Leita í fréttum mbl.is

KYNNI TIL SÖGUNNAR NOKKRAR BLOGGVINKONUR

..sem allar reyndar,  eru eðalbloggarar.  Ég les þær af mikilli áfergju og fæ alltaf mikið út úr lestrinum.  Þær eru ólíkar, allar skemmtilegar, fræðandi og fyndnar.  Ég vil að sjálfsögðu deila með mér af því sem er gott og bendi hér á nokkrar.  Meira seinna því af nógu er að taka.

www.gurrihar.blog.is Gurrí er kattarkona, býr í Himnaríki og er blaðakona á milli þess sem hún bloggar.  Hún er andstyggilega fyndin.  Muhahahaha

www.anno.blog.is Anna bloggar um allt milli himins og jarðar.  Hún er vel heima í mörgum málefnum, launfyndin og með meirapróf á músik og menntamál. Anna er ein af þeim sem manni finnst maður alltaf hafa þekkt.

www.asdisomar.blog.is Er jákvæður og yndislegur bloggari sem lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi.  Konan er megatöffari og með hjarta úr gulli.  Missi aldrei úr færslu, hún bjargar deginum.

www.skessa.blog.is Er kona með ákveðnar skoðanir, hamhleypa og engann vegin skaplaus, sér skemmtilega vinkla á málefnum og er alltaf til í að endurskoða sjálfa sig.  Svo fjandi flott.

www.asthildurcesil.blog.is Er fulltrúi Vestfirðinga.  Hún bloggar um pólitík, daglegga lífið fyrir vestan og tekur myndir af heimabænum þannig að maður finnur lyktina þaðan.

www.evathor.blog.is Er húsmóðurtöffari með meirapróf á kaldhæðni.  Hún er þrusu skemmtileg og nú um stundir er hún fulltrúi okkar í Amó. 

www.jonaa.blog.is Er alhliða bloggari og verðandi rithöfundur.  Hún er brjálæðislega fyndin, tilfinningarík og má skammast sín fyrir hvað hún kaus.  Ég elska konuna.

www.lauola.blog.is Hörkutöffarinn Laufey sem er svo leikinn með pennann.  Hún skrifar flottar færslur og ég er viss um að einn daginn á hún eftir að vera í forystu í pólitíkinni, vinstra megin að sjálfsögðu og taka á stærstu meinum samfélagsins.

www.hross.blog.is Er flottur bloggari sem bloggar um allskonar.  Hún er líka persónuleg í sínum pistlum og ekki hrædd að vísa í hvunndaginn sinn.  Ég passa vel upp á að missa ekki af henni, fremur en öllum hinum reyndar.

Jesús minn.  Út í hvað er ég komin.  Það er svo erfitt að velja úr.  Ég tek fleiri næst.  Það sem skiptir máli er að sem flestir fái að kynnast bloggvinkonum mínum.  Ég er að gera ykkur greiða góðir gestir og gangandi, sko stóran GREIÐA. 

 Skiljið blómin eftir á leiðinni út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guð hvað ég er fegin að sjá klukkan hvað þú skrifar þetta. Hélt for a moment að það væri eingöngu þér að þakka/kenna mjög svo aukinn umgang á blogginu mínu í dag.

Er ég tilfinningarík ?  hvad betyder det for helvete... Jævla...

Snúllurassinn minn... voðalega þykir mér vænt um þetta frá þér (er að verða tilfinngarík....) Lúv ja ræt bekk...

Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er svo upptekin af sjálfri mér að ég gleymdi að segja þér hvað þetta er frábær færsla. Og þegar ég las hana uppgötvaði ég að ég les margar bloggvinkonur þínar (og hef náð að klófesta nokkrar af þeim meira að segja).

Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 01:01

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Híhí þú ert tilfinningarík, ekki tilfinningafátæk? Skiljú honní?

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 01:09

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Að einhverjum finnist ég tilbúin að endurskoða mig er besta hrós í heimi

Heiða B. Heiðars, 25.6.2007 kl. 01:19

5 identicon

Ég verð bara feimin  og í leiðinni svo upp með mér að fá að vera í þessum hópi,  þessar frábæru konur eru líka flestar komnar í bloggvinkvennahópinn minn, nokkrum kynntist ég í gegnum þig ... þú ert júníkk, gæti ekki hugsað mér að fara í gegnum einn dag án þess að lesa að minnsta kosti eina bloggfærslu frá þér

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 01:38

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Er búin að vera á kafi í vinnu í dag og hafði ekki tíma til að opna tölvuna. Stelst svo aðeins af því ég opnaði netið alveg óvart í misgripum fyrir word-ið og bingo! Sé sjálfri mér hampað svo fagurlega af svo indælli, smekkvísri og göfugri sál! Er einmitt að fara á fund pólitíkusa í fyrramálið og er að undirbúa mig VEL. Þú hefur svo sannarlega gefið mér byr undir báða núna! Ég flýg inn og rústa þessu batteríi

...elska þig að sjálfsögðu líka! Þú lyftir mér alltaf upp

Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2007 kl. 03:05

7 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Takk fyrir fögur orð í minn garð frú Jenný, mikill heiður að vera á þessum lista enda allt kjarnakonur þarna á ferð!

En svo ég snúi nú máli mínu að þér..... þá er assgoti erfitt að halda í við þig.

Maður er rétt að fara að klikka á nýjustu færsluna þína sem birtist í bloggvinaglugganum hjá sér....... og viti menn hún er horfin...púff, og ný færsla komin í staðinn!

Hvað á þetta að þýða manneskja....... nú er maður lesandi fram eftir allri nóttu hérna

Þú ert algert meiníak..... en mér þykir nú samt vænt um þig

Eva Þorsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 05:40

8 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

nei nei ég er ekkert móðguð!

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 07:37

9 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

hvaða vitleysa nei ég meina það...ég er ekkert móðguð!

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 07:38

10 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

ókei ég er smá móðguð...en ég jafna mig...kannski....ekki

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 07:40

11 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

ég jafna mig ekki...ég er móðguð

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 07:41

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ólína þetta var bara fyrsta færsla.  Þú verður örugglega næst.

En takk elsku Jenný mín.  Það er sama hér, mér finnst þú alveg frábær, bæði skemmtileg og fyndinn og svo ástrík.  Full af krafti og orku sem þú gefur okkur, um leið og þú aðvarar með reynslu þinni sem er afar dýrmæt.  Ég er rosalega montin að hafa verið nefnd þarna.  Takk fyrir mig.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2007 kl. 07:53

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur ég er að safna atkvæðum, ætla í framboð fljótlega, sko forseta, var að næla mér í meðmæli (segi sonna).

Þetta þurfti til að fá þig til að kommenta hjá mér Steinnunn Ólína. Loksins gerðist það og það svo um munaði.  Híhí, nú er kominn á kontakt og ég sveifla þér með í næstu bloggvinkonulista (móðgaðri eður ei)

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 07:55

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk, elskið mitt! Getur þú ekki skrifað eitthvað svona um okkur bloggvini þína á hverjum degi? Þetta verður gott nesti út í daginn.

Guðríður Haraldsdóttir, 25.6.2007 kl. 08:52

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frú Gurrí  ég get gert það en hafið þið nokkuð á móti því þá að leggja litlar gullkrónur inn á reikninginn minn við "einskinsmannsbanka"? Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 09:38

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bíddu! Hvar er ég? Ég sem hélt að nóg væri að vera elst... ég verð að fara bæta mig sé ég.

Edda Agnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 10:35

17 Smámynd: Ragnheiður

Hefðir ekki þurft að gera þetta til að fá atkvæði frá mér en takk fyrir mig, er ég of sein með blómin ?

Ragnheiður , 25.6.2007 kl. 11:42

18 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 18:39

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég kýs þig dúllan mín. Ferlega er þetta krúttleg færsla hjá þér, ég er upp með mér að þú konan sem hefur aldrei séð mig skulir skilja mig svona vel, alla vega finnst húsbandinu þetta vera satt sem þú segir um mig og þakkar fyrir, ég þakka líka fyrir góð orð. Ég les oft upp úr ýmsum bloggum fyrir hann og hann er farinn að þekkja ykkur með nafni.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2007 kl. 19:33

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur þið erum allar æði sko, Edda I save the best till last wúman.  Svo græddi ég fjöldakomment frá henni Steinunni Ólínu, ekki ónýtt þetta.  Við eigum eftir að liggja í kaffinu einhverntímann bráðum Ásdís mín og að lokum veriði ekki að pæla í blómunum stelpur mínar ég reikna nebblea með að lesendur þessarar síðu leggi amk til blóm þegar þeir koma í heimsókn.

Síjúgörlís.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2985787

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.