega fyrir sjónir þegar þær voru haldnar, núna eru þær beinlínis broslegar. Svo verð ég leið yfir unga manninum sem var nánast tekinn af lífi fyrir að hafa myrt hundinn á hroðalegan hátt og svo sagði einhver í fréttunum að kannski hefði það bara verið annar hundur í töskunni sem hafi verið myrtur. Þá varð mér nú allri lokið.  Ef ekkert er líkið þá búum við það bara til.

Það er fullt af öðru fyrirkomulagi sem gerir mig reiða hér á blogginu, en ég nenni ekki að eyða orku í að skrifa um það, sko ekki núna. Ég hef nefnilega hugsað mér að eiga góðan dag.  Skemmtilegu og gefandi bloggin eru svo mörg og þau skilja eftir sig framlag til lífsgleði þegar ég á í hlut og bjarga svona "döprum dögum" í Seljahverfinu.

Sumir eru sífellt hættandi að blogga.  Þeir móðgast og hætta að blogga.  Þeir pirrast og hætta að blogga, þeir gera mistök og hætta að blogga.  En þeir eiga það allir sameiginlegt að hætta EKKI að blogga.  Þess vegna ætla ég að hoppa yfir þessa yfirlýsingu um að ég sé hætt að blogga.. og halda áfram að blogga, jafnvel þótt ekki hafi verið hátt á mér risið þegar ég opnaði augun í morgun.

SÚMÍ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Velkomin í hópinn "hætt að blogga" .Mér hefur fundist það sama og þér varðandi að  "kynnast fólki" á blogginu. Finnst ég þekkja það sumt hvert, og er bara ánægður með það. Til dæmis eins og þig Jenný. Þú veitir mér eins og einhverskonar öryggi, umhyggju, eða eitthvað, með því að blogga og setja stöku comment á mínar færslur. Skrítið ekki satt? En skemmtilegt og notalegt.

Færslurnar þínar fá mann oft til að hugsa málið frá öðrum hliðum.

Haltu bara áfram að "hætta" að blogga, og blogga.

Þröstur Unnar, 17.7.2007 kl. 09:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Þröstur Unnar, er með þig í gjörgæslu, þe les þig alltaf, kommentera reyndar alltof sjaldan.  Ég skal vera amma þín í staðinn.  Újeeee

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 09:41

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Þröstur Unnar, 17.7.2007 kl. 09:47

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bless kjútí pæ, heyrumst innan tíðar er að fara í bílinn - mannurinn er svo hneykslaður hvað ég er róleg!

Edda Agnarsdóttir, 17.7.2007 kl. 09:50

5 identicon

"Lúkas bara ósvífinn á lífi uppi í fjalli og með attitjúd"

Snilld sem bjargaði morgninum hjá mér

Hafðu góðan dag, Jenný mín 

Díta (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 10:47

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Gruna Lúkas karlinn, að vera kominn á bullandi sjens með sætri tófu, uppi í fjalli.  Hvað þarf hann þá með mannfólkið?  En blessuð vertu, er líka alltaf að hætta að blogga, og hætta við að hætta að blogga.  Eitthvað við arfapirrað fólk sem fær mann til að hugsa svona.  Að hætta meina ég!  En svo er bara svo gaman að blogga.......!  Flott síða hjá þér!

Sigríður Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 10:56

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég seigi það sama mér finnst að maður sé farinn  þekkja suma bloggvini ekki vil ég missa af þeim og haltu svo áfram að blogga elskan,

Kristín Katla Árnadóttir, 17.7.2007 kl. 11:14

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Góðan og blessaðan daginn Jenný Anna - og hafði það nú reglulega gott í dag. Við hittumst svo vonandi í athugasemdadálkunum fljótlega

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.7.2007 kl. 11:21

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég myndi að sjálfsögðu aldrei hætta að blogga og missa af ykkur ljósin mín.

Ólína min við sjáumst fljótlega ertu ekki að fara í rosalegt ferðalag?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 11:54

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ frú "hætt að blogga" sénsinn að það gerist. Topp bloggari landsins, ferð með mann allan skalann upp og niður I just love U. Ég ætla að fara að leita að Lúkasi og Dodda, heyrumst í kvöld. 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 12:19

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásdís letaðu að Dodda, hann á að vera fundinn.  Láttu aðra um að hlaupa um allt í leit að Lúkasi, hann gæti bitið.  Er illa pirraður þarna á fjallinu greyið.  Knúsaðu Doddann frá mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 12:42

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Í guðanna bænum ekki hætta að blogga, þú ert alltaf sú fyrsta sem ég kíki á á morgnana, hressandi og skemmtileg.

Huld S. Ringsted, 17.7.2007 kl. 13:35

13 Smámynd: halkatla

já mér fannst þetta líka alveg hræðilega sorglegt með banaslysið í gær

ég get ekki lesið sorgleg blogg, nema örsjaldan. 

halkatla, 17.7.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband