Leita í fréttum mbl.is

MÁL BARNA

1

Ég hef tekið upp á því að horfa aftur á barnatíma sjónvarpsins um helgar.  Það er þennan sem er fyrir yngri börnin.  Ég hélt að ég væri búin með þennan pakka eftir að stelpurnar mínar uxu úr grasi en nú er ég aftur komin í barnasjónvarpið með henni Jenny Unu Erriksdótturrr.  Ég sit oftast með henni því stundum koma jákarlar, kókófílar og grekar, algjörlega óforvarandis og þá verður Jenny oft smá órótt.  Allavega fer ég ekki langt.

Það sem ég er hins vegar að furða mig á hvers vegna það er ennþá verið að láta fullorðið fólk tala barnaröddum.  Þetta var svona í denn þegar stelpurnar mínar voru litlar og viti menn, enn er rígfullorðið fólk að tala með smábarnarómi.  Ekki alltaf að vísu en ansi oft. 

Það versta sem ég veit er þegar fullorðnu leikararnir hlægja með tilgerðarlegum röddum sem eiga að túlka hlátur barnsins en það er í besta falli hallærislegur uppúrkreistingur.  Í morgun tók Jenny fyrir eyrun tvisvar sinnum og ég skildi hana ofsalega vel.

Það er alltaf að aukast skilningur á þörfum minnstu borgaranna.  Allir vita nú orðið að börn eru alvöru fólk og eiga ekkert minna skilið en það besta alveg eins og við hin.  Þess vegna bíð ég spennt eftir að sjónvarpið sjái ljósið og fái börn til að tala í sinn eigin barnatíma.

Og hvar eru barnafréttir?  Ég er alltaf að bíða eftir þeim.

Ég í fullorðinsfötum með eyrnatappa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sumt barnaefni er talsett með barnaröddum, hluti þess er skelfilegur, engir hæfileikar, engin leikstjórn, en ég hef samt heyrt ágætistalsetningu þar sem börn eru eingöngu. Líki því ekki saman við hina skelfinguna að láta fullorðna tala. Kveiki oft á imbanum þegar ég kem heim (til að missa ekki af boldinu og að geta bloggað um það) og að HLUSTA á barnaefni með fullorðnum að þykjast vera börn, er eitthvað það skelfilegasta sem til er. Næstum verra en að hlusta á hryllingsmynd. Mæli með að barnafréttir komi.

Guðríður Haraldsdóttir, 16.7.2007 kl. 08:41

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já er alveg sammála. Gurrí.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.7.2007 kl. 09:59

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Úff, hvað ég er sammála! Stelpurnar mínar voru stundum hræddar við þessar furðulegu raddir, sem komu úr börkum barnanna í þáttunum.

Fyrir mörgum árum hringdi ég í sjónvarpið og bað um að fá samband við þann starfsmann sem stýrði talsetningu. Eftir japl, jaml og fuður fékk ég samband við einhvern og þegar hann svaraði spurði ég með ýktustu og skrítnustu gervibarnarödd sem ég gat kreist upp úr mér: "Vantar ykkur einhvern til að lesa inn á barnaefni?"

Starfsmanninum fannst þetta ekkert fyndið, en ég hló lengi á eftir.

Það þarf ekki alltaf mikið til að gleðja mig

Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.7.2007 kl. 10:45

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Einu sat sonur minn þá 6 ára og dóttir systir mín þá 3 ára fyrir framan sjónvarpið og horfðu á stundin okkar.

Systur dóttir mín lítur á son minn, sem í hennar augum var mjög stór og vissi flest sem vita þurfti og spyr;
" afhverju, talar fullorðna fólkið svona eins og kjánar"

Sonur minn svarar mjög alvarlegur;
"Fullorðið fólk heldur oft að við skiljum þau ekki, nema þau tali eins og kjánar"

Systir dóttir mín kinkar kolli til samþykktar og svo halda þau áfram að horfa

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.7.2007 kl. 13:56

5 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

leggja fram kvörtun hjá félagi íslenskra leikara....ekki spurning..

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 16.7.2007 kl. 20:30

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og kvarta yfir hverju SÓ, skorti á börnum í félaginu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2985788

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband