Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Stóri dagur Hrafns Óla

Í dag er hátíðisdagur í minni fjölskyldu og ég ætla að njóta hans til fulls.

Ég ætla meira að segja í kirkjuW00t, já róleg, ekki neina þjóðkirkju, ónei, ég ætla í Fríkirkjuna til hans Hjartar Magna sem er náttúrulega dálítið annað mál og skemmtilegra.

Bráðum á Jóna systir mín afmæli.  Inga-Lill vinkona mín, einn fyrrverandi eiginmaður og síðast en ekki síst hann Oliver dóttursonur minn sem er í London og þessa dagana og amman saknar hans sárt.

Ég finn sérstaklega fyrir fjarveru Londresfjölskyldunnar á svona dögum.

Búhú. Ég sit hér í morgunsárið dálítið mössímössí af því ég var að skoða myndir frá skírnardegi Jennýjar og Olivers.  Svo fljótt sem tíminn líður. 

Smá sýnishorn.

20050906102924_320080415192838_3

Oliver með ömmu-Brynju og afa-Tóta á skírnó og svo er maður orðinn svona stór og á afmæli á mánudaginn.  Jesús.

20050329095518_020050410013505_1

Og þarna er hún Jenný Una á skírnardaginn sinn með Jökkla besta frænda, sem btw er fermdur.  Mér fannst þetta hafa gerst í gær.

20080404122758_7

Og barn dagsins er hérna í fanginu á stóru systur.

Ég er farin í meikóver.

Síjú.


Illgjarnir "álitsgjafar"

Ég var að baka í allan dag.  Terturnar stukku fullskapaðar út úr ofninum.  Ég er sannkölluð eldhúshetja.  Það er nefnilega blásið til veislu á morgun.  Skírnarveislu.

Á milli þátta settist ég niður með kaffi og Whistlingþið vitið, þetta sem má helst ekki tala um, og fletti Fréttablaðinu.  Flettíflettíflett og ég alveg í góðri harmoníu í eigin skinni. 

EnW00t....Það stóð ekki lengi.

Heilli opnu var fórnað undir best- og verst klæddu konur landsins.  Mikið rosalega er þetta hallærislegt og amerískt.  Einhverjir álitsgjafar voru fengnir, ég nenni ekki að skrifa nöfnin þeirra, en þeir eru nerðir ársins sem af er. Neikvæðir og illgjarnir.  Og er þetta issjú?  Hver er í hverju?  Mikið rosalega finnst mér þetta ljótt og hallærislegt.

Hvað er að fólki?  Hverslags sérfræði er það að setjast niður og ráðast að útliti fólks, taka það út eins og vöru eða búfénað.  Nokkur dæmi:

"Ragnhildur Steinunn, Svanhildur Hólm, Inga Lind og reyndar allar sjónvarpskonur hafa fallið í sama mót á skjánum og gerst ógeðslega púkalegar, kerlingarlegar með sama hárið......."

Og:

"Aldrei outstanding smart.  Alltaf í sömu stuttu pilsunum... klæðir sig ekki í takt við sinn aldur."

Ég spyr, hvernig á maður að klæða sig eftir aldri?  Er það sérstök lína?  Ég klæði mig eftir veðri og eigin samvisku bara svo það sé á hreinu.

Og áfram:

"..hún er úr sveit og því ekki við hana að skakast en fötin eru öll eins og nýjasta tíska í kaupfélaginu á Blönduósi."

Er það þá ávísun á smekkleysi að vera utan að landi?  Hálfvitar.

Ég hef alveg látið gamminn geysa um klæðaburð fólks við vinkonur mínar, annað væri nú bara,  enda föt ofarlega á listanum hjá þeim sem hér talar (varð að herma eftir sumum)  en að álit mitt eða annarra eigi heima í blöðunum, þegar kemur að því að klæða sig, er bara hallærislegt og yfirborðskennt.

Og nei, ég hef ekki húmor fyrir þessu.  Hvernig væri að meta fólk að verðleikum en ekki fyrir hvað hangir utan á því?

Arg í vegg.

Hver kjaftur.


Smá mafíósó

Ég er ekki þjóðkirkjuaðdáandi. Er ekki einu sinni meðlimur í batteríinu og þakka mínum sæla fyrir það. 

Stundum verða vinnubrögðin í kirkju "allra" landsmanna svolítið mafíósó.  Við leysum þetta innan fjölskyldunnar, erum ekkert að flagga okkar óhreina taui þar sem allir sjá það.

Ég held að þetta sé lenska í mörgum trúarsöfnuðum.  Við leysum málin og þá helst bak við luktar dyr, án þess að ég sé nokkuð að ásaka þetta fólk um að hafa ætlað að leyna máli prestsins á Selfossi eitthvað sérstaklega.

En hvernig dettur þeim í hug að vera með fagráð um meðferð kynferðisbrota og vísa þangað málum eins og kynferðislegu ofbeldi?  Svo ég tali nú ekki um þegar þolendur eru undir lögaldri.

Hvað þætti fólki ef leikskólar t.d. væru með svona sérráð og létu vera að fara að lögum og tilkynna grun um misnotkun á börnum hina réttu boðleið?  Þ.e. til barnaverndarnefnda.

Reyndar hefur mál stúlknanna í Selfossmálinu farið rétta boðleið, að mér skilst þegar hér er komið sögu.

En það er eins og kirkjan hafi tilhneigingu til að setja sínar eigin reglur, sín eigin lög.

Treysti ég þeim?

Nei, ég treysti þeim ekki afturenda.


mbl.is Fagráð ræddi ekki við meintan þolanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrgisperrinn dæmdur

Byrgisperrinn var að fá 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot.

Það er ekki degi of mikið þykir mér.

Ekki að ég sé svona heiftug og refsiglöð en þegar menn misnota fólk og börn í krafti trúar og valda þá þurfa skilaboðin að vera skýr.  Svona verður ekki liðið.

Svo má finna að því að ég skuli kalla hann perra.   Það verður að hafa það.  Fyrir mér er hann bara það.

En hann er ekki eini sökudólgurinn í málinu.  Það eru stjórnmálamenn sem létu hann valsa um á framlögum, þrátt fyrir að öll teikn væru á lofti um að ekki væri allt í lagi á kærleiksheimilinu.

Ég vil ganga svo langt að segja að trúfélög eigi ekki að vera með veikt fólk til meðhöndlunar.  Hvorki í meðferð eða á eftir.  Það kallar eimitt á svona misnotkun á fólki eins og hér er rauninn.

Fólk getur hoppað um allt í trylltu hamingjustandi með Jesú, en þar stoppar minn tolerans.

Ég fæ hroll við tilhugsunina um að þessum manni var treyst.  Sumir höfðu tekið hann í guðatölu.

Og ég fíflið var einu sinni á leið upp í Rockville til að gefa þeim peninga, af því ég féll algjörlega fyrir hinu "góða og fórnfúsa" starfi sem þar var unnið.

En í staðinn fór ég með monninginn niður á Her.  En þetta var um jól.

Í guðs friði.

Amen.


Sá litli svarti

24391_1_large

Ég man eftir Popppunkti á Skjá 1, af því mér fannst það ógeðslega skemmtilegur þáttur.

 Ég man líka eftir Hawaiskyrtunum hans Dr. Gunna.  Var ekkert voða hrifin en alveg nákvæmlega sama og tapaði ekki svefni yfir litríkum manninum.

Sumir karlmenn og föt - ég segi ekki meira.

En hugmyndin er flott. 

Húsband: Dr. Gunni er að selja fötin sín á netinu.  Sko skyrturnar.  Af hverju selur þú ekki eitthvað af ÖLLUM KJÓLUNUM þínum á netinu?

Moi: Um hvaða ALLA ertu að tala maður?

HB: Þú átt HAUGA af kjólum og dóti sem þú ferð ALDREI í.

Moi: Það er ekki rétt, ég fer reglulega í fötin mín.  Mér þykir vænt um mína svörtu kjóla.  Villtu ekki selja eitthvað af ÖLLUM gíturunum þínum?  Þú spilar hvort sem er ALDREI á suma þeirra.

HB: #$/&%#(%=Ö

En burtséð frá því þá er ég enn að þjást úr smáborgarahætti hérna gott fólk.

Og nú bíð ég í angist eftir að hitta fleirihundruð og fimmtíu vísitölumenn, hlaupandi um allt í Hawai skyrtum doktorsins, haldandi að þeir séu "trendsetters".

Farin að klæða mig í eitthvað af ÖLLUM kjólunum mínum.  Það er ekki sama kjóll og kjóll, þó karlmenn sjái ekki muninn.

Aloha

 


mbl.is Bloggsíða Dr. Gunna að breytast í fatabúð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið þið eftir honum?

Munið eftir Hleifnum?  Ómægodd, hvað það var mikið stuð 197ogeitthvað.

Ég bjó í Keflavík.  Já, ég veit það, maður lætur lokka sig út í allan fjandann.  Þetta var, nánar tiltekið, vegna eins hinna mýmörgu hjónabanda minna, sem ég hafnaði suður með sjó.   Ég hef farið út um allt land, vítt og breitt í makavali, og endaði svo í Reykjavík 101 en það er önnur saga.

Í partíum í Keflavík á þessum árum var drukkinn vodki og viskí og twentyone.  Ég er nú hrædd um það.  Það fer um mig ef ég hugsa um bragð og lykt.  Bölvaður viðbjóður.

Og allir voru fullir, síendurtakandi sjálfa sig, röflandi leyndarmál, stelpur grátandi á trúnó inn á klósetti, alveg: "Mér hefur alltaf líkað ógeðslega vel við þig" og svona stöff, þið vitið.  Maskarinn niður á kinnar og allir í mígandi gleði.

Og svo spiluðu nördarnir Smokie (ég er ekki að djóka) "Living next door to Alice" en þarna voru niðurlægingartímar í músík hvað sárastir.  Og svo Meetloaf.  "Paradise by the dashboard light."

Og ég eins og allir hinir plebbarnir.  Mig minnir að ég hafi hríslast um í villtum dansi, eins og enginn væri morgundagurinn.  Fannst Hleifurinn æði. 

Svo kom hann, ég sá hann ekki og svo fór hann og mér gat ekki staðið meira á sama.

Ég fékk ógeð.  Hann minnir mig á hálftóm brennivínsglös þar sem sígóstubbar flutu og var sú sjón sem stundum blasti við manni daginn eftir partý.  Lyktin var súr og sjúskuð.

Og ég sver að það þótti engum neitt athugavert við fyrirkomulagið.  Svo er verið að tala um að heimur versnandi farið.

En fáið ykkur villtan snúning fyrir svefninn.

Meatloaf when you are out, stay out.


mbl.is Meat Loaf aldrei aftur til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heigulsháttur

Ég veit ekki með ykkur, en eftir að hafa horft á Kastljósið þar sem Sigmar tók viðtalið við Borgarstjóra, hef ég ákveðið að vera ekki að bögga manninn meira.

Mér fannst gott að Sigmar þrýsti á að maðurinn svaraði spurningunum, þó varnarræðan væri veik, fátt um svör annað en að R-listinn væri ábyrgur fyrir því að fordæmi fyrir starfi Jakobs væri til.

Og að minnihlutinn væri reiður.

Og að fólk væri reitt.

Og óréttlátt líka.

Það er eitthvað að.

Mig fýsir að vita eitt og sem borgari í Reykjavík á ég ábyggilega rétt á því.

Hvernig stendur á að meirihlutinn, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn er óínáanlegur þegar fjölmiðlar inna þá eftir svörum varðandi þessa vægast sagt, umdeildu ráðningu?

Þeir gerðu þetta í REI málinu.

Er þetta vinnulag sem þeir kjósa sér að hafa almennt og yfirleitt?  Eða bara þegar hentar?

Ég fékk á tilfinninguna að Ólafur væri einn í meirihluta.

Allir aðrir væru á móti honum.  Vont mál.

Íhaldið ætlar ekki að gera það endasleppt.  Bölvaður heigulsháttur að láta sig hverfa.  Þetta er á þeirra ábyrgð þessi ráðning, ef þeir hafa ekki áttað sig á því.


mbl.is „Ráðning í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir frekjudósina

20080506152205_9

Frekjan hún Ragnhildur Sverris heimtar skemmtiatriði og krúttsögur hér í bloggheimum og neitar algjörlega að horfast í augu við raunveruleikann.

Ég hörmungajafna því fyrir konuna.

Á myndinni hér efst má berja Leifsgötubörni augum en Jenný er voða góð við bróður sinn og hann dýrkar hana eins og sjá má á mynd.

Í dag koma "farfar" og "farmor" Jennýjar Unu og Hrafns Óla til landsins.  Þau eru að sjá Lillemann í fyrsta skipti.  Heja Sverige!

Svo á að skíra hann Krumma á laugardaginn, þannig að mikið stendur til.

Á meðan Sara nær í tengdós á völlinn munum vér passa erfðaprins og erfðaprnsessu Leifsgötunnar á meðan.  Hinn sænski faðir er nefnilega að spila og getur ekki sótt foreldra sína.

Og Krumminn verður settur í skírnarkjól föðurs síns, þ.e. ef hann passar í hann.  Barnið stækkar rosalega hratt.

20080506152137_4

Jenný: Amma þú átt að gefa mér "Helló Kittý myndavél".

Amman: Afhverju?

Jenný: Mamma mín segir að það er ekki í boði, en þú átta geraða, því ég er svo mjög góð.

Helló Kittý hvað?  Það heitir allt eitthvað þessa dagana.

Farin að gæta barna.


Flautusinfónían hljómar!

Ég hélt að bílstjórarnir hefðu gefist upp og ég var leið yfir því.

Það var eitthvað svo dásamlega hressandi, eitthvað sem gaf von um að kannski væri hægt að breyta einhverju, þegar þeir ruddu sér í aðgerðir.

Svo var ég að horfa á hana Jóhönnu mína, tala um endurskoðun á almannatryggingum á þinginu áðan, og þá heyrði ég varla í minni konu fyrir flautuhljóðunum í bílstjórunum.

Jóhanna er auðvitað flott eins og venjulega.  Ég hef sagt það áður.  Það mætti fjölfalda þessa konu.

Bílstjórarnir eru jafn flottir.  Ég óska þeim og okkur öllum til hamingju með að þeir hafi ekki gefist upp.

Bensínið hækkaði í morgun.

Maturinn hækkar og hækkar.

Við verðum að bretta upp ermar við almenningur.

Ég kveð frá átakasvæðinu.

Þetta er hörmungajöfnun nr. 2

Og hafið þið það aularnir ykkar.

Úje!


mbl.is Flautað við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmungajöfnun I

 20080429111835_0

Dagurinn í gær var áhugaverður og skemmtilegur fyrir margra hluta sakir.

Þangað til að kom að fréttunum, þá snarpirraðist ég.  En ég nenni ekki að velta mér upp úr því í bili.

Í gær var frí á leikskólanum hennar Jennýjar Unu og hún fékk að koma í heimsókn hingað.

Það var vorgalsi í dömunni og hún var smá óþekk við ömmu, sem þurfti að byrsta sig aðeins við barnið og "skamma" hana smá, þegar sú stutta hellti úr glasinu sínu á gólfið, "alleg viljandi" eins og hún sagði, forstokkuð í framan og svo valhoppaði hún frá ömmunni af vettvangi og fór að sinna öðru.

Þegar hún kom heim sagði hún mömmu sinni að amma hafi skammað sig.

Mamman: Af hverju var amma að skamma þig Jenný mín.

Barn: É var óþekk.

Mamman: Hvað gerðirðu sem þú máttir ekki?

Barn: É hellti ekki vatnið á gólfið, é gerði ekki neitt.  Mamma, þú hringja í ömmumín og skamm´ana.  W00t

Jájá,  ég skal segja ykkur það.

Þetta er fyrsta færsla af fimm hörmungajöfnunum.  Það verður að gæta jafnvægis.  Bömmerfærslur eru í fríi, nema náttúrulega að fríkaðir ráðamenn þessarar þjóðar geri bommertur í dag?  Líklegt?  Jabb, er hrædd um það.

Njótið dagsins


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.